Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
K Margrét María SÍKurðardóttir íþróttamaður Kópavogs 1979.
íþróttamaður
Kópavogs
HSÍ greiðir ekki vinnutapið
SNEMMA í janúar heldur ís-
lenska landsliðið í handknattleik
i hina svokölluðu Baltic-keppni í
handknattleik, en þar eru jaínan
meðal keppenda ýmsar af
fremstu handknattleiksþjóðum
veraldar. Ekki er alveg víst að
allir geri sér grein fyrir þeim
fórnum sem landsliðsmennirnir
færa fyrir landsliðið endurgjalds-
iaust, en siðustu árin hefur HSÍ
reynt að hlaupa undir bagga og
létta á vinnutapinu.
Nú er hins vegar ljóst, að HSÍ
mun draga til baka alla fjárhags-
aðstoð til handa leikmönnum sem
fara á þessa keppni og þykir
mörgum það vera skref aftur á
bak. Júlíus Hafstein, formaður
HSI, sagði um þetta mál, að það
væri fyrst og fremst vegna fjár-
skorts sem HSÍ myndi ekki greiða
vinnutap að þessu sinni. Sagði
Júlíus enn fremur: „Hér áður fyrr
voru leikmenn íslenska landsliðs-
ins kannski erlendis í 5—8 vikur á
ári. Þá var ekki annað fært en að
reyna að létta undir. En Baltic-
keppnin er eina utanlandsferðin
sem karlalandsliðið fer í á þessu
ári og því höfum við tekið þann
kost að greiða ekki bætur vegna
vinnutaps. En þetta er þó engan
veginn ákvörðun sem ekki verður
haggað í framtíðinni."
- gg
HSI sækir um B-keppnina!
Handknattleikssamband
íslands hefur sótt um að halda
B-keppnina í handknattleik árið
1981. Mbl. hafði áður sagt frá
því, að HSÍ hefði sýnt mikinn
áhuga á því að halda þessa
keppni, en nú hefur sem sagt
verið formlega sótt um það.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi HSÍ í gær, að stjórnin er
mjög vongóð um að umsókn
Islands verði ofan á, sem margt
bendir til. M.a. vegna þess, að enn
hefur ekkert annað land sótt um
að halda keppnina. Reyndar sóttu
Portúgalir um, en þeim var hafn-
að. Stjórnarmaður frá IHF hefur
átt viðræður við formann HSÍ og
skýrði Júlíus Hafstein formaður
HSÍ frá því, að stjórn IHF væri
mjög jákvæð gagnvart íslending-
um og hefði hvatt HSÍ til þess að
sækja um.
HSÍ hefur augastað á 7 íþrótta-
húsum á Suðurlandi, Laugar-
dalshöll og íþróttahúsunum á
Akranesi, í Keflavík, á Selfossi, í
Hafnarfirði, að Varmá og í Vest-
mannaeyjum, en öll hafa þessi hús
löglega keppnisvelli. Taldi Júlíus
að lauslega áætlað væri hér um
180 milljóna kr. fyrirtæki að ræða.
B-keppnin verður firnasterk að
þessu sinni, þar eru fyrir þjóðir
eins og Tékkóslóvakía, Ungverja-
land og Svíþjóð, auk þess sem
fjórar bestu þjóðirnar úr C-keppn-
inni mæta til leiks og tvær neðstu
þjóðirnar frá Ólympíuleikunum í
Moskvu, en þar eru riðlarnir svo
sterkir að til greina koma jafnvel
lönd eins og Pólland eða Austur-
Þýskaland.
Hér yrði því um meiri háttar
íþróttaviðburð að ræða og varla
vafi að þessu yrði vel tekið, ekki
hvað síst úti á landi þar sem leikir
færu væntanlega fram. Á næsta
ári verður úr því skorið hvort að
Island verður vettvangur næstu
B-keppni í handknattleik. gg.
RÓTARYKLÚBBUR Kópavogs
útnefndi í gærdag í 6. sinn
íþróttamann ársins í Kópavogi.
Að þessu sinni varð fyrir valinu
Margrét María Sigurðardóttir,
sundkona úr Breiðabliki.
Margrét er fædd 2. okt. 1964 og
er því nýorðin 15 ára. Hún hóf
æfingar hjá sunddeild Breiðabliks
þegar hún var 12 ára að aldri og
hefur æft vel og dyggilega síðan
og uppskorið í samræmi við það. Á
þessu ári sem nú er að líða varð
Margrét tvöfaldur unglingameist-
ari, þ.e. í 100 m skriðsundi og 100
m flugsundi. Þá varð hún 5 faldur
íslandsmeistari á árinu. Sigraði
hún í tveimur greinum á innan-
hússmótinu, þ.e. í 100 m flugsundi
og 100 m skriðsundi, en þar synti
hún á 1.03.9 mín. sem var besta
afrek í kvennaflokki á því móti, en
þann tíma bætti hún síðan í 1.03.5
mín. í Kárlottkeppninni í Noregi.
Á utanhússmótinu sigraði hún í 3
greinum, þ.e. í 100 m baksundi, 100
m flugsundi og 100 m bringusundi.
Þá má geta þess að þótt hún hafi
byrjað seint að æfa undir keppni
þá á hún enn telpnametið í 50 m
flugsundi.
Margrét var í landsliði okkar í
sundi þetta ár. Skal þess til
gamans getið að hún keppti á
þessu ári í alls 8 löndum. M.a.
keppti hún í Karlottkeppninni í
Noregi, átta landa keppninni í
Mols í Belgíu, fjögurra landa
keppninni í Dublin á írlandi og
skoska meistaramótinu í Glasgow.
Þá tók hún einnig þátt í alþjóðlegu
unglingamóti í Luxemborg og náði
þar 4. sæti í 100 m skriðsundi, en
um 100 þátttakendur tóku þar
þátt í hverri keppnisgrein.
— hr.
„Nú er rétt að yngja upp“
BIRTUR hefur verið landsliðs-
hópurinn í handknattleik fyrir
hina komandi landsleiki gegn
Bandaríkjunum og Póllandi
síðar í þessum mánuði. Listinn
hefur þegar verið birtur í Mbl.,
en hann vakti fyrir margra hluta
sakir nokkra athygli. Einkum þó
fyrir þær gífurlegu breytingar,
sem Jóhann Ingi Gunnarsson
hefur gert á landsliðinu. Hann
hefur yngt það svo mikið upp, að
mörgum finnst einum of geyst i
málin farið. Eigi færri en 8
leikmenn úr hinu sigursæla ungl-
ingaliði sem lék í Danmörku fyrr
í vetur eru í hópnum, en gamlir
kappar eins og Olafur H. Jónsson
o.fl. o.fl. eru látnir víkja. Um mál
þetta sagði Jóhann Ingi:
„Ég tel að nú sé rétti tíminn til
að yngja liðið upp, þar sem
tiltölulega langt er í næstu stór-
verkefni, en ég hef sett stefnuna á
HM 1981. Það má svo alltaf deila
um hvernig farið er að hlutunum,
en ég veit að ég er að gera rétt og
stend og fell með þessu liði."
Jóhann hélt áfram: „Við förum
nú á Baltic-keppnina og ég tel að
allt fyrir ofan áttunda sætið þar
sé viðunandi árangur. En Baltic er
bara eins og hver önnur æfingá-
keppni í mínum augum og það
verður ekki heimsendir þó að ekki
gangi þar allt í haginn. Þetta er
mjög ungt lið eins og kunnugt er
og leikreynslan sem þessir strákar
þurfa að hafa árið 1981 kemur í
keppnum sem þessum."
Alltaf er deilt um einstaka
leikmenn sem valdir eru, senni-
lega hefur þó mest verið deilt um
Ólaf H. Jónsson að þessu sinni, en
það er ekki á hverjum degi sem
landsliðsfyrirliðar eru settir út í
kuldann. Jóhann var spurður um
þetta: „Ef Ólafur væri í toppþjálf-
un, myndi hann styrkja liðið, en í
landsleikjunum gegn Tékkum kom
í ljós að hann var ekki í nógu góðri
þjálfun. Ég tjáði honum að ég
ætlaðist til þess að hann legði
meira að sér ef hann ætlaði að
vera með, en að mínum dómi hefur
hann ekki bætt nægilega við sig til
þess að geta leikið landsleiki á
þessu stigi,“ svaraði Jóhann Ingi.
Valdir hafa verið 24 unglingar
til æfinga fyrir heimsmeistara-
keppni unglingalandsliða í hand-
knattleik sem fram fer í Portúgal
árið 1981. Þessi hópur mun fljót-
lega hefja æfingar undir stjórn
Péturs Jóhannessonar og síðar
einnig Jóhanns Inga
Unglingarnir fá að spreyta sig í
tveimur leikjum gegn bandaríska
landsliðinu sem kemur hingað til
lands á næstunni. Verður fyrri
leikurinn óopinber, en sá síðari
hins vegar opinber. Jóhann Ingi
fer með liðinu ásamt Pétri til
Hollands og Finnlands og fylgist
þar með leikmönnum liðsins, þ.e.
a.s. hvort einhverjir þeirra verða
tilbúnir til að stíga stóra skrefið í
A-landsliðið. — gg.
6 voru með 11 rétta
í 17. leikviku komu fram 6 raðir
með 11 réttum og var vinningur
á hverja röð kr. 432.500.-. Með 10
rétta voru 265 raðir og vinningur
fyrir hverja kr. 4.200.-.
Lægðin, sem gekk yfir Bret-
land um helgina setti strik í
reikninginn varðandi fram-
kvæmd knattspyrnuleikja og
völlurinn í Nottingham var eins
og sundlaug eftir úrhellið. Varð
að aflýsa leiknum þar gegn
Middlesboro.
Siðasti getraunaseðill ársins er
með leikjum, sem fram fara um
jólin en skilafrestur er sá sami og
venjulega og eru félög í
Reykjavík og nágrenni minnt á
að gera skil á sama tíma og
venjulega.
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Við óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
OSTABAKKIGÓÐ TILBREYTING
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
OG SÚKKULAÐINU
Getrauna- spá M.B.L. 2 <5 2 3 e 3 ex tm o 5 Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Tottenham X X 1 1 X X 2 4
Bolton — Everton 2 X 2 2 X 2 0 ? 4
Brighton — Cr. Palace 1 2 2 X 2 2 1 l 4
Derby — Coventry 2 X 1 X X X 1 4 1
Liverpool — Man. Udt. X 1 1 1 X 1 4 2 0
Man. City — Stokc 1 1 1 1 1 1 fi 0 0
Middlesbr. — Leeds 1 X 1 2 1 X 3 2 1
Norwich — Ipswich 2 X X 1 X X 1 1 1
Nott. Forest — Aston Villa X 1 1 1 X 1 4 2 0
VBA — Bristol City 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Wolves — Southampton 1 1 1 1 1 X 5 1 0
Chelsea — Leicester 1 1 1 X I 1 5 1 0