Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 13 Tinna í fyrsta stóra hlut- verki sínu • Tinna Gunnlaugsdóttir er ung leikkona, sem í vetur leikur sitt fyrsta stóra hlut- verk í Þjóöleikhúsinu í leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur, Hvaö sögðu englarnir? Tinna útskrifaöist frá Leiklistarskól- anum í júlí í fyrra en í fyrra- vetur lék hún í Glerhúsinu, sem sýnt var í lönó. Leikritið Hvaö sögöu enpl- arnir? fjallar um ungan strak, Stein, son hreingerninga- konu, sem átt hefur erfiöa bernsku og lendir utangarðs í þjóðfélapinu. Hann verður Steinn i götu annarra og leikritið segir frá báráttu hans við öflin í þjóöfélaginu. Stein leikur Siguröur Sigurjónsson en Tinna leikur kærustu hans, Brynju. Hún er and- stæöan viö Stein. Einkadóttir velefnaöra foreldra en segir skilið viö lífsgæðakaþphlaup foreldranna. Þaö er Steinn, sem á hug hennar allan. „Atvinnumöguleikar ungra leikara hafa fram aö þessu ekki verið neitt sérlega glæsi- legir. Þaö hefur nánast veriö einn og einn, sem fengiö hefur eitt og eitt hlutverk. • Páll Hallgrímsson heldur hér á skipunarbréfinu sem undirritad hefur Kristján hinn tíundi „af guðs néö konungur íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg". Ljósm. Kristján. Eini konungsskipaði em bœttismaðurinn á landinu enn ístarfí Tinna Gunniaugsdóttir Þetta hefur þó breyst mikiö á síðustu tveimur árum. Bæöi er aö stóru leikhúsin, lönó og Þjóöleikhúsiö, hafa opnaö meira fyrir unga leikara og einnig hefur tilkoma Alþýðu- leikhussins skapaö ungum leikurum aukin atvinnutæki- færi. Þegar þetta er sagt veröur aö hafa í huga aö fyrir nokkrum árum útskrifuðust nánast engin nýir leikarar, því starfsemi leiklistarskólanna lá niðri um tíma,“ sagði Tinna. Sjálf á Tinna ekki langt aö sækja leiklistina því móöir hennar, Herdís Þorvaldsdótt- ir, er kunn leikkona. Leikritiö Hvað sögöu engl- arnir? verður frumsynt á litla sviöi Þjóðleikhússins seinni- hluta nóvember. Leikstjóri er Stefán Baidursson en leik- endur eru alls 9. • Þó aö flestum séu gleymdir þeir dagar er ísland var konungs- ríki og leifar konungsríkisins aö mestu horfnar, er þó enn maður í embættismanna stétt á íslandi, sem hefur konungsskipan til starfsins. Er þaö Páll Hallgríms- son sýslumaöur Árnessýslu á Selfossi og mun hann vera eini embættismaöurinn hérlendis, sem gegnir sama starfi og hann fékk konungsskipan til. Páll var skipaður sýslumaöur í Árnes- sýslu 1. janúar 1937 og tók viö embættinu þá um haustið, þann- ig aö í haust hefur hann setið í embætti í 42 ár. Skipunarbréf Páls undirritaði Kristján tíundi og embætti en núna vantar nokkur hundruö í 10 þúsundin. „íslenskur sýslumaöur er ekki vanur aö flíka mikiö ýmsum yfirvaldstáknum, aö minnsta kosti á seinni árum," sagöj Páll, „og ég man ekki hvenær ég fór síöast í einkennisbúninginn en það eru mörg ár síöan. En þaö er aðeins í sambandi viö útlend- inga, sem þaö er nauösynlegt aö eiga einkennisbúning. Þeir skilja ekki aö þeir séu fyrir rétti eöa frammi fyrir lögreglustjóra nema hann sé í einkennisbúningi. Þeir taka þaö ekki eins hátíölega og trúa því ekki til aö byrja meö, aö þeir séu fyrir formlegum rétti.“ nf amls nnð knmmnur Jalanöa og^lniiinn knr. Vim'in on tbnntn,(irrlan.i i .5Uatiik,2Bollsclnlnin'ii. §lónmrri. ).Ifllmfrnln', I’rifnborn nn -Aliiinhorn. var þaö gert í Amalíuborg en dómsmálaráöherra var þá Her- mann Jónasson. „Þetta er ekki fjölbreyttur ferill hjá mér aö hafa verið á sama staö allan tímann," sagöi Páll og bætti viö, aö margt hefði breyst frá því aö hann kom á Selfoss 1937. Hæsta bílnúmeriö þá var 90 og bílar í sýslunni um 60. Nú eru bílnúmerin komin hátt í 5000 en aö vísu eru margar eyöur þar inn á milli og bdbílarnir nokkru færri. íbúar sýslunnar voru rétt um 5 þúsund þegar Páll tók viö Páll sagðist blessunarlega hafa verið laus viö stór málaferli. „Ég held aö Sunnlendingar hafi ekki eins gaman af málavafstri eins og kannski mætti halda um fólk sums staðar annars staöar. Hér reka menn ekki mál sér til skemmtunar," sagði Páll. „Ég er orðinn 67 ára og hef ekki hug á því aö hanga svo lengi sem maöur má ef allt gengur sæmilega eöa til sjötugs. Ég á ekki von á því aö þaö dragist lengi hjá mér aö skila þessu," sagöi Páll. Hittastímorgun- kaffiíPfaff • Alþingismennirnlr Albert Guð- mundsson og Lúövík Jósepsson hafa þaö fyrir fastan sið aö hittast á hverjum morgni, ef þelr koma því viö, í morgunkaffi hjá Magnúsi Þorgeirssyni í Pfaff. Hittast þessir þrír og nokkrir aðrir og má þar nefna Lárus Blöndal bóksala á hverjum morgni kl. 10 í húsnæöi Pfaff á Bergstaðastræti 7. Flestir eru þeir kaupsýslumenn en Magnús í Pfaff og Lúðvík Jóseps- son munu vera gamlir skólafélag- ar. Segja kunnugir aö þarna séu þjóömálin rædd á breiöum grundvelli og er ekki aö efa, aö þessa dagana ber væntanlegar forsetakosningar á næsta ári þar á góma. Waagesysturnar ogKúntaKinte • Meðal gesta hins kunna diskó- teks Studio 54 í New York eru jafnan ýmsar kunnar persónur og nýlega var þar leikarinn LeVar Burton, sem viö íslendingar þekkj- um sem Kúnta Kínte jr. úr fram- haldsmyndaflokknum Rótum. Þetta sama kvöld voru einnig meöal gesta Studio 54 þær systur Kristín og Margrét Waage og var með- fylgjandi mynd tekin við þaö tæki- færi. Kristín Waage sagöist hafa heimsótt Studio 54 nokkrum sinn- um en í sumar hefur hún starfaö sem flugfreyja hjá Flugleiöum. Mar- grét Waage er viö nám í Kennara- háskóla íslands og var ó ferðalagi í New York, þegar myndin var tekin. • Viö hliö LeVar Burtons er Kristín og lengst til hægri er Margrót. Stúlkuna lengst til vinstri þekkjum viö ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.