Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
11
Uppreisn
blómabarns
{ hreinskilni sagt
MARGARETTRUDEAU
Birna Arnbjörnsdóttir þýddi
Iðunn 1979.
Saga Margaret Trudeau fjallar
um uppreisn borgaralegrar stúlku,
fyrst gegn foreldrum sínum, síðan
uppreisn blómabarns gegn elsk-
huga sem vill breyta heiminum
með vopnavaldi og loks uppreisn
gegn hefðum og siðum sem kona
háttsetts manns verður að tileinka
sér. Matreiðslumeistari bókarinn-
ar er í raun Caroline Moorehead,
siðameistari, lygamælir og skrá-
setjari eins og Margaret Trudeau
kallar hana: „Hún tók við frásögn-
um mínum og valdi af frábærri
smekkvísi og glöggskyggni þau orð
sem hér fara á eftir".
Margaret Trudeau tekst vel að
lýsa þeirri yfirborðsmennsku sem
einkennir líf þeirra sem stjórna
heiminum; ráðherrar, forsetar,
diplómatar og frúr þeirra svo og
annað háttsett fólk fær í þessari
bók miskunnarlaust á baukinn.
Sjálf er hún hrifnæm og auðtrúa.
Henni hryllir við skinhelgi og
mannfyrirlitningu æðstu manna
Frakklands og þóttafullum frúm
þeirra sem gera lítið annað en líta
niður á kanadíska stúlku með
vafasama fortíð. En Fidel Castro
er hennar maður þótt hann ljúgi
svolítið að Pierre Trudeau. Eink-
um um Angólaþátt Kúbumanna.
Castro heillast af bláma augna
forsætisráðherrafrúarinnar og
leikur við son hennar. Hann tekur
tillit til hennar, lætur hana finna
að hún er líka manneskja. Hann
situr ekki öllum stundum á eintali
Bðkmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
við forsætisráðherrann heldur
leyfir konu hans að taka þátt í
samræðum og leggja sitt til mál-
anna.
I öllu þessu hefðarstandi eru
vissulega til ærlegar manneskjur.
En meira fer fyrir hinum. Myndin
af Pierre Trudeau er ekki laus við
beiskju, en þrátt fyrir allt er hann
hinn vænsti maður og lesandinn
hlýtur að fá samúð með honum.
Það hefur ekki verið lítill vandi
fyrir hann að eiga fyrstu forsætis-
ráðherrafrúna sem í alvöru sneri
baki við „örygginu“ og fór að
hegða sér þannig að hún varð eitt
helsta hneykslisefni blaða um
allan heim. í vitund fólks varð
Pierre kokkáll, enda fékk hann
óspart að heyra það.
En hið æsilega blaðaefni um
Margaret Trudeau og Rolling
Stones mun ekki alltaf hafa verið
sannleikanum samkvæmt. Að
minnsta kosti virðast partímál
frúarinnar og Rolling Stones ekki
hafa verið sérstaklega spennandi.
Sama er að segja um viðskipti
hennar og ýmissa glaumgosa, ekki
síst í Studio 54 í New York. í
bókarlok ér sagt frá því þegar hún
yfirgefur „fallega fólkið" í New
York: „daga fulla af áhyggjum,
nætur sem liðu í vímu, gerviglans-
inn, gervivináttuna, svikin. Ekkert
af þessu var þess vert að halda í
það“.
í hreinskilni sagt er forvitnilegt
lestrarefni þótt þar sé ekki að
finna margt sem ekki var vitað
áður um líf kvenna eins og Marga-
ret Trudeau. Að sjálfsögðu er þess
gætt af Caroline Moorehead að
ekki sé farið út fyrir velsæmi
minningabóka í metsölustíl. Birna
Arnbjörnsdóttir hefur þýtt bókina
lipurlega. En lítið skilur hún eftir,
varla mikið meira en það sem
getur að lesa í dálkum blaða-
manna af frægu fólki. Því ber ekki
að neita að fólk þyrstir oft í
fréttina bak við fréttirnar og hér
hefur ein slík verið sögð af
nokkurri hreinskilni þótt okkur
gruni að margt sé ósagt.
Einar Sigurbjörnsson
andi ástand í menningarlífi
íslensku þjóðarinnar? Það er
furðulegt og raunar sárgrætilegt
að sjá stæðhæfingar aðrar eins og
þær sem Ól. M. Jóh. leyfir sér að
koma fram með í nefndri grein.
Hann hefur hvergi reynt að leita
sér heimilda um, hvað kristin trú
sé eða hvað kirkjan sé. Það skyldi
þó ekki vera, að Ingólfur Guð-
brandsson, er hann nefnir í grein
sinni, sé hluti kirkjunnar fyrir það
að vera skirður? Og hverjir eru það
sem sjá um hið daglega líf kirkj-
unnar þ.e. safnaðanna úti um allt
land? Hvaðan kemur söfnuðunum
fjármagn? Hverjir byggja, halda
við og reka kirkjubyggingar og
kirkjugarða? Hverjir fjármágna
listsköpun og listtúlkun innan
safnaðanna?
Þessum og álíka spurningum er
næsta auðvelt að fá svar við og
enda nauðsynlegt, ef sanngirni á
Einar Sigurbjörnsson:
Dómari, dæm
þú sjálfan þig:
Morgunblaðið hefur eignast nýj-
an listgagnrýnanda, Ólaf M. Jó-
hannesson að nafni. Ekki veit ég
um hæfileika hans til að dæma um
list almennt, en í blaðið í dag, 16.
desember, ritar hann grein um
meðferð e-s sem hann kallar kirkju
á listum og opinberar vanþekkingu
sína og skort á sjálfsgagnrýni á
þann hátt, að maður undrast
stórlega. Að vísu hafa íslenskir
rithöfundar um langt skeið tíðkað
að skrifa um kristindómsmálefni
eins og þeim leyfðist að segja þar
hvað sem er án þess að leita
heimilda og án tillits til tilfinninga
þeirra sem kristin trú er heilagt
málefni. Á þetta að vera viðvar-
að gæta. Eða þarf ekki að gæta
sanngirni, þegar kristin trú á í
hlut?
Hvernig væri þá fyrir Ól. M. Jóh.
að fara í kirkju og sjá það sem þar
fer fram? Hvernig væri að kynna
sér lífið innan safnaðanna og
starfið sem þar er unnið? Hvernig
væri að hafa augun opin á jólaföst-
unni og láta auglýsingaflóð kaup-
stéttarinnar ekki blinda sig? Á
aðventukvöldum safnaðanna hér í
Reykjavík og úti um allt land er
boðið upp á vandaðar dagskrár þar
sem hlutur tónlistar og leiklistar
er ekki lítill. Já, dómari góður.
Dæm fyrst sjálfan þig, þá muntu
fær um að dæma aðra.
NÚ ERU SEX
DAGAR TIL JÓLA
BNNIG VILJUM VID BENDA A EINFALDA LAUSN, SEM
ERU HIN VINSÆLU
GJAFAKORT
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
WKARNABÆR
Laugavegl 66 — Sími frá skiptiborði 85055