Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
U ndir heimar
borgarlífsins
Geir Hansson: MISJÖFN ER
MANNSÆVIN. 155 bls. Örn og
Örlygur hf. Rvík, 1979.
«Ef einhver efast um sannleiks-
gildi þessarar sögu, þá mun vera
hægt að sanna hvert einasta orð,
gegn algjörum trúnaði,* segir
Geir Hansson í inngangi þessarar
bókar. Geir Hansson er dulnefni.
Bók þessi er gefin út í ritröðinni
«Hernámsárin» og segir frá ung-
um dreng sem elst upp í Reykjavík
á árunum í kringum heimsstyrj-
öldina síðari. Stríð og hernám
koma nokkuð við sögu en eru alls
ekkert aðalatriði í bókinni. Hjört-
ur Pálsson, sem fylgir bókinni úr
hlaði með formála, bendir rétti-
lega á að svo margir sem skrifað
hafi endurminningar sínar og
ævisögur hérlendis hin síðari árin
hafi fáir hætt sér «inn í skugga-
hverfi* Reykjavíkur. En það gerir
þó höfundur þessarar bókar. Hann
ólst upp innan um ólifnað og
óreglu eins og rosalegast getur
orðið og því ekki að furða að hann
kjósi að leyna nafni sínu. Hann
mun vera óvanur ritstörfum og
það leynir sér ekki heldur. Kaflar
eru stuttir, frásögnin snubbótt og
óvíða með tilþrifum. Beinlínis
viðvaningsleg er frásögnin þó
ekki. Stíllinn færist í aukana
þegar á bókina líður. Höfundur
sýnist gæddur svo náttúrlegum
hæfileika til að segja frá að hann
sleppur slysalaust frá texta
sínum. I rauninni minnir sagan
helst á skýrslu — sumir kaflarnir
minna jafnvel á frásagnir í lög-
regluþingbókum þar sem málsat-
vikum er safnað saman en ýkjur
bannaðar.
Víst er sagan hrikaleg. Eigi að
síður tel ég ástæðulaust að rengja
frásögnina — nema það sem
sögumaðursegir í innganginum og
ég byrjaði að vitna hér til, því trúi
ég naumast. Því hvernig væri unnt
að «sanna» nú fjörutíu árum síðar,
að atvik þau, sem sagt er frá í
bókinni, hafi í raun og veru gerst?
Það væri vitaskuld ógerningur.
Sennilega á höfundur við að hann
sé reiðubúinn að standa við orð sín
augliti til auglitis við hvern sem
er ef út í það færi.
Skemmtisaga er þetta í engum
skilningi. En merkileg er hún og
að ýmsu leyti lærdómsrík. Ef
einhver álítur að óregla og vanda-
mál henni fylgjandi sé ný bóla hér
Framboðslistar
Framboöslistar í
Reykjanes-
kjördæmi
við alþingis-
kosningarnar
í des. 1979.
A_ listi
Alþýðuflokksins:
1. Kjartan Jóhannsson, Jófríðarstaðarvegi 11, Hafnar-
firði, ráöherra.
2. Karl Steinar Guönason, Heiöarbrún 8, Keflavík, fyrrv.
alþ.maöur.
3. Ólafur Björnsson, Drangavöllum 4, Keflavík, útgeröar-
maöur.
4. Guörún H. Jónsdóttir, Digranesvegi 40, Kópavogi,
bankamaöur.
5. Ásthildur Ólafsdóttir, Tjarnarbraut 13, Hafnarfiröi,
skólameistari.
6. Örn Eiösson, Hörgslundi 8, Garöabæ, fulltrúi.
7. Ragnheiöur Ríkharösdóttir, Byggöaholti 49, Mosfells-
sv., húsmóöir.
8. Jórunn Guömundsdóttir, Hlíöargötu 31, Sandgeröi,
húsmóðir.
9. Gunnlaugur Stefánsson, Austurgötu 29, Hafnarfiröi,
fyrrv. alþ.m.
10. Emil Jónsson, Hrafnistu v/Skjólvang, Hafnarfirði, fyrrv.
ráöherra.
Blisti
m Framsóknarflokksins:
1. Jóhann Einvarösson, bæjarstjóri, Noröurtúni 4, Kefla-
vík.
2. Markús Á. Einarsson, veöurfræöingur, Þrúövangi 9,
Hafnarfirði.
3. Helgi H. Jónsson, fréttamaður, Engihjalla 9, Kóþavogi.
4. Þrúöur Helgadóttir, verkstjóri, Álafossvegi 20 a,
Mosfellssveit.
5. Ólafur Vilhjálmsson, leigubifreiöarstjóri, Bólstaö,
Garöabæ.
6. Bragi Árnason, prófessor, Auðbrekku 1, Kópavogi.
7. Siguröur Jónsson, bifreiðarstjóri, Melabraut 57, Sel-
tjarnarnesi.
8. Unnur Stefansdóttir, fóstra, Kárnesbraut 99, Kópa-
vogi.
9. Kristín Björnsdóttir, húsfreyja, Selsvöllum 22, Grinda-
vík.
10. Margeir Jónsson, útgeröarmaður, Háaleiti 19, Keflavík.
listi
m Sjálfstæðisflokksins:
1. Matthías Á. Mathiesen, fyrrv. alþm., Hringbraut 59,
Hafnarfiröi.
2. Ólafur G. Einarsson, fyrrv. alþm., Stekkjarflöt 14,
Garðabæ
3. Salome Þorkelsdóttir, gjaldkeri, Reykjavhlíö, Mosfells-
sveit.
4. Sigurgeir Sigurösson, bæjarstjóri, Miöbraut 29, Sel-
tjarnarnesi.
5. Arndís Björnsdóttir, kennari, Sunnuflöt 14, Garöabæ.
6. Ellert Eiríksson, verkstjóri, Lyngholti 5, Keflavík.
7. Helgi Hallvarösson, skipherra, Lyngheiöi 16, Kópavogi.
8. Bjarni S. Jakobsson, form. Iðju, fél. verksmiöjufólks,
Ásbúö 13, Garöabæ.
9. Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri, Heiöarhvammi 12,
Grindavík.
10. Oddur Ólafsson, læknir, fyrrv. alþm., Hamraborg,
Mosfellssveit.
Gb listi
Alþýðubandalagsins:
1. Geir Gunnarsson, fyrrv. alþingismaöur, Þúfubarði 2,
Hafnarfiröi.
2. Benedikt Davíösson, trésmiður, Víghólastíg 5, Kópa-
vogi.
3. Védís Elsa Kristjánsdóttir, oddviti, Holtsgötu 4,
Sandgeröi.
4. Albína Thordarson, arkitekt, Reynilundi 17, Garöabæ.
5. Jóhann Geirdal Gíslason, kennari, Faxabraut 34 c,
Keflavík.
6. Bergþóra Einarsdóttir, oddviti, Melageröi Kjalarnesi.
7. Helga Enoksdóttir, verkamaður, Heiðarhrauni 20,
Grindavík.
8. Þorbjörg Samúelsdóttir, verkamaöur, Skúlaskeiöi 26,
Hafnarfiröi.
9. Auöur Siguröardóttir verslunarmaöur, Bergi, Seltjarn-
arnesi.
10. Gils Guömundsson fyrrv. alþingismaöur, Laufásvegi
64, Reykjavík.
Sólskinsflokksins
1. Stefán Karl Guðjónsson (8342 - 9534), f. 19-02-1959,
nemi, Vallartröð 2, Kópavogi.
2. Valgarður Þórir Guöjónsson (9088 — 3992), f.
08-02-1959, nemi, Víöihvammi 27, Kópavogi.
3. Tómas Þór Tómasson (8904 — 8990), f. 16-08-1959,
blaöamaöur, Hraunbraut 20, Kópavogi.
4. Jón Orri Guðmundsson (5135 — 7892), f. 23-01-1959,
nemi, Víöihvammi 19, Kópavogi.
5. Baröi Valdimarsson (0972 — 7493), f. 02-04-1959,
nemi, Selbrekku 1, Kópavogi.
6. Bjarni Sigurðsson (1231 — 2059), f. 04-09-1958, nemi
Fögrubrekku 41, Kópavogi.
7. Björn Ragnar Marteinsson (1345 — 2431), f. 20-03-
1957, nemi Ægisstíg 5, Sauðárkróki.
8. Einar Guðbjörn Guðlaugsson (1805 — 7131), f.
21-05-1959, nemi Vallartröð 8, Kópavogi.
9. Gunnar Valgeir Valgeirsson (3395 — 1434), f.
06-09-1957, nemi, Hátúni 5, Keflavík.
10. Daníel Helgason (1566 — 6714), f. 24-04-1959, nemi,
Esjubraut 26, Akranesi.
Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Lækjarskóla í Hafnarfirði kjördagana.
Hafnarfirði, 8. nóv. 1979
Guöjón Steingrímsson
Þormóður Pálsson
Vilhjálmur Þórhallsson
Björn Ingvarsson
Páll Ólafsson.
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
í Reykjavík skyldi sá hinn sami
lesa þessa bók. Því stærri sem
borg verður því fjölbreyttari tæki-
færi býður hún upp á, bæði góð og
ill. í stríðinu varð Reykjavík að
fjörutíu þúsund manna borg sem
var geysimikill mannfjöldi á
þeirrar tíðar íslenskan mæli-
kvarða. Drengurinn — söguhetjan
í þessari bók — ólst upp á útjaðri
(eða á botni væri kannski heppi-
legra að orða það) þess konar
spillingar sem ýtrast var hugsan-
leg í Reykjavík þessara ára; verra
gat það naumast verið. Ef til vill
varð það honum til bjargar að
hann komst í sveit. Þó sveitalífið
reyndist enginn dans á rósum varð
það honum þó hvati til að rétta úr
kútnum og standa á eigin fótum. I
sögulok er Geir Hansson aftur
kominn til Reykjavíkur, einmana
að vísu, en efldur að sjálfstrausti.
Þrátt fyrir dapurlega bernsku ber
hann fölskvalausa átthagaást í
brjósti til Reykjavíkur — «ég
elskaði þessa borg, kannski fyrir
það, að ég hafði engan annan til að
elska.»
Misjöfn er mannsævin verður
vart talin í fremstu röð minn-
ingabóka. Erindi á hún þó til
lesenda. Það, sem hún greinir frá,
gerist í öllum borgum og á öllum
tímum. Það gerðist hér fyrir daga
Geirs Hanssonar. Og það gerist
enn. Þetta er skilmerkileg lýsing á
soralegustu hliðum borgarlífsins.
Káputeikning Péturs Halldórs-
sonar og myndir Jónda (Jóns
Kristinssonar) í texta eru í góðu
samræmi við anda og efni bókar-
innar.
Erlendur Jónsson
Hveragerði:
Ný verzlun með fatn-
að og annan varning
VERZLUNIN Eddý var ný-
lega opnuð að Reykjamörk 1
í Hveragerði (í húsi Raf-
magnsverkstæðis Suður-
lands). Eigendur nýju verzl-
unarinnar eru Edda Björns-
dóttir og Þórdís Jónsdóttir,
en þær höfðu starfað saman í
mörg ár við afgreiðslu í
útibúi Kaupfélags Árnes-
inga.
í sumar var Kaupfélaginu
breytt í matvörumarkað og
önnur þjónusta lögð á hill-
una, en það verzlaði áður með
fatnað, glervöru og bygg-
ingarvörur.
Maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði og því réðust
þær Edda og Þórdís í að koma
á fót nýju versluninni og
bjóða nú margs konar varn-
ing, s.s. fatnað á börn og
fullorðna, regnföt,
gúmmístígvél, strigaskó og
klossa og ýmiss konar hann-
yrðavörur og ritföng.
Sigrún.
w
Ast og rómantík
Evi Bögenæs:
Kitta
Andrés Kristjánsson þýddi
Iðunn Reykjavík 1979
Norski barna- og unglingabóka-
höfundurinn Evi Löderup Böge-
næs er fædd árið 1906.
Hún er ein af hinum gömlu,
rómantísku höfundum Norð-
manna, og frá því 1928 hefur hún
gefið út milli sextíu og sjötíu
bækur fyrir börn og unglinga.
Hafa bækur hennar verið þýddar
á mörg tungumál.
Bækur Evi Bögenæs einkennast
af jákvæðu viðhorfi til lífsins,
góðvild og einlægni.
Yfir bókum hennar um unga
elskendur er jafnan rómantískur
blær, en rómantíkina telur höf-
undur ekki einungis óskaðlega,
heldur blátt áfram svo nauðsyn-
lega, að við getum ekki verið án
hennar, síst börn og unglingar.
Smábarnabækurnar um Flette-
Mette bera góðvild hennar og
jákvæðri lífstrú vitni.
I mörgum bókum Evi Bögenæs
gætir atburða líðandi stunda. Má
þar til nefna Tove-bækurnar sem
skrifaðar eru á tímum andspyrnu-
hreyfingarinnar í Noregi.
Pá den gale side segir frá
börnum norskra nasista fyrir og
eftir stríð.
Kitta er framhald af bókinni
Draumaheimur Kittu, sem kom út
hjá Iðunni í fyrra.
Kitta er nú trúlofuð Sveini sem
allt frá bernsku hefur veitt ein-