Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
Árni Helgason:
Hlýðum kalli Heil-
brigðisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna
„Það er enginn efi að þeim mun
auðveldara sem er að ná í áfengi
því meira er drukkið." Þannig
mælti reyndur maður við mig um
daginn en hann hafði því miður
ungur lent í klóm Bakkusar og það
kostaði hann mikið erfiði að losna
þaðan aftur.
Ef maður réttir skrattanum
litla fingurinn er hætta á að
höndin fylgi á eftir, segir máltæk-
ið gamla. Það er reynsla aldanna.
Oft hefi ég spurt þeirrar spurn-
ingar hvers vegna menn þurfi að
eitra líf með vímuefnum? Hvað
kemur sumum til að velja þann
kostinn sem alltaf ýtir niður á
við?
Ég hefi áður minnst á barnaár
og Heilbrigðisstofnun Sameinuðu
þjóðanna. Viðvörun hennar. Þeir
sem þar eru á verði hafa samband
við allar þjóðir heims og vita um
ástand mála í hverju landi. Þeir
sjá þá vá sem af vímuefnum leiðir
og þeir senda út neyðarkall; biðja
fólk og stjórnendur að beygja inn
á brautir heilbrigðra lífshátta. En
þá kemur brennivínspúkinn og
auðvaldið á bak við hann með
lokkandi liti og þá víkur oft
heilbrigð skynsemi. Hvílíkt og
annað eins! Og jafnvel þeir sem
eru í sukkinu tala um unglinga-
vandamál en dettur ekki í hug að
gefa fordæmi sem leiði til betri
hátta.
Við flettum varla svo blaði að
ekki blasi þar við hörmulegar
fréttir af alls kyns spillingu,
volæði, hermdarverkum og eyði-
leggingu. Á bak við þetta allt er
Bakkus og leiguþý hans. Heimili
sundrast, hjónabönd bresta, góð
áform glatast.
Og leiðtogar lands vors sjá
ekkert til úrræða annað en meira
„frelsi", fleiri vímuveitur. Og svo
til að þvo hendur sínar eru gerðar
samþykktir um að veita fjárstyrki
til að draga fólk upp úr pyttinum.
Þannig er þetta ár eftir ár og þeim
sem af heilum hug vilja berjast á
móti soranum í þjóðfélaginu er
gert æ erfiðara um vik. Skuggaöfl-
in í þjóðfélaginu keppast við að
koma upp sjoppum og vínsölu-
stöðum, græða, græða. Það skiptir
þá litlu hvað fer í súginn, hvort
það heitir manngildi eða annað.
Á Selfossi fór fram atkvæða-
greiðsla um hvort leyfa skyldi sölu
vímuefnis á staðnum. Meirihlut-
inn, mikill meirihluti, sá að þarna
var vafasamur gróði á ferðinni
fyrir bæjarfélagið og hafnaði
áfengisáveitu yfir byggðina. Þetta
ágæta fordæmi Selfossbúa, sem
fara þarna eftir leiðsögn Samein-
uðu þjóðanna, ætti að vera leið-
arvísir fleiri kaupstaða.
Ýmist ber að sporna við opnun
eða hætta rekstri þessara eitur-
efnabúða.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.
________þátttakendurnir eru fremstir á myndinni. Frá vinstri: Svanlaug Arnadóttir formaður Hjúkrunarfélags
tslands, Ása St. Atladóttir varaformaður félagsins, Helga Bjarnadóttir hjúkrunarnemi, Ingibjörg R.
Magnúsdóttir deildarstjóri i heiibrigðisráðuneytinu, Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss
Akraness, Ástriður Karlsdóttir Tynes heilsuverndarhjúkrunarfræðingur, Anna Maria Andrésdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Jón Karlsson hjúkrunarnemi og Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri timaritsins Hjúkrunar. Fyrir aftan,
við næstu tvö borð sitja sænsku þátttakendurnir og siðan þeir dönsku. Gagnstætt til vinstri sátu Finnar og siðan
Norðmenn.
Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga:
Efla ber heilbrigði fremur
en að meðhöndla sjúkdóma
Fulltrúafundur Samvinnu
norrænna hjúkrunarfræðinga var
haldinn nýlega á Hotel Munke-
bjerg við Vejle í Danmörku.
Aðalumræðuefni fundarins var:
Forgangsverkefni innan heil-
brigðisþjónustunnar.
Frá sjónarhóli SSN hefur það
úrslitaþýðingu, að hjúkrunar-
fræðingar taki þátt i áætlanagerð
og ákvarðanatöku, svo að þvi
stefnumarki innan heilbrigðis-
mála verði náð — að efla heil-
brigði fremur en að meðhöndla
sjúkdóma.
Fundinn sátu 69 þátttakendur
frá öllum aðildarfélögunum, en
SSN hefur um 170 þúsund hjúkr-
unarfræðinga innan sinna vé-
banda.
Á Norðurlöndum hefur notkun
fjármagns á sviði heilbrigðismála
á síðustu áratugum farið ört vax-
andi. Þessi aukna notkun fjár-
magns, þar með talin þörf fyrir
fleira starfsfólk, hefur einkum
orðið á starfsemi sjúkrahúsanna.
Tveir beztu
Sólóplöturnar meö Björgvln og Vllhjálml hafa báöar selst í yfir 10.000 eintökum og þaö sannar aö hér eru
2 frábærar plötur á feröinni