Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
Söluhæstu bækurnar í ár:
Undir kalstjörnu og
Miðilshendur Einars
Salan ekki minni en í fyrra
BÓKSALAR og útKcfendur eru nokkuú sammála um að bóksalan í
ár hafi gengið heldur betur en í fyrra og telja sumir að bækur hafi
selst í meira mæli úti á landi en í fyrra o>? telja það m.a. stafa af
KÓðum samgónKum. auðveldara sé að koma bókasendinKum út á
land (>% fólk ferðist meira úr sveitum í þéttbýli til að versla og
kaupi þá gjarna bækur.
Mbl. kannaði meðal nokkurra bókaverslana og útgefenda
hvcrjar væru helstu sölubækurnar í ár. Flestir bóksalar nefndu að
í fyrsta ok (jðru sæti væru bækurnar Undir kalstjörnu eftir Sigurð
A. Maunússon og Miðilshendur Einars á Einarsstöðum. Meðal
þýddra bóka er söluhæst Ék sprengi kl. 10 cftir Alistair Maclean
(>K virðist hún seljast í stærra upplagi en íslenskar bækur, en af
barnabókum er nokkuð misjafnt hvað selst og töldu marj?ir erfitt
að nefna ákveðnar bækur er skæru si>? úr.
Sumir bóksalanna er leitað
var til kváðust ekki hafa það
gott yfirlit þá stundina yfir
söluna og báðust því undan að
svara: „Æ, því get ég ekki
svarað,“ sagði t.d. einn bóksali á
Vesturlandi.
— „Þeir vita það fyrir vestan"
er eðlilega mesta sölubókin hjá
okkur, sagði Gunnlaugur Jónas-
son hjá Bókaverslun Jónasar
Tómassonar á ísafirði, en einnig
hafa selst vel bækurnar Undir
kalstjörnu, Hvunndagshetjan og
Miðilshendur, en gallinn er hins
vegar sá að þessar bækur vantar
þar sem flutningar hingað vest-
ur hafa gengið hægt síðustu
daga. Af öðrum bókum nefndi
Gunniaugur einnig Tryggva sögu
Ófeigssonar, Misjöfn er
mannsævin, Dómsdagur, Sig-
mund á skopöld, Steingríms sögu
og Á brattann. Af erlendum
bókum: Ég sprengi kl. 10, Guði
gleymdir og Fílaspor. Erlendu
myndabækurnar kvað hann selj-
ast mikið en þó minna en oft
áður en af best seldu hefð-
bundnu barnabókunum nefndi
Gunnlaugur Mamma í upp-
sveiflu og Lyklabarn og af þýdd-
um bókum I föðurleit, Húsið í
Stóruskógum og Vorið sem mest
gekk á.
Fulltrúi Bókaverslunar Hann-
esar Jónassonar í Siglufirði upp-
lýsti að mest sala væri í Undir
kalstjörnu, Miðilshöndum Ein-
ars og af þýddum bókum Ég
sprengi kl. 10 og sögu Margaret
Trudeau. Meðal helstu sölu-
hæstu barnabóka væru í föður-
leit og Titta og taldi hann meira
keypt af bókum nú en í fyrra.
I versluninni Bókaval á Akur-
eyri sagði verslunarstjórinn að
Undir kalstjörnu væri söluhæst,
en Miðilshendur Einars á Ein-
arsstöðum kæmi fast á eftir,
mikið væri selt af Hvunndags-
hetjunni, Sigmund á skopöld og
bókinni Móðir mín húsfreyjan.
Þá seldust nokkuð barnabæk-
urnar Agnarögn, Stroku Palli og
Mamma í uppsveiflu, en sala
þeirra mætti þó vera meiri
miðað við erlendar myndabæk-
ur. Sagði verslunarstjórinn söl-
una svipaða og í fyrra og ætti
góð veðrátta og færð sinn þátt í
að fólk úr nálægum sveitum
kæmi til Akureyrar í verslunar-
leiðangra.
— Hér er ein bók í sérsölu,
Miðilshendur Einars á Einars-
stöðum, sagði Ingvar Þórarins-
son hjá Bókaverslun Þórarins
Stefánssonar á Húsavík og hefur
hún gengið óvenjuvel. Aldnir
hafa orðið, Haldið til haga og
Fjallabæjarfólk seljast einnig
mjög vel, en allar þessar bækur
eru skrifaðar af þingeyingum.
Einnig nefndi hann 2 barnabæk-
ur þingeyskra höfunda Agnar-
ögn Páls H. Jónssonar og Stroku
Palla Indriða Úlfssonar. Meðal
þýddra bóka kvað hann Ég
sprengi kl. 10 seljast best og
Fjallavirkið. Margar fleiri bæk-
ur kvað hann seljast nokkuð, en
einnig að til væru þær bækur er
ekkert hreyfðust.
Ari Bogason hjá bókaverslun
Ara Bogasonar á Seyðisfirði
sagði Miðilshendurnar seljast
best hjá sér, en Undir kalstjörnu
kæmi næst. Bækur Alistair
MacLeans seldust jafnan mjög
mikið, en í ár heitir hún Ég
sprengi kl. 10, og sagði hann að
hún seldist helmingi meira en
söluhæsta íslenska bókin, en
einnig kvað hann sögur Theresu
Charles seljast vel. — Árin
okkar Gunnlaugs selst einnig
mikið hjá okkur enda var Gunn-
laugur Seyðfirðingur og held ég
reyndar að íslenskar bækur séu
almennt að sækja mjög á á
kostnað þýddu reyfaranna. Er-
lendu myndasögurnar fyrir
börnin seljast allmikið en af
öðrum bókum eru líklega drýgst-
ar Ævintýrabækurnar sem
koma nú í endurútgáfu, en salan
á barnabókunum dreifist mjög
mikið og er erfitt að tilnefna
nokkra röð í þeim.
Bókaverslun Höskuldar Stef-
ánssonar á Neskaupstað varð
næst fyrir valinu og kvað Hösk-
uldur Miðilshendur Einars í
efsta sæti og síðan Undir kal-
stjörnu. Fílaspor og Ég sprengi
kl. 10 væru vinsælastar þýddra
bóka, en Höskuldur kvað ís-
lenskar bækur vera að ná yfir-
höndinni hvað fjölda seldra ein-
taka áhrærði. Þá taldi hann
mesta sölu í myndabókunum
fyrir börnin.
Hjá Kaupfélagi Árnesinga á
Selfossi var gefin upp þessi röð:
1. Ég sprengi kl.10. 2. Miðilsh-
endur. 3. Dómsdagur. 4. Undir
kalstjörnu. 5. I ríki Vatnajökuls.
6. Steingríms saga. Teikni-
myndasögurnar þýddu væru
keyptar fyrir börnin, en einnig
seldust vel bækurnar Heiða og
Pétur, Húsið í Stóruskógum, þar
sem sögupersónur hefðu komið
við sögu í sjónvarpsþáttum og
einnig seldust nokkuð barna-
bækurnar Stroku Palli og Lykla-
barn.
Hjá Bókabúð Vestmannaeyja
var upplýst að Miðilshendur
Einars, Undir kalstjörnu og
Tryggva saga Ófeigssonar
kepptu um efsta sætið, en Sig-
mund á skopöld fylgdi þar fast á
eftir. Af erlendum bókum seld-
ust vel bækur þeirra Alistairs
MacLeans og Sven Hazels og
barnabókum I föðurleit, hún
skæri sig úr.
í Bókabúð Keflavíkur var Mbl.
tjáð að meðal íslenskra bóka
væru tvær í efsta sæti og langt
ofan við allar aðrar: Miðilshend-
ur Einars og Undir kalstjörnu.
Síðan væri röðin þessi: Tryggva
saga Ófeigssonar, Hvunndags-
hetjur, Stroku Palli, Valva Suð-
urnesja, Þrautgóðir á rauna-
stund, Þeir vita það fyrir vesta,
Dómsdagur og Óvitar. Af erlend-
um bókum væri röðin þessi: Ég
sprengi kl. 10, Strumpasúpa, Sá
besti í heimi, Guði gleymdir,
Fílaspor, Leyniþræðir ástarinn-
ar og I skugga Évu.
Þá var haft samband við
nokkrar bókaverslanir í
Reykjavík og nágrenni og feng-
ust eftirfarandi upplýsingar.
Bókabúð Olivers, Hafnarfirði:
Undir kalstjörnu, Miðilshend-
ur, Tryggva saga og Móðir mín
húsfreyjan, Ég sprengi kl. 10
mest seld af þýddum bókum, en
erfitt að sjá toppa í barnabókun-
um.
Bókabúð Jónasar, Rofabæ.
íslenskar: Undir kalstjörnu í
sérflokki, Miðilshendur Einars
seldist mikið síðustu daga einnig
Á brattann, Sigmund á skopöld
og Þeir vita það fyrir vestan.
Þýddar: Ég sprengi kl. 10, Guði
gleymdir. Barna- og unglinga-
bækur: Húsið í Stóruskógum,
Sjáðu sæta naflann minn og
Saltkrákan, sem væri nýkomin.
ísafold, Austurstræti:
—Ég svara alltaf að útgefendur
geta verið ánægðir, sagði Sig-
ríður Sigurðardóttir, og ef ég á
að segja eitthvað þá seldust
Auður Haralds og Sigurður A.
Magnússon mest fyrst, en nú
selst allt mögulegt og hafa
Miðilshendur Einars tekið mik-
inn kipp síðustu daga. Orðabæk-
ur seljast alltaf töluvert, Mac-
Lean er í efsta sæti af þýddum
bókum, en af barnabókum selst
engin mest. Salan hefur aldrei
verið jafnari en í ár og fólk getur
valið úr mun fleiri bókum.
Hjá bókaverslun Lárusar
Blöndal, Skólavörðustíg var upp-
lýst:
Ævisögur seljast vel t.d. Mið-
ilshendur Einars og Undir
kalstjörnu, Á brattann og
Tryggva saga Ófeigssonar. Þá
seljast mikið Þeir vita það fyrir
vestan og Sigmund á skopöld.
Skáldsögurnar Hvunndagshetj-
an, Dómsdagur og Unglingsvet-
ur seljast vel og erlendu reyfar-
arnir Ég sprengi .. ,,Guði
gleymdir, Fjallavirkið og Leyni-
þræðir ástarinnar ganga mjög
vel, en meðal barnabóka treysti
viðmælandi blaðsins sér ekki til
að greina frá, þar þekkti hann
ekki nóg til.
Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar, Austurstræti:
íslenskar: Undir kalstjörnu,
Miðilshendur, Á brattann, Þeir
vita það fyrir vestan, Hvunn-
dagshetjur og Unglingsvetur.
Þýddar: Ég sprengi kl. 10.
Barnabækur: Ævintýrabæk-
urnar og bækur Astrid Lind-
gren, en erfitt að sjá að nokkur
skeri sig úr. Þar var og upplýst
að einkennandi væri að fólk
keypti meira af eldri bókum og
mikið um að börn kaupi vasa-
brotsbækur fyrir foreldra sína.
Úlfarsfell, Hagamel:
íslenskar: Miðilshendur, Und-
ir kalstjörnu, Sigmund á skop-
öld.
Þýddar: Ég sprengi ..., Fíla-
spor, í morgunkulinu og Blóð-
bönd.
Barnabækur: Mikil dreifing,
myndabækur mest seldar, enda
ódýrari.
Útgefendur
Þá ræddi Mbl. við nokkra
bókaútgefendur og virtust þeir
sammála um að salan væri ekki
minni en í fyrra, sennilega meiri
og lét einn þess getið að salan
virtist meiri úti á landi en oft
áður.
Arnbjörn Kristinsson hjá Set-
bergi kvað bækurnar Dómsdag
eftir Guðmund Daníelsson og
Lækni í þrem löndum, ævisögu
Friðriks Einarssonar seljast
best hjá sér. Meðal barna— og
unglingabóka seldist best bókin
Svona er tæknin. Þá sagði Arn-
björn að salan væri nú í fyrsta
sinn nokkuð misjöfn eftir lands-
hlutum og virtist hún best á
Vestfjörðum og líka hefði selst
mikið á Akureyri.
Anton Örn Kærnested hjá
Almenna bókafélaginu kvað 4
bækur skera sig úr hjá AB: Á
brattann, Unglingsvetur, Þeir
vita það fyrir vestan og í ríki
Vatnajökuls og væru þær allar í
góðri sölu. Kvað Anton Örn
bóksölu hafa gengið mjög vel í
ár, betur en í fyrra og ættu m.a.
án efa góðar samgöngur út um
land sinn þátt í því.
Jóhann Páll Valdimarsson hjá
Iðunni kvað bók Alistairs Mac-
Leans, Ég sprengi kl. 10 í
langmestri sölu og bókina
Hvunndagshetju sagði hann
hafa unnið töluvert á. Sagði
Jóhann að miklu betur gengi nú
en áður að ná upp góðri sölu
bóka eftir íslenska höfunda og
væri greinilegt að þeir ynnu á í
samkeppni við þýddar skáldsög-
ur. Af öðrum bókum, er seldust
vel nefndi hann Erindi eftir
Þórarinn Eldjárn, Fílaspor eftir
Hammond Innes, Óvita Guðrún-
ar Helgadóttur, Agnarögn Páls
H. Jónssonar og bækurnar um
Litla, svarta Sambó, unglinga-
bækurnar Kittu og Dóru og
myndabækurnar um Strumpana.
Örlygur Hálfdánarson hjá
Erni og Örlygi sagði að bókin um
íslandsleiðangur Stanleys hefði
selst vel, 1.100 eintök er fyrst
voru prentuð væru uppseld og
búið að prenta viðbót. Þá sagði
hann Steingríms sögu hafa selst
vel, Bjartsýni léttir þér lífið,
Bændablóð, Vopnaskipti og vina-
kynni, Forn frægðarsetur og Ég
berst á fáki fráum hefðu einnig
gengið vel og barnabókin Búálf-
arnir. Þá hefði bókaflokkurinn
Sígildar sögur með litmyndum
selst nokkuð vel, en með þeim
flokki væri hugmyndin að kynna
börnum vandaðar bókmenntir,
sem þau myndu síðan lesa síðar í
fullri lengd. Örlygur sagði að
íslenskar skáldsögur hefðu geng-
ið framar vonum og taldi hann
bóksöluna nú ekki minni en í
fyrra.
Þröstur Ólafsson hjá Máli og
menningu sagði bókina Undir
kalstjörnu seljast langmest,
hefði þegar selst í stærra upp-
lagi en Eldhúsmellur, sem var
söluhæsta bókin hjá þeim í
fyrra. Hefði bókin komið
snemma út, verið umtöluð og því
auglýst sig sjálf. Barnabækurn-
ar kvað hann ganga nokkuð vel,
t.d. Emil í Kattholti og bækur
Astrid Lindgren og íslensku
bækurnar Mamma í uppsveiflu
og Lyklabarn einnig.