Morgunblaðið - 14.12.1979, Page 32
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
Demantur m
æðstur eðalsteina -
<áuil 8c é>ilfttr
Laugavegi 35
r
Fikniefnavandamálið verður sífellt alvarlegra á Islandi:
Ungmenni láta lífið
vegna fíkniefnaneyzlu
Þetta eru fíknieíni, sem gerð
hafa verið upptæk á undan-
förnum misserum og eytt
var að Keldum í nóvember-
mánuði s.l. undir eftirliti
yfirvaida. Söluverðmæti
þeirra á ólöglegum markaði
hér innanlands mun vera
tæpar 100 milljónir króna.
Ljósm. Fiknlefnadeild lögreglunnar.
Heróín komið á markaðinn — 4000 ungmenni
hafa komið við sögu í fíkniefnamálum
YFIRVÖLDUM i fikniefnamálum er kunnugt um nokkur dauðsföll
íslenzkra ungmenna á siðustu misserum, sem beinlínis má rekja til
fíkniefnaneyzlu. Þetta kemur fram í samtali, sem Morgunblaðið hefur átt
við Guðmund Gígju lögreglufulltrúa við fikniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavik. Guðmundur segir að fikniefnavandamálið verði sífellt alvar-
legra hér á landi og að það þurfi að gera stórátak í þessum málum ef ekki
eigi illa að fara.
Það kemur fram í samtalinu við
Guðmund að á þessu ári hafa um 500
íslenzk ungmenni verið til yfir-
heyrslu hjá fíkniefnadeildinni og frá
upphafi hafa um 4000 ungmenni
Hleraði
símtöl
blokk
r
1
RANNSÓKNARLÖGREGLA
rikisins framkvæmdi i vikunni
húsleit hjá ungum manni
vegna rannsóknar á málum,
sem hann er talinn viðriðinn.
Á heimili mannsins fannst
harla óvenjulegt símtól og var
maðurinn krafinn skýringa á
tilvist þess. Viðurkenndi
maðurinn þá að hann hefði
tengt símtólið við símatöflu
fjölbýlishúss, sem hann býr í
og á þann hátt getað hlerað
símtöl annarra íbúa hússins.
Jafnframt viðurkenndi hann að
hafa tengt símtólið við símadós
í vegg íbúðar sinnar, en þar var
enginn sími og á þann hátt
getað hringt út í bæ og jafnvel
út á land og það á kostnað
annars íbúa í húsinu, en hans
sími var tengdur í sömu dós.
Rannsókn á þessu óvenjulega
máli og öðrum málum manns-
ins er ekki lokið og hefur hann
verið úrskurðaður í gæzluvarð-
hald til 17. desember.
komið við sögu hjá deildinni. Sá
yngsti var 15 ára. Margir koma við
sögu aftur og aftur. Dæmi eru um að
fólk hafi atvinnu af dreifingu
fíkniefna.
Kannabisefnin eru sem fyrr yfir-
gnæfandi á markaðnum en á þessu
ári hefur í fyrsta skipti verið
staðfestur innflutningur og neyzla á
heróíni, sem er stórhættulegt efni er
verður hundruðum Norðurlandabúa
að bana á hverju ári. — Við erum
hættír að hrökkva við þótt við
heyrum heróín nefnt og það segir
talsverða sögu, segir Guðmundur.
Og hvernig verður ástandið á
næstu árum að mati Guðmundar, ef
ekki verður spyrnt við fótum?
— Það mun berast sífellt meira af
efnum inn í landið og sífellt fleiri
ungmenni munu ánetjast fíkniefn-
um. Sterku efnin verða meira áber-
andi á markaðnum, t.d. heróín, og æ
fleiri íslenzk ungmenni verða her-
óínsjúklingar. Til að byrja með
kynnast þeir heróíni erlendis og
byrja að neyta þess, og þeir koma
svo hingað sem sjúklingar. Síðan
mun notkun á heróíni hefjast hér
innanlands. Afbrotum tengdum
fíkniefnaneyzlu mun fjölga og síðast
en ekki síst munu æ fleiri íslenzk
ungmenni deyja vegna notkunar
fíkníefna, nú þegar vitum við um
nokkur dauðsföll íslenzkra ung-
menna, sem beinlínis má rekja til
fíkniefnaneyzlu. Þetta er að gerast
allt í kringum okkur, t.d. á Norður-
löndunum, þar sem hundruð ung-
menna deyja árlega vegna sterku
fíkniefnanna. Ég get ómögulega séð
hvers vegna þetta ætti að verða öðru
vísi hjá okkur, því miður.
Sjá: „Fiknielnavandamálið verður sifellt
alvarlegra á Íslandi." á bls. 17.
Stjórn Alþingis kjörin í gær:
Samstaða vinstri
anna reyndist öll
flokk-
í molum
„IIAFI þessar kosningar einhver
áhrif til hins verra á stjórnar-
myndunarviðræðurnar, þá hafa
þær verið vonlaust verk frá upp-
hafi“, sagði Steingrímur Her-
mannsson formaður Framsóknar-
flokksins, er Mbl. spurði hann í
gærkvöldi, hvort hann teldi að
ósamkomulag vinstri flokkanna um
forsetakjör á Alþingi í gær og
sameiginlegt framboð Framsóknar
og Alþýðubandalags til efri deiidar,
gæti haft neikvæð áhrif á gang
vinstri viðræðnanna.
Þetta kosningabandalag Alþýðu-
bandalags og Framsðknar kom al-
þýðuflokksmönnum mjög á óvart,
þar sem Steingrímur fíermannsson
hafði lýst því yfir í fjölmiðlum, að
framsóknarmenn væru ekki reiðu-
búnir til samstarfs við annan við-
ræðuflokk sinn á móti hinum. „Við
gerðum ítrekaðar tilraunir til þess
að koma á samstöðu allra flokka um
forsetakjörið, en því miður tókst það
ekki,“ sagði Sighvatur Björgvinsson,
formaður þingflokks Alþýðuflokks-
ins. „Við vildum ekki mynda blokk
með einum né neinum öðrum flokki
til að fá fram að okkar mati
óeðlilegar niðurstöður." Sighvatur
Björgvinsson sagði, er hann var
spurður að því, hvort þetta bandalag
framsóknarmanna og alþýðubanda-
lagsmanna í þinginu myndi hafa
neikvæð áhrif á vinstri viðræðurnar:
Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:
Legg áherzlu á að menn
stilli saman krafta sína
— Fyrsta sporið stigið tii sátta við Eggert Haukdal
ÓLAFUR G. Einarsson var í gær kjörinn formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins með öllum greiddum atkvæðum, nema fjórum,
sem voru auð. Á þingflokksfundi i dag klukkan 15 verður síðan
kjörinn varaformaður þingflokksins, en í gær vannst ekki timi til
þess að ganga frá kjöri hans, þar sem þingflokkurinn ákvað
deildaskiptingu þingmanna sinna og afstöðu til forsetakjörs.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Ólaf G. Einarsson. Hann sagði:
„Ég er ánægður með að mér
hefur verið sýnt þetta traust og
ég hlakka til að glíma við þetta
starf. Mér er ljóst að það er
viðamikið og að ég fylli ekki að
öllu leyti út í þann ramma, sem
menn kannski vilja hafa um
mann, sem gegnir þessu starfi.
Ég er ákveðinn í því að gera mitt
bezta og leggja alla þá vinnu af
mörkum, sem mér er mögulegt
til þess að standa í starfinu eins
og sæmir.
Ég mun leggja höfuðáherzlu á
að menn nái saman í þessum
flokki, að menn stilli saman
krafta sína, það veltur á því, og
tel ég það eitt af mínum höfuð-
verkefnum."
Ólafur vildi ekki staðfesta þær
atkvæðatölur, sem í upphafi
þessarar fréttar greinir, en hann
kvað varaformann kjörinn í dag,
svo og ritara. Hins vegar sagði
Ólafur að fyrsta skrefið til sátta
við Eggert Haukdal hefði verið
stigið í gær. „Það var með því að
gera við hann kosningabandalag
um kosningu í deildir og því
fylgir auðvitað ákveðið sam-
komulag um að við tryggjum
honum sæti í nefndum. Er þetta
fyrsta skrefið í sáttaátt, sem
menn eru almennt sammála um
að stíga þarf til fulls. Þó þarf
áður að fullnægja ýmsum forms-
atriðum."
Morgunblaðið spurði Ólaf,
hvort innan Suðurlandskjör-
dæmis hefði eitthvað það gerzt,
sem styddi það, að nú drægi að
samkomulagi milli sjálfstæð-
ismanna og Eggerts. Ólafur kvað
ólaíur G. Einarsson
sér ekki kunnugt um það, að
öðru leyti en að þingmenn
Sunnlendinga í þingflokki sjálf-
stæðismanna hefðu átt viðræður
við Eggert, „og hafa þeir á sinn
hátt lýst yfir vilja sínum til
samkomulags, þótt menn greini
kannski á um hraða málsins."
„Ég á ekkert fremur von á því.“ Hins
vegar taldi annar þingmaður Al-
þýðuflokksins, að þetta myndi ekki
auðvelda erfiða stjórnarmyndun
flokkanna þriggja.
Ragnar Arnalds formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins kvað af-
stöðu alþýðuflokksmannanna koma
alþýðubandalagsmönnum mjög á
óvart og hann sæi ekki betur en
takmark þeirra væri það helzt, að
gera veg Alþýðubandalagsins sem
minnstan, þar sem kratar gætu
hvorki unnt þeim að fá forseta
sameinaðs þings né formann fjár-
veitinganefndar, en báðar stöðurnar
hefðu þeir haft í fyrri vinstri stjórn.
Hann kvað þó þessi mál ekki þurfa
að hafa sérstök áhrif á stjórnar-
myndunarviðræðurnar, en kvað þó
afstöðu Alþýðuflokks ekki lofa góðu.
Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins kvað
afstöðu Alþýðuflokksins í forseta-
kjörinu í gær hafa verið eðlilega að
sínu mati. Alþýðuflokksmenn hafi
haldið fast við síðustu tillögu sína,
sem hafi verið eðlileg afstaða af
þeirra hálfu. Ljóst hafi verið, að
alþýðuflokksmenn gætu ekki farið út
í kosningabandalag með Sjálfstæðis-
flokki, þar sem þeir væru þátt-
takendur í vinstri viðræðum. Um þá
staðreynd, að kosningabandalag
Framsóknar og Alþýðubandalags
hafi komið í veg fyrir viðreisnar-
mynstur sagði Ólafur, að hafi hann
hvorki orðið var við viðreisnaráhuga
í Sjálfstæðisflokki né Alþýðuflokki
eins og málum hafi verið háttað.
Slíkt stjórnarmynstur hafi því ekki
verið á dagskrá.
Vegna rúmleysis í Morgunblaðinu
í dag verða ítarlegri viðbrögð
forystumanna flokkanna að bíða
birtingar til morguns.
Sjá nánar um forsetakjör á Al-
þingi á miðsíðu blaðsins í dag.