Morgunblaðið - 14.12.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
13
NAT04öndin
ávíta Iran
BrUssel 13. des.
Frá íréttaritara Mb!.. Birni Bjarnasyni.
UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDUR Atlantshafsbandalagsins hófst
hér i Briissel í morgun á umræðum um ástandið í íran og töku
bandaríska sendiráðsfóiksins i gíslingu. Gáfu samherjar Bandaríkja-
manna í bandalaginu út sérstaka yfirlýsingu um hádegið þar sem þeir
lýsa stuðningi við málstað Bandaríkjanna i baráttunni við írani og
leggja hart að yfirvöldum i íran að láta gislana nú þegar lausa og
leyfa þeim að hverfa til síns heima.
— Þetta er traustvekjandi og
mikils metinn stuðningur, sem
bandamenn okkar hafa veitt okk-
ur, sagði háttsettur bandarískur
embættismaður á fundi með
blaðamönnum eftir að yfirlýsingin
hafði verið gefin út. Sagði hann,
að fulltrúar allra þjóðanna 14
hefðu tekið til máls um íran og
allir verið fullir stuðnings við
Bandaríkin. Taldi hann yfirlýsing-
una mikilvægan lið í baráttu
Bandaríkjastjórnar, sem nú er
einkum háð fyrir Alþjóðadómstól-
um í Haag og í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Lét embætt-
ismaðurinn að því liggja, að eðli-
legt næsta skref yrði að grípa til
efnahagslegra þvingana gagnvart
írönum, ef þeir breyttu ekki um
stefnu. Það er skýrt tekið fram í
yfirlýsingunni, að Atlantshafs-
bandalagslöndin ætla sér ekki að
hlutast til um innanríkismál
írana og á fundinum hér mun ekki
hafa verið fjallað um sérgreind
atriði heldur málið rætt almennt.
Með utanríkisráðherrafundin-
um lýkur röð funda bandalags-
þjóðanna sem hófust á mánudag.
Mikilvægasti fundurinn var hald-
inn á miðvikudag, þegar ákvörðun
var tekin um endurnýjun eld-
flaugavarnakerfis bandalagsins í
Evrópu. Búizt er við að utanríkis-
ráðherrarnir slíti fundi sínum um
hádegið á föstudag.
í setningarræðu á fundinum í
morgun sagði Joseph Luns fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins m.a: „Við erum sem fyrr
hlynntir framgangi slökunar-
stefnunnar. Þó verðum við að
viðurkenna, að okkur hefur miðað
lítið á þeirri leið. Eitt helzta
vandamál okkar er stöðug og
hömlulaus aukning á sovézku
valdi um heim allan. Hin megin-
hættan sem ógnar öryggi okkar á
rætur að rekja til óstöðugleika og
öfga í löndum þriðja heimsins.
Óhjákvæmilega eru tengsl milli
þessara tveggja ógnvalda. Aldrei
fyrr í sögu bandalags okkar hefur
verið eins mikil þörf á samstöðu
og samheldni og á því að þjóðir
okkar hafi ítarlegt og hreinskilið
samráð sín á rnilli."
NATO-tillögur
um vígbúnað
Briissel. 13. desomber. AP. Reuter.
SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum samþykktu utanríkisráðherr-
ar bandalagsins á leynifundi í dag nýja „pakka" með tillögum um að
draga úr vigbúnaði, en Bretar fóru að dæmi Frakka og útilokuðu að
þeir mundu skera niður kjarnorkuherafla sinn. Tiliögurnar verða
sennilega lagðar fram þegar ráðstefna 10 ríkja um fækkun herja hefst
aftur í Vín í næstu viku eins og vonir hafa staðið til.
Ráðherrarnir hlýddu á Cyrus
Vance gera grein fyrir hugsan-
legum afleiðingum gíslamálsins ,í
Teheran. Einn ráðherrann sagði á
eftir að honum skildist, að ef
einhver gíslanna yrði fyrir skaða
skapaðist mjög alvarlegt ástand
sem leiddi til róttækra aðgerða, en
ráðherrann, sem vildi ekki láta
nafns síns getið, skýrði þetta ekki
nánar.
Austur-Evrópuríki fóru að
dæmi Sovétríkjanna í dag og
fordæmdu fyrirætlanir NATO um
staðsetningu meðaldrægra flauga
í Vestur-Evrópu og Austur-Þjóð-
verjar sögðu, að þeir mundu auka
herútgjöld sín.
Austur-þýski Kommúnistaleið-
toginn Erich Honecker sagði á
miðstjórnarfundi, að Vesturveldin
hefðu komið fyrir nýjum eldflaug-
um „við útidyr Sovétríkjanna".
Ummæli hans er fyrsta áþreifan-
lega svarið frá bandamönnum
Rússa við ákvörðun NATO um
staðsetningu meðaldrægra flauga,
en engar tölur um aukin herút-
gjöld voru nefndar. En tekið var
fram að Austur-Þjóðverjar væru
enn reiðubúnir að bæta sambúð-
ina við Vestur-Þýzkaland. Hon-
ecker á von á sögulegri heimsókn
Helmut Schmidts kanzlara
snemma á næsta ári.
Árásir Austur-Evrópuríkja
höfðu ekki að geyma vísbendingar
um að þau ætluðu að draga úr
tengslum við vestræn ríki. Tékkn-
eska blaðið Rude Pravo kvað
áætlun NATO „tilraun til að
eyðileggja friðinn". Svipuð gagn-
rýni kom fram annars staðar í
Austur-Evrópu og talsmaður
Varsjárbandalagsins endurtók
hótanir um ótilgreindar aðgerðir
aðildarlandanna.
Þá lýsti stjórn Finnlands „djúp-
um áhyggjum" vegna ástandsins.
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
GLÆSIBÆR
S:82590
AUSTURVER
S:36161
Skemmtileg gjöf
sem á eftir aö veita
ómældar ánægjustundir.
Verð frá
kr. 18.180 —43.920
vasamyndavélarnar
eru í tösku, sem myndar
handfang þegar hún opnast.
Þú nærð þannig trausti taki
á vélinni og hún verður
stöðugri og þú tekur betri
og skarpari myndir.
KodakEKTRA
Gjöfin
gleður
. .KodakEKTRA
vasamyndavél með handfangi
vantarþigQ
VINNU $
VANTAR ÞIG (fj)
FÓLK i