Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 5 BÓKAÚTGÁFAN Rabén & Sjögren í Stokkhólmi heíur hafið útgáfu bókaflokks sem nefnist Dikt i Norden. Með þessum bókaflokki er ætlunin að kynna helstu nútímaskáld á Norðurlöndun. Ritstjóri bóka- flokksins er skáldið og ljóða- þýðandinn Christer Eriksson. Fyrsta bókin í þessum flokki er úrval ljóða Jóhanns Hjálm- arssonar og nefnist það Landet vilar i egen dikt eða Landið sefur í eigin ljóði. Þýðandinn, Christer Eriksson, skrifar inn- gang að bókinni þar sem Jóhann Hjálmarsson er kynntur fyrir sænskum lesendum. Ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson hafa að undanförnu birst í ýmsum DIKT I NORDIiN jÓHANN IIJÁLMARSSON LANDET VILAR I KCíKN DIKT RABÉN SH'V iRFN Jóhann Hjálmarsson Úrval ljóða eftir Jóhann Hjáhnarsson kemur út í Svíþjóð sænskum tímaritum og blöðum og einnig í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Landet vilar i egen dikt er 72 bls. og eru í bókinni 43 ljóð, flest úr Athvarfi í himingeimnum (1973). Einnig eru birt ljóð úr öðrum bókum skáldsins, frá þeirri fyrstu Aungli í tímann (1956) til Lífið er skáldlegt (1978). Aftast í bókinni eru skýringar. Jafnframt því sem Rabén & Sjögren sendir frá sér ljóð Jó- hanns Hjálmarssonar í bóka- flokknum Dikt i Norden koma út í sama flokki eftirfarandi bækur í eins formi: Jord och járn eftir Norðmanninn Rolf Jacobsen, þýðandi Christer Eriksson; Náktergalen och geváret talar samma sprák eftir Danann Ivan Malinovski, þýðandi Lasse Söd- erberg og Hjártat, mitt viktig- aste slagvapen eftir finnska skáldið Pentti Saaritsa í þýðingu Claes Andersons. Ritstjóri Dikt i Norden, Christer Eriksson, hefur dvalist hér á landi. Hann þýddi ljóðin í Landet vilar i egen dikt í sam- vinnu við Jóhann Hjálmarsson en annaðist sjálfur val ljóðanna. Á næstunni hyggst hann kynna fleiri íslensk skáld í þessum nýja norræna bókaflokki. Hafísrannsóknir Veð- urstofunnar efldar HAFÍSRANNSÓKNIR hafa verið efldar við Veðurstofu íslands og sinnir hafisdeild stofnunarinnar hafísrannsóknum og öðrum verk- efnum er hafís varða. Starfa við deildina tveir veðurfræðingar, dr. Þór Jakobsson og Eiríkur Sigurðsson. Eiríkur hefur að undanförnu unnið að gagnaúrvinnslu og samn- ingu ritsins Hafís við strendur íslands, en þar er að finna lýsingu á útbreiðslu hafíss við landið árin 1968—1971. Gögn um hafís er berast Veðurstofunni verða eftir sem áður varðveitt og verður haft samráð við Landhelgisgæsluna og Hafrannsóknastofnun um hafísat- huganir. Einnig verður höfð sam- vinna við erlendar stofnanir. Rannsóknir munu aðallega bein- ast að Austur-Grænlands- straumnum og nágrenni hans og verður m.a. stefnt að því að finna þær aðferðir er best duga til að segja fyrir um horfur á ísmagni norður af íslandi. Við hafískönnun með Landhelgisgæslunni fyrir nokkru kom í ljós að ís við Grænland er með minna móti, en hefur þó farið vaxandi. „Götnræsis- kandidataru Ný bók Magneu Matthíasdóttur ÚT ER komin hjá Almenna bóka- félaginu skáldsagan Göturæsis- kandidatar eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Þetta er önnur skáldsaga þessa unga höfundar — áður hafa komið út eftir Magneu ljóðabókin Kopar, 1976 og skáldsagan Hægara pælt en kýlt, 1978. Magnea J. Matthíasdóttir Um Göturæsiskandidata segir svo aftan á bókarkápu: „Reykjavíkursagan Göturæsis- kandidatar hefði getað gerst fyrir 4—5 árum, gæti verið að gerast hér og nú. Hún segir frá ungri menntaskólastúlku sem hrekkur út af fyrihugaðri lífsbraut og kemst í félagsskap göturæsis- kandidatanna. Þar er að finna margs konar manngerðir og and- stæður — sumir eru barnslega saklausir og blíðlyndir, aðrir harðir og ofsafengnir. Og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera lágt skrifaðir í samfélaginu, og kaupa dýrt sínar ánægjustundir. Ástríð- ur og afbrýðisemi verða umsvifa- miklar systur komist þær um of til áhrifa. Hvað verður í slíkum félagsskap um unga stúlku frá „góðu“ heimili, sem brotið hefur allar brýr að baki sér?“ Göturæsiskandidatar er bæði gefin út í bandi og sem pappírs- kilja. Bókin er 170 bls. að stærð og unnin í Prentverki Akraness. Sinfóníuhljómsveit Islands: Rögnvaldur Sigurjónsson einleik- ari á næstu áskriftartónleikum FJÓRÐU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða n.k. fimmtudag í Iláskólabíói kl. 20:30. Á efnisskrá eru forlejkur að Nýársnóttinni eftir Árna Björnsson, sinfónía nr. 2 eftir Johan Svendsen og pianókonsert nr. 2 eftir Rachmaninoff. Einleik- ari er Rögnvaldur Sigurjónsson og stjórnandi Karsten Andersen. Karsten Andersen hóf tónlist- arnám í fæðingarborg sinni Osló og lagði aðaláherslu á fiðluleik og lék fyrst með Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Osló, en var árið 1945 ráðinn aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Stavangri. Hann var aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar íslands í fjögur ár, 1973-1977. Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- FÉLAG íslenskra rithöfunda gengst fyrir kvöldvöku á Hótel Esju á morgun, 15. nóvember, kl. 8.30 í tilefni barnaárs. Eftirtaldir barna- og unglinga- bókahöfundar flytja stutt framsögu- Rögnvaldur Sigurjónsson verður einleikari á næstu tónleikum Sin- fóniuhljómsveitarinnar. erindi og lesa úr verkum sínum: Eiríkur Sigurðsson, Indriði Ólafs- son, Bjarni Th. Rögnvaldsson, Fil- ippía Kristjánsdóttir (Hugrún) og Ragnar Þorsteinsson. Áð lokum verða fyrirspurnir og almennar umræður. leikari fæddist á Eskifirði árið 1918 og stundaði hann fyrst nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem kennari hans var Árni Kristjánsson. Fór hann síðan til framhaldsnáms í París og síðar New York. Hefur Rögnvaldur ferðast til tónleikahalds víðs veg- ar um Bandaríkin, Kanada og Evrópu og gert fjölmargar upp- tökur fyrir íslenskt útvarp og sjónvarp. Þá hefur hann einnig leikið á hljómplötur og hefur hann um árabil verið píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fjölskyldu- bingó hjá Hvöt HVÖT félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík heldur bingó að Hótel Sögu, Súlnasal, annað kvöld, fimmtudaginn 15. nóv. Fjöldi góðra vinninga verður fyrir alla fjölskylduna og til jóla- gjafa. Má þar nefna ferðavinn- inga, máltíðir á veitingahúsi, heimilistæki, bækur, hljómplötur, matarkörfur og jólamat. Húsið verður opnað kl. 20 og bingóið hefst kl. 20.30. Kvöldvaka Félags ís- lenskra rithöf unda úrval af finnskum kvenkjólum frá SILO Austurstræti sítni: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.