Morgunblaðið - 30.09.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
19
Haustþing
Kennarasam-
bands Norður-
lands vestra
HAUSTÞING Kennarasambands
Norðurlands vestra (K.S.N.V.)
sem er fræðslu- og kynningar-
þing kennara á Norðurl. vestra
og i Strandasýslu, var haldið i
Varmahlíð i Skagafirði 13. og 14.
sept. s.l. Þingið sóttu á annað
hundrað manns. Gestir þingsins
voru námstjórar hinna ýmsu
greina Grunnskólans og aðrir
leiðbeinendur. Unnið var með
leiðbeinendum i vinnuhópum
báða dagana og kynntu þeir
námsgögn og kennsluaðferðir.
Þingið hófst árdegis fimmtu-
daginn 13. sept. með sameigin-
legum fundi þar sem formaður
K.S.N.V., Pétur Garðarsson,
ræddi hlutverk og starfsvettvang
Kennarasambandsins og nauðsyn
þess að kennarar séu i einu
stéttarfélagi. Kynnti hann lög
sambandsins og þakkaði fráfar-
andi formanni Höskuldi Goða
Karlssyni giftudrjúg störf i þágu
þess.
Næstur tók til máls Sveinn
Kjartansson fræðslustjóri Norð-
urlands vestra og ræddi i upphafi
máls síns um Ráðgjafar- og sál-
fræðiþjónustu beggja fræðslu-
umdæmanna á Norðurlandi sem
aðsetur hefur á Akureyri. Tveir
sálfræðingar hafa verið ráðnir
þar til starfa og binda kennarar
miklar vonir við störf þeirra,
segir i frétt frá Kennarasam-
bandinu.
í erindi sinu kom Sveinn víða
við, drap á endurskoðun
Grunnskólalaganna sem er mikið
mál, ný lög um Námsgagnastofn-
un, reglugerð um sérkennslu og
útskýrði nýja gerð vinnuskýrslna
kennara og i þvi sambandi ræddi
hann um fyrirmæli stjórnvalda
um yfirvinnuþak sem sett var á
gagnvart kennurum.
Eftir hádegi unnu leiðbeinend-
ur með vinnuhópum fram undir
kvöldverð. Um kvöldið var síðan
kvöldvaka og að henni lokinni
gafst kennurum tækifæri til að
ræða áhugamál sín og er sá
þáttur slikra kynningarþinga
ekki hvað síst mikilvægur.
Á föstudögum var framhaldið
starfi í vinnuhópum en um há-
degisbil var haldinn fundur þar
sem bornar voru upp þrjár álykt-
anir og voru þær allar samþykkt-
ar.
Um skólaskyldu. Þingið beinir
þeim tilmælum til menntamála-
ráðuneytisins að það láti gera
nákvæma athugun á því hvort um
9. bekk skuli gilda fræðsluskylda
eða skólaskylda. Telur þingið eðli-
legra að um fræðsluskyldu sé að
ræða.
Um endurskoðun Grunnskóla-
laga. Það er álit þingsins að ekki
megi hraða um of endurskoðun
svo mikilvægs máls og verði að
gera hana í fullu samráði við
starfandi kennara.
Um Námsgagnastofnun. Þingið
fagnar framkomnum lögum um
Námsgagnastofnun og beinir því
til viðkomandi ráðherra að nú
þegar verði sett reglugerð sem
tryggi fulla framkvæmd laganna
og einnig að komið verði upp
útibúum frá stofnunini við hinar
ýmsu fræðsluskrifstofur.
Að loknu matarhléi var enn
tekið til við starf í vinnuhópunum
fram undir þingslit.
Fegursti garðurinn, Sævargörðum 6
Fegurðar- og skipu-
lagsverðlaun á
Seltjarnarnesi
FEGRUNAR- og nátt- tjarnarness hefur veitt
úruverndarnefnd Sel- viðurkenningu fyrir
fegursta garðinn á Sel-
tjarnarnesi og fegurstu
lóðina við fjölbýlishús.
Fyrir valinu urðu
garðurinn í Sævargörð-
um 6, eigendur hjónin
Sigrún Olafsdóttir og
Hilmar Guðmundsson.
Fjölbýlishúsalóðin sem
fyrir valinu varð er
Tjarnarból númer 2—8
vegna sérlega góðs
skipulags á lóð, þar sem
tillit er tekið til barn-
anna.
Nefndin mun í vetur
og næsta vor taka upp
leiðbeiningaþjónustu
fyrir húseigendur bæði
varðandi skipulag
garða og plöntuval.
í nefndinni eiga sæti
Finnbogi Gíslason,
Björn Jónsson og Stef-
án Bergmann.
Bezt skipulagða lóðin við fjölbýlishús er í Tjarnarbóli 2—8
Víð
oða um land eru vel búin hótel
Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu
í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö.
Hringdu og spurðu um verð á helgarferð.
FLUGLEIÐIR