Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 RAFf/NJ m’ yvS r sj. V fvfl 47 GRANI GÖSLARI Þér er óhætt að tæma fötuna birgðir eru nægar! Góður og drengilegur málf lutningur mun sigra Kæri Velvakandi Örfá orð vildi ég senda í þátt þinn. Síðast liðinn mánudag 5. nóv- ember flutti Magnús Kjartansson fyrrverandi heilbrigðismálaráð- herra erindi, all mjög gott, um fatlaða og erfiðleika þeirra við að komast ferða sinna. Og var það allt vel fram sett eins og við mátti búast af honum. Ég er einn af þeim sem reyndi eftir veikum mætti að rétta þeirra félagi fjár- magn af mínum lágu launum og geri það með glöðu geði. En það var eitt í erindi Magnús- ar sem sló mig óþyrmilega. Er hann sagði að þeir fötluðu og lömuðu ætluðu að taka vel eftir hverju stjórnmálaflokkarnir myndu lofa, fyrir þessar kosn- ingar, að gert yrði fyrir lamaða og fatlaða. Nú veit Magnús það vel (eða ætti að vita) að fyrir kosn- ingar er það sameiginlegt öllum flokkum að lofa miklu en um efndir verður því miður minna. Það er varasamt fyrir fatlaða að fara að binda allar vonir sínar vi.ð loforð stjórnmálamanna. Ég myndi, sem einn af mörgum sem styðja við bak þeirra hvetja þá að halda félagi sínu frá öllu pólitísku þrasi, því að það gefur ekki góðu félagi sem þeirra neinn hraðbyr til átaka sem félagið verður að standa í um ókomin ár. Magnús Kjartansson veit það sem reyndur stjórnmálamaður og fyrrverandi heilbrigðismálaráð- herra að mörg járn eru í eldinum sem þarf að huga að, t.d. málefni Þetta er nú ekki meiningin á þessu verkstæði! Þetta er eiginlega betra en heima — morgunmatinn í rúm- ið! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Erlendis sjá skipafélög sér hag í að efna til langra bridge og skemmtiferða um suðurhöf. Mörgum þykja slíkar ferðir góð hvíld frá daglegu amstri og rúbertubridgc er þar í hávegum hafður enda mikið til laus við hin ýmsu formalitet, sem keppnis- bridsinum fylgja. Suður í spilinu að neðan var ríkur bissnesmaður í skemmtisigl- ingu með eiginkonu sinni og sat hún einmitt á móti honum við borðið. En sennilega er betra að líkja þeim, sem sátu í a-v við hákarla. Suður gaf og norður- suður voru í hættu. Norður S. K109763 H. DG104 T. - L. K63 Vestur Austur COSPER Farið þið ekki fyrr en eftir eina klukkustund? Nú fer þá ekkert skip á undan ykkur? S. A9542 H. Á9 T. Á83 L. 1074 S. G H. K872 T. D92 L. ÁD852 Suður S. D H. 653 T. KG107654 L. G9 Suður Vestur Norður Austur pass 1 spaði pass 2 lauf 3 tiglar pass pass Dobl ailir pass. Hákarlinn í vestur spilaði út lauffjarka og austur tók fyrsta bitann með drottningu. Hann tók næst á laufásinn og skipti síðan í spaðagosa. Vestur tók slaginn, sá möguleiki á hjartatrompun og spilaði ás og aftur hjarta til austurs og trompaði næsta hjarta. Þegar hér var komið átti suður ekki eftir annað en tromp og hafði gefið fyrstu sex slagina. Hann varð því að trompa þegar laufi var spilað næst og tígulgosann drap austur. Aftur var laufi spilað, trompað með tíu og betur með ásnum og trompnían hlaut að verða níundi slagur hákarlanna. 1400 takk, stór biti það. Mun betra hefði verið fyrir suður að opna strax á 3 tíglum. Þeir gætu verið passaðir út enda sagði frúin þegar doblið kom að henni: „Stöðvið skipið, ég vil komast frá borði." L^Lausnargjald í Persíu Lftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 113 farið leiðina sitt i hvoru lagi og komið til hússins háifri stundu siðar. Hann ók áfram, eftir bugðóttum, holóttum veginum. Resnais stöðvaði bilinn og kom sér fyrir á klettasnös þar sem útsýni var gott yfir veginn með ströndinni. Hann hafði vaiið stað þar sem mjög kröpp beygja kom á veginn og hann vissi að ógerningur væri að stöðva bílinn sem kæmi væntan- lega akandi á töluverðum hraða. Hann vissi líka hvað gerast mundi þegar hann skyti af rifflinum i dekkið og bíllinn myndi steypast niður hæðina niður i sjóinn. Madeleine sat i framsætinu við hliðina á Peters. Hún hélt uppi samræðum uni svo sem ekki neitt. Hún hafði dökk sólgleraugu og hún fann til eilitils titrings innra með sér. Þegar nálgaðist staðurinn þar sem hún vissi að Resnais var að biða sagði hún. — Ég verð að láta gera við þetta, sagði hún. Hún hafði tekið af sér armbandsúrið og virti það fyrir sér — það stoppaði i gærkvöldi. — Það er staður hérna skammt frá, sagði Peters — þar sem þú getur látið laga það. Hún hallaði sér út að gluggan- um og allt i einu blótaði hún. — Hvað er það? — Úrkeðjan hefur verið göil- uð, það datt af. Hann stöðvaði hilinn og Madeleine stökk út. Beygjan var rétt undan og hann sá ekki hvort nokkur bill væri að nálg- ast. — Flýttu þér, sagði hann — ég get ekki stoppað hérna. Hún hafði skimað i kringum sig, svo rétti hún úr sér og leit á hann. — Haltu bara áfram. Ég held að það sé sjoppa hérna handan við. Biddu eftir mér þar. Hún heyrði hann tauta ein- hver gremjuorð og stóð kyrr og horfði á bilinn halda áfram og auka hraðann. Hundrað metrar eftir. Hún fann ekki til neins æsings lengur. Þegar billinn kom i sjónmál Resnais sá hann að Madeleine var ekki i honum. Hann miðaði vandlega og tók i gikkinn. Nokkur sekúndubrot Iiðu án þess Peters gerði sér grein fyrir hvað hafði gerzt. Hann sté snögglega á brems- urnar og tók um stýrishjólið af öllu afli en allt kom fyrir ekki. Billinn þeyttist út af veginum og síðan var ekkert nema skruðningar og urg og eldur sem blossaði upp langt fyrir neðan... — Sæll á meðan Peters, sagði Resnais. Hann sló rhngjarnlega á bakið á henni. Komdu vina. Stígðu inn i bilinn. Hún sneri sér snögglega frá honum svo að hann sæi ekki að augu hennar fylltust tárum. Slysið var tilkynnt lögregl- unr.i innan klukkustundar, en þegar björgunarmenn komu á staðinn var ekkert að sjá nema svartan reyk. Það var ekkert eftir af bilnum né neinum inn í honum, heldur glóandi rauð málmkiessa það sem áður hafði verið bill. Eileen dormaði frameftir. Hún fór í bað og síðan lagði hún sig aftur og hugsaði um Peters. Hún klæddi sig í bómullarkjól sem Peters hafði keypt handa henni. Hún burstaði hárið og snyrti sig. Hún var orðin sól- brún og sæileg. Hún vissi að hún leit vel og hressilega út og hún hlakkaði eins og barn til þess að fara með honum á ströndina. Hún hélt áfram að bursta á sér hárið þegar hún heyrði að lykli var snúið í skránni og hún sneri sér áfjáð við til að fagna honum. Made- leine og Resnais stóðu í dyrun- um. Resnais hélt á byssu. Eiieen missti burstann úr höndum sér og gaf frá sér lágt óp. Frakkinn brosti. — Ljómandi litur frúin vel út, sagði hann — Vinur vor hefur sannarlega annast hana vel. Hann gekk í áttina til hennar og hún hrökk undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.