Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.
Sýndarmennska og
framsóknarhógværð
Sýndarmennska og ábyrgðarleysi forystusveitar
vinstri flokkanna er hættulegt fordæmi og síst til
eftirbreytni. Þess verður þó vart víðar en í þeim röðum, að
menn telja það nóg til að leysa vandamál líðandi stundar
að berja sér á brjóst og nota stór orð. Það þarf þó ekki að
rifja upp mörg dæmi til að sýna, að þeim vegnar ekki
alltaf best, sem hæst láta eða nota stærstu orðin.
Nú er til dæmis orðið deginum ljósara, að stóryrði
formanns Framsóknarflokksins um nýja vinstri stjórn
hafa átt við lítil önnur rök að styðjast en hans eigin
óskhyggju. Viðræðurnar, sem Steingrímur Hermannsson
stjórnar, virðast ætla að bera þann eina árangur að verða
viðræðuaðilunum til hneisu, og má segja, að ekki hafi
þurft margar vikur til þess.
Á meðan þríflokkarnir streðast við að semja langar
álitsgerðir um efnahagsmál, sem þeir senda síðan til
einkunnagjafar til embættismannanna í Þjóðhagsstofn-
un, rífast þeir eins og hundar og kettir um mannvirðingar
á Alþingi. Nefndakosningarnar á þingi sýna í hnotskurn
af hvaða heilindum þríflokkarnir sitja klukkustundum
saman yfir vonlausu tafli sínu.
Nú síðustu daga hefur formaður Framsóknarflokksins
af alkunnri framsóknarhógværð hælst um af því, að
Þjóðhagsstofnun hafi bara veitt efnahagstillögum fram-
sóknar góða einkunn. En stofnunin telur, að tillögurnar
þýði 40—45% verðbólgu í ársbyrjun 1981, þegar hún átti
að vera komin niður í að minnsta kosti 30% samkvæmt
fullyrðingum mannsins, sem stendur við orð sín gagnvart
kjósendum, þegar hann biðlaði til þeirra fyrir rúmum
tveimur vikum.
Lausn Rhódesíu-deilunnar
Allir aðilar að hinni svonefndu Rhódesíu-deilu hafa
komist að samkomulagi eftir rúmlega þriggja
mánaða viðræður í London. Samkomulagið um fram-
tíðarskipan mála í Zimbabwe-Rhódesíu er til mikils
álitsauka fyrir ríkisstjórn Margaret Thatcher og það er
sigur fyrir Carrington lávarð, utanríkisráðherra hennar.
Samkomulagið um Rhódesíu krafðist lausnar á marg-
víslegum vanda. Fyrsta krafa Breta var sú, að bundinn
yrði endi á ólögmætt sjálfstæði landsins, sem varað hefur
síðan 1965 og hlotið fordæmingu allra aðildarlanda
Sameinuðu þjóðanna með viðskiptabanni. Þessari kröfu
hefur nú verið fullnægt og breska ríkisstjórnin hefur að
nýju skipað landstjóra í Rhódesíu, sem skal á næstu
mánuðum leiða þjóðina til lögmæts og varanlegs
sjálfstæðis.
Sættir hafa tekist milli hinna stríðandi fylkingar
blökkumanna í Rhódesíu og boð hefur verið látið út ganga
um vopnahlé í landinu. Með nýrri stjórnarskrá hefur
hvíta minnihlutanum verið skipaður sá sess sem honum
ber. Samhliða því, sem menn búa sig nú undir það í
Rhódesíu að ganga til kosninga og ráða eigin málum á
grundvelli nýrrar stjórnarskrár, er á alþjóðavettvangi
unnið að því að aflétta af landinu því viðskiptabanni, sem
það hefur búið við. Vonandi verða engar tafir eða
alvarlegir erfiðleikar við að koma þessum málum í
varanlegt og friðsamlegt horf.
Zimbabwe-Rhódesía var á mörkum þess að verða
borgarastyrjöld að bráð og þau heimsyfirráðaöfl, sem
þrífast best í blóðugum átökum, biðu þess með óþreyju að
geta látið þar til sín taka. Kúbumenn og aðrir útsendarar
Sovétmanna í Afríku hafa hlotið mikla þjálfun undanfar-
in misseri í frumskógahernaði og þeim hefði ekki munað
um að sækja inn í eitt landið í viðbót. Allt bendir til þess,
að þessari hættu hafi nú verið bægt frá.
1
1:
Vonlaust
vinstra
Stjórnmál á íslandi eru komin í alvar-
lega sjálfheldu. Það sýnir framvinda mála
á þeim vettvangi síðustu árin og alveg
sérstaklega frá kosningunum í byrjun
desember. Fyrir þær voru möguleikar
flokkanna til samstarfs takmarkaðir á
þann veg, að Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðubandalag (áður Sósíalístaflokkur)
höfðu ekki starfað saman í ríkisstjórn í 33
ár og almennt litið svo á, að samstarf
milli þessara tveggja flokka væri útilok-
að. Fjögurra ára stjórnarsamstarf Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks hafði
þær afleiðingar, að innan beggja flokk-
anna er það ríkjandi skoðun, að samstarf
milli þeirra sé ekki æskilegt. Alþýðuflokk-
urinn hefur að vísu ekki útilokað samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn en hann hefur
ekki verið tilbúinn til að taka það upp á
ný eins og bezt kom í ljós sumarið 1978
þegar Alþýðuflokksmenn áttu kost á
„öfugri" viðreisn, þ.e. samstarfi í ríkis-
stjórn undir forsæti Alþýðuflokksins en
höfðu ekki áhuga á því. Hinir svonefndu
vinstri flokkar hafa tvisvar á þessum
áratug gert tilraun til samstarfs í vinstri
stjórn og í báðum tilvikum hefur það
endað með ósköpum. Þótt flokkarnir hafi
ekki útilokað nýja vinstri stjórn sýiir
fengin reynsla, að andstæðurnar innan
slíkra stjórna eru svo miklar, að þær ná
ekki árangri í stjórnarstörfum.
Eftir kosningar hefur þessi sjálfhelda,
sem stjórnmálin voru komin í vaxið að
mun. Alveg sérstaklega hafa yfirlýsingar
Steingríms Hermannssonar orðið til þess
að hleypa illu blóði í menn og eitra
andrúmsloftið á milli flokka og einstakl-
inga. Þær yfirlýsingar, sem um er að ræða
féllu í samtali við dagblaðið Vísi á
laugardag fyrir rúmri viku. í þessu
samtali rekur Steingrímur Hermannsson
þrjár ástæður fyrir því, að hann telji
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn útilokað.
Hin fyrsta er sú, að stefna flokksins í
efnahagsmálum sé orðin svo hægri sinn-
uð, að samstarf komi ekki til greina á
þeim grundvelli. Þetta sagði Steingrímur
fyrir kosningar og er því ekkert nýtt.
Önnur ástæðan sem hann tilgreinir er
öllu alvarlegri. Hann segir: „Ég hef alla
tíð verið efins um samstarf við Sjálfstæð-
isflokkinn. Það er ef til vill arfur frá föður
mínum, en hann fór aldrei í stjórn undir
forystu Sjálfstæðismanna." Formaður
Framsóknarflokksins vill sem sagt ekki
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn vegna
þess, að faðir hans var andsnúinn því.
Þriðja ástæðan sem Steingrímur Her-
mannsson tilgreinir er þessi: „Það er mjög
ríkt í mörgum Framsóknarmönnum, að
Framsóknarflokkurinn eigi að vera and-
stæðingur Sjálfstæðisflokksins. Tryggvi
heitinn Þórhallsson sagði: „Allt er betra
en íhaldið" og ég tek undir það.“ Sem sagt:
Forystumaður Framsóknarflokksins fyrir
hálfri öld var á móti Sjálfstæðisflokknum
þá og þess vegna er Steingrímur Her-
mannsson það nú.
Svo langt gengur þetta ofstæki í garð
Sjálfstæðisflokksins, sem Steingrímur
hefur tekið í arf frá föður sínum,
Hermanni Jónassyni og Tryggva Þór-
hallssyni, að formaður Framsóknar-
flokksins segir í þessu viðtali, að samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn sé útilokað hversu
slæmt sem ástandið verði í landsmálum!
Menn eru auðvitað þrumu lostnir yfir
þessum ummælum Steingríms Her-
mannssonar. Þau sýna, að persónuleg
heiftrækni ræður afstöðu formanns ann-
ars stærsta stjórnmálaflokks landsins.
Hann ætlar bersýnilega að nota stöðu
sína til að hefna harma frá fyrri tíð.
Alkunna er, að Hermann Jónasson lýsti
því yfir við myndun vinstri stjórnar
1956, að nú ætti að útiloka Sjálfstæðis;
flokkinn frá áhrifum á landsmál. í
kjölfarið á því og vinstri stjórninni, sem
hrökklaðist frá 1958 var Framsóknar-
flokkurinn utan ríkisstjórnar í 13 ár. Nú
hefur Steingrímur Hermannsson gefið
svipaða yfirlýsingu. Afleiðingar hennar
geta orðið býsna örlagaríkar fyrir Fram-
sóknarflokkinn og stjórnmálaþróunina í
heild sinni.
Alvarlegar horfur
Tilraun Steingríms Hermannssonar til
að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá áhrif-
um á landsstjórnina er auðvitað ábyrgð-
arlaus en hún er líka mjög alvarlegt mál
vegna þess hversu ískyggilegar allar
horfur eru í málefnum þjóðarinnar um
þessar mundir. Það er rétt, sem Jón
Baldvin Hannibalsson sagði í Alþýðublað-
inu á dögunum, að efnahagskerfi okkar
mundi hrynja eins og spilaborg, ef það
yrði fyrir svipuðum áföllum nú og það
varð á árunum 1967—1969, þegar gjald-
eyrisverðmæti sj ávarafurðaframleiðslu
minnkaði um 45%. Þá stóðum við þau
áföll af okkur og réttum úr kútnum en svo
illa hafa vinstri stjórnir á þessum áratug
leikið okkur, að við mundum ekki stand-
ast slík áföll nú. Ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar hafði náð nokkrum árangri
vorið 1977 við endurreisn efnahagslífsins,
en sá árangur var eyðilagður síðasta
stjórnarár hennar eins og kunnugt er.
Atvinnuleysi hefur að vísu ekki herjað
á okkur enn, þótt þeir, sem starfa í
atvinnulífinu viti hve litlu má muna, að
það skelli á. A slíkum tímum þarf þjóðin á
öðru að halda en því, að þeir stjórnmála-
foringjar, sem hún hefur valið til forystu
og sýnt trúnað og traust efli þá sundrung,
sem alltof lengi hefur markað þjóðlífið og
það ekki bara vegna átaka líðandi stundar
heldur einnig vegna atburða, sem gerðust
á árabilinu 1930—1960.
Þjóð okkar þarf nú á sættum að halda
en ekki sundrungu. Hún þarf á forystu-
mönnum að halda, sem eru tilbúnir til að
taka höndum saman um lausn aðkallandi
vandamála líðandi stundar, hvað sem
líður öðrum ágreiningsmálum eða fyrri
átökum.
Áhorfendur að tilraunum til stjórnar-
myndunar sumarið og haustið 1978 og
aftur nú í desember hafa það stundum á
tilfinningunni, að ekki sé verið að mynda
ríkisstjórn á íslandi heldur takist strákar
í gagnfræðaskóla á um stjórn í málfunda-
félagi. Pólitíkin er komin á svo lágt plan.
Þeir djúpstæðu erfiðleikar, sem við eigum
við að glíma og vekja upp spurningar um
það, hvort fjárhagslegt sjáifstæði okkar
— og þar með stjórnarfarslegt sjálfstæði
— sé í hættu, geréj kröfu til þess, að
stjórnmálaforingjar 'okkar hefji sig upp
yfir ómerkilegt þras og flokkadrætti Og
veiti þjóðinni þá traustu, sterku en
hófsömu forystu, sem hún þarf á að halda.
Þessar sérstöku aðstæður kalla á sögu-
legar sættir í íslenzkum stjórnmálum.
Neikvæð afstaða Steingríms Her-
mannssonar, sem er eins konar stríðsyfir-
lýsing í garð Sjálfstæðisflokksins ætti að
verða þeim þjóðfélagsöflum, sem í þrjátíu
ár hafa verið ósættanleg, hvatning til þess
að taka saman höndum í því skyni að
treysta og tryggja fjárhagslegt og stjórnar-
farslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Vinstri stjórnir
eru misheppn-
aðar stjórnir
Eins og nú horfir eru hverfandi líkur á
því, að Steingrími Hermannssyni takist
að koma saman nýrri vinstri stjórn. Það
er a.m.k. skoðun allra annarra en örfárra
forystumanna í Framsóknarflokki og Al-
þýðubandalagi, sem sjá ekkert annað en
vinstri stjórn. Fari svo, gagnstætt því,
sem nú er búizt við, að formanni Fram-
sóknarflokksins takist að mynda nýja
vinstri stjórn, verður sá tími, sem hún
situr, ekkert annáð en tímaeyðsla. Þess-
um flokkum tekst ekki fremur nú en á
síðustu 13 mánuðum að ná tökum á þeim
viðfangsefnum, sem framundan eru.
Vinstri stjórnir eru misheppnaðar
stjórnir. Frá lýðveldisstofnun hafa verið
myndaðar þrjár vinstri stjórnir. Raunar
má bæta einni vinstri stjórn við, sem telja
verður þá fyrstu þ.e. samstjórn Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks, sem sat á
árunum 1934—1939 undir forystu Her-
manns Jónassonar. Ef við hins vegar
höldum okkur við þessar þrjár, sem
stofnað hefur verið til á síðustu 23 árum
er ljóst, að þær eru misheppnuðustu
ríkisstjórnir lýðveldisins.
Allar hafa þær verið settar á stofn með
einhvers konar blessun verkalýðssamtak-
anna, hinar tvær fyrri með blessun
Alþýðusambandsins, sú þriðja fékk hins
vegar sinn gæðastimpil frá Verkamanna-
sambandi íslands. ASÍ átti mikinn þátt í
að koma þeirri fyrstu á og setti hana
jafnframt af. Sú saga er kunn og óþarfi að
endurtaka hana hér. Vinstri stjórnin seir
sat 1971 hafði innan sinna vébanda, fyrst
Hannibal Valdimarsson og síðar Björn
Jónsson, báðir forsetar ASÍ, þegar þeir
tóku sæti í þeirri stjórn. Endalok hennar
urðu þau, að Björn Jónsson tilkynnti frá
sjúkrabeði vorið 1974, að hann stæði ekki
að frumvarpi um efnahagsmál, sem
stjórnin ætlaði að flytja. Viðbrögð Ólafs
Jóhannessonar verða lengi í minnum
höfð. Hann rak forseta Alþýðusambands-
ins úr stjórninni og framkvæmdi verkn-
aðinn meðan Björn Jónsson lá á sjúkra-
húsi. Slík urðu örlög þessara tveggja
vinstri stjórna. Báðar féllu þær vegna
þess, að forystumenn Alþýðusambandsins
vildu ekki lengur bera ábyrgð á þeim.
Þegar sú þriðja féll í byrjun október-
mánaðar var svo komið málum, að
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannasambandsins var byrjaður að
undirbúa fall þeirrar stjórnar. Hann
hafði þegar á fundum í nokkrum verka-
lýðsfélögum gagnrýnt stjórnina harka-
lega og stefndi að því, að á þingi
Verkamannasambandsins yrðu skýrar
línur dregnar í afstöðu til stjórnarinnar.
Kratar urðu fyrri til. En í raun hafði þessi
síðasta vinstri stjórn þegar misst traust
og tiltrú verkalýðssamtakanna.
Allar skildu þær við þrotabú í efna-
hagsmálum. Þegar vinstri stjórn Her-
manns Jónassonar fór frá í desember 1958
var öngþveiti í efnahags- og atvinnulífi
þjóðarinnar. í kjölfarið kom Viðreisn sem
gjörbreytti íslenzku samfélagi og vakti
nýja trú og von um bjarta framtíð.
Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók
við 7% verðbólgu en skildi eftir sig 54%
verðbólgu. Sú stjórn er mesta óþurftar-
stjórn, sem setið hefur í allri sögu
lýðveldisins enda ber hún ábyrgð á þeirri
óðaverðbólgu, sem hér hefur ríkt síðan.
Ólafur Jóhannesson ætlaði að bæta fyrir
fyrri misgerðir með síðari vinstri stjórn
sinni, en þegar hún féll var verðbólgu-
hraðinn kominn yfir 80%.
Það hefur verið sameiginlegt einkenni
þessara þriggja vinstri stjórna, að þær
hafa verið glundroðastjórnir. Ráðherrar í
þeim hafa varið meiri tíma til innbyrðis
sundrungar og togstreitu en stjórnar-
starfa. í þeirri síðustu var rifrildið komið
á það stig, að ekki var lengur um
stjórnmál að ræða heldur leiksýningu.
Þjóðin skemmti sér konunglega við að
fylgjast með tiltektum flokkanna þriggja
og einstakra ráðherra. Sumir þeirra urðu
nokkurs konar trúðar. „Nei, þarna koma
leikararnir út úr kirkjunni", sagði kona
við vinkonu sína, sem stóð á Austurvelli
og fylgdist með því, þegar alþingismenn
gengu úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið
við þingsetninguna fyrir nokkrum dögum.
Vinstri stjórnir, ekki sízt sú síðasta, eiga
mestan þátt í því, að í huga þjóðarinnar
eru stjórnmálamenn ekki lengur stjórn-
málaménn heldur leikarar — ef ekki
trúðar.
Kjarni málsins er þó kannski sá, að
heitið „vinstri" stjórn yfir samstjórn
þessara þriggja flokka er hugsanavilla.
Vinstri mönnum eru málefni launþega
sérstaklega hjartfólgin, einnig félagsleg
umbótamál, heilbrigðismál, tryggingamál
og önnur málefni af því tagi. Framsókn-
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
17
arflokkurinn hefur aldrei haft áhuga á
þessum málaflokkum. Hann hefur aldrei
sýnt hagsmunamálum launþega áhuga
enda lítið fylgi átt innan launþegasam-
takanna. Hann hefur lagt áherzlu á
tvennt: að gæta viðskiptalegra hagsmuna
Sambandsins, kaupfélaganna og fjöl-
margra dótturfyrirtækja þeirra. Hér er
auðvitað á ferðinni auðhringur, sem lýtur
stjórn fámenns hóps manna. Er það
vinstri stefna að vernda hagsmuni slíks
auðhrings, sem Sambandið er? Ennfrem-
ur hefur Framsóknarflokkurinn lagt
áherzlu á að binda bændur við þennan
auðhring og það opinbera stjórnkerfi, sem
þeir hafa byggt upp í kringum landbúnað-
inn. Flokkur, sem hefur þessi áhugamál er
ekki „vinstri flokkur". Hann er þröngsýnn
íhaldsflokkur. Það ber hins vegar að játa,
að það er mikið afrek hjá forystumönnum
Framsóknarflokksins að hafa í hálfa öld
talið Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi
trú um, að Framsóknarflokkurinn væri
„vinstri" flokkur og skapa sér með þeirri
blekkingu lykilstöðu í íslenzkum stjórn-
málum hvað eftir annað.
Það er orðið afar brýnt, að Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag geri sér grein
fyrir því, að þeir eru alltaf að skamma
vitlaust „íhald“. Þeir hamast á Sjálfstæð-
isflokknum og telja hann íhaldsflokk. Þó
er Sjálfstæðisflokkurinn annar stærsti
verkalýðsflokkur landsins, ef miðað er við
fulltrúatölu á þingum ASÍ. Reynslan
sýnir einnig, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur jafnan lagt þunga áherzlu á félags-
legar umbætur þar sem hann hefur ráðið
ferðinni t.d. hjá Reykjavíkurborg í hálfa
öld. Þegar Sjálfstæðismenn hafa farið
Steingrímur
Hermannsson,
formaður
Framsóknarflokksins,
útilokar samstarf
við Sjálfstæðis-
vegna þess að faðir
hans var andvígur því og
Tryggvi Þórhallsson sagöi aö
allt væri betra en íhaldið.
með heilbrigðismál, tryggingamál og fé-
lagsmál í ríkisstjórnum hafa orðið miklar
framfarir í þeim efnum. Sjálfstæðisflokk-
ur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
eiga því meira sameiginlegt heldur en
síðarnefndu flokkarnir tveir og Fram-
sóknarflokkur. Það er orðið tímabært, að
forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags hætti að láta Framsóknarmenn
blekkja sig eins og þeir hafa gert í 50 ár.
Viðreisnar-
samstarf?
Ráðamenn Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks hafa fyrir hverjar kosningar
frá 1971 verið haldnir eins konar Við-
reisnarmartröð. Þeir hafa óttazt mjög, að
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
mundu á ný ná þeim meirihluta á Alþingi,
sem þessir flokkar töpuðu í kosningunum
1971 og mynda nýja samstjórn þessara
tveggja flokka. Þessar áhyggjur eru
óþarfar. Alþýðuflokkurinn hefur allan
þennan áratug verið haldinn slíkum
sálarflækjum og minnimáttarkennd
gagnvart Sjálfstæðisflokknum að hann
hefur einfaldlega ekki þorað í nýtt
viðreisnarsamstarf.
Þetta kom glögglega í ljós eftir kosn-
ingarnar 1978. Þá var nýr Viðreisnar-
meirihluti til staðar. Eftir þær kosningar
var líka meira jafnræði á milli þessara
tveggja flokka en verið hafði allt Viðreisn-
artímabilið, þar sem Alþýðuflokkur hafði
þá 14 þingmenn á móti 20 þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins. Ætla hefði mátt, að
sjálfst.raust Alþýðuflokksins gagnvart
Sjálfstæðisflokki hefði aukizt við þessi
úrslit. Sjálfstæðisflokkurinn var þá um
sumarið tilbúinn í nýja Viðreisnarstjórn,
sem Alþýðuflokkurinn væri í forsæti fyrir
og setti svipmót sitt á. Alþýðuflokksmenn
þorðu það ekki. Sjálfstæðisflokkurinn var
líka reiðubúinn til þess að gefa Alþýðu-
flokknum, sigurvegara þeirra kosninga,
tækifæri til að mynda minnihlutastjórn.
Alþýðuflokkurinn þorði það ekki heldur.
Eftir kosningarnar nú í desember var
einnig til Viðreisnarmeirihluti á þingi.
Alþýðuflokkurinn hirti ekki um það og
hafði ekki einu sinni áhuga á að hafa
slíkan meirihluta upp á að hlaupa með því
áð eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
um kjör í efri deild. Þessi afstaða
Alþýðuflokks eftir kosningarnar 1978 og
nú er þeim mun athyglisverðari vegna
þess, að í báðum þessum kosningum fékk
Alþýðuflokkur umtalsvert atkvæðamagn
frá kjósendum, sem vildu stuðla að
myndun nýrrar Viðreisnarstjórnar og
telja hana einu raunhæfu stjórnina.
Búast má við, að þeir kjósendur gefist
senn upp á því að kjósa Alþýðuflokkinn í
því skyni að stuðla að myndun Viðreisnar-
stjórnar.
Ástæðurnar fyrir minnimáttarkennd
Alþýðuflokksins gagnvart Sjálfstæðis-
flokki eru aðallega tvær. í fyrsta lagi hafa
Alþýðuflokksmenn talið sjálfum sér trú
um, að þeir hafi beðið svo mikið afhroð í
þingkosningunum 1971 vegna samstarfs
við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er auðvitað
alrangt. í þeim kosningum bauð fram nýr
jafnaðarmannaflokkur, Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna, undir forystu
fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins,
Hannibals Valdimarssonar. Þetta fram-
boð flokks, sem byggði á mjög svipuðum
grundvelli og Alþýðuflokkur og naut þar
að auki forystu tveggja helztu forystu-
manna verkalýðssamtakanna, þeirra
Hannibals og Björns Jónssonar, átti
auðvitað mestan þátt í kosningaósigri
Alþýðuflokksins 1971 en ekki samstarfið
við Sjálfstæðisflokkinn.
Hermann Jónasson og Tryggvi
Þórhallsson. Afstaöa þeirra til
Sjálfstæöisflokksins fyrir mörgum
áratugum ræöur nú ríkjum í
Framsóknarflokknum og hefur
áhrif á stjórnarmyndun á islandi
við upphaf 9. áratugarins.
mesta kosningasigri í sögu flokks síns og
töpuðu 4 þingmönnum. Ætla mætti, að
þeir hefðu nokkrar áhyggjur af því að
setjast að samningaborði um nýja vinstri
stjórn eftir slík úrslit en því er ekki að
heilsa.
Auðvitað er það svo, að málefnalega
eiga Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
mesta samleið. Ef „leiftursókn" Sjálf-
stæðismanna og kosningastefnuskrá Al-
þýðuflokksins, eins og hún var kynnt í
Alþýðublaðinu eru bornar saman verður
ljóst, að ekki ber mikið á milli. Líklega
mundi taka stuttan tíma að leggja
grundvöll að meirihlutastjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks.
Það fer ekki á milli mála, að Alþýðu-
flokkurinn veit ekki hvað hann vill. Hann
tekur þátt í vinstri viðræðum, en sýnir
þeim engan sérstakan áhuga. Flokkurinn
virðist ekki eiga forystumenn, sem eru
tilbúnir til að segja, hvert skuli stefna.
Þeir Benedikt Gröndal, Kjartan Jó-
hannsson og Sighvatur Björgvinsson veita
Alþýðuflokknum ekki þá forystu um
þessar mundir, sem þeir eru kjörnir til.
Þeir ættu að íhuga nú, hvort ekki sé þrátt
fvrir allt ástæða til að huga nánar að
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og
hvort það sé ekki líklegasta leiðin til að
koma stefnumálum Alþýðuflokksins
fram. Það samstarf getur verið með
ýmsum hætti. Kjör í trúnaðarstöður á
Alþingi síðustu daga getur verið spor í
retta átt. stg
• Á morgun birtíst grein er nefn-
itt: „Sögulegar sættir“. Fjallar hún
um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðis-
flokkt og Alþýöubandalagt í ríkit-
stjórn.
Raunar var það svo öll Viðreisnarárin,
að almennir flokksmenn Sjálfstæðis-
flokksins kvörtuðu undan því, að kratar
réðu of miklu í Viðreisnarstjórninni og í
kosningunum 1967 vann Alþýðuflokkur-
inn svo mikið á en Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði að sama skapi, að forystumenn
Alþýðuflokksins höfðu mestar áhyggjur
af því að Sjálfstæðisflokkurinn mundi
ekki vilja halda áfram samstarfinu við
Alþýðuflokkinn.
I öðru lagi höfðu Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur hamrað á því í 13 ár,
að Alþýðuflokkur væri hækja Sjálfstæðis-
flokks og hafa haldið því áfram síðan í
ýmsum myndum. Alþýðuflokksmenn eru
augljóslega farnir að trúa þessum áróðri
sjálfir og sýnir það bezt hve lítið
sjálfstraust þessa flokks er, að hann lætur
andstæðingana með þessum hætti ráða
afstöðu Alþýðuflokksins til samstarfs við
aðra flokka.
Nú bera Alþýðuflokksmenn það fyrir
sig, að ekki sé hægt að vinna með
Sjálfstæðisflokknum vegna þess, að Við-
reisnarmeirihluti á Alþingi sé ótryggur
með Albert Guðmundsson og Eggert
Haukdal innan borðs. Þetta er auðvitað
tilbúin ástæða. Báðir þessir þingmenn
Sjálfstæðismanna hefðu vafalaust staðið
heilir að samstarfi við Alþýðuflokkinn á
Alþingi, ef samkomulag hefði tekizt á
annað borð um málefni. Alþýðuflokks-
menn bera það líka fyrir sig, að sundrung-
in í Sjálfstæðisflokknum sé svo mikil, að
erfitt sé að vinna með honum. Þetta er
líka tilbúin ástæða. í öllum flokkum eru
uppi margvísleg og mismunandi sjónar-
mið eins og eðlilegt er. Þetta eru því ekki
þær ástæður, sem valda því, að Alþýðu-
flokksmenn eru ekki tilbúnir til samstarfs
við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir þora ekki,
eins og sýnt hefur verið fram á. Hins
vegar eru þeir tilbúnir til að setjast þegar
að samningaborði um nýja vinstri stjórn
enda þótt 13 mánaða seta í slíkri stjórn
hafi leitt til þess, að þeir glutruðu niður
'm&t
Benedikt Gröndal, formaður Alþýöuflokks. Kjartan Jóhannsson,
varaformaður Alþýðuflokks. Sighvatur Björgvinsson, formaður
þingflokks Alþýðuflokks. Þessir þrír foringjar Alþýðuflokksins vita
ekki hvað þeir vilja. Þeir þora ekki i stjórnarsamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn og tvístíga gagnvart vinstri stjórn.