Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 3 Nína Sveins- dóttir látin NÍNA Sveinsdóttir, leik- og söngkonan landskunna, lézt í fyrrinótt, áttræð að aldri, en hún var fædd 3. apríl 1899. Nína er kunnust fyrir leik- listarstörf en segja má að hún hafi hafið leikferil sinn fyrir alvöru 1932 þegar hún lék í Meyjaskemmunni. Upp frá því var Nína á fjölunum ýmist hjá Leikfélagi Reykjavíkur eða Þjóðleikhúsinu. Nína var og landskunn fyrir söng sinn, en hún ásamt vin- Lá ósjálf- bjarga í hálftíma ÁTTATÍU og eins árs gömul kona varð fyrir því óhappi i gær að detta á gangstétt á mótum Kleppsvegar og Brekkulækjar í hálkunni og mjaðmagrindar- brotna. Konu í fjölbýlishúsi í nágrenn- inu varð litið út um glugga og sá hún þá hvar gamla konan lá ósjálfbjarga á gangstéttinni og fór henni til hjálpar eftir að hafa hringt á sjúkrabifreið. Konan mun hafa legið góða stund á gangstétt- inni, jafnvel allt að hálftíma án þess að nokkur hafi veitt henni athygli, en hún er nú við góða heilsu eftir atvikum. Borholum- ar í Hvera- gerði í lag ORKUSTOFNUN hefur undan- farna daga unnið að lagfæringu á borholum í Hveragerði, en i frétt í Mbl. í gær var greint frá þvi að þær hefðu stíflast og sætu Hvergerðingar þvi i kulda og trekki. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér hjá Orkustofnun var borinn upptekinn við störf við Sigöldu og var ekki hægt að taka hann úr því verki strax og ljóst var að lagfæra þyrfti holurnar í Hveragerði. Um helgina var hann hins vegar fluttur þangað og boraði út stífluðu holurnar og mun halda því verki áfram næstu daga. Enn bræla á lodnumldunum STORMUR var á loðnumið- unum í gær og mikill sjór. Á mánudag tilkynnti ekk- ert loðnuskip um afla, en í gær héldu 10 skip inn til Siglufjarðar með 1470 tonn. Höfðu þau flest fengið „slatta" um helgina, en síðan ekki getað athafnað sig á miðunum vegna veð- urs. konum sínum sungu sig inn í hjörtu landsmanna á stríðsár- unum með fjörlegum söng. Er ekki framboð Sjálfetæðis- flokksins eða sjátístaeðismanna - segir Geir Hallgrímsson um framboð Jóns Sólness „ÞAÐ ER ekki framboð sjálfstæðismanna né Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi, er hann var spurður álits á sérframboði Jóns G. Sól- ness og fleiri í Norður- landskjördæmi eystra. „Samkvæmt reglum flokksins er það kjör- dæmisráð sem ákveður framboð Sjálfstæðis- flokksins," sagði Geir ennfremur, „og í Norður- landi eystra samþykkti kjördæmisráð einhuga framboðslista flokksins. Það er sá eini framboðs- listi sem sjálfstæðis- menn standa þar að. Ég er sannfærður um það, að sjálfstæðismenn í Norðurlandi eystra munu fylkja sér einhuga um frambjóðendur sína, eins og kjördæmisráðið sjálft, og að þeir muni ekki láta neitt annáð villa sér sýn,“ sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins að lokum. Dagleg notkun Palmolive með olivuolíu heldurhúðinni mjúkri og ferskri. Olivuolían gengur inn í húðina og kemur í veg fyrir að hún þorni. Palmolive með ljúfri angan er svo mild, að hún hæfir jafnvel viðkvæmustu barnshúð. Láttu Palmolive verða hluta af daglegri snyrtingu þinni. Palmolive er annað og meira en venjuleg sápa. Ný óþekkt tilfmning. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.