Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 25 fclk f fréttum ,JIœgreykmgameim ” + ÞEGAR farið var að lesa textann með þessari AP-fréttamynd frá Sviss, kom í ljós að svo er að sjá sem baráttan gegn reykingum gangi víðar erfiðlega en hérlendis. — Enn virðast vera haldin stórmót reykingafólks, samkv. textanum. — Þar segir að konan til vinstri Marielouise Soltermann sé tvöfaldur meistari í „hægreykingum". — Hún varð Svissmeistari fyrst og síðan varð hún hvorki meira né minna en heimsmeistari á heimsmeistaramóti sem fram fór í Rómaborg fyrir nokkru. — Þangað sendi Sviss heilt landslið „hæg-reykingamanna“, til þess að verja titilinn, frá 1978, sem þeim líka tókst, sem fyrr segir, m.a. með aðstoð fyrrverandi heimsmeistara Christine Maurer, (1978) sem er til hægri á myndinni með pípu sína. Eggið spœldist á senatornum + SENATOR Edward Kennedy var um daginn í kosningastússi í stórborginni Chicago. — Þá gerðist það, er hann var staddur í mikilli mannþröng, að kona ein þeytti eggi að honum (sést á lofti á myndinni) og sprakk það á öxl senatorsins og lak niður föt hans í götuna. I~n Armor gúmmíteygjur GULAR - STERKAR - ENDINGARGÓÐAR TIL AFGREIÐSLU STRAX. Agnar K. Hreinsson h.f. heildverslun, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 16382 Til sölu Mercedes Benz 250 árgerö 1976 í góöu ásigkomulagi, ekinn 53 þús. km. Upplýsingar gefur Oddgeir Báröarson, c/o Ræsir hf., sími 19550. KERAMIK SÝNING STEINUNNAR Steinunn Marteinsdóttir heldur sýningu á verkum sínum að Smiðjustíg 6, Reykjavík. Opið alla virka daga kl. 9—18 og kl. 9—16 laugardaga. Sýningin stendur frá 3:—17. nóvember. KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. GJAFAVARA - LAMPAR - HÚSGÖGN. SMIÐJUSTlG 6 - REYKJAVlK - SlMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.