Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 • Flosi Sigurðsson. Flosi vekur athygli FRÁ ÞVÍ er skyrt í bandaríska dagblaðinu Seattle Times, að svo virðist sem annar íslendingur muni leika með liði University oí Washington á þessu keppnis- timabili, en sem kunnugt er hefur Pétur Guðmundsson leikið með liðinu siðustu keppnistíma- bilin. Hér er um Flosa Sigurðsson að ræða og segir i blaðinu, að Marwin Harshman, þjálfari UW sé með Flosa í felum og ætli að tefla honum fram óvænt á næst- unni. Harshman segir hins vegar í umræddri blaðagrein, að hann hafi alls ekki verið með Flosa í felum, heldur hafi tíminn verið notaður til þess að byggja hann upp, þannig er Flosi nú um 15 kílógrömmum þyngri heldur en hann var þegar hann fór út, þannig að pundin eru þá orðin eitthvað um 200. Er einnig haft eftir Harshman, að hann efist ekki um að Flosi verði brátt nógu góður til þess að leika háskójakörfuknattleik og yrðu þá tveir íslendingar í liði University of Washington. í umræddri blaðagrein er einnig minnst á að Einar Bollason hafi verið þarna á ferðalagi fyrir skömmu, „var íslenski landsliðsþjálfarinn að afla sér ýmis konar þjálfunar- punkta hjá Harshman," segir í blaðagrein Seattle Times. bjóöum viö okkar vinsæla „kabarett-bakka Bráö Ijúfengur forréttur t>rír gómsætir kjötréttir Desert „du la klass" Sérsiakleya á lækk- uáv verdi bjódurn viö hálfar brauösneióar, blandaö áleyg 6—8 teyundir á kr. 990- • Hávörn UMFL stöðvar fallegan skell Gunnars Árnasonar í leik Þrottar og UMFL í gærkvöldi. Var þetta ekki i eina skiptið sem kom til kasta UMFL-varnarinnar, en hún var þétt fyrir. Ljósm. Emilia Laugdælir eru að stinga af - unnu Þrótt örugglega í gærkvöldi SPENNAN i 1. deild karla i blaki minnkaði töluvert og Laugdælir treystu stöðu sina á toppnum með þvi að sigra Þrótt furðu auðveld- lega i Hagaskólanum i gær- kvöldi. Leikurinn gekk greiðlega fyrir sig, Þróttarar voru aldrei á þeim brókunum að vinna hrinu, leikurinn endaði 3—0 fyrir Laug- dæli. Þróttarar áttu sínar rósóttu stundir á fyrstu mínútum leiksins. Taugaspenna var töluverð í byrjun og Þróttarar voru heldur fljótari að hafa hemil á henni. Þeir komust í 3—0. En um leið og leikmenn UMFL höfðu róað sínar taugar, kom í ljós að þeir voru greinilega sterkari aðilinn á vell- inum og staðan breyttist á skömmum tíma í 8—3 fyrir UMFL. Úr því var ekki aftur snúið, ekki' bara í þeirri hrinu heldur í leiknum öllum, UMFL vann fyrstu hrinuna 15—12 og komst síðan í 7—2 í næstu hrinu. Þróttararnir tóku sig heldur á um miðbik hrinunar, en urðu samt að sætta sig við tap, 9—15. Yfirburðir UMFL voru síðan aldrei meiri heldur en í sjálfri úrslitahrinunni, en þá komst liðið í 13—3 og úrslitin virtust ráðin. Þá hljóp hins vegar allt í baklás um tíma, Þróttur vann boltann hvað eftir annað og dró á UMFL, staðan breyttist í 13—7, en þá small allt í liðinn aftur og síðustu tvö stigin komu hlaupandi, 15—7 fyrir UMFL. Oft brá fyrir spennandi köflum í leik þessum, en baráttan bar þó gæðin oft ofurliði. Var hart barist, menn runnu fram og til baka á maganum og gólfið og boltinn var kýldur í allar áttir, þ.á m. í rafmagnsklukkuna, en ekki hlaust tjón af. Svitapollar voru um allt gólf og stórhættulegir. En UMFL vann öruggan sigur og ef liðið verður Islandsmeistari á ný, eins og margt bendir til, geta leikmenn liðsins þakkað áhangendum sínum fyrir veturinn, en ætla hefði mátt að leikurinn í gær hefði farið fram austur á Laugarvatni, slíkur var hávaðinn í Laugdælum, sem börðu trommur, blésu í lúðra og flautur og sungu jólasálma með frum- sömdum textum. önnur eins stemmning er ekki í kring um önnur lið í deildinni og ber hún liðið langa leið. Eftir þennan leik hafa Laugdæl- ir hlotið 14 stig eftir 8 leiki, en Þróttur aðeins 8 stig eftir 6 leiki, þannig að Þróttur mátti varla við því að tapa þessum leik. En það kemur dagur eftir þennan. gg. Njarðvíkurljón gefa UMFN LIONSKLÚBBUR Njarðvíkur heíur ákveðið að færa UMFN höfðing- lega gjöf, það er myndtöku- og myndsýningartæki að verðmæti 2.2 milljónir króna. Þetta eru hlutir, sem aila iþróttaforystumenn dreymir um, en Njarðvikingar fá sinn draum uppfylltan um áramótin. róttir bls. 63.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.