Morgunblaðið - 19.12.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
Flugslysin á Mosfellsheiði
Eftir fyrra flugslysið: Hinn slasaði borinn um borð í þyrluna er flutti
hann til Reykjavíkur.
Hlúð að hinum slösuðu í hríðinni
Flak þyrlunnar á slysstaðnum
l^ÍÁ ■■
1 %
Eftir að hinum slösuðu hafði verið veitt fyrsta hjálp voru þeir bornir
áleiðis í bílana. Ljósmyndir Ragnar Axelsson
Allt tiltækt
lið kallað út
á sjúkrahúsin
„ALLT tiltækt lið var kallað út
um leið og fréttist af hrapi
þyrlunnar. Fólk á skurðstofu.
gjórKæzIu. röntgendeild og í
rannsókn. og undirbúningur
gerður til að taka á móti hinum
slösuðu,“ sagði Jóhannes
Pálmason. aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans.
i gærkvöldi. Með þyrlunni voru
tiu manns þegar hún hrapaði.
Sex þeirra voru fluttir í Borg-
arspítalann. Áður hafði Ný-
Sjálendingur verið fluttur á
Borgarspítalann en hann var
síðan fluttur í Landakot til
aðgerðar. Ilann var höfuðkúpu-
brotinn og skaddaður á auga.
Þrír voru fluttir í Landspítal-
ann og einn í Landakot. Þegar
Morgunblaðið spurðist fyrir um
líðan fólksins í nótt var enginn
talinn í lífshættu. Sumir þó
mikið slasaðir, slæmt hryggbrot
auk þess að einhverjir hinna
slösuðu voru lærbrotnir. Einn
þeirra, sem voru í þyrlunni er
hún hrapaði, fékk að fara heim
til sín í gærkvöldi.
Mikill viðbúnaður var á Borg-
arspítalanum þar sem undirbún-
ingur fór fram til að taka á móti
hinum slösuðu. Hvarvetna
hjúkrunarfólk og læknar. Fyrsti
sjúkrabíllinn kom á Borgarspít-
alann laust fyrir klukkan 22 en
hinn síðasti laust fyrir miðnætti.
Tekið á móti hinum slösuðu á Borgarspítalanum í gærkvöldi.
Ljó«m. Mbl. RAX.