Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
7
Fjarskipti
milli
plánetna
Steingrímur Her-
mannsson, formaður
Framsóknarflokksins,
stýrir nú stjórnarmynd-
unarviðrseöum. Hann
stendur nú í svipuðum
sporum og Ólafur Jó-
hannesson á fyrra ári. Þá
sagði sá síöarnefndi, í
upphafi viðrasðna, að-
spuröur af fjölmiðlafólki
um stöðu mála og líkur,
að enginn spilamaður
sýndi á kortin sín — áöur
en spilið hæfist.
Steingrímur fer öðruvísi
að. Hann segir á borölögð
spil. Hann útilokar mögu-
leika og valkosti meö
eins konar arftekinni
þröngsýni. Einu sinni var
sagt, upplýsir hann, — og
stendur þar staður. Hann
stígur í slíkri afstöðu
stórt skref afturábak —
áratugi inn í liðinn tíma.
Talsmenn viöræðu-
flokkanna segja allir, efn-
islega, að viðræðurnar
hafi farið hægt af staö, og
að langt sé í land mála-
lykta. Flokkarnir, sem
slitu stjórnarsamvistum
fyrir fáeinum vikum, eru
enn, skoðanalega sóð,
jafn fjarlægir hver öðrum.
Viðræðurnar nú minna
helzt á lakleg fjarskipti
milli plánetna. Það virð-
ast stjarnfræöilegar
vegalengdir á milli við-
horfa og sjónarmiða. Og
viljinn, sem er forsenda
þess að áfram miði, er
vart sjáanlegur undir
stækkunargleri almenn-
ingsskoðunar. Þegar
enginn hefur trú á því ,
sem aö er unnið, er ár-
angurinn undir hæl lagð-
ur. Það er ekki von á
góðu þegar einsýnn og
þröngsýnn verkstjóri
leiðir liðsmenn, er stefna
hver í sína áttina.
Forsætisráö-
herra og þing-
forseti fram-
sóknarmenn
Þar til í gær höfðu
vinstri flokkar ekki komið
sár saman um kjör for-
seta sameinaös þings,
hvað þá um hin stærri
þjóðmálin, Alþýðufiokkur
setti fram þá sáttahug-
mynd á þjóðstjórnar-
grundvelli, að þingstyrk-
ur flokka réði forseta-
kjöri, þ.e. aö stærsti
þingflokkurinn fengi for-
seta sameinaðs þings, sá
næst stærsti forseta
neðri deildar og svo
framvegis. Á þessa hug-
mynd féllst Sjálfstæðis-
flokkurinn — en aðrir
höfnuðu. í raun var því
þingmeirihluti fyrir þeirri
málsmeöferð, ef Alþýðu-
flokkurinn hefði staðið
við eigin tillögugerð.
Alþýðuflokkurinn mun
og hafa hreyft, óform-
lega, hugmynd um, aö sá
þingflokkurinn, sem vann
mest á í kosningunum,
fengi forseta sameinaðs
þings, en siðan réði þing-
styrkur flokka framhald-
inu. Alþýðubandalagið
hafnaði strax þessari leið
og taldi vinstri flokkana
. eina eiga að deila og
drottna í þessu efni, þó
þann veg, að Alþýðu-
bandalagið fengi forseta
sameinaðs þingsl
Þegar hér var komið
sögu setti Framsóknar-
flokkurinn saman sér-
stætt tilboö. Efni þess var
m.a. þaö, að Framsóknar-
flokkurinn fengi, auk for-
sætisráðherra, forseta
sameinaðs þings, en A-
flokkarnir hvor sinn
deildarforsetann. Á fundi
sameinaös þings i gær
varð niðurstaðan sú, að
framsóknarmaöur var
kjörinn þingforseti. Fyrr
um daginn hafði Ólafur
Ragnar sagt í blaðaviðtali
að skrif framsóknar-
manna um þetta lofuðu
ekki góðu um framhaldið.
Dæmigert
vinstri stjórnar
stand
Þessi vinnubrögð eru
öll dæmigerð fyrir
vinstri-stjórnarstandið.
Ef það, sem á eftir fer,
verður sömu tegundar, er
ekki von á góðu.
Eftir er að kjósa i
margvíslegar nefndir og
ráð — og að koma sér
saman um lausn aðkall-
andi vandamála. Fáir
munu bjartsýnir á fram-
haidið, ekki aöeins vegna
skoðanalegs ágreinings,
heldur og vegna handar-
bakavinnubragða. Það
skiptir að vísu miklu máli,
að vel takist til um for-
setaval, en þó er það ekki
stórvaxið mál við hliðina
á þeim risaverkefnum,
sem vinstri flokkarnir
ganga nú í kringum eins
og jólatré, lesandi upp
kosningastefnuskrár
sínar hver fyrir öðrum, án
þess svo mikið sem hald-
ast (hendur.
I
Umboösmenn:
Sniöill h.f. Akureyri — Bílasala
Hinriks Akranesi — Friörik Ósk-
arsson Vestmannaeyjum og
Óskar Jónsson Neskaupstaö.
Eigum
til af-
greiðslu
með stutt-
um fyrirvara fáeina
DODGE ASPEN og
PLYMOUTH VOLARE, 2ja
og 4ra dyra, árgerö 1979 á sérstöku afsláttarverði, sem er allt að
KR. 1.200.000 TIL 1.500.000 LÆGRA VERÐ
en á 1980 árgeröinni. Bílarnir eru allir í deluxe útgáfu, sjálfskiptir, meö
vökvastýri og aflhemlum.
Látiö ekki happ úr hendi sleppa. Nýtiö þetta einstaka tækifæri til aö
eignast óvenju glæstan og hagkvæman vagn á veröi, sem nánast
vonlaust er aö endurtaka og veriö á undan næstu efnahagsaðgeröum.
Talið við okkur strax í dag,
á morgun kann það að vera of seint.
SÖLUMENN í CHRYSLER-SAL
Símar 83330 og 83454.
O Vökull hf.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
O
Þl Al'GLÝSIR l .M AI.LT
LAND ÞEGAR Þl AIG-
I.ÝSIR í MORGl'NBLAÐINL'
Argerö 1980 komin
Sérstakt jólatilboð
250.000 út og rest á 6 mán.
TÖKUM NOTUÐ TÆKI UPP í NÝ
Verö 22“ 711.980,-
26“ 749.850.-
r __________(
Versliáisérversíun með J O 00 071
UTASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI C. C7Ö UU
V^BÚOIN Skipholti19