Morgunblaðið - 31.10.1979, Síða 5

Morgunblaðið - 31.10.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 5 Undir kalstjömu Mál og menning gefur út nýja skáld- sögu eftir Sigurð A. Magnússon Fjórðungur hringnótabáta búinn að fylla kvótann MÁL OG menning hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Sigurð A. Magnússon. Nefnist hún „Und- ir kalstjörnu“ og er undirtitillinn „Uppvaxtarsaga“. Heiti bókar- innar er sótt til kvæðis eftir Þorstein skáld frá Hamri. í tilkynningu frá Máli og menn- ingu segir m.a., að „Undir kal- stjörnu" sé veraldarsaga ungs drengs, sem elst upp á kreppuár- unum í fátækra- og jaðarhverfum Reykjavíkur, í Kleppsholti, við Suðurlandsbraut, í Laugardal, Laugarnesi og Pólunum við Öskju- hlíð. í formála höfundar segir: „Þessi saga rekur atvik sem gerðust í reyndinni en getur þó ekki talist sannsöguleg vegna þess að hún endurvekur og umskapar löngu liðna atburði samkvæmt lögmál- um sem eru ekki alténd virk í daglegu lífi. Þeir einstaklingar sem við sögu koma eiga sér flestir fyrirmyndir úr raunveruleikanum þó öllum nöfnum sé breytt, en þær fyrirmyndir verða með engu móti kallaðar til ábyrgðar á verkum eða viðhorfum sögupersónanna sem eru rissaðar upp að geðþótta höfundar. Hver sá lesandi sem þykist þekkja sjálfan sig eða aðra á blöðum bókarinnar gerir það á eigin ábyrgð." Undir kalstjörnu er 256 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. AF ÞEIM 80 bátum, sem leyfi fengU til síldveiða í hringnót í haust, hafa 20 þeirra þegar fyllt kvótann, sem er á bilinu frá 270— 300 lestir eftir verðmæti aflans. Fyrsti báturinn, sem fyllti kvótann, var Hrafn Sveinbjarnarson II og var það 16. þessa mánað- ar. Hringnótabátarnir munu nú vera búnir að fá rúmlega 11 þúsund lestir, en reknetabátarnir í kring- um 9 þúsund lestir. 15 þeirra báta, sem hafa leyfi til hringnótaveiða, hafa enn ekki byrjað veiðarnar. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355 Ingibjörg Bjömsdóttir kjörinn formaður FEF - neyðarhúsnæðið í Skeljanesi senn tilbúið AÐALFUNDUR Félags ein- stæðra foreldra og jafnframt afmælisfundur vegna tiu ára starfs var haldinn mánudags- kvöldið 29. október. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, sem hefur verið formaður frá upp- hafi, gaf ekki kost á sér til formanns og var Ingibjörg Björnsdóttir, skrifstofumaður, kjörin nýr formaður FEF. Aðrir í stjórn eru Fríður Garðarsdóttir, Stefán Bjarnason, Halldór B. Þorsteinsson, Ragna Unnur Ingibjörg Björnsdóttir, skrif- stofumaður, nýr formaður FEF. Myndin var tekin í gær á vinnu- stað hennar í Norræna húsinu. Helgadóttir, Jóhanna Kristjóns- dóttir, Bryndís Guðbjartsdóttir og Birna Karlsdóttir. Endurskoð- endur voru kosin Haukur Hann- esson og Guðbjörg Þórðardóttir. í skýrslu fráfarandi formanns kom fram, að unnið hefur verið af miklu kappi við Skeljaneshúsið, þar sem verður neyðar- og bráða- birgðahúsnæði fyrir einstæða for- eldra og börn, sem í tímabundnum kröggum eiga. Er beðið tilboða í innréttingar og verður þá unnt alveg á næstunni að taka neðstu hæð hússins í notkun. Fram kom að vegna þessa er félagið nú mjög félítið og þarf að gera stórátak í fjáröflun á næstu vikum og mán- uðum. Einnig hefur verið leitað eftir aðstoð Reykjavíkurborgar. Þá kom fram í skýrslu fráfarandi formanns, að innra starf félagsins hefur eflzt verulega og eru ýmsar ráðagerðir á prjónunum sem miða að framhaldi þess. Einnig að á döfinni sé áætlun um að koma upp aðstoð við að styðja einstæða foreldra til náms, starfsþjálfunar eða endurmenntunar í einhverju formi. Reikningar FEF voru lagðir fram og samþykktir. Að loknu stjórnarkjöri talaði nýi formaður- inn Ingibjörg Björnsdóttir. Sagði á sér nokkur deili, þakkaði fráfar- andi formanni störf í þágu FEF og samvinnu síðasta starfsár. Ingi- björg Jónasdóttir, sem næst á eftir Jóhönnu hefur setið lengst í stjórn FEF tók til máls, fór lofsamlegum orðum um starf frá- farandi formanns og afhenti gjöf frá samherjum. Síðan voru etnar tertur, efnt til happdrættis og Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson skemmtu. Að svo búnu þakkaði fundarstjóri, Stefán Árnason, gestum komuna og sleit fundi. Styrktarfélag heyrnardaufra: Orðabók með skýringarmyndum FORELDRA- og styrktarfélag heyrnardaufra hélt nýlega aðal- fund sinn. Formaðurinn, Sigurður Jóelsson, rakti þar störf félagsins á liðnu starfsári. Samningur hefur verið gerður við forlagið „Bjölluna" um útgáfu á handriti að orðabók þeirri sem félagið hefur unnið að undanfarin ár. Þessi orðabók mun henta vel heyrnardaufum og byrjendum í orðabókarnotkun vegna skýringar- mynda sem fylgja flestum orðum. Áformað er að bókin komi út nú í nóvember. Á síðasta ári gaf Jóhann Magnús- son, Stóragerði 1, Reykjavík, félag- inu áttunda hluta í fasteigninni Lindarbraut 16, Seltjarnarnesi. Þessi fasteign hefur nú verið seld og mun andvirðinu verða varið til að kaupa myndsegulbönd handa Fé- lagsheimili heyrnarlausra og Heyrnleysingjaskólanum. Foreldra- og styrktarfélag heyrn- ardaufra færir gefandanum innileg- ustu þakkir fyrir einstaka rausn. Almennur félagsfundur var hald- inn í febrúar. A þann fund kom Kristín Sverrisdóttir sérkennari, kirkjan hefur ráðið hana til þjón- ustu við heyrnardaufa. Skýrði Kristín frá sjónarmiðum sínum varðandi kristindómsfræðslu og for- eldrar komu með fyrirspurnir. Á hverju hausti hefur félagið haldið spilakvöld fyrir heyrnar- skerta og aðstandendur þeirra, hafa þau verið vel sótt. Næsta spilakvöld verður 14. nóv- ember n.k. Foreldra- og styrktarfélag heyrn- ardaufra hefur aflað sér tekna með félagsgjöldum, kaffi- og kökusölu. Kökubasar mun verða haldinn á vegum félagsins sunnudaginn 4. nóv- ember að Hallveigarstöðum. Stjórn félagsins skipa: Sigurður Jóelsson, formaður, Jóhannes Helga- son, Margrét ísaksdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Jóhann Jónsson og Jón Erling Jónsson. CSAD SPORTJAKKAR NÝR ÍTALSKUR TÍSKUFATNAÐUR Flauelsjakkar m/uKarfóöri Hnepptur: Litir: dökkgrátt, drapp. Verö: 37.500.- M/rennilás: Litur: drapp. Verö: 35.500.- H€m Snorrabraut 56 sími 13505.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.