Morgunblaðið - 31.10.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 31.10.1979, Síða 1
32 SÍÐUR 239. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 31.0KTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovét: 200 pólitískir f ang- ar í hungurverkfalli Moskvu — 30. október — Reuter UM 200 pólitískir fangar í so- vézkum fangabúðum og fangels- um tóku í dag þátt í hungurverk- falli til að mótmæla frelsissvipt- ingu og öðrum refsingum vegna skoðana, að því er forsvarsmenn Helsinki-hópsins í Moskvu skýrðu frá í dag. Meðal þeirra, sem þátt tóku í hungurverkfallinu voru eðlisfræð- ingurinn Júrí Orlov, fyrrverandi formaður Helsinkihópsins, sem nú er í fangabúðum í námunda við „Sovézka frid- arrádid” borgar Haag — 30. október — AP. LEIÐTOGI hollenzkra samtaka, sem beita sér fyrir herferð gegn nev- trónu-sprengjum og kjarnorkuvopn- um, hefur að sögn hollenzkra blaða viðurkennt að hafa þegið fjárstuðn- ing frá Sovétríkjunum. Haft er eftir Nico Schouten, leið- toga samtakanna „Stöðvið nevtrónu- sprengjuna — stöðvið kjarnorku- vopn“, að hinn sovézki stuðningur hafi komið frá „Sovézka friðarráð- inu“. Hafi verið um að ræða flugfar- seðla, sem hann sjálfur og tveir stuðningsmenn hafi veitt viðtöku í Moskvu, og sé von frekari stuðnings í sömu veru. Perm, og Anatólí Sjaranskí, sem afplánar 13 ára fangelsi. Þetta er fimmta árið í röð sem pólitískir fangar í Sovétríkjunum skipu- leggja hungurverkfall á „degi samvizkufangans", 30. október. „Vondar konurá að hengja” Teheran — 30. október — Reuter. KARLAHJÖRÐ, vopnuð hnifum, réðst að kvenna- göngu í Teheran í dag, þar sem krafizt var jafnréttis kynjanna. Konurnar, sem fóru hundruðum saman, voru flestar klæddar að hætti Vesturlandabúa. og fylgdi þeim fjöldi karla, sem er sama sinnis. Göngufólkið lagði á flótta og kom ekki til mannskæðra átaka, en meðal slagorða andstæðinganna var krafa um að vondar konur ætti að hengja. Nýr KCIA-foringi Seoul — 30. október — AP CHOI KYU-HAH, sem nú gegnir forsetaembætti í Suður-Kóreu, hefur skipað nýjan yfirmann leyniþjónustu landsins (KCIA), eftir að Kim Jae Kuy, fyrrum yfirmaður stofnunarinnar, myrti Park forseta á föstudaginn var. Þetta er fyrsta ráðstöfun stjórnarinnar til að styrkja pólitiska stöðu sina, en óvissa og ókyrrð hafa rikt i landinu frá því að morðið var framið, en stjórnin er sögð hafa náið samstarf við herinn. Um 80 leyniþjónustumenn eru í yfirheyrslum, sem fram fara á vegum hersins, en yfirheyrslurnar miða fyrst og fremst að því að upplýsa hve margir leyniþjónustu- menn höfðu veður af því að Kim ætlaði að myrða forsetann. Bandaríkjamenn eru mjög á verði vegna hins ókyrra ástands í Suður-Kóreu, en af hálfu Banda- ríkjastjórnar hefur komið fram að á vopnlausa svæðinu á landamær- um Norður- og Suður-Kóreu hafi allt verið með eðlilegum hætti síðan morðið var framið. Elízabet drottning býður Hua Kuo-feng velkominn i BuckinghamhöII. Að loknum hádegisverði leiddi drottning gest sinn um innanstokks, og mun langt siðan hún hefur haft svo mikið við erlendan þjóðhöfðingja. (AP-simomynd) Hua líkti Sovét- stj órn við nazista Lundúnum — 30. október — AP. HUA Kuo-feng, formaður kínverska kommúnistaflokks- ,ins, réðst harkalega á Sovétstjórnina í veizluræðu í Lundúnum í kvöld, og líkti yfirvofandi hættu vegna útþenslustefnu hennar við hættuna af nazistum á sínum tíma. „Styrk og sameinuð Evrópa á að halda aftur af hvaða hermangara sem er og á að vara hann við bíræfnum ævintýrum,” sagði Hua. Síðar í ræðunni sagði hann: „Á sama hátt og Winston Churchill afhjúpaði fyrirætlanir nazista hefur Thatcher forsætisráðherra rakið slóð fagurgala Brésneffs um brottflutn- ing 20 þúsund hermanna frá Austur-Þýzkalandi, slá ryki í augu sér. Bretar hafa tjaldaö því sem til er við komu Hua, og er greinilegt að formaðurinn, sem ætíð klæðist lát- lausum búningi að hætti Maós, kann vel að meta gullslegin skart- klæði og fjaðraskúfa lífvarða og annarra, sem þátt taka í stórfeng- legum skrautsýningum Breta við tækifæri sem þetta. stríðshættunnar og skorað á menn að grípa til gagnráðstafana.” Hua vitnaði hér ótvírætt til ræðu Thatchers í Luxembourg fyrr í mánuðinum þar sem hún lýsti því yfir að sovézka stríðsvélin væri fjarri því að miðast við varnir, — hún væri skipulögð og smurð til árása. Hún hvatti aðildarríki EBE til að efla varnir sínar og láta ekki Gef a upp Frakkland: og hneykslan vegna smorðs ráðherrans París — 30. október — AP. HELZTU stjórnmálaleiðtogar Frakklands hafa lýst hneykslan sinni og sorg vegna fráfalls verkalýðsmála- ráðherra landsins, Roberts Boulin, sem fullvíst er talið að framið hafði sjálfsmorð. Lík Boulins fannst í bifreið í grunnri tjörn í morgun, en í bílnum var tómt svefnlyfjaglas og orðsending frá hinum látna. Upphaf máls þessa er grein, sem um miðja síðustu viku birtist í Le Canard Enchaine, en þar var því haldið fram, að Boulin hefði misnotað aðstöðu sína til að komast yfir fimm ekrur lands á frönsku Rívíerunni fyrir lítið verð. Boulin hefur haft á sér fyrir- um að bera ábyrgð á dauða hans myndarorð, en að sögn fjöl- með því að birta tilhæfulausar skyldu hans varð honum svo aðdróttanir. mikið um þessi brigzl að hann Giscard D’Estaing Frakk- gat ekki á heilum sér tekið, og er landsforseti, Barre forsætisráð- Le Canard Enchaine nú sakað herra og Marchais kommúnista- Robert Boulin leiðtogi eru meðal þeirra, sem hafa látið í ljós andúð sína á blaðinu vegna máls þessa. Barre sagði við fréttamenn er hann kom af ríkisstjórnarfundi í dag: „Ég bið ykkur að hugleiða hverj- ar geta orðið afleiðingar opin- berrar vanvirðu og rætni.“ Mar- chais tekur í sama streng og segir tímabært, að í opinberri umræðu verði hætt að beita aðferðum, sem spilli aldarhætti og stofni lýðræðinu í hættu. Boulin var í flokki gaullista. Hann hefur verið ráðherra í samfellt átján ár, og var meðal þeirra, sem taldir voru koma sterklega til greina sem eftir- menn Barres í forsætisráðherra- embætti. rangar aflatölur Færeyjum — 30. október — írá Arge, fréttaritara MorKunbladsins. VESTUR-ÞÝZKIR togar- ar á karfaveiðum við Fær- eyjar hafa gefið upp rang- ar tölur um aflabrögð, að því er fiskveiðieftirlitið í Færeyjum skýrði frá í dag. Grunur hefur leikið á því um hríð að aflinn væri i raun mun meiri en V-Þjóð- verjarnir vildu vera láta, en færeyska fiskveiðieftir- litið hefur fengið upplýs- ingar um löndun skipanna í heimahöfn. Fiskveiðieftirlitið ætlar að láta fara fram nánari athugun á málinu áður en landstjórnin í Færeyjum fær það til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.