Morgunblaðið - 30.09.1979, Page 24

Morgunblaðið - 30.09.1979, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 Ljóm: Emilía. Nokkrir aðstandenda sýningarinnar í Norræna húsinu á tali við blaðamann: Talið frá vinstri: Björg, Jón, Edda, ingunn og Þóröur. Grafík- sýningin í Norrœna húsinu: Verður sýnd í þrettán borgum Norðurlanda Tíu ára afmælissýning á ísienskri grafík lýkur í Norræna húsinu í dag, sunnudag. Sautján listamenn sýna verk sín á sýningunni, en auk þess aö hún er sett upp í Norræna húsinu í Reykjavík fer hún um hin Noröurlöndin, og hefur raunar þegar veriö sett upp í Finnlandi. Sýningin veröur sett upp í eftirtöldum borgum: Sveaborg, Helsingfors, Tammerfors, Villmanstrand, Stokkhólmi, Luleá, Kiruna, Moss, Stafangri, Björgvin, Kaupmannahöfn, Álaborg, Tender og víöar. i athugun er aö fara meö sýninguna um ísland, en ekkert hefur þó veriö ákveöiö íþví efni sem komið er. Texti: Anders Hansen..Myndir: Emilía Ævagömul listgrein, en þó ný. Þó að grafíklistgreinin eigi sér ekki ýkja langa sögu hér á landi er hún ævagömul, og var meöal annars þekkt meöal Japana og Kínverja til forna. íslenskir grafíklistamenn hafa gjarna taliö aö upphaf listarinnar hér á landi megi rekja til Guöbrands biskups Þorlákssonar á Hólum, sem setti upp prentverk á Hólum í Hjaltadal áriö 1575. Félagiö íslensk grafík var endurreist fyrir tíu árum, eöa áriö 1969, en þaö var uppruna- lega stofnaö siöla árs áriö 1954. Aö endurreisn félagsins stóöu í senn félagar úr eldra félaginu og ungt fólk sem flest var nýkomið heim frá námi eöa var hér heima viö nám og störf. Grafík er vaxandi listgrein hér á landi sem annars staðar, og af þeirri gagnrýni sem íslenskir grafíklista- menn hafa fengiö erlendis má ráöa aö þeir standa fyllilega jafnfætis, ef ekki framar, félögum sínum til dæmis í Skandinavíu. Illa búió aö íslenskum grafíklistamönnum. Blaöamaöur Morgunblaösins hitti nokkur þeirra sem sýna í Norræna húsinu aö máli og ræddi viö þau um listgrein þeirra og hvernig búiö er aö henni hér á landi. Samdóma álit þeirra var, aó ákaf- lega illa væri búiö aö grafíklista- mönnum og grafíklist hér á landi, og töldu þau þaö ekki vera hinu opin- bera til sóma hvernig að þeim málum er staöiö. Sögöu þau útilokaö fyrir listamenn aö lifa á þessari list hér á landi eins og nú er í pottinn búiö. Engir styrkir eru veittir til þessarar listgreinar, engin aðstoð viö upp- setningu eöa kostnaö vió sýningar, engin kynning á listinni. Þegar hins vegar er komið aö því aö ríkiö geti hagnast á listinni kemur annaö hljóó í strokkinn, og leggur ríkiö hvorki meira né minna en 30% lúxus — skatt á allar þær vörur sem flytja þarf til landsins vegna listarinnarl Töldu þau, aö þessi dæmi og mörg önnur væru dæmigerö fyrir þaö skilningsleysi sem ríkir meöal ráöa- manna á þessari listgrein og raunar fleiri hér á landi, og vildu sum þeirra jafnvel taka svo djúpt í árinni aö segja, aö markvisst væri unniö aö því aö útrýma myndlist á íslandi. Engin virðing væri borin fyrir listinni og ekkert virtist vera hugsað um í hverju menning þjóöar er fólgin þegar þessi list er annars vegar. Sögóu þau almenning vera eina bjargvætt grafíklistamanna hér á íslandi, því almenningur heföi jafnan sýnt listinni mikinn áhuga, komiö á sýningar og keypt verk. Þau sögóu aó félaga úr hópi grafíklistamanna, sem hlotiö hafa viöurkenningu frá úthlutunarnefnd listamanna, mætti telja á fingrum annarrar handar, en raunar væri sú fjárupphæó, sem þar væri um aó tefla, ekki svo há aö hún skipti nokkru máli. Áhugaleyai Listasafns íslands á grafík Aóstandendur sýningarinnar í Norræna húsinu sögöu ekki vera hægt aö sleppa því að minnast á Listasafn islands þegar talaó væri um áhugaleysi opinberra aöila á grafíklistinni hérlendis. Enginn fulltrúi frá safninu heföi enn komiö á þess vegum að skoöa sýninguna, þrátt fyrir að hér væri um aö ræöa tíu ára afmæli félagsins, og sautján félagar þess sýndu þar verk sín. Greinilegt væri aö áhugi forráóa- manna Listasafnsins á íslenskri grafík væri sami og enginn. Safnið ætti þokkalegt safn af erlendri grafík, en nánast ekkert eftir íslenska lista- menn. Sögöu þau safnið þaó illa búiö aö verkum aö þaö gæti ekki haldió sýningu á þeim verkum svo nokkurt vit væri í. Töldu þau hart þegar opinberir aðilar brygóust svo herfilega sem dæmi væri um. — Aö vísu byggi Listasafn íslands viö þröngan fjár- hag, en þaö afsakaöi þó alls ekki svo fullkomiö afskiptaleysi. Erfitt væri aö koma verkum á framfæri hér á landi, öfugt vió þaö sem listamenn þessar- ar listgreinar búa viö erlendis. Þar væru starfræktir sérstakir sýningar- salir fyrir grafík, og nefna mætti aö í Finnlandi væru þrír menn í störfum fyrir grafíkfélagiö þar. Þau sögöu einnig, aö íslenskir grafíklistamenn heföu fengiö mjög jákvæöar og uppörvfandi móttökur erlendis, bæöi hjá almenningi og einnig hjá opinber- um aöilum. Sögöu þau opinbera aðila erlendis hafa sýnt íslenskum listamönnum mun meiri athygli en innlendir, og heföu erlendir aöilar jafnvel komió hingaö og keypt verk í heilu sýningarnar. Hvaö er grafík eiginlega? Grafík er raunverulega aðeins ein grein myndlistar, en lýtur þó um margt öörum lögmálum en til dæmis listsköpun meó olíulitum. Mörg lista- verk eru gerö eftir hverri mynd, og hér á landi er til dæmis ekki óalgengt að 40 til 60 myndir séu geröar eftir sömu frummynd. Þetta gerir verkin að sjálfsögöu ódýrari en til dæmis olíumálverk, og gerir um leiö fleirum kleift að eignast verkin, til dæmis ungu fólki sem er aö stofna heimili og vill myndskreyta húsakynni sín. Meö nokkrum rétti má því líkja aöferöum grafíklistamanna viö tónlistarmenn og söngvara, sem koma list sinni á framfæri á hljómplötum. Grafískum aöferöum er annars skipt í þrjá flokka: I. HÁÞRYKK, II. DJÚPÞRYKK og III. FLATÞRYKK, en á síöari árum hefur IV. flokkurinn, skapalónsþrykk bæst í hópinn. I. HÁÞRYKK Byggist á því að þeir fletir, sem svertan eöa liturinn er borinn á, eru upphækkaöir fyrir ofan niðurskorinn botn. Þeir hlutar í myndinni, sem eru hvítir, samsvara niðurskornum flöt- um í þrykkplötunni. Algengustu háþrykksaöferóirnar eru trérista, dúkrista (linoleum) og tréstunga. TRÉRISTA í tréristu er hægt aö nota flestar tegundir viöar. Verkfærin, sem eru notuö viö skuröinn, eru sérstakir tréskuröarhnífar. Áöur en myndin er skorin í plötuna, er hún strokin yfir með svörtum lit. Á þennan grunn er myndin síöan teiknuö upp. Þegar myndin er skorin út, kemur Ijós litur trésins fram á móti svörtum grunnin- um, svo aó auðvelt er aó fylgjast meö framgangi verksins. DÚKRISTA Dúkrista skilur sig ekki mikiö frá tréristunni, þrykkpíatan er linol- eumdúkur. Viö skurðinn eru notaöir dúkskuröarhnífar, sem eru ekki ósvipaðir tréskuröarhnífum. TRÉSTUNGA Tréstunga byggist á sömu lögmál- um og tréristan. í tréstungu eru aöeins notaöar mjög haröar viöar- tegundir, t.d. eik. Þaö er rist í enda trésins, öfugt viö tréristuna, sem er skorin í lengdartréö. Yfirboröiö verð- ur aö vera slétt og vel slípaö. Á þaö er hægt aö rista mjög fínar línur. Verkfærin, sem eru notuð viö tré- stunguna, eru svipaöir stiklar og eru notaöir viö koparstungu. II.DJÚPÞRYKK Byggist á því, að línur og fletir, sem hafa veriö ristir eöa ættir meö sýru í málmplötu, eru fylltir meö lit, sem síðan er þrykkt á pappír í þrykkpressu. Algengustu djúp- þrykksaöferöirnar eru: koparstunga, þurrnál, messotinta og akvatintuæt- ing, sem byggist á því, aö annaö- hvort eru línur eöa fletir ristir beint í málminn eöa sýra er látin vinna á honum. ÞURRNÁL í þurrnálsgrafík er myndin rist beint niöur í plötuna meö hvassri nál. Aðferöin byggist á því, aö nálar- oddurinn myndar línu, sem er umluk- in smáköntum úr kopar, sem nálin þrengir upp. Þegar svertan er borin á plötuna, fer hún ofan í línuna og situr einnig eftir á köntunum í kring, sem gefa línunni meiri breidd og mýkri áferð. KOPARSTUNGA Koparstunga er unnin beint í plötuna eins og þurrnálsgrafíkin. Vinnuaöferöin, verkfærin og útlit þrykksins skilur sig samt mikið frá henni. Rist er í plötuna meö stikli, sem samanstendur af einu skuröjárni og rúnnuöu tréhandfangi, sem fest er í annan enda hans. Meö stiklinum er hægt aö fá fram kantlausa og hreina línu sem er einkennandi fyrir kop- arstunguna. MESSOTINTA Messotinta er nú á tímum sjaldgæf og lítiö notuö aöferó. Sennilega er það vegna þess aö undirbúnings- vinna á plötuna er mjög timafrek. Með sérstöku verkfæri, sem hefur tennta egg, er málmurinn ýfður upp, þar til myndast hefur þétt og reglu- legt mynstur, sem aö lokum þekur alla plötuna og gefur í þrykki algjör- lega svarta áferð. Með sérstöku járni (póleringsjárni) er ýföur málmurinn síðan jafnaöur niöur, og fást á þann hátt fram tónar í myndina. Slétt- póleraöir fletir veróa hvítir í þrykki. ÆTING Grundvöllur ætingar er, að platan er þakin með sýruheldum grunni. f grunninn er teiknaö meö nál eöa ööru áhaldi í þá hluta, sem eiga aö vera svartir. Grunnarnir skiptast í: harögrunn, mjúkgrunn og akvatintu- grunn. HARÐGRUNNUR Harðgrunnur er oftast notaöur viö línuætingu. Áður en grunnurinn er lagöur á plötuna er hún hituð. Grunnurinn er síöan dúppaöur í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.