Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Fjallað um áfrýj un andófsmanna PraK. 20. des. AP. TÉKKNESKUR dómstóll byrjaði í dag að fjalla um áfrýjun fjögurra af sex andófsmönnum, sem hlutu dóma í október fyrir „and- tékkneska iðju“. Meðal áfrýjendanna fjögurra er leikskáldið Vaclav Havel. Þeir tveir sem ekki áfrýj- uðu fengu skilorðsbundinn dóm. „Kramer vs Kramer“ bezta myndin New York. 20. des. AP. SAMTÖK kvikmyndagagnrýnenda í New York hafa kjörið myndina „Kramer vs. Kramer“ með Dustin Hoffman beztu mynd ársins 1979. Hoffmann fékk einnig verðlaun sem bezti leikari ársins fyrir leik sinn í þessari mynd og viðurkenn- ingu fyrir beztan leikkonuleik fékk Sally Field fyrir túlkun hennar á titilhlutverkinu í myndinni „Norma Rae“. Meðal tilnefndra leikkvenna var Svínka úr Prúðuleikurunum. Woody Allen var kjörinn bezti leikstjóri fyrir „Manhatt- an“ og verðlaun fyrir bezta kvikmyndahandritið fékk Steve Tesich fyrir „Breaking Away“. Melvyn Douglas fékk verðlaun fyrir bezta frammistöðu í aukahlutverki. Bezta erlenda myndin var „The Tree of Wooden Clogs“ eftir Ermanno Ólmi. i Kenwood hrærivélar thown mWKm vHi og úrval hjálpartækja HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Forsetar í gapastokki París, 20. desember. AP. FORSTJÓRI og aðalritstjóri franska vikublaðsins Le Canard Enchaine voru ákærðir fyrir að hafa ólöglega undir höndum skattaskýrslu Valery Giscard d'Estaing forseta og flugvéla- framleiðandans Marcel Dassault. Þeir voru sakaðir um að hafa tekið við stolnum skjölum. Vikublaðið birti skattaskýrslu forsetans í júní og sagði að hann hefði greitt skatta sína en sakaði hann fyrir meint kauphallarbrask. Giscard hefur nýlega ítrekað að hann ætli aldrei að höfða mál gegn blöðum sem ráðast á hann, gagnstætt fyrirrennurum hans. I Lissabon var pólitískur skop- myndateiknari í dag fundinn sek- ur um að hafa lítillækkað Antonio Ramalho Eanes forseta með út- gáfu bókar um hann þar sem hann kemur fram í hlutverki „Super- rnanns" og dæmdur til að greiða 5.000 dollara sekt. Litvin í 3ja ára fangelsi Moskva, 20. des. AP. YURI Litvin, félagi í Úkraínu- deild sovézku mannréttinda- samtakanna sem kalla sig Hels- inkihópinn var í dag dæmdur í þriggja ára þrælkunarbúða- vinnu fyrir að sýna stjórnvöld- um andstöðu, að því er Andrei Sakharov skýrði vestrænum fréttamönnum frá í dag. Litvin hefur tvívegis verið handtekinn áður. Sl. mánudag hófust og réttar- höld yfir öðrum félaga Helsinki- hópsins, Oles Berdnik. Nicaragua tekur sér 200 mílur Managua, Nicaraiíua, 20. des. AP. NICARAGUA lýsti yfir 200 mílna efnahagslögsögu í dag og sagði að með þessu fengi Nicara- gua einnig yfirráð yfir eyjum sem Kolombia hefur fram að þessu gert tilkall til. Þar á meðal eru Roncador, Quitasueno og Serrana, en sagt er að þar í grennd séu auðugar olíulindir. Veður víða um heim Akureyri 14 léttskýjað Amsterdam 7 skýjað Aþena 16 skýjað Berlín 1 þoka BrUssel 5 skýjað Chicago 6 bjart Denpasar, Bali 31 skýjaö Dublín 6 bjart Feneyjar 4 þokumóöa Frankfurt 3 rigning Genf 8 skýjaö Hong Kong 23 bjart Jerúsalem 11 skýjað Jóhannesarborg 26 bjart Kaupmannahöfn 2 skýjað Las Palmas 19 léttskýjað Lissabon 14 bjart London 5 skýjað Los Angeles 20 skýjað Madríd 13 sól Mallorca 9 alskýjaö Míami 22 skýjað Montreal -6 sólskín Moskva 0 skýjað New York -6 snjókoma Ósló -10 skýjað París 5 skýjað Reykjavík 8 súld Rio de Janeiro 27 skýjað Rómaborg 14 skýjað San Fransisco 12 skýjað Sydney 24 skýjað Tel Aviv 17 skýjað Tókýó 18 bjart Toronto -6 snjókoma Vancouver 11 rigning öðru hverju Vínarborg 7 skýjað Stjórnleys- ingi dæmdur London, 20. des. Reuter. BREZKUR stjórnleysingi var dæmdur í níu ára fangelsi í dag eftir að hann hafði játað fyrir rétti að hafa haft áform á prjónunum um að ræna Önnu prinsessu og varpa eldsprengjum vítt og breitt um helztu götur í London. Maðurinn hefur áður setið í fangelsi fyrir afbrot, en eftir að honum var sleppt síðast úr fangelsi komst hann í félags- skap stjórnleysingja og hann sagði fyrir réttinum að það væri stór galli við brezka stjórnleys- ingja að þeir væru sítalandi en síðan hefðust þeir ekki að. Hefði hann ætlað að bæta þar um betur. I>etta gerðist föstudagur 21. desember 1978 — Bandaríkjamenn og Rússar hefja nýjar Salt-viðræð- ur í Genf. 1975. — Árás hryðjuverka- manna á aðalstöðvar OPEC í Vín. 1973 — Fyrsta friðarráðstefna Israels og Arabaríkja sett í Genf. 1972 — Undirritun sáttmála Austur- og Vestur-Þjóðverja bindur enda á 20 ára fjandskap. 1971 — Kurt Waldheim valinn framkvæmdastjóri SÞ. 1967 — Louis Washkansky, fyrsti hjartaþeginn, andast 18 dögum eftir ígræðslu. 1961 — Tshombe samþykkir að hætta aðskilnaði Katanga. 1960 — Faisal forsætisráðherra segir af sér og Saud konungur tekur við stjórnartaumunum í Saudi-Arabíu. 1958 — De Gaulle kosinn forseti Fimmta franska lýðveldisins. 1953 — Mossadegh fv. forsætis- ráðherra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir uppreisn gegn íranskeisara, 1934 — Daniel Salamanca for- seta í Bólivíu steypt í herbylt- ingu. 1933 — Nýfundnaland verður krúnunýlenda. 1898 — Pierre og Marie Curie jppgötva radíum. 1851 — Frakkar samþykkja stjórnarskrá Louis Napoleons í þjóðaratkvæði. 1845 — Orrustan við Feroze- shah hefst. 1832 — Egyptar gersigra Tyrki í orrustunni við Konieh. 1747 — St. Pétursborgar-sátt- máli Breta, Hollendinga og Rússa. 1620 — Landganga pílagrím- anna í „Mayflower" í Plymouth, Massachusetts. Afmæli. Benjamin Disraeli, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1804-1881) - Josef Stalin, sovézkur stjórnmálaleiðtogi (1879-1953)- Jane Fonda, bandarísk leikkona (1937—) — Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ (1918---). Andlát. Giovanni Boccacio, rit- höfundur, 1375 — George Patton, hermaður, 1945. Innlent. Ölfusárbrúin nýja vígð 1945 — d. Jón erkibiskup „hinn staðfasti" (rauði) 1282 — f. Pétur Á. Jónsson söngvari 1884 — Bílstjóraverkfall í Reykjavík 1035 — Átök eftir Víetnamfund 1968 — f. Benedikt frá Hofteigi 1894 — Þorsteinn 0. Stephensen 1904. Orð dagsins. Heppnasti stjórn- málamaðurinn er sá sem segir oftast og hæst það sem allir hugsa. — Theodore Roosevelt, bandarískur forseti (1858—1919)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.