Morgunblaðið - 14.11.1979, Blaðsíða 32
Sími á afgreiðslu:
83033
jn«r0tinblnbib
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JM«r0unblnbib
MIÐYIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
Framfærsluvísitalan hækkar um 16%:
Verðbólgan er
komin yfir 81%
Ljósin. ÓI.K.Mag.
Vilja hækka bens-
ínið í 385 krónur
Olíuverð í Rotterdam heldur áfram að hækka
OLÍUFÉLÖGIN hafa sent
HAGSTOFA íslands hefur
reiknað hækkun framfærslu-
vísitölu síðustu 3 mánuði og
reyndist hún hækka um tæp-
lega 16%. Sé þetta reiknað á
12 mánaða tímabili. er verð-
bólgan nú komin í 81,1%.
Hins vegar hefur ríkisstjórn-
in ekki afgreitt 28 hækkunar-
beiðnir, en hefðu opinberar
hækkunarbeiðnir hlotið
venjulega afgreiðslu, má
búast við, að framfærsluvísi-
talan hefði hækkað um 17%,
sem á 12 mánaða grundvelli
þýðir 87,4% verðbólgu.
Hinn 1. júní hækkaði fram-
færsluvísitala um 12,4%, hinn 1.
september um 14% og nú 1.
desember um 16%. Meðaltals-
hækkun fyrir hvert 3ja mánaða
tímabil á þessum 9 mánuðum er
því 14,1%. Það reiknað yfir á eitt
ár sýnir verðbólguna 69,5%. Taki
menn hins vegar verðbólguna mið-
að við slíkt meðaltal, en geri ráð
fyrir 17% hinn 1. desember nú,
sem hefði verið sú hækkun, er
orðið hefði, ef opinberar hækkun-
arbeiðnir hefðu fengið eðlilega
afgreiðslu í ríkisstjórn, væri verð-
bólgan á 12 mánaða tímabili
samkvæmt því 71,9%.
Fyrstu 10 mánuði þessa árs er
verðbólgan 51,4%. Skýringar á
þessari lágu töiu eru þær, að hinn
1. marz í ár hækkaði framfærslu-
vísitala aðeins um 4,7% vegna
þess, að ríkisstjórnin stórjók
niðurgreiðslur í nóvember í fyrra.
Miðað við þann gífuriega hraða,
sem nú er kominn á hana, er
fyrirsjáanlegt, að frá janúar til
janúar eða nú í árslok verði hún
orðin 61,7%. Þótt hér sé rætt um
háar verðbólgutölur, er hér þó
ekki slegið met í verðbólguhraða.
Það met, sem enn stendur eru
verðbólgutölur milli útreikn-
ingstímanna 1. marz 1974 og 1.
júní það ár. Þá hækkaði verðbólg-
an um 19,7%, sem á 12 mánaða
tímabili er 105,3%. Athyglisvert
er, að bæði þessi tímabil eru
kveðjustundir vinstri stjórna, sem
báðar sátu undir forsæti Ólafs
Jóhannessonar.
HEILDARMAT fasteigna á öllu
landinu árið 1979 er áætlað að
verði 1.900 til 2000 milljarðar
króna, að því er fram kom í ræðu
Guttorms Sigurbjörnssonar for-
stjóra Fasteignamats rikisins á
fjármálaráðstefnu Sambands
íslenskra sveitaríélaga í gær.
Arið 1978 var heildarmat fast-
eigna 1.264.7 milljarðar króna,
og verði matið í ár 2000 milljarð-
ar er hækkunin því 58.14%. Árið
1977 var heildarmat íasteigna á
landinu öllu 846.5 milljarðar
króna. Fasteignamat er lagt til
verðlagsyfirvöldum bréf
og óskað eftir heimild til
að hækka bensín úr 363 í
grundvallar við ákvörðun fast-
eignagjalda, og munu þau því
samkvæmt framansögðu hækka
um tæp 60% á næsta ári.
í ræðu sinni sagði Guttormur
Sigurbjörnsson einnig, „að ríki-
dæmi Islendinga er ekki að verða
svo lítið á þessum vettvangi.
Þannig að hvað fasteignaskatta-
möguleika snertir þá ættu ekki að
vera fyrirsjáanlegar andvökunæt-
ur hjá samviskusömum sveitar-
stjórnarmönnum eða þeirra þén-
ururn."
Guttormur sagði í samtali við
385 krónur lítrann, gas-
olíu úr 142 í 160 krónur
lítrann og svartolíu úr 89
þúsund í 105 þúsund krón-
blaðamann Morgunblaðsins í gær-
kvöldi, að framangreindar tölur
væru áætlunartölur, en endanleg
upphæð fyrir árið 1979 yrði senni-
lega 2073.5 milljarðar. Hér sagði
hann að miðað væri við þær eignir
sem fyrir eru, en síðan kæmu
nýjar eignir í mat, þannig að
meðalhækkun yrði um 63.8%. í
Reykjavík þó talsvert meiri, en
hækkunin er nokkuð breytileg
eftir byggðarlögum. Samkvæmt
þessum síðustu tölum munu fast-
eignagjöld því hækka um 63.8% á
næsta ári, og meira í Reykjavík,
að óbreyttum reglum.
ur hvert tonn. Verðlagsráð
kemur saman til fundar í
dag, miðvikudag, en
ólíklegt er talið að beiðni
olíufélaganna verði af-
greidd á þeim fundi.
Verulegar hækkanir hafa orðið
á olíumarkaðnum í Rotterdam að
undanförnu. Frá 26. október til 8.
nóvember eða á hálfum mánuði
hækkaði skráð bensínverð um
10,2%, úr 347 dollurum í 382,50
dollara hvert tonn. Gasolíuverð
hækkaði um 10,4%, úr 336 í 371
dollar hvert tonn, en mest hækk-
un varð á svartolíu, sem hækkaði
úr 157 í 181 dollar hvert tonn eða
um 15,3%.
Þegar olíuverð var hæst í
Rotterdam í júní fór bensínverð-
ið í 412 dollara, gasolíuverðið í
395 dollara og svartolíuverðið í
142 dollara. Verð á svartolíu er
nú mun hærra en þá en bensín-
og gasolíuverð nálgast nú hæsta
verð í júní.
Sjö bílar
í árekstri
MARGIR árekstrar urðu í
Reykjavík í gær vegna hálku á
götum borgarinnar og þegar Mbl.
hafði samband við lögregluna í
gærkvöldi höfðu nær 30 árekstrar
orðið yfir daginn.
Mesti áreksturinn varð á Breið-
holtsbraut í gærkvöldi, þegar 7
bílar lentu þar saman. Ökumaður
einnar bifreiðarinnar slasaðist og
var fluttur á Slysadeild Borgar-
spítalans, en hann mun ekki hafa
.slasast alvarlega.
F asteignagjöldin
hækka um 63,8%