Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 19 Ingimar Eydal með hljómsveit FYRIR skömmu hóf nýtt tríó að leika á Hótel KEA á Akureyri. Nefnist það ASTRO-tríó og er skipað þeim Ingimar Eydal, Grétari Ingvarssyni og Rafni Sveinssyni. ASTRÖ-tríóið leikur fyrir dansi á laugardagskvöldum og einkasamkvæmum, sem haldin eru í salarkynnum Hótel KEA og hefur á skömmum tíma náð ágætum vinsældum. Á laugardagskvöldum, milli kl. 7 og 9, leikur Ingimar Eydal einn fyrir matargesti Hótel KEA á nýtt og mjög fullkomið hljóðfæri, rafmagnsorgel, sem hljómað getur eins og heil hljómsveit og líkt eftir ýmsum ólíkum hljóðfærum. (Fréttatilkynning frá KEA). Notkun nagladekkja og vandamál vetrarumferðar VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands gengst fyrir fundi á Hótel Esju í kvöld klukkan 20.30 og verður efni fundarins „Notkun nagladekkja — vandamál vetrar- umferðar". Frummælendur verða Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur, Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri, Guttormur Þormar yfirverkfræðingur, Stefán Hermannsson forstjóri malbikun- arstöðvar Reykjavíkurborgar og Ásbjörn Jóhannesson sérfræðing- ur hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Kerran horfin en bát- ur kominn EIGANDA Volkswagenbifreiðar, sem stóð fyrir utan húsið Njáls- götu 40, brá heldur betur í brún þegar hann kom að bifreið sinni á mánudagsmorguninn. Búið var að stela kerru, sem fest var aftan í bifreiðina, en í staðinn var kominn vagn með súðbyrtum í staðinn! gaflbát, hvítum með grænum botni. Kunna menn enga skýringu á þessu og eru allar upplýsingar vel þegnar af Rannsóknarlögreglu rikisins, sem hefur bátinn nú í sinni vörzlu. Gaf f jórða sætið eftir vegna byggða- sjónarmiða LEÓ Löve fulltrúi hafði samband við Mbl. í gær og sagði það rangt, sem segir í frétt blaðsins um lista Framsóknarflokksins i Reykja- neskjördæmi, að hann hafi ekki gefið kost á sér í neðra sæti en þriðja sætið. „Ég gaf f jórða sætið eftir vegna byggðasjónarmiða, en lét þess jafnframt getið, að ég myndi taka sæti annars staðar á listanum, ef þess væri sérstak- lega óskað,“ sagði Leó. Hann kvaðst vilja taka fram að kosningin hefði ekki verið bind- andi nema fyrir þrjú efstu sætin, en í kosningu um þriðja sætið fékk Helgi H. Jónsson 187 atkvæði og Leó 54. Eftir kosninguna segir Leó, að Grímur Runólfsson for- maður uppstillinganefndar hefði komið að máli við sig og sagt að honum stæði fjórða sætið til boða, en hins vegar hefði hann líka látið á sér skiljast, að mönnum þætti of stutt á milli Hafnfirðinga með Markús Á. Einarsson í öðru sæti og Leó í fjórða. „Það var vegna þessa stjónarmiðs, sem ég gaf fjórða sætið eftir," sagði Leó. Húsavík: Tekjurýmun bænda 200 milljónir Húsavík, 30. okt. SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk s.l. þriðjudag hjá Kaupfélagi Þingey- inga og var slátrað um 52.300 fjár. Meðalþungi dilka reyndist 12,2 kíló, en var í fyrra 14,6 kíló. Heildartekjurýrnun bænda miðað við það að þeir hefðu náð sama meðalþunga og í fyrra er rúmar 200 milljónir króna. — Fréttaritari. Lýst eftir aftaníkerru. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld um klukkan 23 hvarf frá húsi við Sunnuflöt í Garðabæ ný dökkbrún aftaníkerra, 1 m x 1,5 m að stærð með ljósbrunum, rúströndóttum segldúk. Þeir, sem kynnu að hafa orðið kerrunnar varir, eru vinsam- legast beðnir að hringja í síma 42039. Fundarlaunum er heitið. HANDBÓK 3 mtm Ómissandi bók í bflinn! Góö ráð og mikilsverðar upplýsingar fyrir ökumenn. Eintak bíður þín á næstu Shell-stöð Olíufélagið Skeljungur h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.