Morgunblaðið - 19.12.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.1979, Qupperneq 32
Síminn á afgreiöslunnt er ðkt. <♦ J*k_ 83033 MnmmnMmiiP JW»r0\inbI«bít> MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 Ólafur Kjartansson læknir t.v. og björgunarmenn sinna þeim slösuðu, en einn björgunarmanna krýpur við hlið Magnúsar læknis. LJ^mynd Mbl. Kagnar Axelsson. Magnús Guðmundsson læknir sem var við læknisstörf í hrapinu: „Eg var sannfærður um að þyrlan spryngi“ „ÉG VAR ekki seztur þegar þyrlan byrjaði að hrapa, stóð uppi og var að sprauta aðra stúlkuna sem hafði hrapað með litlu vélinni. Þetta gerðist mjög hægt. en þegar þyrlan skall til jarðar fór ég í keng og um leið fann ég benzínið fljóta um allt. 1 þann mund sem þyrlan skall í jörðina var allt í eldglæringum og ég var sannfærður um að það myndi kvikna í vélinni og hún springa,“ sagði Magnús Guðmundsson læknir í samtali við Kagnar Axelsson ljósmyndara Morgunblaðsins sem var vitni að því þegar þyrlan hrapaði og vann ásamt öðrum björgunarmönnum við að koma hinum slösuðu frá þyrluflakinu. Með þyrlunni hröpuðu m.a. þrír sem höfðu hrapað í lítilli flugvél fyrr um daginn og voru all slasaðir. „Það var hryllileg martröð að horfa á þyrluna hrapa skyndilega þegar hún var komin í um 50 metra hæð,“ sagði Ragnar, „hún hrapaði hægt, hvarf á bak við hæð á heiðinni í aðeins 200 metra fjarlægð frá okkur og svo heyrðist dynkurinn, menn heyrðust hrópa á hjálp úr flakinu og ég heyrði að einn af eftirlitsmönnum flugmálastjórnar sem stóð við hliðina á mér hrópaði: „Guð almáttugur, hún hefur hrap- að.“ Við höfðum komið nokkru áður á slysstað litlu flugvélarinnar nokk- ur hundruð metra frá þeim stað þar sem þyrlan hrapaði síðan, en þá voru stúlkurnar tvær enn í vélinni all slasaðar. Þær voru síðan fluttar í Varnarliðsþyrluna ásamt flugmanni litlu vélarinnar, en ég gat ekki myndað þyrluna þegar hún fór á loft því myrkur var skollið á. Skyndilega heyrðist hvinur eins og eitthvað hefði brostið og þyrlan hrapaði. Milli 10 og 15 björgunarsveítar- menn voru á staðnum þegar þetta gerðist og við hlupum strax upp á hæðina sem þyrlan féll við. Það var hrikalegt að sjá vélina í rusli, heyra hróp á hjálp og finna benzínstybb- una leggjast yfir allt. Menn réðust strax til björgunar og náðu á nokkrum mínútum öllum úr flakinu og síðan var fólkið borið nokkurn spöl í bíla eða lagt á snjóinn í teppi og önnur skjól svo sem fallhlíf og gummíbjörgunarbát. Ljós frá vél- sleða lýsti slysstaðinn ásamt luktum björgunarmanna. Ólafur Kjartans- son læknir gekk mjög vasklega fram í að hjúkra hinum slösuðu, en hann slasaðist einna minnst. Læknarnir voru þarna á læknagalla og blank- skóm því þeir höfðu reiknað með að taka á móti sjúklingum á Reykja- víkurflugvelli í stað þess að fara á slysstað í þyrlu. Magnús læknir gat sig ekki hreyft Björgunarmenn bera stúlkurnar úr flaki litlu vélarinnar i þyrluna. Ljó«m. Mbl. Rxgnar Aielsmn. vegna kvala í baki, en hann róaði menn og taldi í þá kjark og þótt honum væri auðsýnilega mjög kalt lét hann flytja aðra á undan í skjól. „Er ekki best að við förum í bíl heim,“ sagði hann m.a. til þess að dreifa huga manna á slysstað, „ég held að ég sleppi þyrlunni." Þegar þyrlan hrapaði var heiðskírt en annars alltaf fjúk og hríðartuggur á milli. Þegar búið var að bera fólkið um 1 km að bílnum var farið að hlúa að hinum slösuðu. Það er kraftaverk að ekki fór ver. Þegar ég sá flakið var ég sannfærður um að flestir hefðu farist. Ég slökkti á ljósmyndaflassinu mínu af ótta við að neisti frá því kynni að kveikja í benzíngufunum og hljóp ásamt öðr- um að flakinu þar sem ég heyrði m.a. Bandaríkjamann hrópa Guð minn, Guð minn, hnén, hnén, og svo bað hann.“ Þess má geta að lokum, að ekki voru allir á eitt sáttir um, hve hátt þyrlan var komin þegar hún hrapaði. Sumir töldu að hún hefði verið í 200—300 m hæð. Þá töldu menn að sköpum hefði skipt að þyrluspaðinn hefði ekki stöðvast algjörlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.