Morgunblaðið - 30.09.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
31
Aðalfundur Dýralæknafélagsins:
Aá^- TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
Laugavegi 66
Sími frá skiptiborði 85055.
vh.i.ysim; \
SÍMINN KR:
22480
Happdrætti
Fóstrufélagsins:
Vinningar
ósóttir
ENN ERU allmargir vinningar
ósóttir í leikfangahappdrætti
Fóstrufélags íslands, en dregið
var í því 13. júlí s.l.
Vinninga er hægt að vitja á
skrifstofu félagsins, sem er opin á
þriðjudögum og miðvikudögum
frá 9—12 og síminn er 27610.
Númer hinna ósóttu vinninga
eru: 3957, - 3956, - 3588, - 1170,
- 3589, - 402, - 1822, - 3831, -
1221, - 3999, - 560, - 1721.
Það er
kominn snjó r
I Esjuna..
og kuldajakkarnir
eru loksins
komnir
Mótmælir frumvarpi um
að eingöngu lyfjabúð-
ir geti selt dýralyf
AÐALFUNDUR Dýralækninga-
félags íslands var haldinn fyrir
nokkru i Stykkishólmi og stóð
fundurinn yfir i tvo daga. Á
fundinum komu meðal annars
fram mótmæli við frumvarpi til
laga um lyfsölu, þar sem gert er
ráð fyrir að lyfjahúðir geti einar
selt dýralyf. Töldu fundarmenn
þetta óframkvæmanlegt þar sem
bændum viða yrði mjög erfitt að
nálgast nauðsynleg lyf og því
yrði lyfjasala enn sem fyrr best
komin í höndum dýralækna, sem
hafa alla þekkingu til að með-
höndla þessi lyf.
Fyrri dag fundarins var fjallað
um fagleg mál og flutti dr. Kjell
Jonsgard dýralæknir frá Dýra-
læknahaskólanum í Ósló fyrirlest-
ur um mikilvægi þess að dýra-
læknar færi skýrslur um daglegar
lækningar og kynnti nýtt kerfi þar
sem hvert dýr hefur sitt spjald,
sem á er ritað heilsufar og lækn-
ingar. Einnig flutti hann fyrirlest-
ur um doða í kúm og svaraði
fyrirspurnum þar að lútandi.
Seinni dag fundarins var tekið
til við aðalfundarstörf, flutt
skýrsla stjórnar og dýralæknarnir
Gunnar Már Gunnarsson og
Ragnar Ragnarsson fluttu erindi.
í lok fundarins voru gerðar ýmsar
samþykktir. Gagnrýndi fundurinn
lyfjaheildsölur fyrir að ávallt
virtist verða tímabundinn skortur
á ýmsum nauðsynlegum lyfjum og
þá aðallega um háannatímann á
vorin. Einnig var á fundinum rætt
um nauðsyn þess að ferðakostnað-
ur dýralækna í vitjunum yrði
jafnaður svo allir bændur hefðu
svipaða aðstöðu til að njóta þjón-
ustu dýralæknanna an tillits til
búsetu dýralæknisins. v
Samþykkt var áskorun til bú-
fjáreigenda á ósýktum býlum, þar
sem þeir eru varaðir við hey- og
fjárkaupum frá bæjum þar sem
riðuveiki hefur verið staðfest og
garnaveiki orðið vart síðustu árin,
og er þetta mikilvægt nú, þar sem
búast má við talsverðum heyflutn-
ingum í haust og vetur.
Ný stjórn Dýralæknafélagsins
var kosin í lok fundarins og skipa
hana Jón Guðbrandsson formað-
ur, héraðsdýralæknir á Selfossi,
Halldór Runólfsson, héraðslæknir
á Kirkjubæjarklaustri, ritari, og
Sigurður Örn Hansson, dýralækn-
ir, Reykjavík, gjaldkeri. Ur stjórn
gengu Jón Pétursson, Egilsstöð-
um, Birnir Bjarnason, Höfn og
Rögnvaldur Ingólfsson, Búðardal.
Voru þeim þökkuð drjúg störf á
liðnum árum í þágu dýralækna-
stéttarinnar.
Hveragerði:
Nýr kafli varanlegs
slitlags lagður
Hveragerði, 28. september.
Á HVERJU ári bætist við
varanlega gatnagerð í
Hveragerði. í gær var lokið
við að leggja malbik á stóran
og langþráðan kafla, þ.e.
Heiðmörkina, en hún liggur
þvert í gegnum þorpið frá
Náttúrulækningahælinu og
vestur í nýjasta hverfið.
Er þetta hin mesta sam-
göngubót. í Hveragerði hafa
eingöngu verið byggð einbýl-
ishús þar til nú síðustu árin
nokkur par- og raðhús.
Gatnakerfið er því mjög
langt og mikill höfuðverkur
að halda því í horfinu. íbú-
arnir fagna því hverjum
áfanga sem vinnst í varan-
legri gatnagerð.
Sigrún.
Nýr fréttaritari
í Hveragerði
NYR fréttaritari Morgunblaðs-
ins í Hveragerði hefur störf nú 1.
október. Er það Sigrún Sigfús-
dóttir og er sími hennar 4333.
Eru íbúar staðarins beðnir að
hafa samband við Sigrúnu, ef
þeir vilja koma fréttum eða
fréttamyndum á framfæri við
blaðið.