Morgunblaðið - 19.12.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
27
85 ára 5. des.:
Anna Þorgrímsdóttir
Víöar en í siklingssölum
svanna fas er prýði glæst.
Mörg í vorum djúpu dölum
drottning hefir bónda fæðst.
Vísan er eftir þjóðskáldið
Matthías Jocumsson. Hún er
þannig gölluð, að fæstir munu
taka eftir því. Halldór Kiljan
mundi þó ekki telja vísuna kveðna
kórrétta, eins og hann orðar það.
Eftir ströngustu bragfræðireglum
ríma orðin glæst og fæðst tæplega
nógu vel saman. En þetta gerir
bara ekkert til. Ég hefi alla tíð
haft mesta dálæti á vísunni. Yfir
henni er eitthvað konunglegt og
þó meira drottningarlegt. Frú
Anna vinkona mín er borin að
Borgum í Hornafirði, einni af
fegurstu sveitum íslands. Og það
er nú um Önnu þannig, að allt frá
æskuárum og til þessa dags, hefir
verið yfir henni sannkallaður
drottningarlegur virðuleiki, göfug
og tigin reisn, sem allir kannast
við, er hana þekkja.
Og Anna óx úr grasi og gerðist
símamær í Keflavík. Hún tók öran
og mikinn þroska með frábærum
gáfum og greind andlega. Ekki
einungis í Keflavík, heldur um
víðlendar byggðir landsins, var
það ósvikinn almannarómur, að
hún væri kvenna fegurst á byggðu
bóli. Læknisdóttirin í Keflavík var
allra yndi og eftirlæti vegna
tiginnar framgöngu í hvívetna. Og
ungu mennirnir fylgdust vel með
framvindu mála um allt, sem við
kom þessari ungu konu. Þeir voru
heillaðir hvar í stétt, sem þeir
stóðu. Nei, ó nei, hana Önnu skorti
ekki biðla á uppvaxtarárunum.
Kornungir efnismenn bæði gáfað-
ir, menntaðir, s.s. guðfræði-
kandídatar, lögfræðingar, lækna-
stúdentar og heimspekingar,
sveimuðu og svermuðu sýknt og
heilagt kringum þessa fögru konu.
Hér verða kaflaskil um stund.
Öll suðurströnd íslands er ein
órofa auðn með eyðisöndum og
hafnleysum. Þarna hafa orðið
mörg hin ægilegustu sjóslys, sem
um getur í allri Islandssögunni frá
því að land byggðist. Eitt þeirra
varð í læknistíð Þorgríms Þórðar-
sonar, þegar hann bjó að Borgum í
Hornafirði. Þetta var um hávetur
í gaddhörku, stórhríð og blindbyl
og helkulda frosti. Veðurofsinn
blátt áfram fleygði þýsku skipi
með rá og reiða ásamt allri
áhöfninni upp á sandana eins og
fiski. Þessar aðfarir sáust í gegn-
um sortann úr landi, þannig að
hjálparsveitir komu á vettvang
ásamt Þorgrími lækni. í veður-
hamnum tók það sinn tíma að
flytja skipreika mennina til
byggða í fárviðri og bruna frosti.
Kom þá brátt í ljós, að marga
hafði kalið svo að engin ráð voru
fyrir hendi önnur en að taka af
þeim fætur og jafnvel hendur, til
þess að þeir mættu halda lífinu.
Mennirnir hjörnuðu margir við og
sögðu tíðindin í heimalandinu um
hetjudáðir læknisins, sem efalaust
voru jneð ólíkindum miðað við
aðstæður. Þýska þjóðin sæmdi
Þorgrím lækni æðstu verðlaunum
fyrir karlmannlegar dáðir, dugnað
og fórnfýsi.
Þegar Anna Þorgrímsdóttir var
25 ára giftist hún Jóni Bjarnasyni
frá Steinnesi, kornungum lækni
og bráðefnilegum manni. Jón
Bjarnason varð læknir í læknis-
héraði í Borgarfirði vestra. Sam-
búð þeirra hjóna varð því miður
ekki löng, því að ungi læknirinn
andaðist, þegar Anna var þrjátíu
og þriggja ára.
Þau hjónin eignuðust 6 efnileg
börn, en konan gekk með sjöunda
barnið, þegar hún missti manninn.
Slík reynsla og þessi er alltaf
átakanleg fyrir ungar konur með
stóran barnahóp. En Anna Þor-
grímsdóttir lét ekki bugast í hinu
þunga mótlæti og sorg. Hún óx
aðeins að andlegum styrk og
þolgæði. Þannig bregða ávallt við
vaskar konur og vitrar.
Jón Bjarnason var merkur
maður og læknir góður. Af þessu
hefi ég örlitla reynslu þótt undar-
legt sé. í Borgarfirðinum átti
heima ungur maður, Stefán Jóns-
son að nafni, síðar kennari, skáld
og rithöfundur. Hann var síðar
nemandi minn í Kennaraskólan-
um og þar birtist mér undrið, og
ég vil segja kraftaverkið. Stefán
hafði verið að slá með orfi og ljá.
En í meðferðinni með ljáinn skar
hann sig alveg hroðalega í annan
úlnliðinn. Þarna skárust sundur
allar sinar, taugar og æðar, þann-
ig að höndin varð vita afllaus.
Ungi sveitalæknirinn Jón Bjarna-
son gerði að þessu háskalega
meiðsli með þeirri snilld, að hönd-
in varð svo gersamlega hyilbrigð
aftur. Má geta nærri hvílíkt ná-
kvæmnisverk það hefir verið að
tengja saman allar taugar, sinar
og æðarnar smáar og stórar, svo
að gersamlega fullur bati fengist.
Örið á úlnliðnum var með afbrigð-
um fallegt áferðar.
í þessu spjalli hefi ég getið
tveggja merkra lækna, Þorgríms
föður Önnu og eiginmannsins Jóns
Bjarnasonar. Margblessuð sé
minning þeirra.
Af stórum barnahópi var Anna
eina dóttirin. Um sambandið milli
móður og dóttur hefi ég hlerað
það, að öll þeirra sambúð var
þrungin af virðingu, ást og kær-
leika. Móðir Önnu var Jóhanna
Andrea Knúdsen. Hún var rómuð
fyrir fagrar hannyrðir, góðar gáf-
ur, gjafmildi og bráðskemmtilega
kímni.
Alla mestu og beztu eðliskosti
foreldranna hefir A.Þ. tekið sem
dýran arf frá ættunum. Þar ber
fyrst að nefna tiginborna kurteisi,
ástúðlegt viðmót við samferðar-
mennina, höfðinglega gjafmildi og
reisn, geðprýði svo að af ber,
þolgæði, atorku og frábæran
dugnað og drenglyndi í hvívetna.
Anna Þorgrímsdóttir hefir
aldrei borið tilfinningar sínar á
torg fyrir verðuga né óverðuga.
Hún er þvert á móti mjög orðvönd
og orðvör.
Því fer svo víðsfjarri, að ég hafi
nokkurn tíma heyrt hana jesúsa
menn eða málefni með trúarlegum
orðaflaumi. Þetta fellur vel að
mínum smekk.
Ég hefi átt því láni að fagna að
kynnast börnunum hennar Önnu,
sem enn eru á lífi. Þau eru öll
úrvals fólk sökum fjölbreyttra
gáfna og göfugra mannkosta. Og
ég þekki nánar til. Öll sambúð
þessarar fjölskyldu er svo ástúð-
leg í einu og öllu, að á betra verður
aldrei kosið með gagnkvæma ást
og virðingu.
Ættir fram i einn á veg
allt hiö bezta sóttir.
Ellin verði yndisleg
Anna Þorgrimsdóttir.
Aðalsteinn Hallsson
frá Kóreksstöðum
Jólasöngvar í
Dómkirkjunni
ANNAÐ kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 22, verður Dómkórinn með
jólasöngva i Dómkirkjunni. Rut
Magnússon syngur einsöng og Rut
Ingólfsdóttir leikur á fiðlu. Mar-
teinn H. Friðriksson leikur einleik
á orgelið.
Núverandi Dómkór hóf störf í
aðventubyrjun í fyrra, söng í fyrsta
skipti við messu á 1. sunnudegi í
aðventu og þá tók Marteinn H.
Friðriksson einnig við starfi dóm-
organista. Strax 21. desember það
ár hélt kórinn sína fyrstu tónleika,
s.n. jólasöngva. Þeir eru nú enn á
dagskrá og eru hugsaðir sem fastur
liður í framtíðarstarfi Dómkirkj-
unnar.
Jólasöngvarnir verða, sem fyrr
segir, í Dómkirkjunni annað kvöld
og hefjast kl. 22. Kórinn syngur þá
þekkt jólalög í fallegum útsetning-
um. Þær Rut Magnússon og Rut
Ingólfsdóttir flytja aríur úr Jóla-
tóríu Bachs, og dómorganistinn
Marteinn H. Friðriksson leikur
einleik á orgelið, m.a. Toccötu
Adagio og Fúgu í C-dúr eftir J. S.
Bach. Einnig les sr. Hjalti Guð-
mundsson jólaguðspjallið. í allt
mun þetta taka um 3 stundarfjórð-
unga.
Aðgangur að jólasöngvunum er
ókeypis og öllum heimill. Ég vil
eindregið hvetja fólk til að koma í
Dómkirkjuna annað kvöld og njóta
þar góðrar stundar og jólastemmn-
ingar, nú rétt áður en hátíðin
gengur í garð. Betur verður ekki
Iokið annasömum degi.
Þórir Stephensen.
UTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ — Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafirði - Eplið Akranesi - Eplið
SAMBYGGT STERÍÓSETT
’H
Verð sem þú trúir ekki
j f Strax eftir jól trúir þú því ekki
r Ulle að hafa fengió hljómtæki meó
slík tODDaæöi fvrir svona lítið verð
SHARP SG320
KR. 327.000.-
aó hafa fengió hljómtæki meö
slík toppgæöi fyrir svona lítið verö.
SHARP SG330
KR. 395.000.-
SG-320 SAMBYGGT STERÍÓSETT
TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR.
MAGNARAR: 2X15 WÖTT R.M.S.
UTVARP: 4 UTVARPSBYLGJUR, FM, FM STERIO, LW, MW, SW.
PLÖTUSPILARI: HÁLFSJÁLFVIRKUR, S-ARMUR.
SEGULBAND: MEÐ ZpjJM SJÁLFLEITARA
HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT, R.M.S, 40 OHM.
SG-330 SAMBYGGT STERIÖSETT
TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR
MAGNARAR: 2 x 20 WOTT R M.S
UTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR, FM, FM STERIO, LW. MW, SW
PLÖTUSPILARI SJALFVIRKUR, S-ARMUR
SEGULBAND: MEÐ ^ ftPfttf SJÁLFLEITARA.
HÁTALARAR. 2 STK. 40 WÖTT R.M.S. 4 OHM.
Bestu kaupin hvemig sem á er litið!
HLJÓMDEILD
lltjð KARNABÆR
P Laugavegi 66, 1. hæð. Simi frá skiptiborði 85055