Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 Hitaveita Suðurnesja: Sparar tvo og Hitaveita Suðurnesja er eina fyrirtækið sinnar tegundar í heiminum, sem nýtir jarðgufu til vatns- hitunar (hitaveitu) og jafnframt til raforku- framleiðslu. Hitaveitan nær þegar til Grinda- víkur, Njarðvíkur, Keflavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga — eða um 12.000 manna byggð á Suðurnesjum. Eftir er að koma varmanum til Hafna og strjálbýlis í Miðneshreppi og á Vatnsleysuströnd, auk Keflavíkurflugvallar, sem nýta mun allt að helmingi ráðgerðs vatns- varma. Miðað við full- tengd sveitarfélög á Suð- urnesjum nýta þau um 1200 mínútulítra heits vatns, sem samsvarar 22,8 milljónum olíulítra á ári. Miðað við núverandi verðlag olíu og í saman- burði við hitakostnað með olíu þýðir þetta 2yk Ólafur G. Einarsson. varaformaður stjórnar HS við líkan af mannvirkjum fyrirtækisins í Svartsengi. hálfan milljarð árlega RættviðÓlaf G. Einarsson um orkumál á Suðurnesjum að völlurinn nýti allt að því eins mikið af heitu vatni og sveitar- félögin á Suðurnesjum til sam- ans, ef til kemur. Samningarnir lúta að því, að kaupendur heita vatnsins greiði allan stofnkostn- að við vatnsútvegun til þeirra og vatnsverð í tengslum við verð- þróun á olíu. Ef um semst verður hægt að ljúka tengingu vallar- svæðisins fyrir árslok 1981. Raforkuframleiðsla Raforkuframleiðsla hófst í Svartsengi í apríl 1978 með einum 1 Mw. hverfli. Nú • eru tveir slíkir hverflar nýttir. Guf- an nýtist ekki nema að hluta til við framleiðslu raforku en með hitun vatns, jafnhliða og sam- tímis, nýtist hún vel. Við seljum nú afgangsorku, 0,5 — 0,6 Mw, til RARIK og Landsvirkjun hef- ur hvatt til framleiðslu 6 Mw. til viðbótar. Leyfi til viðbótar- framleiðslu er nýfengið — en vinstri stjórnin lá á málinu allan sinn feril. Stjórn HS auglýsti þó eftir tilboðum í 6 Mw. hverfil, í trausti þess að tilskilin leyfi stjórnvalda fengjust, og vinnur milljarðs króna sparnað fyrir Suðurnes á ári eða um 800 þúsund krónur á hvert meðalheimili þar. Morgunblaðið sneri sér til Olafs G. Einars- sonar, sem verið hefur varaformaður í stjórn Hitaveitu Suðurnesja frá upphafi, og innti hann eftir framvindu mála hjá fyrirtækinu. Frumkvæðið var Grindvíkinga Árið 1969 hófust rannsóknir í Svartsengi, sagði Ólafur, að frumkvæði Grindvíkinga. Borað- Jarðgufa nýtt til vatnshitunar og raf orku- framleiðslu ar voru tvær tilraunaholur árið 1971, sem gáfu góða raun. Þetta var upphafið að því, sem nú er Hitaveita Suðurnesja. Sveitarfé- lögin á Suðurnesjum stóðu að samátaki og sameign um þetta fyrirtæki. Eignarhluti þeirra í fyrirtækinu er samtals 60%. Eignarhluti ríkisins er 40% og fyrst og fremst til orðinn vegna væntanlegrar heitavatnssölu til Keflavíkurflugvallar. Alttöðumynd af atarfasvaaöl HHavaitu Suöurna*|a, aina og fiun varður tutlgarð Tölur mað atofnaðum aýna Isngð palrra i kflómatrum Tðlur undlr nafnl hvara ataðar aýna orVuþörf i Mvr nú og tölur i avlgum áaatlaða orkuþörf hvara byggðarlags á ártnu 1967. Varfcfrasðlslofan Fjarhllun hf. garðl afstööumyndlna. 1977 1978 1979 1980 1981 Súlurltlð sýnir, hva mlkll olia, talln í þúsundum tonna, sparaat á hvarju árl tímabllið 1977 tll 1961 mað lllkomu hltavaltu i byggðariögum á Suðurnasjum og i Grlndavifc. Fyrsti stjórnarfundur HS - Gunnar Thoroddsen, þáverandi orkuráðherra, í forsæti og Matthías Á. Mathiesen, þáv. f jármálaráðherra honum á vinstri hönd. Þáverandi orkuráðherra, Gunnar Thoroddsen, þáv. fjár- málaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, og þingmenn kjör- dæmisins höfðu frumkvæði að lagasetningu á Alþingi haustið 1974, sem stofnun fyrirtækisins var grundvölluð á. Það keypti síðan 100 hektara lands og á einkarétt til nýtingar jarðvarma innan „10 óma viðnámslínu". Það er því engum háð í fram- tíðinni, hvorki ríki né jarðeig- endum í grennd, í nýtingu til- tækra hitamöguleika. Búið að tengja 12.000 manna byggðarlög___________ Það er þegar búið að tengja alla þéttbýlisstaði á Suðurnesj- um nema Hafnir. Hin dreifða byggð í Miðneshreppi og á Vatnsleysuströnd er og eftir. Hitaveitan nær nú til um 12.000 íbúa og sparar Suðurnesjum um 2% milljarð króna árlega, miðað við olíuhitun og núverandi verð- lag olíu, eða allt að 800 þúsund krónum á meðalheimili þar. Fyrir iiggja kostnaðaráætlan- ir um tengingu þeirra byggða- svæða, sem enn eru ótengd. Þó sú framkvæmd sé ekki hag- kvæm, út frá þrengstu arðsemis- sjónarmiðum, eru stjórnendur hitaveitunnar staðráðnir í, að allir eignaraðilar, þ.e. viðkom- andi byggðir á SuSurnesjum, sitji við sama borð. í athugun er og að fyrirtækið greiði niður hitunarkostnað þar sem og á meðan hitaveitunnar nýtur ekki. Tólf milljarðar á verðlagi dagsins í dag ----------------------------- Gert er ráð fyrir að f stofn- kostnaður framkvæmda, miðað við sveitarfélögin öll (Kefla- víkurflugvöllur ekki meðtalinn), sé um 12 milljarðar króna — á verðlagi dagsins í dag. Nú eru hins vegar á lokastigi viðræður við yfirvöld á Kefla- víkurflugvelli um viðskipti við HS. Þeir samningar, sem að er stefnt, geta haft grundvallarþýð- ingu fyrir framtíðarrekstur fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir nú að athugun tilboða er borist hafa. Sérstætt fyrirtæki Hitaveita Suðurnesja er eina fyrirtækið sinnar tegundar sem ég þekki til, sagði Ólafur G. Einarsson. Ég þekki ekki önnur dæmi þess að jarðgufa sé eða hafi verið nýtt til vatnshitunar. Jarðgufa hefur hins vegar verið nýtt til raforkuframleiðslu á nokkrum stöðum en ekki sam- hliða vatnshitun. Framtak og samátak sveitarfélaganna á Suð- urnesjum er lofsvert. Suðurnes gætu verið sjálfum sér nóg um orkuöflun og óháð öðrum. Að sjálfsöjjðu er samtenging og samstarf raforkusvæða nauð- synlegt og eðlilegt, bæði af öryggis- og hagkvæmnisástæð- um, en heimastjórnun í öllum undirstöðumálum hvers byggða- svæðis er afar mikilvæg, tryggir visst sjálfstæði þeirra, orkuör- yggi og samkeppni við önnur svæði, sem alltaf er hvati fram- taks og framþróunar og þannig öllum almenningi í hag, sagði Ólafur G. Einarsson að lokum. —sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.