Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
17
JHiarfitinlíIaSlítlr
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.
Greiðslukreppan
og vinnubrögð
ríkisvaldsins
Um þessar mundir eru miklir frreiðsluerfiðleikar í
atvinnulífinu. Atvinnufyrirtæki eiga erfitt með að
standa skil á Rreiðslum og Rreiðslukreppan, sem tvímæla-
laust er skollin á, hefur keðjuverkandi áhrif í efnahagslíf-
inu. Það er auðvitaö óðaverðbólfían, sem veldur greiðslu-
kreppunni. Aukinn kostnaður krefst aukins fjármagns, sem
ekki er til. Þetta ástand hefur auðvitað mjög neikvæð áhrif
á athafnalífið í landinu og vari það lengi er hættan sú, að
þeir, sem bera ábyrgð á atvinnurekstri, gefist upp, dragi
saman seglin, segi upp starfsfólki eða fækki því. Ríkisvaldið
hefur á ýmsan hátt ýtt undir greiðsluerfiðleika í atvinnulíf-
inu. Ríkisstjórnir hafa gjarnan litið svo á, að það væri þeim
til framdráttar að standa gegn og fresta verðbreytingum.
Raunar virðast sumir ráðherrar líta svo á, að ein
áhrifaríkasta leiðin til þess að draga úr verðbólgu sé að
standa gegn verðbreytingum eða tefja þær. Þetta er
auðvitað mikill misskilningur. Fyrr eða síðar koma þessar
verðbreytingar fram í því óðaverðbólguástandi, sem hér
ríkir. Allar tafir á því að afgreiða eðlilegar verðhækkanir
verða hins vegar til að auka á greiðsluerfiðleika í
atvinnulífinu og veikja atvinnufyrirtækin svo mjög að þær
geta að lokum leitt til fækkunar starfsfólks eða fyrirtækin
eiga ekki aðra vörn en þá að standa gegn nýjum ráðningum,
sem oft eru nauðsynlegar en ekki er sinnt. Það hefur aftur
neikvæð áhrif á atvinnuástandið í landinu. Þess vegna eru
stöðugar tafir á afgreiðslu verðhækkana, frestir eða þá að
fundir eru ekki haldnir, ósiður, sem stjórnvöld eiga að venja
sig af. Þetta er ekki það eina, sem ríkisvaldið gerir til þess
að ýta undir greiðslukreppuna. Það vakti almenna kátínu í
október og nóvember, þegar núverandi fjármálaráðherra lét
í það skína, að honum hefði á örfáum vikum tekizt að bæta
mjög stöðu ríkissjóðs. Gamanið gránar hins vegar, þegar
þetta mál er skoðað nánar og í ljós kemur, að hagstæðar
tölur eru m.a. fengnar með því að draga greiðslur, sem aftur
hefur veruleg áhrif á greiðslustöðuna í atvinnulífinu. Árni
Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið fyrir nokkru, að mörg einkafyrir-
tæki ættu og hefðu lengi átt útistandandi stórar fjárhæðir
hjá ýmsum ríkisstofnunum, þar sem greiðsla reikninga
hefði ekki verið í samræmi við það, sem um hefði verið
samið. Taldi Árni Árnason um síðustu mánaðamót, aö
þessar greiðslur næmu milljörðum króna. Framkvæmda-
stjóri Verzlunarráðsins sagði, að fyrirtækin gerðu samninga
og ættu viðskipti við ríkisfyrirtæki í góðri trú um, að
reikningar yrðu greiddir með eðlilegum greiðsluskilmálum,
þ.e. mánuði eftir úttekt eða eftir því, sem um er samið
hverju sinni. Ríkisfyrirtæki eða stofnanir fara síðan út fyrir
greiðsluheimildir sínar og reikningar þeirra eru stöðvaðir
hjá rikisféhirði. Þetta veldur fyrirtækjunum að sjálfsögðu
miklum erfiðleikum. Til þess er ætlazt, að þau standi við
skuldbindingar sínar.
Til viðbótar kemur svo, að jafnvel þótt einkafyrirtæki
teldu eðlilegt að hefja innheimtuaðgerðir gagnvart ríkisaðil-
um halda þau að sér höndum af ótta við það að missa
viðskiptin eða verða fyrir öðrum neikvæðum aðgerðum af
ríkisins hálfu. Þaö er auðvitað augljóst, að með því að fresta
beiðnum um verðhækkanir, eða tefja þær um einhvern tíma
ti! þess að koma í veg fyrir áhrif þeirra á vísitölu um tiltekin
mánaðamót og með því að draga greiðslu á reikningum til
atvinnufyrirtækja í því skyni að sýna betri stöðu ríkissjóðs
hjá Seðlabanka um mánaðamót er ríkisvaldið að auka á
greiðsluerfiðleikana, sem leiða af óðaverðbólgunni, og með
þeim hætti að veikja atvinnufyrirtækin og stuðla að
greiðslukreppu í landinu. Það væri gagnlegt skref af hálfu
stjórnmálamanna í baráttu gegn verðbólgunni að hætta
þessum ósið því að þessar aðferðir duga ekkert í
verðbólguslagnum.
Tillögur vinstri flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum
TILLÖGUR vinstri flokk-
anna í þeim stjórnarmynd-
unarviðræðum, sem átt
hafa sér stað undanfarnar
vikur, eru æði misjafnar að
vöxtum. Morgunblaðið
birtir hér tillögur Fram-
sóknarflokks, Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks.
Tillögur Framsóknarflokks
voru fyrst lagðar fram 10.
desember síðastliðinn og
síðan tillögur Alþýðu-
bandalags daginn eftir.
Sama dag og Framsóknar-
flokkurinn lagði sínar til-
lögur fram var óskað út-
reiknings Þjóðhagsstofn-
unar á þeim og nú í vikunni
bauðst Steingrímur Her-
mannsson til þess að láta
reikna út tillögur Alþýðu-
bandalags. Því var hafnað
af höfundum plaggsins. Að
kvöldi 19. desember voru
tillögur Alþýðubandalags
síðan lagðar fram og eru
þær nú til útreiknings í
Þjóðhagsstofnun.
Framsóknarflokkur:
Tveggja ára
starfsáætlun í
efnahagsmálum
1. Almennt
Markvisst verði að því unnið að
koma efnahagsmálum á traustan
grundvöll, tryggja efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar, bæta lífskjörin og
auka jöfnuð.
Forsenda þess að þetta megi takast
er að jafnt og þétt verði dregið úr
verðbólgunni með því að halda heild-
arumsvifum í þjóðarbúskapnum inn-
an hæfilegra marka og dregið úr
víxlhækkunum verðlags og launa um
leið og atvinnuvegir þjóðarinnar eru
efldir og verðmætasköpun aukin.
Jafnframt verði unnið að hagræð-
ingu í ríkisrekstri og á sviði atvinnu-
vega með sparnaði og hagkvæmri
ráðstöfun fjármagns.
Um þessi mál öll verði haft náið
samráð við launþega og aðra aðila
vinnumarkaðarins.
2. markmið
Gerð verði tveggja ára starfsáætlun
í efnahagsmálum. Meginmarkmiðin
verði:
2.1 Atvinnuöryggi.
2.2 Áfangahjöðnun verðbólgu, þannig
að verðbólga á ársgrundvelli verði
undir 30% 1980 og 18% 1981.
(Athugist nánar).
2.3 Kjör þeirra lægstlaunuðu verði
bætt þannig, að réttlátari tekju-
skipting verði í landinu.
2.4 Kaupmáttur ráðstöfunartekna al-
mennings verði á árinu 1980 svip-
aður og á síðustu mánuðum ársins
1979, en stefnt að því að kaup-
máttur aukist 1981.
2.5 Jafnvægi verði í viðskiptum við
útlönd.
2.6 Erlendar lántökur verði miðaðar
við erlenda kostnaðarþætti brýn-
ustu orkuframkvæmda og þau
mörk, sem greiðslubyrði erlendra
skulda setur.
2.7 Rekstrargrundvöllur undirstöðu-
greina atvinnulífsins verði tryggð-
ur og stefnt að nokkurri fram-
leiðsluaukningu 1980 og 1981.
3. Leiðir
Til þess að ná settum markmiðum
verði beitt samræmdum aðgerðum í
ríkisfjármálum, fjárfestingarmálum,
peningamálum, verðlagsmálum og
kjaramálum, sem lýst verði í Þjóð-
hagsáætlun. Meginatriðin verði þessi:
3.1 Ríki.sfjármá!
1) Tekjuhlið fjárlaga 1980 og 1981
verði innan við 29% af þjóðartekj-
um. Skattheimta verði því ekki
aukin frá því sem nú er, en
endurskoðuð og einfölduð. Tekið
verði upp staðgreiðslukerfi skatta.
2) Ríkissjóður verði rekinn án
greiðsluhalla. Með sparnaði og
samdrætti á ákveðnum sviðum
verði skapað svigrúm til félags-
legra umbóta og jöfnuðar (t.d. í
upphitun).
3) Fjárlaga- og hagsýsludeild verði
gert kleift að sinna hlutverki sínu
samkvæmt 13. gr. laga um efna-
hagsmál o.fl. frá 7. apríl 1979.
3.2 Fjárfestingarmál
1) Heildarfjárfestingu á árunum 1980
og 1981 verði haldið innan þeirra
marka, sem ákvarðast af eftirspurn-
arstigi, viðskiptajöfnuði og atvinnu-
öryggi, eða um 25—26% af þjóðar-
framleiðslu.
2) Framkvæmdir á sviði orkumála
hafi forgang. Fé lífeyrissjóða og
fjárfestingarsjóða verði beint til
framkvæmda í fiskiðnaði og öðrum
iðnaði. Dregið verði úr fjárfestingu
í verzlun, innflutningi fiskiskipa og
landbúnaði.
3) Með samkomulagi eða eftir öðrum
leiðum verði tryggt að útlán allra
lánastofnana, þar með taldir
lífeyrissjóðir, verði í samræmi við
samþykkta fjárfestingaráætlun og
stefnuna í lánamálum.
4) Fjárfestingar ríkisstofnana með
sjálfstæðan fjárhag, þ.m.t. ríkis-
bankar, verði því aðeins heimilað-
ar, að þær séu innan ramma
fjárfestingaráætiunar.
5) Leitað verði eftir samkomulagi við
sveitarfélögin um að fjárfesting
þeirra rúmist innan ramma fjár-
festingaráætlunar.
3.3 Peninga- og lánamál
1) Aukning peningamagns í um-
ferð fylgi markmiðum í efna-
hagsmálum.
2) Vaxta- og verðbótakostnaður fari
lækkandi á árunum 1980 og 1981 í
samræmi við hjöðnun verðbólgu.
Lánum verði skilyrðislaust breytt í
verðtryggð lán með lágum vöxtum
og þau lengd bæði hjá bönkum og
fjárfestingarsjóðum. Dregið verði
úr greiðslubyrði atvinnuveganna.
3) Gengisbreytingum verði haldið
innan þeirra marka, sem sett verða
í verðlags- og launamálum.
3.4 Verðlagsmál
1) Hækkunum á verðlagi vöru og
þjónustu verði sett eftirgreind efri
mörk ársfjórðungslega:
Til 1. marz 1980 8%
Til 1. júní 1980 7%
Til 1. sept. 1980 6%
Til 1. des. 1980 5%
Á árinu 1981 verði miðað við
áframhaldandi lækkun ársfjórð-
ungslegra breytinga, þannig að
verðbólga á árinu 1981 verði undir
18%.
2) Óafgreiddar umsóknir um hækkan-
ir, sem nú liggja fyrir, verði
takmarkaðar við 8% hækkun sem
hámark, annað en búvöruverð,
fiskverð og e.t.v. útseld vinna.
3) Verðlagsnefnd verði heimilað að
ákveða hækkanir innan ofan-
greindra marka án samþykkis
ríkisstjórnar.
4) Erlend verðhækkunartilefni verði
skoðuð sérstaklega. Ef þau eru
talin leiða til hækkana umfram
umrædd mörk, skal slíkt háð sam-
þykki ríkisstjórnar.
5) Hækkun á opinberri þjónustu verði
skilyrðislaust haldið innan um-
ræddra marka. Án tafar verði gerð
úttekt á stöðu og rekstri opinberra
stofnana með tilliti til þessa
ramma og sparnaðar. Uppsöfnuð-
um skuldum, sem ekki verða
greiddar úr rekstri, verði breytt í
lengri lán.
3.5 Kjaramál
Leitað verði eftir samkomulagi við
launþega um eftirgreind atriði:
1) Engar grunnkaupshækkanir á ár-
inu 1980.
2) Ársfjórðungslegum vísitölubótum
á laun verði sett þau sömu mörk og
greinir í kafla um verðlagsmál.
3) Hækki verðbótavísitala umfram
umrædd mörk, verði allt að 2% stig
í vísitölu bætt með félagslegum
umbótum og öðrum aðgerðum hins
opinbera á heildarlaun allt að kr.
400 þús.
4) Vísitölubætur á laun fari stig-
lækkandi, þannig að launþegar beri
úr býtum u.þ.b. sömu krónutölu,
þegar beinir skattar eru greiddir.
5) Kaupmáttur lægri launa verði var-
inn m.a. með því að þau 2%, sem
draga átti af launum 1. des.,
haldist.
6) Meðal þeirra umbóta, sem að
framan eru taldar, verði lagfær-
ingar gerðar m.a. á húsnæðismál-
um, eftirlaunum aldraðra og lífeyr-
ismálum.
7) Viðleitni hálaunahópa til að brjót-
ast út úr umsömdum ramma verði
skilyrðislaust stöðvuð.
8) Haldið verði áfram endurskoðun á
vísitölu.
9) Með markvissri fjárfestingu til
framleiðniaukningar verði stefnt
að aukningu kaupmáttar á árinu
1981. Tekið verði tillit til viðskipta-
kjara.
Alþýðubandalagið:
Aukin
samneyzla —
hjöðnun
verö-
bólgu
í upphafi viðræðna um hugsanlega
myndun ríkisstjórnar Framsóknar-
flokks, Alþýðubandaiags og Alþýðu-
flokks vill Alþýðubandalagið kynna
eftirfarandi áhersluatriði, en mun
innan tíðar gera ítarlega grein fyrir
hugmyndum flokksins um helstu efn-
isatriði væntanlegs stjórnarsáttmála.
1. Gerð verði þriggja ára áætlun um
hjöðnun verðbólgu, jöfnun lífskjara
og eflingu íslenskra atvinnuvega.
2. Stefnan í efnahags- og kjaramálum
verði við það miðuð
a) að sérstök áhersla verði lögð á
að auka kaupmátt lægstu launa
b) að elli-og örorkulífeyrir hækki
c) að almenn laun séu verðtryggð
d) að stuðlað verði að jöfnun rétt-
inda launafólks, m.a. í lífeyris-
málum, húsnæðismálum og á
sviði vinnuverndar og vinnuað-
búnaðar.
3. Alþýðubandalagið gerir þá ófrá-
víkjanlegu kröfu, að full atvinna
verði tryggð um land allt og varar
alvarlega við hugmyndum um sam-
drátt félagslegra framkvæmda,
sem m.a. gæti leitt til atvinnuleys-
is.
4. Ráðist verði gegn verðbólgu sam-
kvæmt ofangreindri þriggja ára
áætlun með samræmdum aðgerð-
um í verðlagsmálum, skattamálum,
ríkisfjármálum og peningamálum
og þannig stuðlað að sem stöðug-
ustu gengi íslensku krónunnar.
5. Alþýðubandalagið ieggur áherslu á,
að í baráttunni við verðbólguna
verði ekki beitt kreppu- og sam-
dráttarráðstöfunum, en þess í stað
gert sérstakt stórátak til aukinnar
verðmætasköpunr með hagræðingu
í atvinnulífi, skipulegri fjárfest-
ingarstjórn og niðurskurði milli-
liðaeyðslu í samræmi við fyrri
tillögur Alþýðubandalagsins.
6. Alþýðubandalagið telur, að varð-
veisla efnahagslegs og stjórnar-
farslegs sjálfstæðis eigi að vera
grundvallaratriði stjórnarstefn-
unnar. í samræmi við þá afstöðu
gerir Alþýðubandalagið kröfu til
þess, að bandaríski herinn verði á
brott úr landinu og vísar á bug
hvers konar áformum um frekari
stóriðjurekstur í eigu erlendra auð-
félaga. Flokkurinn hafnar þátttöku
Bandaríkjamanna í byggingu nýrr-
ar flugstöðvar og telur afar brýnt,
að á Suðurnesjum verði gert sér-
stakt átak til að byggja upp
fjölþætta atvinnustarfsemi, svo að
allir Suðurnesjabúar eigi kost á
tryggri atvinnu við innlenda at-
vinnuvegi.
7. Alþýðubandalagið leggur áherslu á
aukna samneyslu og jöfnun lífs-
kjara og lýðréttinda, m.a. með
greiðari aðgangi allra landsmanna
að stjórnsýslu og samfélagslegri
þjónustu og með endurskoðun á
kosningalögum og kjördæmaskip-
an.
8. Alþýðubandalagið leggur áherslu á
félagslega eign helstu auðlinda
þjóðarinnar og verndun og skipu-
lega hagnýtingu þeirra til að
styrkja efnahagslegt sjálfstæði
landsmanna. I því sambandi verði
m.a. gert átak til að hagnýta
orkulindir landsins til að efla
innlenda atvinnuvegi og gera
landsmenn sem fyrst óháða inn-
fluttri orku og tryggja jöfnuð
varðandi orkuverð.
Alþýðuflokkur:
Sveitarfélög
fái ákvörö-
unarvald í
skattamálum
I. Inngangur
Nauðsynlegt er með gjörbreyttri
stefnu og breyttum vinnubrögðum að
ná tökum á þeim efnahagsvanda —
verðbólgu — sem ógnað hefur íslensku
efnahagslífi á síðasta áratug, grafið
undan öryggi heimilanna, rýrt afkomu
og lífskjör þjóðarbúsins, ógnað at-
vinnuöryggi og haft í för með sér
ýmiss konar spillingu og órétt. Til
þess að fá unnið bug á þessari
höfuðmeinsemd í íslensku efna-
hagslífi þarf ríkisstjórnin að setja sér
ákveðin og afmörkuð markmið og ná
samkomulagi um skýrar og afdráttar-
lausar leiðir að þeim markmiðum.
Með samhæfðum og markvissum að-
gerðum þarf að stefna að umtalsverð-
um og augljósum árangri á nægilega
skömmum tíma til þess að afdráttar-
laust komi í ljós að aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar skili raunhæfum ár-
angri.
Þau markmið sem ríkisstjórnin þarf
að setja sér í þessu sambandi eru fyrst
og fremst þessi:
1. að í árslok 1980 verði verðbólga
innan við 30% og í árslok 1981
innan við 15%.
2. að þessu markmiði verði náð án
þess að ógnað verði atvinnuöryggi
og þannig að ríkisstjórnin tryggi
lífskjör þeirra fjölskyldna sem
lægstar hafa tekjur.
3. Jafnvægi verði tryggt í ríkisbú-
skapnum og atvinnumálum með
því:
a) að jafnvægi verði látið ríkja í
viðskiptum við útlönd
b) að erlendar lántökur auki ekki
skuldabyrði þjóðarinnar
c) að ríkissjóður verði rekinn halla-
laus, og komið verði eftir mætti
í veg fyrir árstíðabundnar
sveiflur í ríkisfjármálum
d) að í atvinnumálum verði þess
sérstaklega gætt að nýting auð-
linda landsins og miðanna sé
innan eðlilegra marka
e) að tryggður verði stöðugleiki og
jafnvægi í afkomumálum helstu
atvinnuvega þjóðarinnar.
II. Leiðir
Þessum markmiðum verði m.a. náð
með eftirtöldum aðferðum:
1. Ríkisfjármál:
a) heildarumsvifum ríkisins verði
stillt í hóf, og skattbyrði ekki aukin
frá því sem nú er. Arið 1980 verði
jafnframt við það miðað að heil-
dartekjur ríkissjóðs fari ekki fram
úr 28,5% af vergri þjóðarframl-
eiðslu miðað við verðlagsforsendur
fjárlagafrumvarps fyrir árið 1980.
b) jafnvægi verði tryggt í rekstri
ríkissjóðs meðal annars með því að
í fjárlögum verði áætlaður mjög
verulegur greiðsluafgangur sem
m.a. sé hægt að verja til ófyrir-
séðra útgjalda síðar á árinu.
c) gerð verði ströng greiðsluáætlun
um innborganir og útborganir úr
ríkissjóði, þar sem mjög ákveðið
verði framfylgt þeirri stefnu að
vinna gegn árstíðabundnum sveifl-
um í ríkisfjármálum með því m.a.
að fresta öllum frestanlegum
greiðslum þegar séð þykir að út-
gjöld ríkissjóðs stefni verulega
fram úr áætlun. Framkvæmdum
verði jafnað yfir lengra tímabil
eftir því sem frekast eru tök á og
óviðráðanlegum tímabundnum ha-
lla á rekstri ríkissjóðs m.a. mætt
með aukinni fjármögnun viðskipt-
abanka í stað yfirdráttar á hiaup-
areikningum ríkissjóðs í Seðlab-
anka.
d) við gerð fjárlaga verði ákvörðun
um útgjöld tekin í kjölfar bindandi
ákvarðana um tekjur þær sem
ríkisstjórnin hyggst afla innan
marka þeirra umsvifa ríkisins sem
ákveðin hafa verið.
e) sjálfvirkni í útgjöldum ríkissjóðs
verði afnumin en þess í stað gerð
áætlun til tveggja til fjögurra ára
um framlög ríkisins til fjárfest-
ingalánasjóða og annarra þarfa í
samræmi við atvinnuástand og
allar aðrar aðstæður.
f) stofnunum og fyrirtækjum ríkisins
verði gert að starfa sem mest með
sjálfstæðan fjárhag og á eigin
ábyrgð innan marka ákvarðaðra
tekna og lánsfjáröflunar. Framlag
á fjárlögum til einstakra verkefna
verði miðað við fastar fjárupphæð-
ir en ekki verkáfanga.
g) sú kerfisbreyting verði jafnframt
gerð við afgreiðslu fjárlaga að
lánsfé verði ekki eyrnamarkað til
einstakra þarfa, framkvæmda-
framlögum einstakra stofnana og
Viðræðunefndir vinstri flokkanna á fundi i Þórshamri.
ríkisfyrirtækja verði ekki skipt
niður á smæstu verk og verkáfanga
og framlögum til fjárfestingarlán-
asjóða verði ekki endanlega skipt
við fjárlagaafgreiðslu.
2. Skattamál:
a) um áramótin 1980—1981 leysi
virðisaukaskattur sðluskatt af
hólmi og leggist á allar vörur og
þjónustu. Tekjuskattur verði af-
numinn á næstu þremur árum af
almennum launatekjum einstakl-
inga (meðaltekjur kvæntra sjó-
manna, verkamanna og iðnaðar-
manna verði skattlausar) en stig-
hækkandi tekjuskatti verði haldið
á hærri tekjum einstaklinga og á
fyrirtækjum.
b) frá og með áramótum 1980 og 1981
verði tekin upp staðgreiðsla beinna
skatta.
c) áhrif breytinga á óbeinum sköttum
og niðurgreiðslum verði tekin út úr
vísitölu frá og með áramótum
1980-1981.
d) frá og með sama tíma verði rofin
tengsl útsvars og tekjuskatts og
sveitarfélögum jafnframt fenginn
aukinn réttur til þess að ákveða
sjálf skattheimtu sína innan tiltek-
inna marka — þar á meðal um
álagningu útsvars.
e) sérstökum skattadómstól verði fal-
in dómsmeðferð skattbrotamála og
skattsvikamál meðhöndluð eins og
önnur brotamál.
3. Peningamál:
a) heildaraukningu peningamagns í
umferð verði ákveðin takmörk sett
þannig að aukning peningamagns
verði innan þess er svarar til
verðlagsbreytinga á næstu 2 árum.
Á árinu 1980 farr aukning pen-
ingamagns í umferð ekki fram úr
27%.
b) innan þessara marka verði jafn-
framt sett ákveðin ársfjórðungs-
mörk um aukningu peningamagns í
umferð og samrýmist þau ársfjórð-
ungsmörk markmiðum um hjöðn-
un verðbólgu í áföngum.
c) Seðlabankinn ákveði bindiskyldu á
fé innlánsstofnana í samræmi við
þessi mörk.
4. Lánamál:
a) Verðtryggingu sparifjár og útlána
verði komið á í áföngum eins og lög
segja fyrir um.
b) jafnframt verði lánstími lengdur
og greiðslubyrði jöfnuð, þannig að
verðtrygging fjárskuldbindinga
hafi ekki í för með sér óeðlilega
greiðslubyrði.
c) Stuðlað verði að eðlilegri lánsvið-
skiptum með breytingu á reglum
skattalaga um meðferð vaxtatekna
og vaxtagjalda með þeim hætti að
skattlagning vaxta- og verðbóta-
tekna verði endurskoðuð þannig að
verðbætur t.d. af fasteignaskulda-
bréfum verði ekki skattlagðar sem
tekjur eins og nú á sér stað og
frádraftarbærum vaxtagjöldum
verði takmörk sett.
d) Lánveitingar Byggingarsjóðs ríkis-
ins og lífeyrissjóða til húsbygginga
verði samræmd og húsnæðislán
aukin í áföngum í 80% af bygg-
ingarkostnaði í samræmi við hús-
næðismálafrumvarp félagsmála-
ráðherra.
5. Fjárfestingamál:
a) tryggt verði að fjárfesting beinist í
arðbærar framkvæmdir með því að
taka upp verðtryggingu fjár-
skuldbindinga og raunvexti.
b) heildarhlutfall fjárfestingar á ár-
inu 1980 og 1981 fari ekki fram úr
25% af vergri þjóðarframleiðslu.
c) áhersla verði lögð á að dreifa
fjárfestingarframkvæmdum jafnar
yfir framkvæmdatímabil og at-
vinnusvæði.
d) með verðtryggingu fjárskuldbind-
inga verði sérstök áhersla lögð á
innlenda fjármögnun og erlendar
lántökur verði við það miðaðar að
erlend lán fari ekki fram úr
erlendum kostnaði við arðbærar
framkvæmdir og að afborganir og
vextir á næstu tveimur árum af
erlendum lánum fari ekki fram úr
14% af heildargjaldeyristekjum
þjóðarbúsins.
e) við val á fjárfestingarverkefnum
verði sérstök áhersla lögð á orku-
framkvæmdir, fiskvinnslu, sam-
göngur og iðnað — bæði sam-
keppnisiðnað og útflutningsiðnað,
en dregið verði úr fjárfestingu í
landbúnaði, í opinberum bygg-
ingarframkvæmdum og í fiskiskip-
um.
6. Atvinnumál:
1. Með breytingu á lögum um afnám
sjálfvirkra framlaga úr ríkissjóði
og öðrum ráðstöfunum leitist ríkis-
stjórnin við að tryggja að þarfir
atvinnuvega í fjárfestingarmálum
og rekstrarlánamálum verði metn-
ar á jafnréttisgrundvelli. Sérstök
áhersla verði lögð á atvinnugreinar
sem:
a) skila auknum atvinnutækifær-
um og bjóða upp á góðar
atvinnutekjur.
b) stuðla að aukinni framleiðslu, auk-
inni framleiðni og aukinni þjón-
ustu við þær atvinnugreinar
sem fyrir eru í landinu.
c) nýta innlendar orkulindir samfara
því að hagnýta sér erlenda
þekkingu og erlent áhættufé þar
sem eðlilegrar varúðar sé gætt
og jafnframt tryggt að slíkur
atvinnur'ekstur lúti ávallt
íslenskum lögum og íslenskum
hagsmunum í hvívetna.
2. Landbúnaðarframleiðslan verði að-
löguð markaðsþörfum innanlands
og miðuð við eðlilega nýtingu
landgæða og eðliiegar þarfir ein-
stakra markaðssvæða. Áhersla
verði lögð á að horfið verði frá
núverandi offramieiðslustefnu en
þess í stað lögð meiri rækt við að
bændur geti sótt sér auknar tekjur
með aukinni hagræðingu í bú-
rekstri og aukinni hagnýtingu hlið-
ar- og aukabúgreina. Sjálfvirk
verðábyrgð á útfluttum landbúnað-
arafurðum verði afnumin í áföng-
um og eftirleiðis verði verðábyrgð
aðeins veitt að því marki sem
svarar til eðlilegra framleiðslu-
sveiflna innan afmarkaðra bú-
greina. Verðákvörðunarkerfi land-
búnaðarafurða verði breytt þannig,
að eðlileg skil verði milli framleið-
enda annars vegar og vinnslu- og
dreifingaraðila hins vegar.
3. Fiskveiðar: Með markvissri stjórn
fiskveiða verði byggður upp hrygn-
ingarstofn þorsks og jafnvægi
haldið í nýtingu allra fiskistofna.
Aflajöfnunargjald verði tekið upp
til verðjöfnunar milli fisktegunda. I
samráði við hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi verði leitað nýrra leiða til
fiskveiðistjórnunar sem m.a. miðist
við að dregið verði úr kostnaði við
fiskveiðar.
4. Orkumál: Lokið verði við hring-
tengingu veitusvæða og breytt um
vinnuaðferðir við val virkjana og
virkjanastaða, þannig að áður en
ákvörðun verði tekin um næstu
virkjanir liggi fyrir arðsemisathug-
anir og kostnaðarútreikningar á
æskilegum virkjunarkostum svo og
markaðsþörf aðliggjandi orku-
markaða og möguleg orkusala.
Tryggt verði öruggt orkuframboð á
öllum orkusvæðum og sambærilegt
heildsöluverð á raforku um landið
allt. Ráðstafanir verði gerðar til
þess að draga tafarlaust úr mun á
hitunarkostnaði.
Haldið verði áfram uppbyggingu
á orkufrekum iðnaði, sem boðið geti
há laun og markaðsöryggi. í því
sambandi verði leitað eftir hvoru
tveggja í senn: alþjóðlegri tækni-
þekkingu og erlendu áhættu-
fjármagni, en þó þannig að viðkom-
andi fyrirtæki lúti ávallt íslenskum
lögum.
5. Olíumál: Áhersla verði lögð á að
afla nýrra og hagkvæmari inn-
kaupasamninga á oliuaðföngum.
Stofnað verði sérstakt innflutn-
ingsfyrirtæki fyrir olíuvörur með
aðild ríkisins og olíufélaganna og
birgðarými í landinu verði stórauk-
ið. Island gerist aðili Alþjóðaorku-
málastofnunarinnar.
7. Iðnaðarmál: Áhersla verði lögð á
uppbyggingu almenns iðnaðar sem
gegni því hlutverki að taka við því
aukna vinnuafli sem koma mun á
vinnumarkað á næstu árum. Iðn-
aður njóti eðlilegrar samkeppnis-
aðstöðu, en áhersla sé lögð á að
hann þróist við eðlilegar aðstæður
þannig að slíkur iðnaður verði
þjóðarbúinu lyftistöng.
7. Þjóðarcign náttúruauðlinda: Til
þess að tryggja nýtingu íslenskra
auðlinda í þágu þjóðarheildarinnar
verði sett lög um að orka fallvatna
ásamt djúphita í jörðu teljist al-
þjóðareign. Jafnframt verði al-
menningi veittur frjáls og óhindr-
aður aðgangur að afréttum og
óbyggðalöndum til íþrótta og úti-
veru og þau afréttarlönd sem ský-
laus éignarheimild einstaklinga eða
félaga liggur ekki fyrir á, verði
úrskurðuð almenningseign.
7. Kjaramál
1. Stefnt verði að samræmdu launa-
kerfi er taki til allra samningsaðila
ASÍ, BSRB og BHM. Við gerð slíks
samræmds launakerfis skal lögð
áhersla á að koma á fót einfaldara
launakerfi þar sem glöggt megi
marka raunverulega umsamin
launakjör einstakra launahópa.
2. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að
kjarasamningar geti farið fram
samtímis fyrir alla aðila vinnu-
markaðarins og hafi sama gildis-
tíma. í því sambandi auðveldi
ríkisvaldið tæknilega útfærslu
samningagerðar og veiti samnings-
aðilum upplýsingar og hagræna
aðstoð.
3. Þar sem ljóst er að víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags hafa ekki
skilað launþegum öðru en aukinni
verðbólgu og hafa haft þau áhrif að
íslendingar hafa dregist aftur úr
nágrannaþjóðum í lífskjörum verði
horfið frá leið innantómra pen-
ingalaunahækkana og leitað nýrra
úrræða til að tryggja raunveru-
legan kaupmátt launa.
4. Vegna ríkjandi aðstæðna í þjóðar-
búskapnum er einsýnt að ekki er
svigrúm til almennra grunnkaups-
hækkana. Ríkisstjórnin marki þá
stefnu að ganga ekki til neinna
slíkra samninga sem aðeins hefðu í
för með sér skammvinnar pen-
ingalaunahækkanir en þeim mun
langvinnari verðbólguáhrif og ógn-
un við almennt atvinnuöryggi. Þótt
Ijóst sé, að kjör þjóðarinnar muni
fyrirsjáanlega skerðast á næstu
mánuðum telur ríkisstjórnin
óhjákvæmilegt að verja hagsmuni
þeirra heimila sem lægstar tekjur
bera úr býtum og mun gera það
með eftirtöldum ráðstöfunum:
a) með hækkun skattfrelsismarka
tekjuskatts, þannig að heildar-
skattbyrðin hjá einstaklingum
lækki frá því sem hún var á
árinu 1979 og sú lækkun komi
fyrst og fremst fram hjá lág-
tekjufólki og þeim sem hafa
lágar meðaltekjur.
b) með auknum stighækkandi fjöl-
skyldubótum eftir fjölskyldu-
stærð.
c) með hækkun á ellilífeyri, tekju-
tryggingu og þeim bótagreiðsl-
um almannatrygginga, sem sér-
staklega eru sniðnar við þarfir
þeirra tekjulægstu.
d) með ákvörðunum um almenna
Iágmarkstekjutryggingu og
beinum greiðslum úr ríkissjóði
til að brúa bil milli rauntekna
fjölskyldna og skilgreindra lág-
markstekna í þjóðfélaginu.
e) með umbótum í húsnæðismál-
um, Iífeyrisréttindamálum,
starfsumhverfismálum, vinnu-
verndarmálum, aðbúnaðarmál-
um á vinnustað, í öldrunarmál-
um og í réttindamálum þeirra
sem búa við skerta starfsorku.
f) með því að lögleiða frumvarp um
eftirlaun aldraðra og samræmt
lífeyrisréttindakerfi fyrir alla
landsmenn.
I þessu skyni verði varið a.m.k. 10
milljörðum króna, sem verði mætt
með almennum aðhaldsaðgerðum
og beinum tekjutilfærslum milli
samfélagshópa.
8. Verðlagsmál
1. Fiskverð og búvöruverð hækki inn-
an sömu marka og laun verða
ákveðin.
2. Núverandi reglum um hámarks-
álagningu og óbreytt verðlagseft-
irlit verði haldið þar sem einokun-
arverðmyndunar gætir. Upplýs-
ingaþjónusta við almenning verði
aukin og sérstök lög sett gegn
einokun í verslunar- og þjónustu-
starfsemi,
3. í samkeppnisgreinum verði verð-
lagseftirliti fyrst og fremst beint
að innflutningsverðlagi á sama
tíma og hámarksálagning verði
afnumin í tilraunaskyni t.d. til
tveggja ára. Mjög ströngu eftirliti
verði beitt gegn umsaminni hækk-
un innflutningsverðs og umboðs-
þóknunum að viðlögðum þyngstu
viðurlögum.
4. Verðlagningaraðferðum við útselda
vinnu verði alfarið breytt m.a. til
þess að tryggja hag neytenda og
skapa eðlileg skil milli meistara og
sveina. Bannað verði að ákveðnar
verði með einhliða samþykkt tiltek-
inna félaga, að lögð séu á kaupend-
ur útseldrar vinnu hverskonar
kvaðir og gjöld, sem ekki eru bein
afleiðing af viðskiptum verksala og
verkkaupa.
5. Á næstu tveimur árum verði hækk-
unum á verði á innlendum vörum
og þjónustu sett ákveðin mánaðar-
leg mörk sem miðist við samfellda
hjöðnun verðbólgunnar. Hækkun-
um á allri opinberri þjónustu verði
haldið innan við þessi mörk.