Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
13
Passíusálm-
arnir á norsku
Á þessu hausti hafa Passíu-
sálmar sr. Hallgríms Péturssonar
komið út á norsku. íslandsvinur-
inn alkunni og mikilvirki, sr.
Harald Hope, hefur bætt því við
önnur afrek sín að þýða þá og fá
þá gefna út í Ósló (Lunde-forlag) í
samvinnu við Hallgrímskirkju í
Reykjavík.
Passíusálmarnir hafa verið
vinsælastir allra bóka á íslandi í
þrjár aldir. Fátt sýnir betur hve
sambandsleysið milli íslenzku og
norsku þjóðarinnar varð algert en
sú staðreynd að Hallgrímur mátti
heita óþekktur þar eystra fram til
vorra daga. Hans tunga var ekki
lengur móðurmál annarra manna
en íslenzkra. Samtímamaður hans
og norskur stéttarbróðir, Petter
Dass, var reyndar jafnóþekktur
hér. En nú má hann una sínum
hlut. Hann hefur verið kynntur á
Islandi, eins virðulega og verða
má, þar sem sjálfur forseti vor
hefur með stórum ágætum fært
Norðurlands-Arómet hans í
íslenzkan búning.
uppteikna. suntce. kl&rt sa«t frá.
at andre ok det njota m&.
(1. Pass.. 8. vers).
Á fáum árum hafa Passíusálm-
arnir komið út á ensku, þýzku,
ungversku og norsku. Hallgríms-
kirkja hefur staðið að öllum þess-
um útgáfum, kostað þrjár hinar
fyrst töldu að fullu. Enska þýðing-
in (prentuð 1966) hefur nú verið
prentuð aftur í stóru upplagi.
Endurprentun ungversku útgáf-
unnar er á veg komin. Hér er um
að ræða kynningu á íslenzkri
kristni og þjóðmenningu, sem vert
er að gefa gaum og meta.
Allar þessar útgáfur Passíu-
sálmanna eru fáanlegar í Guð-
brandsstofu í Hallgrímskirkju
(Hið ísl. Biblíufélag). Ég vænti
þess, að einhverjir vilji gjarnan
senda vinum sínum erlendis
Passíusálmana í jólagjöf og vek
sérstaklega athygli á þessari
nýútkomnu, norsku þýðingu.
Sr. Harald Hope
Hafi vor göfugi vinur, Harald
Hope, heilar þakkir fyrir verk sitt
og verðskuldaða gleði af viðtökum
þessarar bókar hér og í Noregi.
Sigurbjörn Einarsson.
Hallgrímur Pétursson: Pasjonssalmar
Umsett fr& islandsk af Harald Hope.
Lunde Forlag i samarbeid meö Hall-
grímskirkja,
Reykjavík. — Oslo 1979.
TELEFUNKEN
KASSETTUTÆKl
Höfum til sölu islenskar hljómplötur og kassettur
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Þegar Hallgrímur loksins eftir
þrjú hundruð ár kemur fyrir augu
norskra lesenda má hann einnig
vel una sínu föruneyti. Þýðandinn,
Harald Hope, hefur lengi verií
heitur unnandi hans og aðdáandi.
Og þeir útlendu menn munu fáir,
sem svo hafa unnað íslandi sem
hann. Hann kann íslenzku ágæta-
vel og móðurmál sitt, nýnorsku,
hefur hann svo á valdi sínu, að þar
standa aðrir varla framar honum.
Ég er að sjálfsögðu ekki dóm-
bær á það, hvernig þessi þýðing
hljómar í norskum eyrum. Um
form og áferð skáldskapar getur
enginn dæmt nema móðurmál
sjálfs hans eigi í hlut. En auðvelt
er að ganga úr skugga um hitt, að
þessi þýðing er frábærlega trú
frumtextanum. Þegar ég las hana
í handriti fannst mér ég heyra
tungutak Hallgríms, það var svo
glöggt víða, að undrun vakti. Þó að
ég geti ekki dæmt um listrænt
gildi þýðingarinnar frá norsku
sjónarmiði, er mér mikil nautn að
lesa þessa kæru sálma í þeim
búningi, sem Harald Hope, hefur
fært þá í. Það er efalaust, að hann
hefur unnið þetta erfiða vanda-
verk með sömu bæn í huga og
Hallgrímur:
Á. Jesus. «jev din Ande meg,
at alltinK vert til pris (ur dt'K
Kammertón-
leikar Tón-
skóla Sigur-
sveins
í kvöld
í KVÖLD kl. 20.30 eínir Tónskóli
Sigursveins D. Kristinssonar til
kammertónleika í Norræna hús-
inu. Þetta er fjórða árið í röð sem
Tónskólinn efnir til kammertón-
leika á jólaföstu en þeir njóta
sívaxandi vinsælda og þykja hin
ágætasta hvíld og afþreying í
amstrinu.
Efnisskrá tónleikana er mjög
fjölbreytt og verður eingöngu flutt
af nemendum á efri námsstigum.
Meðal höfunda má nefna Bach,
Albinioni, Beethoven, Gauber,
Faure og Rachmaninoff.
Tónleikarnir sem verða eins og
áður sagði í Norræna húsinu,
hefjast kl. 20.30 og eru foreldrar,
nemendur, styrktarfélagar og aðr-
ir velunnarar skólans velkomnir.
AUCLÝSINGASÍMtNN ER:
22410 kjiJ
JHírðunblfiÖib
.. VARUD“
Að kaupa annað en METAL kassettutæki er fjársóun.
Megum vid kynna KD-A5 frá
í Hljómdeilfl
Laugavegi 89, simi\l3008 «ÝI"«ga
Hvers
vegna
Metal
• Jú, METAL er spóla framtíðarinnar.
METAL hausamir eru miklu sterkari og auka
gæði á Crome og Normal spólum.
• Allt tækniverkið er betra og sterkara, sem
þýðir meiri endingu og minni bilanir.
• Metal tækin frá JVC eru ÓDÝRARI
• JVC METAL er svariö.
Staögreiösluverö frá
kr. 226.900.-
Tæknilegar upplýsingar:
TEKUR ALLAR SPÓLUR
SVIÐ:
20—18000 HZ Metal
20—18000 HZ Crome
20—17000 HZ Normal
• S/N 60 db
• Wov and flutter 0,04.
• Bjögun 0,4
• Elektrónískt stjórnborð.
• Hægt að tengja fjarstýringu við
• Tvö suðhreinsikerfi
ANRS og Super ANRS