Morgunblaðið - 30.09.1979, Side 22

Morgunblaðið - 30.09.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 Finnsku Normalo vefstólarnir fyrirliggjandi. Námskeið í uppsetningu hefst fljótlega. KORFUGERÐ Tágar 1,5—4,0 mm. Námskeið standa nú yfir. Hvert námskeið stendur 3 kvöld, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. LEIRKERASMIÐI Eigum fyrirliggjandi úrval af leir; jarðleir, steinleir, postulínsleir og glerungum á mjög hagstæðu veröi. Einnig sjálfharðnandi jarðleir. Tómstundavörur fyrir heimili og skóla \ Laugavegi 168, sími 29595. / EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLVSINGA- SIMINN ER: 22480 Hulda Ingimarsdótt- ir—Minningarorð Fædd 30. apríl 1911. Dáin 21. september 1979. Á morgun, mánudaginn 1. októ- ber, verður Hulda Ingimarsdóttir, sem lést hinn 21. september s.l., til moldar borin frá Akureyrar- kirkju. Hulda fæddist að Sunnuhvoli á Akureyri 30. apríl 1911 og var dóttir hjónanna Ingimars Jóns- sonar, sem lengi starfaði sem iðnverkamaður á Akureyri, og Maríu Kristjánsdóttur, sem ný- lega er látin rétt níræð að aldri. Hulda var fyrsta barn þeirra hjóna en alls eignuðust þau níu börn: Jón, Adólf, Sigríði, Ólöfu, Sigurlínu, Rut og Hermann. Eitt barn misstu þau nýfætt. Sigríður og Hermann eru látin. Hulda giftist tvítug Sigurði Jónssyni prentara árið 1931 og lifðu þau saman í afar farsælu hjónabandi þar til Sigurður dó árið 1963, langt fyrir aldur fram. Hulda og Sigurður byrjuðu búskap sinn í svokölluðu Sig- tryggshúsi á Akureyri en bjuggu lengst af að Brekkugötu 19. Síðustu ár Sigurðar áttu þau heimili að Hrafnagilsstræti 10. Hulda og Sigurður eignuðust tvær dætur, Maríu, sem er gift Sigurði Valgarð Jónssyni, og Báru, sem er gift Sverri Benediktssyni rakara- meistara. Báðar hafa búið í Reykjavík um árabil ásamt fjöl- skyldum sínum. Hulda og Sigurður ólu einnig upp Vilhelmínu, systurdóttur Huldu, sem er gift Hjalta Hjalta- syni og býr á Akureyri. Eftir fráfall Sigurðar fluttist Hulda til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur þar sem hún m.a. starfaði um skeið hjá sælgætis- gerðinni Víkingi og Vegagerð ríkisins. Minningin um Huldu er hugljúf minning um einstaklega góða, konu einlæga og trausta. Hlýlegt viðmót hennar yljaði öllum um hjartarætur. Vinum sínum reynd- ist hún ávallt traust hjálparhella og á móti öllum tók hún opnum örmum. Hvar sem Hulda fór ávann hún sér hylli og virðingu þeirra sem kynntust henni. Aldrei var henni hallmælt. Það var gott að eiga hana að. Hulda var ástkær móðir og amma. Eiginmanni sínum og dætrum bjó hún yndislegt heimili á Akureyri. Þar ríkti heiðríkja alla tíð enda voru þau hjónin sérlega samhent í einu og öllu. Oft var gestkvæmt hjá þeim og gest- risni þeirra rómuð. Hulda var sérstaklega elskuð af dætrum sínum; tengdasonum og barnabörnum. I veikindum sínum síðustu árin naut Hulda ríkulega ástúðar þeirra. Allt vildu þau gera til þess að hjálpa henni og gleðja. Þeim og öllum ættingjum og vinum Huldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Dr. Ingimar Jónsson Með fáeinum orðum vil ég kveðja ömmu mína, er lést að Vífilsstaðaspítala föstudaginn 21. þessa mánaðar. Amma var frá Akureyri og bjó þar til ársins 1964. Ári áður missti hún mann sinn Sigurð heitinn Jónsson prent- ara. Þau láta eftir sig tvær dætur, þær Maríu og Báru, svo og Vilhel- mínu sem var fósturdóttir þeirra. Amma var góð og skilningsrík sem eiginkona og móðir. Allt gengur yfir, voru þau orð sem giltu á heimili þeirra er erfiðleik- RSiS LESTU ÞETTA Ódýrustu 20 litasjónvörpin — og þau eru japönsk gæðavara í kaupbæti. VERÐIÐ ER ®SANYO sjónvörp sameina myndgæöi, frábæra liti. Bilana- tíöni í algjöru lágmarki. sjónvörp búa yfir bestu kost- um sjónvarpa. utinai S4t>z>úióöon kf. ^ Sudurlandsbraut 16. 498.500- Takmarkaö magn Sími 35200. ar steðjuðu að. Það reyndist satt, þetta gekk allt yfir. Amma fluttist til Reykjavíkur árið 1964 og starfaði þar við ýmislegt. Alls staðar skilaði hún starfi sínu með sóma. Hún var dugleg, samviskusöm og heiðarleg. Bestu tímar ömmu í Reykjavík voru er hún bjó með dóttursonum sínum tveim, þeim Arnari Sverris- syni og Haraldi Sigurðssyni. Hún reyndist þeim mjög vel og þeir henni. Búskapur þeirra tengdi þau saman og brúaði bil milli yngri og eldri kynslóðarinnar. Öllum var amma góð, ungum sem öldnum, veikum og heilbrigðum. í kringum 1975 hófust veikindi hennar, sem meinuðu henni að stunda vinnu og eyddu öllum hennar kröftum. Er leið á ágerð- ust þessi veikindi hennar og leiddi til þess að hún komst lítið og var að mestu heima við. En það gerðiist oft að hún var það slæm að hún var flutt á spítala, oftast á Vífilsstaði. En amma kvartaði ekki og reyndi ævinlega að dylja veikindi sín. En við vorum svipt miklu, er amma dó svo ekki sé minnst á dóttur hennar Báru og mann hennar Sverri. Þau hugsuðu svo vel um hana í veikindum hennar að enginn hefði getað eða gerði betur. Guð gefi þeim og öllum aðstandendum ömmu og vinum styrk til að komast yfir þetta erfiða skref í tilætlunum Guðs. Helga Dögg Sverrisdóttir. Ráðstefna um heilsuvernd fjölskyldunnar LAUGARDAGINN 22. september 1979 var haldin, á Hótel Esju, ráðstefna á vegum Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. Bar hún heitið „Heilsu- vernd fjölskyldunnar“. Ráðstefn- an var ætluð almenningi svo og þeim sem að heilbrigðismálum starfa. Þátttaka var góð og voru ráðstefnugestir um hundrað. Ráðstefnan var haldin í tilefni barnaárs. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi fjöl- skyldunnar og ýmsum þáttum er varða heilsugæslu hennar. Lögð var áhersla á fyrirbyggjandi starfsemi og fræðslu bæði í sam- bandi við geðræn og líkamleg vandamál. Fyrirlesarar voru alls tíu talsins. Gestafyrirlesari var Kristjana Kristiansen sem vinnur að Dr. prófi í Public Health í Bandaríkjunum. Fjallaði erindi hennar um stefnur og þróun í heilsuverndarmálum og ábyrgð stjórnvalda hvað þau varða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.