Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 Útför ÞÓRDAR BJARNASONAR, bílaviögeröarmanns, Krosseyrarvegi 8, Hf. sem andaöist miövikudaginn 24. þessa mánaöar, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Aöstandendur. Móöir okkar t NÍNA SVEINSDÓTTIR leikkona andaöist í Landakotsspítala að kvöldi 29. okt. Bragi Einarsson, Guöjón Einarsson. t Minningarathöfn um eiginmann minn, RÚNAR MÁ JÓHANNSSON, kennara, Öldutúni 16, Hafnarfiröi, sem lést af slysförum 22. september s.l. fer fram frá Hafnarfjarö- arkirkju laugardaginn 3. nóv. kl. 14.00. Erla María Eggertsdóttir. t Bálför eiginmanns míns og föður okkar, ÞORGILS GUDMUNDAR EINARSSONAR, Austurgötu 42, Hafnarfiröi, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Viktoría Sigurjónsdóttir og börn. + Móöir mín, SIGRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR, sem lést í sjúkrahúsinu á Sauöárkróki þann 23. október veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Fjóla Ágústsdóttir. + Eiginmaður minn og faöir okkar, VALGARÐUR S. KRISTMUNDSSON Lyngholti 11, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Elín Gísladóttir og börn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNAR F. ÞÓRÐARSON, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 3. Blóm og kransar afþakkaö. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti líknarstofnanir njóta þess. Asmundur Gunnarsson, Kolbrún Ásbjörnsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Þorgeir Baldursson, Einar Gunnarsson, Þórleif Gunnarsdóttir, Guögeir Gunnarsson, Anna Helga Aradóttir, barnabörn, Guörún Jónsdóttir. Eiginkona mín, + JÓHANNA MAGNUSDOTTIR fró Kolsstööum, Austurbrún 6, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. nóv. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin en í þess stað er bent á líknarstofnanir. Guölaugur Magnússon. Þökkum öllum nær + og fjær fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og jaröarför VIÐARS HELGASONAR, Hamrageröi 2, Akureyri. Birna Eiríksdóttir, Reynir Viöars, Björk Viöars, Gígja Viöars, Harpa Viöars, Ruth Viöars. Hannes Astráðs- son - In memoriam Gamall dánumaður úr Skugga- hverfi er látinn. Hannes Ástráðs- son skipasmiður, Smiðjustíg 13 lézt 23. október á áttugasta og þriðja aldursári. Hann dó eins og hann hafði lifað með hægð og í kyrrþey. Hannes var góður smiður og sannaði það sem sagt hefur verið að góðir smiðir eru góðir menn því ekkert göfgi hugann meir en að með eigin höndum forma fagra og vandaða muni. Mér er sagt að Hannes hafi sérstaka ánægju af að smíða snúin handrið við stiga í skipum þegar þau voru smíðuð úr dýrum við. Ekki hefði hálftilbúið plasthand- rið veitt honum neinn unað eins og slíkir hlutir nú gerast. Undirstaða góðrar verkmenn- ingar eru góðir handverksmenn og í þeim löndum sem sú hefð er lengst er enn fegurst smíðað, skorið og formað. Lengi hafa menn smíðað á íslandi þó eignuð- umst við ekki stétt handverks- manna fyrr en um síðustu alda- mót, menn sem eingöngu helguðu sig iðn sinni og höfðu lært hana. Þessir menn lögðu grundvöll að nútíma verkkunnáttu en þeir stóðu starfsbræðrum sínum nú samt feti framar því þeir höfðu vöndun vinnunnar fremur en framleiðni að leiðarljósi. Ungur vildi Hannes verða sjómaður. Þau mál skipuðust á annan veg en öll starfsævi hans var þó tengd sjónum. Kornungur varð hann lærlingur í Slippnum og vann síðan í því fyrirtæki í hálfa öld og snöggt um betur. Hann Fæddur 18. febrúar 1931. Dáinn 24. október 1979. í dag verður til moldar borinn Hannes Alfreð Gunnarsson raf- virki. Hannes var borinn og barn- fæddur í Reykjavík, sonur hjón- anna Ásthildar Hannesdóttur og Gunnars Stefánssonar, sem lengi var verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Gunnar var bróðir séra Sigurðar Stefánssonar vígslubiskups. Gunnar var greind- ur maður og verklaginn með afbrigðum. Ásthildur var einnig sómakona og má því með sanni segja, að Hannes hafi verið af góðu bergi brotinn, enda var hann ágætlega vel gefinn, hversdags- prúður en fremur fáskiptinn, strax unglingur. Hannes ólst upp í foreldrahús- um ásamt þrem systrum sínum. Ingu, sem er búsett í Reykjavík, Guðmundu, búsettri í Kópavogi, og Ástu, sem búsett er í Ameríku. Hannes var því eini sonur þeirra hjóna og að vonum í miklu dálæti hjá þeim, augasteinn móður sinn- ar, enda mun hún hafa ætlað honum stóran hlut í lífinu. Fljótlega eftir barnaskólann hóf hafði ekki oft vistaskipti. Honum var ljóst að hamingjan býr ekki handan fjallanna heldur í þeirri gleði sem menn hafa af starfi sem þeir kunna að leysa vel af hendi. Löngu áður en ég kynntist Hannesi veitti ég athygli riðvöxn- um manni, dökkum yfirlitum sem hjólaði um Miðbæinn á leið til og frá vinnu. Menn hefðu getað leiðrétt klukkur sínar eftir ferðum hans því Hannes var alltaf rétt- stundis á vinnustað og fékk hann nokkru um það ráðið fór hann heim á sama tíma á kvöldin. Honum var ekkert um eftir- eða næturvinnu. Hann vildi hafa líf sitt í föstum skorðum. Hann giftist aldrei og bjó einn á lofti í húsi foreldra sinna, oft í sambýli við bræður sína, en systir hans í næsta húsi og frændur hans Hannes nám í Iðnskólanum í rafvirkjun og lauk námi þaðan, undir handleiðslu Sigurðar Bjarnasonar rafvirkjameistara. Að námi loknu vann Hannes hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og víðar og þótti með ágætum vel verki farinn og afkastamikill. Bóngóður var Hannes og voru þeir ekki fáir sem hann rétti hjálpar- hönd. Vafalaust hefði Hannes náð langt í iðn sinni hefði ekki heilsu- brestur hamlað honum för á þeirri leið. Þó náði hann það langt að fá meistarabréf. Hann kvongaðist 1954 Sigrúnu Karlsdóttur, dugmikilli myndar- konu. Hannes og Sigrún eignuðust sex börn, þrjár dætur og þrjá syni, og eru þau öll hraust og mann- vænleg börn. Börnin ólust öll upp í foreldrahúsum til ársins 1969 en þá slitu þau hjónin sambúð. Eftir skilnaðinn held ég að Hannes hafi verið mjög einn og einmana, enda þótt hann héldi sambandi við börn sín, sérstaklega mun einsemd hans hafa orðið honum sár eftir að hann missti foreldra sína, sem alltaf voru honum stoð og stytta. Ágerðist þá mjög sjúkleiki hans, þótt hann gæti unnið á köflum af allt í kring. Þarna var hin gamla Reykjavík. Hannes var vandaður maður til orðs og æðis. Stundum var þungt í honum en hann hækkaði ekki róminn. Hann var ekki orðmargur en glettinn í vinahóp og vinir hans mestir þeir sem þekktu hann bezt, systkini, börn þeirra, barnabörn og loks barnabarnabörn. Með öll- um fylgdist Hannes. Umhyggja hans fyrir sínu fólki var einstök, gleði þeirra var hans gleði, mót- læti þeirra harmur hans. Fátt var Hannesi hugleiknara en að verða öðrum að liði. Sparsemi og kröfuleysi voru dyggðir sem hann hafði ungur numið og tamdi sér. Hannes átti því alltaf afgang þegar í nauðirn- ar rak hjá skyldum og óskyldum. Þeir eru ófáir sem nutu aðstoðar hans þegar í harðbakkann sló. Ég kynntist Hannesi fyrir 30 árum síðan. Hann tók mér vel og var með okkur góður kunnings- skapur uppfrá því. í upphafi hittumst við oft og áttum stuttar samræður sem alltaf voru á sama veg, hvernig mér og mínu fólki vegnaði. Síðar átti það fyrir mér að liggja að vera erlendis árum saman. Stöku sinnum kom ég heim og þá ávallt á Smiðjustíg. Eitt sinn voru fimm ár liðin sem við Hannes höfðum ekki hitzt. Ég mætti honum: Sæll drengur, þú kominn, viltu kjötsúpu. Yfir kjöt- súpunni spurði hann síðan eitt- hvað um hagi mína en þó ekki ákafar en svo hefði mátt virðast að við hefðum hitzt í gær. Honum var ekkert um oflæti, honum Hannesi. Sé nú líf eftir þetta er ég þess fullviss að þar muni ég eiga von á að heyra sagt dimmri röddu: Sæll drengur, þú kominn. í trausti þess kveð ég nú þennan gamla vin minn að sinni. Eggert Brekkan. sama dugnaði og trúmennsku og áður, enda eftirsóttur til starfa og vinsæll var hann meðal vinnufé- laga sinna. Síðustu árin vann hann hjá Eimskip. Á unglingsárum sínum átti Hannes heima í næsta húsi við mig sem skrifa þessar fátæklegu línur. Ég gerði þá talsvert af því á kvöldin og um helgar að lesa með unglingum, sem voru í skóla. Mér er minnisstætt hvað Hannes var skarpur námsmaður og þó sér- staklega í reikningi, það var eins og allt lægi þar opið fyrir honum, t.d. formúlur og fyrir flatar- og rúmmálsfræði. Slíkum unglingum hefur mér þótt unun í að segja til. Síðan hefur mér alltaf þótt vænt um Hannes, þrátt fyrir að leiðir okkar skildust og ég hefði ekki mikil kynni af honum hin síðari ár ævi hans. Eftir lát foreldra Hannesar bjó hann í íbúð foreldra sinna í Sörlaskjóli 42. Eftir því sem ég best veit mun Hannes hafa verið trúmaður á annað líf og sannfærð- ur um það að móðir hans tæki á móti honum er hann kveddi jarð- vistarlíf. Hannes varð bráðkvadd- ur og táknrænt er það fyrir trú hans, að það var komið að honum sitjandi í stól móður sinnar. Við hjónin vottum börnum, systrum og ættingjum hins látna okkar dýpstu samúð. öll óskum við þess að Hannesi verði að trú sinni, að móðir hans og faðir taki á móti honum með útbreiddan faðminn handan við móðuna miklu. Með hlýrri kveðju kveð ég Hannes í síðasta sinn. Jakob Jónasson. + Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTJÖNU ÞORSTEINSDÓTTUR Melum, Kópaskeri. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúö og viröingu viö fráfall og útför frænda okkar og vinar, VALDIMARS TÓMASSONAR söölasmiös fré Kóllsá Asbraut 3, Kópavogi. Guö blessi ykkur öll. Systkinabörn og fjölskyldur. Minning - Hannes Alfreð Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.