Morgunblaðið - 14.12.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
Einu sinni var -
stóra ævintýra-
bókin komin
EINU SINNI VAR — stóra ævin-
týrabókin er komin út hjá Leiftri.
Hefur bókin að geyma ýmis þekkt
ævintýri og má þar nefna Ferða-
kistuna fljúgandi, Aladdín og
töfralampann, Stígvélaða köttinn,
Jóa og baunagrasið og fjöldamörg
önnur sígild ævintýri. Bókin er
prýdd mörgum teikningum.
Niðjatal Gunn-
laugs Björns-
sonar komið út
NIÐJATAL Gunnlaugs Björns-
sonar, bónda á óspaksstöðum i
Hrútafirði, og eiginkvenna hans,
er komið út hjá Leiftri.
Friðrik Theodór Ingþórsson tók
niðjatalið saman. Gunnlaugur var
fæddur að Hæli á Ásum, A-Húna-
vatnssýslu, árið 1812. Hann bjó
lengst af á Óspaksstöðum í Hrúta-
firði en síðustu árin í Óskapsseli
og lézt þar. Fyrri kona hans var
Sigríður Bjarnadóttir frá Hrafna-
dal í Strandasýslu og seinni kona
Guðrún Jónsdóttir frá Fossi í
Hrútafirði.
Tamarindfræið
eftir Evelyn
Anthony komin út
KOMIN er út hjá Leiftri skáld-
sagan Tamarindfræið eftir Eve-
lyn Anthony.
Þar segir frá stúlku sem starfar
í aðalskrifstofu S.Þ. í leyfi á
Barbados hittir hún einkar alúð-
legan mann, og hana grunar ekki
að hann sé tengdur njósnakerfi
Rússa.
ein eftir danskan listamann en 10
eftir íslenska listamenn. Auk þess
er vitað að til eru þrjár myndir af
Snorra til viðbótar og eru þær
allar eftir norska listamenn.
Bókin um Snorra er 186 bls.,
prentuð í Prentsmiðjunni Hólum.
Gunnar Karlsson og Helgi Þor-
láksson hafa búið bókina til prent-
unar. Matthías Ástþórsson teikn-
aði stafi á titilsíðu eftir hendi
þeirri á Reykholtsmáldaga sem
eignuð er Snorra.
„Snorri, átta alda minning", er
fimmta bókin sem Sögufélagið
gefur út á þessu ári. Hinar fjórar
eru Söguslóðir, afmælisrit gefið út
til heiðurs prófessor Ólafi Hans-
syni; Árnessýsla, sýslu- og sókna-
lýsingar; Saga, tímarit Sögufé-
lagsins, og Jón Sigurðsson forseti
1811-1879.
Höfundar greinanna um
Snorra og verk hans sem birt-
ast í „Snorri. átta alda minning“
Talið frá vinstri: Óskar Hall-
dórsson, Gunnar Karlsson,
Halldór Laxness, ólafur Hall-
dórsson, Helgi Þorláksson og
Bjarni Guðnason.
Ljósm. Kristján.
Forseti íslands, hr. Kristján
Eldjárn, heiðursformaður
Snorranefndar, tekur við
fyrsta eintaki af bókinni
„Snorri, átta alda minning“
úr hendi Einars Laxness, for-
seta Sögufélags.
Snorri og
verk hans
Sögufélagið gefur út bók
með greinum eftir 6 höf-
unda um Snorra Sturluson
SÖGUFÉLAGIÐ hefur gefið út
bókina „Snorri, átta alda minn-
ing“. Er hún gefin út til að
minnast þess, að á þessu ári
munu vera liðin 800 ár frá
fæðingu Snorra Sturlusonar.
Stofn bókarinnar er erindi sem
hafa verið samin i tilefni af
afmælinu og flutt á árinu við
ýmis tækifæri. Fyrst er ræða
Halldórs Laxness sem hann flutti
á Snorrahátíð í hátíðarsal Há-
skóians 22. júní með nokkurri
viðbót. Þá eru í bókinni fjórar
greinar um Snorra og verk hans,
unnar upp úr hádegiserindum
sem voru flutt í útvarp í janúar-
mánuði. Þar fjallar Gunnar
Karlsson lektor um stjórnmála-
manninn Snorra, óskar Hall-
dórsson dósent um Snorra-Eddu,
ólafur Halldórsson handrita-
fræðingur um sagnaritun Snorra
og Bjarni Guðnason prófessor um
frásagnarlist hans. Þá eru tvær
greinar eftir Helga Þorláksson
sagnfræðing. önnur er að stofni
til fyrirlestur fluttur á aðalfundi
Sögufélagsins og birtir nýjar
niðurstöður um verslunar- og
utanlandspólitik Snorra og
Oddaverja. Hin er hugleiðingar
um hvernig Snorri leit út.
í bókinni eru margar myndir og
tengjast margar þeirra greininni
sem fjallar um útlit Snorra. 18
myndir eru af Snorra sjálfum þar
af eru 7 eftir norska listamenn.
Olafur Jóhann Sigurðsson
Einstakt ritsafn á
kynningarverði til áramóta
Olafur Jóhann Sigurðsson hefur fyrir löngu
skipað sér á bekk með okkar fremstu rithöf-
undum. í mörg ár hafa bókaunnendur beðið
eftir heildarútgáíu á verkum hans og nú er átta
binda ritsafn komið í bókabúðir.
Margar af bestu bókum Ólafs Jóhanns hafa
verið ófáanlegar um langt skeið. Nú hafa þær
verið endurprentaðar og í þessu glæsilega rit-
safni eru eftirtaldar bækur:
Fjallið og draumurinn
Vorköld jörð
Þriar sögur
Otá þjóðveginn (sögur 1935 - 1940)
I gestanauð (sögur 1940 -1945)
Margs að gæta (sögur 1945 - 1962)
Gangvirkið
Seiður og hélog
Verð til áramóta aðeins kr. 65.000.
Eftir þann tíma verður safnið selt
á kr. 94.400.
jrfp 1
*
5 |
&
■
VORKÖLD JORÖ
ÓbfiifJ
*SÍ*