Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
Með 6 ára börnum á litlu jólunum í Hólabrekkuskóla:
LANGÞRÁÐ jólaieyfi eru að hefj-
ast þessa dagana í skólum höfuð-
borgarinnar sem annars staðar á
landinu. Sá siður hefur verið við-
hafður innan skólanna að börnin
minnast jólahátíðarinnar á svo-
kölluðum „litlu jólum“ í skólunum
áður en jólaleyfið hefst.
í Hólabrekkuskóla í Breiðholti
var mikið um dýrðir hjá yngstu
börnum skólans í gær. Upp úr
hádegi streymdu 6 ára börn í
skólann, búin sinu bezta skarti til
að taka þátt í litlu jólunum í
„alvöru-skólanum" í fyrsta sinn,
eins og eitt barnið orðaði það.
Samkoman hófst á hátíðlegan hátt
með því að 12 ára börn sýndu
helgileik, byggðan á jólaguðspjall-
inu. Komu þar fram Jósep og María
með Jesúbarnið, hirðingjar, englar
og vitringarnir þrír. Var leikurinn
tæknilega vel upp færður og auðséð
að áhorfendur, þó ungir væru að
árum, lifðu sig inn í atburðinn.
Þá sungu nokkrar 9 ára stúlkur
jólalög en megnið af skemmtiatrið-
unum sáu börnin sjálf um. Stigu
þar áreiðanlega mörg þeirra sín
fyrstu spor á leiksviði. Einn, tveir,
þrír — og allt upp í tíu litlir
.Göngum við i kringum“ sungu allir aí hjartans list. jafnt kennarar sem nemcndur. Ljóem. mm. Knstján.
vesti, tók sig út úr röðinni og settist
hjá okkur. Hann sagðist ætla að
hætta að ganga í hringi í bili og
ástæðan: „Það stíga allir á tærnar
á manni.“ Við spurðum hann, hvort
hann hiakkaði ekki til jólanna og
kvað hann já við því. „Hvað ég
hlakka mest til. Auðvitað að fá
gjafirnar. Það eru bara 6 dagar til
jóla.“
Dagmar gaf sér tíma frá jóla-
trénu til að rabba við okkur. Hún
var með fallega jólasveinahúfu á
höfði og sagði ástæðuna þá, að hún
passaði svo vel við kjólinn sinn,
sem var hárrétt hjá henni. Við
spurðum hana, hvort hún vissi af
hverju við héldum jólin hátíðleg.
„Jesúbarnið á afmæli. Ég hlakka
mest til að fá gjafirnar. Ég yeit um
eina — þessa frá mömmu. Ég á að
fá alvöruúr." — Og kanntu þá á
klukku? „Já, — ja, svona hérum-
bil.“
„Jólasveinar einn og átta ofan
koma af fjöllunum," sungu nú
krakkarnir kröftuglega og viti
menn. Þarna birtust tveir jóla-
sveinar, þeir Kertasníkir og Hurða-
skellir. Þeim bar nú ekki alveg
saman um það náungunum, hvor
var hvor, en það leystist fljótiega
úr því. Þeir sögðust hafa verið allan
daginn að leita að þessum Hóla-
krakkaskóla. Krakkarnir leiðréttu
„I fyrsta sinn í „alvöru-skóla“
dvergar var efni eins atriðisins og
sungu börnin öll með af hjartans
innlifun. Jólasveinninn í skógar-
kofanum, hérinn og veiðimaðurinn
Lárus var mjrtg herralegur eins
og sjá má, með slaufu og í vesti.
voru aðalpersónurnar í öðru. Út-
færsla barnanna á laginu „Ég sá
mömmu kyssa jólasvein" var mjög
skemmtileg. Reyndar kyssti jóla-
„Af þvi að Jesúbarnið á af-
mæli,“ sagði Dagmar en við
spurðum hana um tilefni jóla-
hátiðarhaldanna.
sveinninn mömmuna rösklega hvað
eftir annað, en mamman ekki
jólasveininn, — en hver gerir rellu
út af slíku.
Þá var gengið í kringum jólatréð
og tóku allir eða velflestir þátt í
því. Lárus, sem var mjög herra-
legur með slaufu og í fullorðins-
„Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ og jólasveinninn rak mömmunni
rembingskoss og barnið hljóp i kringum þau með Stínu-dúkku i
höndunum.
þá samstundis og sögðu skólann
heita Hólabrekkuskóla. Eitthvað
skolaðist það ti! og annar þeirra
sagði: „Já, Hólahrekkuskóla."
Krökkunum tókst loks að kenna
þeim rétta nafnið. Jólasveinarnir
sögðu krökkunum siðan nokkrar
smellnar sögur og léku ýmsar
kúnstir við frábærar undirtektir.
I lok skemmtunarinnar var síðan
aftur gengið í kringum jólatréð og í
lokin fóru börnin til kennslustof-
anna sinna þar sem kennararnir
ræddu við þau og óskuðu þeim
gleðilegra jóla. Vanalega er þessi
stund notuð til að gæða sér á
eplum, en í ár voru engin epli í
Hólabrekkuskóla sem og í mörgum
öðrum skólum landsins. Börnin
ákváðu sjálf að gefa andvirði jóla-
eplanna sinna sem jólagjöf til
hungraðra barna í Kambódíu.
Áreiðanlega koma fáar jólagjafir
um þessi jól í eins góðar þarfir.
6 ára börnin í Hólabrekkuskóla
héldu síðan hvert til síns heima í
spennu jólaundirbúningsins. Fljót-
lega eftir að þau yfirgáfu skólann
komu 7 ára börnin og skemmtunin
hófst á ný.
EXCELENT sængurfatnaður 100% straufrí bómull mörg falleg
mynstur. Fást í GARDÍNUHÚSINU, sími 22235.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
FATABÚÐIN - DÓMUS - TORGIÐ - VERSL. KRISTÍN - HÖFN - AMAEGO,
Akureyri.
Falleg og nytsöm jólagjöf.
Heildverslun Friörik Bertelsen — Lágmúla 7, sími 86266.
Miðhús A-Barð:
Síminn í lamasessi
þegar rafmagnið fer
Miðhúsum, A-Barð., 18. desember.
HÉR ERU rafmagnsbilanir mjög
tíðar og þegar rafmagnið fer
verður simasambandslaust við
Búðardal og þar með við aðra
staði utan héraðs.
Það verður að teljast ótrúleg
fagmennska að haga svo tenging-
um á símanum, að ekki sé hægt að
ná út úr héraði nema rafmagn sé
á. Hér eru öll símatæki gömul og
úrelt og er ástandið óviðunandi og
sérstaklega þegar það er haft í
huga, að heilbrigðisþjónusta okk-
ar er í Búðardal. Hér hafa eigin-
lega engar breytingar orðið til
bóta á símamálum síðan kerfið
var lagt fyrir fjölda ára, nema
hvað símtækjum hefur fjölgað á
línum.
— Sveinn
Akranes:
Þorskur og ýsa
vænni en áður
Akranesi, 18. desember.
í SÍÐUSTU viku lönduðu
eftirtaldir togarar afla hér
á Akranesi: Haraldur
Böðvarsson AK 150 lestum,
sem var mest megnis
þorskur, Krossavík AK 105
lestum af blönduðum fiski,
og Óskar Magnússon AK
120 lestum, einnig af blönd-
uðum fiski.
Afli línubáta hefur verið
betri nú í haust en undan-
farin ár. í gær fengu þeir
6—8 lestir. Þorskur og ýsa
virðast vera vænni en áður.