Morgunblaðið - 19.12.1979, Qupperneq 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
Yfirlýsing ráðherrafundar Atlants-
hafsbandalagsins hinn 12. desember
Hér fer á eftir yfirlýsing, sem
samþykkt var á fundi Atlants-
hafsráðsins í Briissel 12. desemb-
er, en þann fund sátu utanríkis- og
varnarmálaráðherrar NATO-
ríkjanna auk fastafulltrúa.
1
A sérstökum fundi utanríkis- og
varnarmálaráðherra í Brussel 12.
desember 1979
2
skírskotuðu ráðherrarnir til
fundar æðstu manna banda-
lagsrikjanna í maí 1978, þar sem
lýst var yfir því, að það væri
pólitísk ákvörðun ríkisstjórnanna
að svara ögruninni við öryggi
Atlantshafsbandalagsríkjanna,
sem felst í sífelldri aukningu
vígbúnaðar Varsjárbandalagsins.
3
Á -undanförnum árum hefur
Varsjárbandalagið komið sér upp
stórfelldum kjarnavopnabúnaði,
sem stöðugt er bætt við og er bein
hótun við Vestur-Evrópu. Þessi
þróun hefur mikla hernaðarlega
þýðingu fyrir NATO í Evrópu.
Ákvarðanir Sovétstjórnarinnar
á síðustu árum um að hrinda í
framkvæmd áætlunum um veru-
lega endurnýjun og aukningu á
langdrægum kjarnavopnum hefur
gert ástandið sérstaklega alvar-
legt. Sovétstjórnin hefur nú komið
SS-20-eldflaugum í skotstöðu, sem
eru mun fullkomnari en fyrri
vopnakerfi. Þær eru nákvæmari,
hreyfanlegri og hittnari en eldri
gerðir, auk þess sem þær eru
búnar fleiri en einum kjarnaoddi.
Þá má nefna sovésku Backfire-
sprengjuþotuna, sem er mun hæf-
ari en þær flugvélar, er Sovét-
stjórnin hefur áður haft í notkun
á Evrópu-svæðinu.
Á sama tíma og Sovétríkin hafa
aukið yfirburði sína afsvið lang-
drægra kjarnaflauga í Evrópu,
bæði að gæðum og magni, hefur
staða vestrænna ríkja á þessu
sviði vopnabúnaðar verið óbreytt.
Gildi hans hefur rýrnað vegna
aldurs og nýrra andsvara við
honum, og til hans teljast engar
langdrægar kjarnaflaugar, sem
skotið er úr stöðvum á landi.
4
Á sama tíma hafa Sovétríkin
endurnýjað skammdræg Evrópu-
kjarnavopn sín og fjölgað þeim.
Þau hafa einnig endurbætt stór-
lega og eflt hernaðarmátt sinn á
sviði hefðbundinna vopna. Þetta
gerðist um leið og Sovétríkin juku
getu sína á sviði eldflauga, sem
draga heimsálfna á milli, og náðu
þar jafnræði við Bandaríkin.
5
Þessi þróun hefur valdið alvar-
legum áhyggjum meðal banda-
lagsþjóðanna, því að haldi hún
áfram, geta sovéskir yfirburðir í
Evrópu-kjarnavopnum grafið
undan núverandi stöðugleika í
milliálfna-vopnakerfum og valdið
vantrú á þeirri stefnu NATO að
viðhalda nægilegu afli til þess að
koma í veg fyrir hugsanlega árás
fyrirfram, með því að varpa birtu
á þessa eyðu í kerfi mögulegra
kjarnavopna-andsvara við árás.
6
Ráðherrarnir vekja athygli á
því, að þessi nýja þróun kallar á
raunhæfar aðgerðir af hálfu
bandalagsins, eigi varnarstefna
þess, sem felstí sveigjanlegum
viðbrögðum, að vera tekin trúan-
leg.
Eftir mjög ýtarlega athugun,
þar sem kostir mismunandi við-
bragða voru kannaðir gaumgæfi-
lega og tillit tekið til afstöðu
ýmissa aðilja, komust ráðherrarn-
ir að þeirri niðurstöðu, að heild-
arhagsmunum bandalagsins sé
best þjónað með því að fara tvær
samhliða leiðir, sem bæta hvor
aðra upp, þ.e. endurnýjun kjarna-
vopna í Evrópu og vígbúnaðareft-
irlit.
7
I samræmi við þessa niðurstöðu
hafa ráðherrarnir ákveðið að end-
urnýja langdræg Evrópu-kjarna-
vopn bandalagsins með því að
koma fyrir í Evrópu bandarískum
flaugum, sem skjóta má frá jörðu.
Þá er átt við 108 flaugar af
gerðinni Pershing II, sem koma í
stað bandarískra flauga af gerð-
inni Pershing I a, og 464 stýri-
flaugar, sem skotið er frá jörðu.
Allar verða flaugarnar búnar ein-
um kjarnaoddi.
Allar þjóðirnar, sem nú taka
þátt í hinu sameiginlega varna-
kerfi, eiga aðild að þessari nýju
áætlun: Flaugunum verður komið
fyrir í akveðnum löndum, og vissir
kostnaðarliðir verða greiddir úr
sameiginlegum sjóðum NATO.
Áætlunin mun ekki gera banda-
lagsþjóðirnar háðari kjarnavopn-
um. I þessu sambandi voru ráð-
herrarnir sammála um það, að
óaðskiljanlegur þáttur í áætlun
þessari um endurnýjun Evrópu-
kjarnavopna væri brottflutningur
1000 bandarískra kjarnaodda frá
Evrópu, eins fljótt og kostur er.
Ráðherrarnir ákváðu ennfremur,
að þessi 572 langdrægu Evrópu-
kjarnavopn skyldu rúmast innan
ramma þessarar takmörkunar, en
það hefur í för með sér, að minni
áhersla er lögð á fjölda kjarna-
odda í skotkerfum af öðrum og
skammdægari gerðum.
Að auki létu ráðherrarnir í ljós
ánægju sína með rannsókn Kjarn-
orkuáætlananefndar NATO á eðli,
undirstöðu og tilgangi þeirra
breytinga í aðlögunarskyni, sem
leiða af þróun langdrægra Evr-
ópu-kjarnavopna, og hvað þær
geti haft í för með sér fyrir
jafnvægið í hlutverkaskiptingu og
kjarnavopnakerfi NATO í heild.
Þessi rannsókn verður grundvöll-
ur undir viðamikla skýrslu, sem
lögð verður fyrir fund ráðherra
þeirra ríkja, sem aðild eiga að
Kjarnorkuáætlananefndinni
haustið 1980.
8
Ráðherrarnir álíta vígbúnaðar-
eftirlit mjög mikilvægt til þess að
koma á meiri stöðugleika í hern-
aðarmálum austurs og vesturs.
Vígbúnaðareftirlit stuðlar einnig
að áframhaldandi slökunarstefnu
(détente). Þetta álit kemur fram í
mörgum og margs konar hug-
myndum, sem Atlantshafsbanda-
lagið er nú að láta athuga og eiga
að verða vígbúnaðareftirliti og
slökunarstefnu til framdráttar á
níunda áratuginum. Ráðherrarnir
telja vígbúnaðareftirlit vera
óaðskiljanlegan þátt í tilraunum
bandalagsins til að tryggja óskor-
að öryggi aðildarríkjanna og til
þess að gera hernaðarlegt jafn-
vægi austurs og vesturs stöðugra
og hernaðarstöðuna fyrirsjáan-
legri og viðráðanlegri á lægri
stigum vígbúnaðar hjá báðum. Því
fagna þeir framlagi SALT-2-
samninganna til þessara mark-
miða.
9
Ráðherrarnir eru þeirrar skoð-
unar, að með því að styðjast við
framkvæmdina á framansögðu og
taka tillit til aukinnar getu Sov-
étríkjanna á sviði langdrægra
Evrópu-kjarnavopna, sem NATO-
þjóðirnar hafa áhyggjur af, eigi
vígbúnaðareftirlitstilraunir til að
koma á stöðugra heildarjafnvægi í
kjarnavopnum á lægri stigum nú
að taka til vissra vopnakerfa
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á
sviði langdrægra Evrópu-kjarna-
vopna. Þetta endurspeglar fyrri
uppástungur vestrænna ríkja um
að ræða slík bandarísk og sovésk
vopn í viðræðunum um vígbúnað-
areftirlit og einnig nýleg ummæli
Brezneffs, forseta Sovétríkjanna,
um vilja hans til þess.
Ráðherrarnir styðja fyllilega þá
ákvörðun, sem Bandaríkjastjórn
tók, eftir að hafa ráðfært sig við
bandalagsþjóðirnar innan NATO,
að hefja samningsviðræður um
takmörkun langdrægra Evrópu-
kjarnavopna og að leggja til við
Sovétstjórnina að ganga að samn-
ingaborði eins fljótt og unnt er á
grundvelli eftirfarandi atriða, sem
tiltekin eru eftir mjög ýtarlegar
viðræður innan bandalagsins:
a.
Allar takmarkanir á bandarísk-
um vopnum, aðallega ætlaðar til
notkunar í Evrópu, verði samstiga
samsvarandi takmörkunum á sov-
éskum vopnum í Evrópu.
b.
Semja ber tvíhliða og í þrepum
innan ramma SALT 3 um tak-
markanir á bandarískum og sov-
éskum langdrægum vopnakerfum
í Evrópu.
c.
Fyrsta markmið þessara samn-
ingaumleitana verði að ákvarða
takmörkun á bandarískum og sov-
éskum langdrægum kjarnaflaug-
um, sem skjóta má frá skotpöllum
á landi.
d.
Allar samþykktar takmarkanir
á þessum vopnum verða að vera í
samræmi við regluna um jöfnuð
meðal aðilja. Þess vegna ættu
takmarkanirnar að vera í formi
lögbundins jafnræðis, bæði hvað
verðar skuldbindingar og réttindi.
e.
Nauðsynlegt er, að hægt sé að
sanna með tryggilegum hætti,
hvort farið er eftir umsömdum
takmörkunum.
10
Vegna þess hve þessar samn-
ingaviðræður eru mikilvægar
fyrir bandalagið í heild, verður
sérstök ráðgjafanefnd sett á fót
innan NATO skipuð háttsettum
aðiljum, til þess að styðja við
samningaviðleitni Bandaríkjanna.
Nefndin mun fylgjast stöðugt með
viðræðum og gefa skýrslur til
utanríkis- og varnarmálaráð-
herra, sem mun fjalla um gang
þessara mála og annarra vígbún-
aðareftirlitssamninga á misseris-
fundum sínum.
11
Ráðherrarnir hafa ákveðið að
framfylgja þessum tveimur sam-
hliða stefnum, sem fylla hvor aðra
upp, til þess að afstýra vígbúnað-
arkapphlaupi í Evrópu, sem orsak-
ast af auknum kjarnavopnavíg-
búnaði Sovétríkjanna.
Um leið stendur óhaggað
stefnumið NATO um styrkan
varnarmátt til þess að koma í veg
fyrir styrjöld, og þannig er öryggi
aðildarríkjanna tryggt áfram.
a.
Ákvörðun um endurnýjun vopna
ásamt skuldbindingu um að koma
þeim fyrir er nauðsynleg,
til þess að uppfylla þarfir Atl-
antshafsbandalagsins um varn-
armátt til að koma í veg fyrir árás
og styrk til að standast árás, verði
hún samt gerð,
til þess að eiga svar, sem tekið
er trúanlegt, við einhliða kjarna-
vopnavígbúnaði Sovétríkjanna í
Evrópu,
og til þess að leggja hornstein
að raunhæfum samningaumleit-
unum um kjarnavopn í Evrópu.
b.
Náist árangur í vígbúnaðareft-
irliti við að halda aftur af upp-
byggingu sovéska vígbúnaðarins,
getur það treyst öryggi banda-
lagsríkjanna, dregið úr kjarnorku-
vopnaþörf Atlantshafsbandalags-
ins í Evrópu og stuðlað að stöðug-
leika og slökun í Evrópu í sam-
ræmi við stefnu NATO um að fæla
hugsanlegan árásaraðilja frá (de-
terrence), að halda uppi vörnum
(defence) og vinna að gagnkvæmri
slökun (détente), — eins og kveðið
var á um í Harmel-skýrslu NATÖ
í desember 1967. Þörf Atlants-
hafsbandalagsins fyrir Evrópu-
kjarnavopn verður könnuð í ljósi
áþreifanlegs árangurs, sem náðst
hefur með samningagerð.
Veldi
kærleikans
Ayako tAíura
V£LDí
■é/muto
Japanska metsölubókin, sem vakiö hefur
gífurlega athygli víöa um heim og selst í
milljónum eintaka. Bókin gerist í Japan um
síðustu aldamót og lýsir framandi umhverfi
og menningu. Sagan greinir frá sambandi
Nobuo og unnustu hans Fujiko, sem er
bækluö og berklaveik. Hægur en voldugur
stígandi er í sögunni, sem nær loks
hámarki í óvæntum atburðum, sem eiga
sér staö þegar Nobuo er á leiöinni til aö
trúlofast unnustu sinni.
Kr. 8.967.-
Bókaútgáfan Salt
Freyjugötu 27,
sími 181188.
Við arininn
eftir Sigrúnu Fannland
BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur
gefið út ljóðabókina Við arininn
eftir Sirgúnu Fannland frá Sauð-
árkróki. Þetta er fyrsta ljóðabók
Sigrúnar. en hún hefur áður birt
ljóð i blöðum og timaritum og i
Skagfirzkum ljóðum.
í bókinni við arininn eru 32 ljóð
og nokkrar stökur.
Sigrún Fannland fæddist 29.
maí 1908 að Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd. 1931 giftist hún
Páli Sveinbjörnssyni bifreiðar-
stjóra og bjuggu þau á Sauðár-
króki, en síðustu árin hefur Sigrún
verið búsett í Keflavík.
Ævintýri H.C. Ander
sen á kasettum
Ég hefi fengið í hendur Ævin-
týri H.C.Andersen lesin inn á
kassettur. Þetta eru valin ævin-v
týri úr þessu merka safni, lesin af
Heiðdísi Norðfjörð, og er lestur
hennar mjög skýr og góður og
röddin þægileg.
Ég tel þetta efni mjög við hæfi
barna, sem ekki eru orðin það vel
læs, að þau njóti þessara ævintýra
við sjálfs-lestur og einnig njóta
sín, margar þessar sögur, betur
við að heyra þær lesnar en að lesa
þær.
Það er einnig athugandi, að á
síðari árum hefur mér, og mörg-
um fleiri, virst áhugi barna og
unglinga dvína fyrir ævintýrum
og sögum, en í staðinn koma
teiknimynda-seríur, þar sem efnið
er oftast, vægast sagt, heldur
þunnt.
Kannske er þetta það sem koma
þarf til að vekja upp áhuga á gildi
sagna og ævintýra, að fá börnin til
að hlusta.
Útgefandi er Mífa-tónbönd á
Akureyri, og eru 4 og 5 ævintýri á
hverri spólu, en alls eru þær 4.
Ég vil vekja athygli á þessari
nýjung og hugsanlegu gildi henn-
ar, þar sem þessar kassettur eru
líka, að mínu viti, á mjög hóflegu
verði. Hans Jörgensson.