Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
25
Vegna áhrifa efnahagskrepp-
unnar hafa stjórnmálamenn hin
síðari ár, fyrst og fremst af
fjárhagsástæðum, rætt endur-
skipulagningu heilbrigðismála.
Árangur þessara umræðna hefur
orðið sá, að nauðsyn bæri til að
auka heilsuvernd samtímis því að
draga úr hraða hækkandi kostnað-
ar innan sjúkrahúsanna.
SSN hefur valið þetta umræðu-
efni til þess að norrænir hjúkrun-
arfræðingar verði betur undir það
búnir að taka virkan þátt í lausn
þeirra mörgu vandamála sem
bundin eru endurskipulagningu
þessara mála.
í flestum hinna norrænu landa
virðist stefnan vera sú, að stjórn-
völd þau, sem ákvörðunarréttinn
hafa, álíta að mennta eigi enn
fleiri nýja starfshópa til þess að
taka við verkefnum heilsuverndar.
Álit SSN er að þessi stefna sé
hættuleg og hafi óþarfa eyðslu í
för með sér, þar sem heilbrigðis-
þjónustan ræður þegar yfir starfs-
fólki á því sviði sem þörf er á. Þó
með þeim fyrirvara, að ábyrg
stjórnvöld láti sér skiljast, að þá
grunn- og framhaldsmenntun sem
fyrir hendi er, verði að taka til
endurskoðunar í samræmi við
kröfur samfélagsins til þjónustu á
sviði heilsugæslu.
Frá sjónarhóli SSN hefur það
úrslitaþýðingu, að hjúkrunarfræð-
ingar taki þátt í áætlanagerð og
ákvarðanatöku, svo að því stefnu-
marki innan heilbrigðismála verði
náð — að efla heilbrigði fremur en
að meðhöndla sjúkdóma.
Á fundinum var Svanlaug Árna-
dóttir, formaður Hjúkrunarfélags
íslands, kjörin 2. varaformaður
samtakanna. Næsti fulltrúafundur
verður haldinn í Reykjavík 1980.
Þá verður fjallað um menntun
hjúkrunarfræðinga á Norðurlönd-
um og hvort menntunin uppfylli
þær kröfur sem gerðar eru til
hjúkrunarfræðinga.
Fréttatilkynning frá
Hjúkrunarfélagi íslands.
/\/ \/\' //
Höfum fengið sendingu af sérstæðum
ítötskum rúmteppum. Efnismikil,
litaglöð og falleg. Sérlega vönduð.
Púðar í stíl við teppin fást einnig, tvær
stærðir. Getum pantað teppi eftirykkar
óskum.
Sérverslun meö listræna^hú
Borgartún 29 Sími 20640,
Á Jólastrengjum koma fram:
Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ruth Reginalds, Egill Ólafsson, Manuela
Wiesler, Berglind Bjarnadóttir, Þóröur Árnason, Barnakór Öldu-
túnsskóla, stjórnandi Egill FriÖleifsson og Strengjasveit úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN HF
Þeir, sem koma
fram á plötunni
Með eld í
hjarta eru:
Ragnhildur Gísladóttir, Siguröur
Karlsson, Pálmi Gunnarsson,
Magnús Kjartansson, Viöar Al-
freösson, Þórhallur Sigurösson,
Börn úr kór Öldutúnsskóla, ÞórÖ-
ur Árnason, Reynir Sigurösson,
Magnús Ingimarsson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Gunnar Ormslev,
Kór Söngskólans í Reykjavík,
Jón Stefánsson.
LAUGAVEGI33 - SÍM111508