Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 14

Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 Landssamband iðnaðarmanna: Framlög á fjárlögum til iðnaðar úr 0,81% 1973 niður í 0,34% 1980 Ljósmyndarar geta þurft að sýna ýmis konar tilþrif við myndatökur og má sjá hér hvað Loftur ljósmyndari tískublaðsins Lífs setur sig í stellingar til að festa pelsa á filmu. Ljósm. Ól.K.M. Kaupmannasamtök íslands: Skora á Póst og síma að samræma símag jöld VEGNA umræðna í kjölfar fram- lagningar fjárlagafrumvarps fyrir árið 1980 vill Landsamband iðnaðarmanna koma eftirfarandi á framfæri: 1. Framlög á fjárlögum til mál- efna íslensks iðnaðar hafa farið hlutfallslega lækkandi allt frá árinu 1973 (0,81%) og lækka enn á árinu 1980 (0,34%), og er þó talinn með framlögunum sá hluti tekna af jöfnunargjaldi,sem verja skal til málefna iðnaðarins skv. fjár- lagafrumvarpinu. (Endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts af útflutn- ingi er hér ekki talin með framlög- um til iðnaðar). 2. Af tekjum af jöfnunargjaldi, sem lögum samkvæmt á að verja „að hluta" til eflingar iðnþróunar, fara tæplega % til iðnaðar á þessu ári, skv. fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af tæpur helmingur til endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts af útfluttum iðnaðarvörum. En alvarlegra er þó, að sá hluti teknanna, sem fer til málefna iðnaðarins kemur ekki sem viðbót við önnur framlög úr ríkissjóði eins og að var stefnt, heldur að verulegu leyti í stað þeirra. 3. Tekjur af jöfnunargjaldinu eru á næsta ári áætlaðar 1700 m.kr. Þar af er áætlað til endur- Almennur borgarafundur FRAMFARAFÉLAG Breiðholts III heldur almennan borgara- fund í Fellahelli fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Fundarefni verða fyrirhugaðar framkvæmd- ir 1 hverfinu árið 1980. Frummælendur verða borgar- stjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson, og borgarverkfræð- ingur Þórður Þorbjarnarson. Að loknum framsöguræðum verða al- mennar umræður. öllum borgar- fulltrúum hefur verið boðið sér- staklega til þessa fundar. Ráðstefna um hjúkrunarmál Á ÞESSU hausti verður Hjúkrun- arfélag íslands 60 ára, en félagið var stofnað í nóvember árið 1919. Af því tilefni verður haldin ráðstefna um hjúkrunarmál á Hótel Loftleiðum dagana 2. og 3. nóvember. Tilgangur ráðstefnunnar er að gera grein fyrir stefnu Hjúkrun- arfélags íslands í menntunarmál- um, sem mótast af því að mætt sé nútímakröfum til heilbrigðisþjón- ustu. Einnig að kynna og ræða nýja starfshætti innan hjúkrunar, sem miða að bættri heilbrigðis- þjónustu. Unnið verður að þessum við- fangsefnum í hópvinnu og niður- stöður kynntar. greiðslu söluskatts 750 m.kr. og 389 m.kr. til málefna iðnaðarins, eða samtals % af tekjunum. Ríkis- sjóður tekur því til annarra þarfa 'á af tekjunum, og það sem til málefna iðnaðarins á að fara skv. frumvarpinu, kemur í enn ríkara mæli en áður í stað beinna fram- laga, en ekki sem viðbót. 4. Tekjum af aðlögunargjald- inu, sem áætlaðar eru 1700 m.kr. á næsta ári, og skilyrðislaust á að verja til iðnþróunar óskiptum, á skv. frumvarpinu að „ráðstafa árið 1981“. 5. Tillögur og stefnumótun iðn- aðarráðuneytisins um átak á sviði iðnþróunar, sem að verulegu leyti byggjast á ráðstöfun tekna af þessum mörkuðu tekjustofnum hafa legið fyrir og verið studdar af samtökum iðnaðarins. Auðséð er að verði ekki gerðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu eru þessi áform að engu orðin. 6. Stjórnmálamenn hafa jafnan sagt rýr fjárframlög til iðnaðar- málefna stafa af því, að þar hafi verið minna um markaða tekju- stofna og lögbundin framlög en til annarra atvinnuvega. Nú ber hins vegar svo við, þegar markaðir hafa verið slíkir tekjustofnar til iðnaðarmálefna, að reynt er að hrifsa þessar tekjur í ríkissjóð. Þessi vinnubrögð eru gersamlega óþolandi að mati Landsambands iðnaðarmanna. 7. Að engu er hafandi þau undanbrögð, að tillögur um ráð- stöfun teknanna hafi borist seint. Einnig er það furðuleg yfirlýsing, að auka þurfi lántökur til þess að tekjur af aðlögunargjaldinu geti gengið til iðnþróunaraðgerða á næsta ári. Þessar tekjur eiga lögum samkvæmt að fara til iðnþróunaraðgerða og annað ekki. Auknar lántökur hljóta því að vera vegna annarra þarfa. 8. Framlög á fjárlögum til mál- efna iðnaðarins hafa til þessa verið talandi dæmi um óábyrga afstöðu stjórnmálamanna, þar sem verkin stangast á við fögur fyrirheit um að stefnt skuli að iðnþróun í landinu. Þó hefur nú tekið steiiiinn úr og því ástæða til að benda stjórnmálamönnum á, að við afgreiðslu fjárlaga næsta árs mun koma í ljós, hvort endanlega hefur verið horfið frá iðnþróunar- áformum um leið og 10 ára aðlögunartími að fríverslun er á enda. -----» ♦ «--- Lögreglan aðstoðar ökumenn LÖGREGLAN í Hafnarfirði var kvödd í gærkvöldi upp á Kjalar- nes til aðstoðar ökumönnum sem þar voru á ferð. Var kominn skafrenningur mikill og hvass- viðri og áttu menn i erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. KAUPMANNASAMTÖK íslands gengust fyrir ráðstefnu um vandamál verslana í dreifbýli þann 25. september s.l. Ráðstefn- una sátu fulltrúar frá kaupmannafélögum úr öllum landsfjórðungum. Ýmsar álykt- anir voru gerðar, m.a. var bent á, að birgðahald verslana væri miklum mun erfiðara í dreifbýli en á höfuðborgarsvæðinu. Þá skoraði ráðstefnan á Samstarfs- nefnd banka og sparisjóða að hlutast til um að kaupmönnum yrði fært að greiða alla vöruvíxla sina i eigin viðskiptabanka án sérstaks kostnaðar þótt vixlarnir hefðu verið vistaðir annars stað- ar. Ráðstefnan skoraði á yfirvöld Pósts og síma að samræma síma- gjöld og beindi þeim tilmælum til Félags íslenskra stórkaupmanna að þau hlutuðust til um að heild- sölufyrirtæki tækju upp aukna símaþjónustu fyrir verslanir í dreifbýli. Þá samþykkti ráðstefnan þau tilmæli til orku- og viðskiptaráð- herra að verslunarfyrirtæki í dreifbýli fengju greiddan olíu- styrk til samræmis við önnur fyrirtæki í dreifbýli. Kaupmennirnir lýstu yfir ánægju sinni með þær breytingar sem nú þegar hafa verið gerðar á leiðakerfi ríkisskipa og skoruðu á samgönguyfirvöld að beita sér INNLENT fyrir frekari endurbótum í strandsiglingum. Ráðstefnan skoraði á verðlags- yfirvöld að breyta nú þegar regl- um um verðútreikning og einnig að endurskoða álagningarákvæði í smásölu. Að mati ráðstefnugesta var takmarkið að verskunarálagn- ing yrði gefin frjáls. Þá skoraði ráðstefnan á alla SUÐURNESJADEILD Ljós- mæðrafélags íslands hélt aðal- fund sinn 27. september sl í Tjamar- lundi i Keflavík. Deildin hefur haldið tvö fræðsiuerindi á árinu. Prófessor Sigurður S. Magnússon flutti erindi um geðræna hlið með- göngu og Guðmundur Jón- mundsson barnalæknir flutti er- indi um sýkingar og öndunarerf- iðleika nýbura. Þá hefur deildin leitað eftir samstarfi við stjórn Heilsugæslustöðvar Suðurnesja um að komið verði á fræðslu- og framleiðendur öls og gosdrykkja að taka þegar upp nýjar umbúðir um framleiðslu sína og beindi því til fjármálaráðherra að söluskatt- ur af flutningskostnaði yrði nú þegar felldur niður. Að lokum skoruðu kaupmennirnir á Versl- unarbanka Islands að huga nú strax að því að setja upp útibú bankans sem víðast um landið. slökunarnámskeiðum fyrir þung- aðar konur á svæðinu. Aðalfundurinn fagnaði því að Suðurnesjamenn skuli njóta sér- fræðiþjónustu á flesum sviðum heilsugæslu. Töldu fundargestir mæðra- og ungbarnavernd vera mjög til fyrirmyndar að því und- anskildu að á vantar ungbarnaeft- irlit í heimahúsum. Þá lýsti fundurinn furðu sinni á þeirri ráðstöfun að fella niður endurgreiðslu á tannviðgerðum til þungaðra kvenna og taldi þessa ráðstöfun byggða á skilnings- og þekkingarleysi. Suðurnesjadeild Ljósmæðrafélags íslands: Furðulegt að fella niður endurgreiðslu á tannviðgerðum til þungaðra kvenna Miami ber af flestum sólarstöðum í Ameríku og Evrópu. Þar er sjórinn notalega hlýr og ómeng- aður, og hressandi golu leggur frá Atlantshafinu. Flugleiðir bjóða nú ferðir til Florida á 3ja vikna fresti allt árið. Flogið er um New York og þar geta menn JWW /t H MTW sta^rað við í bakaleið og lengt g% l*/l 8 ÁJL 1^/8 S ferðina ef þá lystir. Dvalið er á w AAA AJtTAA lúxus hótelum eóa í íbúðum á sjálfri Miami ströndinni. Þaðan llPvrlt m ■ 8 er ekki nema örskot í iðandi borgarlífið. Á sólskinslandinu Florida'Frá hótelinu bjóðast skoðunarferðir til: Disney World - heims teiknimyndapersónanna, Seaquarium - stærsta sædýrasafns heims, Safari Park - eftirmyndar frumskóga Afríku, Everglades þjóðgarðsins, sem á engan sinn líka og fjölmargra annarra áhugaverðra staða. í Miamiborg eru konsertar, leikhús, diskótek, íþróttakeppnir, hesta-og hundaveð- hlaup og frumsýníngarbíó NÆSTU 3JAVEKNA FERDIR VERDA! OO ^ ÆdJLi JL%J %J nóv des jan Búið er á lúxus hóteli , Konover og í Flamingo Club hótel-íbúðum. Um margs konar verð er að ræða, t.d. getum vió boðió giátingu í tvíbylis- herbergi og ferðir fyrir kr.308.000.- en ódýrari gisting er„einnig fáanleg búi t.d. 5 fullorðnir saman í íbúð. Kr. 295.000.-pr.mann. Fyrir börn er veröið rúmlega helmingi lægra. FLUGLEÍDIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800, farskrárdeild, símí 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaiskrífstofur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.