Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 Akranes: Sex ára dreng- ur beið bana BANASLYS varð á Akranesi síðdetcis á mánudag. Lenti 6 ára drengur undir vörubíl og var látinn þegar að var komið. Hann hét boríinnur Símonarson, Bakkatúni 16, Akranesi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var tilkynnt um slysið um kl. 14:44 og var vörubíllinn á leið frá Vesturgötu og beygði suður Suðurgötu. í sama mund kom drengurinn hjólandi úr gagn- stæðri átt og sáu hvorki ökumaður né farþegi í vörubílnum til ferða drengsins, en heyrðu skyndilega högg er hann mun hafa lent undir honum. Sól var á lofti er slysið varð og taldi lögreglan ekki útilok- að að hún hefði blindað, en vörubílnum mun hafa verið ekið hægt. Fyrir utan slys þetta urðu fimm önnur umferðaróhöpp á Akranesi í fyrradag, sem er óvenjumikið. Sjálfstæðismenn nyrðra: Ræða framboð Sólness í kvöld KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur verið kallað saman Alþýðuflokkur; Talið á ísa- firði í dag ATKVÆÐI í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Vestfjarðakjördæmi verða væntanlega talin á Isafirði í dag, en Ágúst H. Pétursson for- maður kjördæmaráðsins var væntanlegur þangað í morgun með skipi frá Patreksfirði, með hluta kjörgagnanna meðferðis. Ekki reyndist unnt að fljúga milli Patreksfjarðar og ísafjarðar í gær og landleiðin ófær, þannig að ekki var um annað að ræða en fara sjóleiðina. til fundar i kvöld, til að ræða og taka afstöðu til framboðs Jóns G. Sólness, sem hann hefur tilkynnt um. Er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Svanhildi Björgvins- dóttur, formann Kjördæmisráðs- ins í gærkvöldi, kvaðst hún sem minnst um málið vilja segja á þessu stigi. Fundinn sagði hún boðaðan til að ræða framboð Jóns Sólness, stjórn Kjördæmisráðs hefði ákveðið að boða til fundar- ins, en engin ósk hefði þó komið fram um boðun slíks fundar, hvorki frá Jóni Sólnes né öðrum. „Við lesum það í fjölmiðlum og höfum heyrt það að ætlunin sé að bera þennan lista fram í nafni Sjálfstæðisflokksins, og þess vegna teljum við okkur málið skylt" sagði Svanhildur að lokum. Fundurinn verður á Akureyri í kvöld, klukkan 20.30. Skýrslan um Sri Lanka-slysið: íslenzka nefndin til Bandaríkjanna BIRT hefur verið opinberlega á Sri Lanka skýrsla fyrrverandi hæstaréttardómara V.Siva Sapr- umaniam um niðurstöður rann- sókna á orsökum flugslyssins 15. nóvember sl. þegar DC-8 þota Flugleiða fórst í aðflugi 6 km frá Sri Lanka flugvelli. Segir í niðurstöðum skýrslunn- ar að flugmennirnir hafi ekki farið nákvæmlega að settum regl- um varðandi aðflugið, en skýrsl- una fékk íslenska rannsóknar- nefndin í júní sl. og áskildi hún sér þá allan rétt til að gera athuga- semdir við niðurstöður hennar svo sem Mbl. greindi frá. Skúli Jón Sigurðarson sagði í samtali við Mbl. í gær að nefndin færi á mánudag til Washington til fund- ar við fulltrúa bandarísku flug- málastjórnarinnár • þar sem skýrslan yrði rædd og myndi í framhaldi af þeim fundi vera gefin út yfirlýsing um niðurstöður íslensku og bandarísku sérfræð- inganna. Svo sem frá hefur verið skýrt í Mbl. kviknaði í Akraborg EA 50 þar sem hún lá í Akureyrarhöfn og er myndin tekin er unnið var að slökkvistarfi um borð í skipinu. Alþýðuflokkurinn N-eystra: Arni felldi Braga ÁRNI Gunnarsson bar sigurorð af Braga Sigurjónssyni ráðherra í prófkjöri Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra, en þeir buðu sig báðir aðeins fram í fyrsta sætið. Árni fékk 709 atkvæði og Bragi 452. Jón Ármann Héðinsson fékk 187 atkvæði í fyrsta sæti og 629 í annað, samtals 816 atkvæði og sigraði Jón Helgason, sem bauð sig aðeins fram í annað sætið og fékk 719 atkvæði. Sigbjörn Gunnarsson fékk 767 atkvæði í 3ja sæti og Bárður Halldórsson 581 atkvæði. 1508 greiddu atkvæði í prófkjör- inu, auðir og ógildir seðlar voru 160. Árni Bragi Alþýðuflokkur Reykjanesi: Ólafur í 3ja ÓLAFUR Björnsson, Keflavík, skipar 3ja sæti lista Alþýðuflokks- ins í Reykjaneskjördæmi, en á kjördæmisþingi i gærkvöldi var kosið í milli hans og Gunnlaugs Stefánssonar fyrrum alþing- ismanns. ólafur fékk 71 atkvæði og Gunnlaugur 63. Gunnlaugur skipar nfunda sæti listans. sætinu annað og Ólafur þriðja. í fjórða sæti er Guðrún Helga Jónsdóttir, Kópa- vogi, í 5. Ásthildur Ólafsdóttir, Hafnarfirði, í 6. Örn Eiðsson, Garða- bæ, í 7. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Mosfellssveit, í 8. Jórunn Guð- mundsdóttir, Sandgerði, í 9. Gunn- laugur Stefánsson, Hafnarfirði og í 10. Emil Jónsson, fyrrum ráðherra. í prófkjörinu sigraði Ólafur Gunnlaug með tveggja atkvæða mun, en kosningin var ekki bindandi og var ákveðið að leysa málið með kosningu þeirra í milli á kjördæm- isþinginu. Kjartan Jóhannsson skipar efsta sæti listans, Karl Steinar Guðnason Guðrún Helgadóttir: Frá mér kemur engin krafa um neitt sæti „Þetta kjör er óbundið með öllu og ég er nú ekki búin að svara því, hvað ég geri. En almennt sagt, þá kann ég ekki vel við þá skilgreiningu, að eitthvert sæti sé kvennasæti. Ég er afskaplega mikið á móti þvi að einhverjir hópar eigi einhver sæti. , I öllu falli mun ekki koma frá mér nein krafa um neitt sæti þótt ég reikni með að kjörnefnd hafi þetta forval til hliðsjónar," sagði Guðrún Helgadóttir, er Mbl. ræddi við hana í gær úrslit forvals Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, en i þriðja sæti, sem Svava Jakobsdóttir skipaði, fékk Guð- rún 168 atkvæði en ólafur Ragnar Grimsson 237 atkvæði. Guðrún varð svo efst í fjórða sæti með samtals 243 atkvæði í 1.—4. sæti. „Ég er ekkert frekar fulltrúi kvenna en karla," sagði Guðrún. „Og ekki hef ég neitt kvennalið á bak við mig. Satt að segja er ég mikill andstæðíngur allra hreppasjónarmiða. Eg tel að á Alþingi eigi að sitja 60 fulltrúar þjóðarinnar, en ekki að þangað veljist fólk fyrir einhverja hreppapólitík, nú eða þá bara vegna þess að viðkomandi er kona eða karlmaður.“ Mbl. spurði Guðrúnu, hvort hana fýsti í framboð til Alþingis. „Ekki get ég nú sagt það, ‘ sagði Guðrún. „En ég er búin að vera opinber embættismaður það lengi, að ég get vel ímyndað mér að Alþingi sé alls ekki leiðin- legur vinnustaður. Hins vegar hryllir mig við öllum þeim djöflagangi, sem orðinn er i kringum allt í íslenzkri pólitík. En mér er annt um virðingu lýðveldisins og ég veit, að það er ekkert sjónarmið að sitja bara út í horni og hafa gaman að öllu saman.“ Guðrún Hallgrímsdóttir: Sjálfsagt að kona sé í öruggu sæti „MÉR finnst sjálfsagður hlutur að kona sé í öruggu þingsæti á lista Alþýðubandalagsins,“ sagði Guðrún Hallgrímsdóttir, er Mbl. ræddi við hana í gær um úrslit forvals Alþýðubandalags- ins í Reykjavik, en hún komst næst Guðrúnu Helgadóttur i fjórða sætið, fékk 193 atkvæði, og varð efst í fimmta sæti með samtals 232 atkvæði í 1,—5. sæti. „Ég tel ákaflega óeðlilegt, ef kona hefur verið í 3ja sæti, að hún færist þá neðar.“ Mbl. spurði, hvort það breytti einhverju, að Svava Jakobsdótt- ir, sem skipað hefur þriðja sæti listan3 í Reykjavík, gæfi ekki kost á sér nú. „Ég er afskaplega stolt af því að kona sé á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið," sagði Guðrún. „Og ég sé enga ástæðu til þess, þ<5 Svava hætti, að það verði brey ing á því.“ Mbl. spurði Guðrúnu, hvo hún gæfi kost á sér til framboí „Ég segi ekkert um það, en< hefur kjörnefnd ekki farið þess leit við mig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.