Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Olíukaupin Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, skýrði frá því á aðalfundi LÍÚ í fyrradag, að á árinu 1978 hefði olía sú, sem fiskiskipaflot- inn notar, kostað 7,8 milljarða króna. Á þessu ári mun sama magn kosta 30 milljarða króna og er þá ekki komin fram síðasta verðhækkun á Rotterdammarkaði. Þessar tölur sýna glögglega hvílíkum afarkostum við höfum þurft að sæta í olíukaupum á þessu ári. Formaður LÍÚ nefndi það okurkjör. I ræðu sinni fjallaði Kristján Ragnarsson um störf olíuviðskiptanefndar, sem hann á sæti í og sagði: „Þegar rætt var við Rússa um olíukaup fyrir næsta ár, var loks rætt um nýja verðviðmiðun, sem byggðist á venjulegu viðskiptaverði. Fékkst engu um þokað og virtist sem ákveðið hafi verið af Rússum að láta kné fylgja kviði gagnvart okkur, því sendimennirnir komu heim með þær breytingar einar, sem til útgjaldaauka leiddu, þ.e. hækkað flutningsgjald, hækkaða vexti og styttan greiðslufrest. Hafa þessar undirtektir vafalaust byggzt á því, að við ættum engra annarra kosta völ í þeirri umframeftirspurn sem ríkir eftir olíu.“ Kristján Ragnarsson vék síðan að þeim árangri, sem náðst hefur með störfum olíuviðskiptanefndar og sagði: „Fyrir ötula forystu formanns nefndarinnar og sérstakan velvilja brezkra yfirvalda hefur nú tekizt að ná samkomulagi við brezka ríkisolíufélagið BNOC um að það selji okkur 125—150 þúsund lestir af gasolíu á síðari helmingi næsta árs, en það nægir okkar þörfum í hálft ár. Verðið verður sambærilegt við það verð, sem almennt gildir í Vestur-Evrópu. Er að því stefnt að hér verði um langtímaviðskipti að ræða og þetta félag selji okkur eftir árið 1980 einnig aðrar tegundir af olíuvörum og enn meira af gasolíu. Þess er að vænta að við losnum á næsta ári að verulegu leyti undan þeim okurkjörum, sem við höfum þurft að sæta hjá Rússum á þessu ári hvað viðkemur verði á gasolíu." Þessi ummæli Kristjáns Ragnarssonar og þær upplýs- ingar, sem fram koma í ræðu hans um áhrif olíuverðsins á stöðu útgerðarinnar undirstrika enn þá stefnubreyt- ingu, sem orðið hefur í olíukaupamálum okkar eftir að Geir Hallgrímsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í febrúarmánuði sl. og gerði olíuinnkaupin að sérstöku umtalsefni. I þeirri ræðu hvatti Geir Hall- grímsson þáverandi ríkisstjórn til að taka þegar upp viðræður við Sovétmenn um breytta verðviðmiðun í viðskiptasamningum okkar við Sovétmenn og fá fram breytingar á verðviðmiðun við olíukaup. Þáverandi ríkisstjórn tók þessum ábendingum Geirs Hallgrímssonar vel í upphafi en gerði hins vegar ekkert í að framkvæma þær. Eftir harðar deilur um olíumálin á opinberum vettvangi, þar sem skýrt kom fram, að vinstri stjórnin var ekki tilbúin til að óska eftir sérstökum viðræðum við Sovétmenn um breytta verðviðmiðun skrifaði Geir Hallgrímsson ríkisstjórninni sérstakt bréf, þar sem hann bauð fram samstarf Sjálfstæðisflokksins í nefnd, sem tæki þessi mál til athugunar. Vinstri stjórnin féllst á þessa tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins og var nefndin skipuð fulltrúum allra flokka og formaður hennar dr. Jóhannes Nordal. Þessi nefnd hefur unnið þrekvirki í olíumálum okkar á stuttum tíma. Jafnframt hafa þær niðurstöður, sem nú liggja fyrir, staðfest málflutning Geirs Hallgrímssonar á Álþingi í febrúar og Morgunblaðsins í vor og sumar og sýnt fram á að tillögur þessara aðila höfðu við rök að styðjast og munu spara þjóðarbúinu og hverjum einstaklingi gífurlega fjármuni á komandi árum. Þetta er lærdómsrík saga. Það er eftirtektarvert hverjir það voru, sem börðust um á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir breytingar á olíukaupum okkar, og hverjir það voru, sem komu þeim fram. Jón Helgason, forseti sameinaðs þings: Þrítaka þurfti forsetakjör Sverrir Hermannsson forseti neðri deild- ar og Helgi F. Seljan forseti efri deildar ÞRÍTAKA þurfti kjör forseta sameinaðs þings á Alþingi í gær áður en réttkjörinn var forsetinn. í fyrstu umferð kaus hver þingflokkur sitt forsetaefni; í annarri umferð kusu þingmenn Alþýðubandaiags með Framsóknarflokki og í þriðju umferð bæði þingmenn Alþýðubandaiags og Alþýðuflokks. Forseti sameinaðs þings var kjörinn Jón Ilelgason (F), Gunnar Thoroddsen (S) var kjörinn fyrsti varaforseti þcss. Sverrir Hermannsson (S) var kjörinn forseti neðri deildar Alþingis og Helgi F. Seljan (Abl) forseti efri deildar. Forsetakjör í sameinuðu þingi Samkvæmt 3ju grein þingskapa er sá réttkjörinn forseti sameinaðs þings, sem fær meira en helming greiddra gtkvæða, þeirra er á fundi eru. Verði þeim atkvæðafjölda eigi náð við fyrstu kosningu, skal kosið að nýju óbundinni kosningu. Fái þá heldur enginn nógu mörg atkvæði, skal kjósa um þá tvo þingmenn, er flest fengu atkvæði við síðari óbundnu kosninguna. Ef þá verða jöfn atkvæði ræður hlutkesti. Við fyrstu umferð forsetakjörs í sameinuðu þingi fékk Gunnar Thoroddsen (S) 22 atkvæði, Jón Helgason (F) 17, Helgi F. Seijan (Abl) 11 og Karl St. Guðnason (A) 10. I annarri umferð fær Jón Helgason (F) 27 atkvæði (framsól^n- armanna og alþýðubandalags- manna), Gunnar Thoroddsen (S) 22 atkvæði. Helgi Seljan (Abl) 11. Þá var kosið bindandi milli Jóns Helga- sonar og Gunnars Thoroddsen. Fékk þá Jón Helgason 37 atkvæði (fram- sóknarmanna, alþýðuflokksmanna og alþýðubandalagsmanna) og Gunnar Thoroddsen 22. Jón Helga- son (F) er því réttkjörinn forseti Sameinaðs þings. Tvisvar þurfti að fresta fundi í sameinuðu þingi áður en kosning 2ja varaforseta gat hafizt. Gunnar Thoroddsen hlaut kjör strax í fyrstu umferð með 41 atkvæði, Karl Stein- ar Guðnason (A) fékk 10 atkvæði, Auðir seðlar vóru 9. Hér sýnast framsóknarmenn, tveir alþýðu- bandalagsmenn og Eggert Haukdal hafa kosið með þingflokki sjálfstæð- Jón Helgason, forseti sameinaðs þings ismanna. Annar varaforseti var kjörinn Karl Steinar Guðnason (A) með 37 atkvæðum. Friðjón Þórðar- son (S) fékk 22 atkvæði. Einn seðill var auður. Skrifarar sameinaðs þings vóru kjörnir Friðrik Sóphusson (S) og Jóhann Einvarðsson (F). AIMfHSI Forsetakjör í neðri deild Við fyrstu umferð forsetakjörs í neðri deild Alþingis féllu atkvæði þann veg að Sverrir Hermannsson (S) hlaut 15 atkvæði, Alexander Stefánsson (F), 11, Garðar Sigurðs- son (Abl.) 7 en auðir seðlar vóru 7. Þegar hér var komið var beðið um fundarhlé, sem stóð í 15 mínútur. I annarri umferð varð Sverrir Hermannsson (S) réttkjörinn forseti deildarinnar með 22 atkvæðum en Alexander Stefánsson fékk 18. Hér virðast alþýðuflokksmenn hafa kosið með sjálfstæðismönnum og alþýðu- bandalagsmenn með framsóknar- mönnum. Sverrir Hermannsson, forseti neðri deildar í fyrstu umferð kjörs varaforseta hlaut Alexander Stefánsson (F) 18 atkvæði (framsóknarmanna og al- þýðubandalagsmanna), Steinþór Gestsson (S) 15 atkvæði og Árni Gunnarsson (A) 6. I annarri umferð fær Alexander Stefánsson 22 at- kvæði, Árni Gunnarsson 2. Hér sýnast fjórir alþýðuflokksmenn fara yfir á Alexander með framsóknar- mönnum og alþýðubandalags- mönnum. í fyrstu umferð kjörs 2. varafor- seta fékk Garðar Sigurðsson (Abl) 18 atkvæði, Steinþór Gestsson (S) 14, Árni Gunnarsson 6 og 1 var auöur. I annarri umferð fékk Garðar Sig- urðsson 24 atkvæði, og hlaut þar með kosningu, Steinþór 14. Skrifarar vóru kjörnir Halldór Blöndal (S) og Ólafur Þórðarson (F). Forsetakjör í efri deild I fyrstu umferð forsetakjörs í efri deild fékk Helgi F. Seljan (Abl.) 10 atkvæði, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson (S) 7 og Eiður Guðnason (A) 3. I annarri umferð fékk Helgi F. Seljan (Abl.) 13 atkvæði (alþýðu- bandalagsmanna, framsóknar- manna og alþýðuflokksmanna) og þar með kosningu sem deildarfor- seti en Þorvaldur Garðar 7 atkvæði. Fyrsti varaforseti var kjörinn þegar í fyrstu atkvæðagreiðslu Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) með 17 atkvæðum. Eiður Guðnason (A) fékk 3. Hér sýnast framsókn- armenn og alþýðubandalagsmenn hafa kosið með sjálfstæðismönnum. Við fyrstu atkvæðagreiðslu um kjör annars varaforseta fékk Guð- mundur Bjarnason (F) 9 atkvæði, Eyjólfur K. Jónsson (S) 7 atkvæði og Eiður Guðnason (A) 4. I annarri umferð féllu atkvæði 10, 7 og 3. í þriðju umferð fékk Guðmundur Bjarnason 10 atkvæði, Eyjólfur Konráð 7 og auðir vóru 3. Guðmund- ur er því réttkjörinn 2. varaforseti deildarinnar. Skrifarar vóru kjörnir Egill Jónsson (S) og Davíð Áðalsteinsson (F). Helgi F. Seljan, forseti efri deildar Tryggðu sér stöðvunar- vald í efri deild Alþingis Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur: SAMKVÆMT þingsköpum er hverjum þingflokki skylt að tilnefna á lista þá tölu þingmanna er sæti skulu eiga í efri deild Alþingis, það er þriðjung þingmanna sinna. Ef tveir eða fleiri þingflokkar hafa með sér bandalag um kjör til efri deildar, eða þingflokkur og menn utan flokka, skal talan á listanum miðuð við sameiginlegt atkvæðamagn bandalagsins, eins og það er orðað í 6. gr. þingskapa. Við skipan efri deildar á fundi Sameinaðs þings í gær komu fram 3 listar: A-listi þingflokks sjálfstæðismanna og Eggerts Haukdals með nöfnunum: Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Lárus Jónsson, Egill Jónsson, Salome Þorkelsdóttir og Birgir ísl. Gunnarson. B-listi þing- flokka Alþýðubandalags og framsóknarflokks með nöfnun- um: Ólafur Jóhannesson, Davíð Aðalsteinsson, Stefán Guð- mundsson, Guðmundur Bjarna- son, Tómas Árnason, Jón Helga- son, Geir Gunnarsson, Helgi F. Seljan, Stefán Jónsson, Ólafur Ragnar Grímsson, C-listi þing- flokks Alþýðuflokks með nöfn- unum: Kjartan Jóhannsson, Karl St. Guðnason og Eiður Guðna- son. Hér var því tilnefndur 21 þingmaður í 20 manna þingdeild. „Bandalag" Alþýðubandalags og Framsóknarflokks veldur því að flokkarnir fá saman einum manni fleiri í efri deild en hefðu þeir stillt upp hvor í sínu lagi, þ.e. 10 í stað 9. Þetta þýðir að Birgir ísl. Gunnarsson, 8. maður á lista Sjálfstæðisflokks, náði ekki kjöri í efri deild. Þetta þýðir jafnframt að Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur hafa saman stöðvunarvald á þingmálum í efri deild, eða helming þing- manna deildarinnar. Viðreisn- armynstur ríkisstjórnar, ef til kæmi, hefði því ekki meirihluta í efri deild Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.