Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 3
fVlYMOAMÖT
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
3
Ljósm. 01. K. Mag.
17 árekstrar í gærmorgun
HÁLT var á götum Reykjavikur í mesta sem þekkst hefur. Frá
gærmorgun enda talsverð snjó- hádegi fram að kvöldmat urðu 7
koma. árekstrar. Myndin er af bíl, sem
Urðu alls 17 árekstrar frá skemmdist mikið í árekstri í
klukkan 6 til 12 sem er með því Lækjargötu.
Dregio í kosnmgahapp-
drætti Sjálfstæðisflokks
SlÐASTLIÐINN laugardag var
dregið i kosningahappdrætti
Sjálfstæðisflokksins hjá borgar-
fógetanum i Reykjavík.
Upp komu eftirtalin vinnings-
númer:
1. Nr. 38544: Ford Cortina
fólksbifreið. 2. Nr. 41491: Lita-
sjónvarpstæki. 3. Nr. 61291: Lita-
sjónvarpstæki. 4. Nr. 18818: Lita-
sjónvarpstæki
Eigendur þessara vinningsmiða
eru beðnir að snúa sér til skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins í Val-
höll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík.
Miðstjórn og fjármálaráð Sjálf-
stæðisflokksins þakkar þeim fjöl-
mörgu, sem þátt tóku í stuðningi
við flokkinn með kaupum á happ-
drættismiðum.
Vinstri
stjórnin og
vísitölu-
skerðingin
LÍNURIT þetta sýnir árs-
fjórðungslegan kaupmátt
taxtakaups verkamanns
miðað við, að hann sé settur
100 á 4. ársfjórðungi 1978.
Nú ári síðar er kaupmátt-
urinn kominn niður í 93,5,
en hefðu lög vinstri stjórn-
arinnar nr. 13 frá 10. apríl
1979 ekki verið sett, hefði
þessi kaupmáttur verið i
99,8 stigum. Gráa súlan,
sem mörkuð er með
punktalinu sýnir skerð-
ingu vísitöiunnar sam-
kvæmt „Ólafslögum".
Ástæður þess, að kaup-
mátturinn sígur svo mikið
eða niður í 95,9 stig fyrstu
tvo ársfjórðungana er vegna
þeirra breytinga, sem ríkis-
stjórnin gerði með auknum
niðurgreiðslum, loforðum
um félagsmálapakka og um
skattalækkanir í upphafi
valdaferils síns, en hefði það
ekki verið reiknað inn í
dæmið, hefði kaupmáttur-
inn án laga ríkisstjórnar-
innar ekki dalað svo mjög,
þ.e.a.s. sá ferill, sem sýndur
er með brotnu línunni á
línuritinu.
ÁRSFJ. LEGUR KAUPMÁTTUR TAXTAKAUPS VERKAMANNS
(4 ársfj. 1978=100)
H Kaupmáttur taxtakaups
r*zTn Kaupmáttur ef Ólafslögin hefðu
ekki komið til
hvílíkur munur
Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti.
Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög
viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta-
stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum cte
blettalausum þvotti. I 1
/\ja\ lágircvAaudi
þvottacfni fyrirallan þvoll