Morgunblaðið - 19.12.1979, Side 1
64 SÍÐUR
281. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Björgunarsveitarmenn hlú að fólkinu m.a. með því að sveipa það teppum og fallhlífum til að halda á þvi hita. Meðal annars má sjá þar sem hlúð
er að stúlkunum er lentu í fyrra slysinu, eftir að þær voru bornar út úr þyrluflakinu sem sést í baksýn. Ljósm. Mbl. Ragnar Axelsson
Ellefu á sjúkrahús
eftir tvö flugslys
„Sannfærður um að flestir hefðu farist,44 sagði ljósmyndari Mbl. sem var sjónarvottur að þyrluslysinu
ELLEFU MANNS slösuðust í tveimur flugslysum sem urðu með fárra klukkustunda
millibili á Mosfellsheiði síðdegis í gær. Fyrra slysið var um kl. 15:20 er flugvél af
gerðinni Cessna 172 fórst. Voru í henni flugmaðurinn. sem er franskur,
Nýsjálendingur og tvær finnskar stúlkur, sjúkraþjálfarar á Reykjalundi, sem hlutu
talsverð meiðsli. Síðara slysið var kl. 19:13 þegar björgunarþyrla frá Varnarliðinu
hrapaði. Hafði hún flutt einn hinna slösuðu til Reykjavíkur og var þyrlan nýlögð upp
frá slysstaðnum í annað sinn með hina 3 slösuðu úr fyrra slysinu, 2 lækna og fimm
manna áhöfn þegar hún hrapaði skyndilega um 200 metra frá fyrri slysstaðnum.
Slösuðust allir og hlutu sumir opin beinbrot.
Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, sem var sjónarvottur að
þyrluslysinu segir m.a. í samtali á baksiðu blaðsins: „Það er kraftaverk að ekki fór
verr. Þegar ég sá flakið var ég sannfærður um að flestir hefðu farist.“
Um klukkan 15:20 í gærdag var
tekið að sakna fjögurra sæta
Cessna vélar og heyrðist frá henni
neyðarsending um svipað leyti og
fór þá flugvél flugmálastjórnar á
loft til að finna vélina. Pannst hún
skömmu síðar á Mosfellsheiði,
skammt sunnan Þingvallavegar-
ins ekki langt frá svonefndri
Klofningatjörn, en éljagangur var
á og myrkur að leggjast yfir.
Þyrla frá Varnarliðinu fór á
vettvang og flutti flugmanninn til
Reykjavíkur. Var þyrlan í æf-
ingaflugi er hún var send á
slysstaðinn. Varð hún að krækja
fyrir él og lenti síðan. Urðu tveir
sjúkraliðar úr áhöfn þyrlunnar
eftir á slysstað og hlúðu að hinum
slösuðu ásamt mönnum frá Flug-
björgunarsveitinni og fulltrúum
rannsóknarnefndar flugslysa, en
stúlkurnar voru fastar í flakinu.
Eftir að hafa tekið tvo lækna
slysadeildar Borgarspítalans og
eldsneyti í Reykjavík hélt þyrlan á
slysstaðinn að nýju og var þar um
kl. 18:50. Þyrlan lagði upp aftur kl.
19:08 og hafði aðeins flogið örfáar
mínútur þegar hún hrapaði. Slös-
uðust allir sem í henni voru
nokkuð, en mismikið. Sjúkrabílar
voru þá sendir á staðinn frá
Reykjavík og Hafnarfirði og fóru
læknar með þeim til að búa þá
slösuðu undir flutningana ásamt
björgunarmönnum, en ásamt
Flugbjörgunarsveitinni voru nú
kallaöar út sveitir Slysavarnarfé-
lagsins og Hjálparsveitar skáta.
Einn áhafnarmeðlima þyrlunnar
var brotinn á hnjám, annar fór úr
axlarlið og sá þriðji hlaut minni
háttar meiðsli. Varnarliðið gefur
ekki upp nöfn þeirra fyrr en náðst
hefur í ættingja þeirra í Banda-
ríkjunum. Aðrir munu m.a. slas-
aðir í baki, einn hlaut höfuðkúpu-
brot og meiðsl á auga og nokkrir
hryggbrotnir eða með opin bein-
brot.
Tveir bandarískir piltar sem
höfðu verið með þyrlunni sem
farþegar í æfingafluginu voru
skildir eftir í Reykjavík er hún
hélt á slysstaðinn öðru sinni og
kváðust þeir í samtali við Mbl.
fegnir því að hafa orðið af þeirri
ferð.
Fleiri björgunardeildir voru
kallaðar út auk lögreglunnar á
Selfossi. Færð var erfið við slys-
staðinn, en hinir slösuðu voru
fluttir á sleðum dregnum af vél-
sleðum og bílum björgunarsveita í
veg fyrir sjúkrabílana sem biðu á
Þingvallaveginum. Lögðu fyrstu
sjúkrabílarnir af stað um kl. 22 og
héldu þeir síðustu frá slysstaðnum
um klukkustundu síðar.
Aðgerðunum stjórnuðu Valdi-
mar Ólafsson yfirflugumferðar-
stjóri og Magnús Hallgrímsson
varaformaður Flugbjörgunar-
sveitarinnar, en einnig voru kall-
aðir út menn Hjálparsveitar skáta
og Slysavarnafélagsins og tóku
Almannavarnir síðan við stjórn-
inni og voru hinir slösuðu sendir á
Borgarspítala, Landakot og Land-
spítala.
Sumir björgunarmenn ræddu
um þá mildi að ekki kom upp eldur
í þyrlunni og heyrðust þá þær
raddir, að snjórinn hefði átt sinn
þátt í því. Varnarliðið og lögregl-
an á Selfossi standa vörð um
flökin og hófu íslenskar og banda-
rískar rannsóknarnefndir að
kanna orsakir slysanna í gær-
kvöldi, en þær eru ekki ljósar að
svo stöddu.
Sjá nánar frásögn og
myndir, á baksiðu,
bls. 2 og bls. 12.