Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
25
Breska læknafélagið í þriðju reykingaskýrslu sinni
Valið stendur á milli
reykinga eða heilsu
Konunglega breska læknafélag-
ið hvetur nú til aðgerða af hálfu
hins opinbera gegn sígarettureyk-
ingum með algjöru banni við að
auglýsa sígarettur og takmörkun
tjöru- og nikótínsinnihalds þeirra.
Þetta kemur fram í þriðju
opinberu skýrslu félagsins, sem
nefnist „Reykingar EÐA heilsa".
Þar eru raktar nýjustu sannanir
sem fram hafa komið um sjúk-
dóma og ótímabæran dauða þeirra
sem reykja. Bent er á, að áhrifa-
ríkt væri að taka af markaðnum
allar sígarettutegundir sem inni-
halda meira en 15 milligrömm af
tjöru eða 1 milligramm af nik-
ótíni. Samkvæmt upplýsingum
breska blaðsins Financial Times,
innihalda tíu mest seldu síga-
rettutegundir Breta frá 18,5 mg af
tjöru og 1,2 mg af nikótíni, upp í
25 mg af tjöru og 1,9 mg af
nikótíni.
Mesta eitrið dýrast
Raunverð á sígarettum í Bret-
landi er nú það lægsta sem verið
hefur síðan árið 1947, segir í
bresku skýrslunni. Lagt er til að
verðið verði hækkað og það hækki
í hlutfalli við tjöru- og nikótín-
innihald hinna ýmsu sígarettuteg-
unda, með þeim afleiðingum að
þær sígarettur sem mest eiturefni
eru í verði dýrastar.
Allar auglýsingar og áróður
fyrir sölu á sígarettum og reyk-
ingum verði tafarlaust bannaðar.
Eitt af því sem lögð er þung
áhersla á í skýrslunni er að
reykingar á opinberum stöðum
verði takmarkaðar.
Þá er hvatt til þess, að heil-
brigðisráðuneytið og aðrar stofn-
anir sem vinna að heilbrigðismál-
um sameinist um að finna nýjar
aðferðir til að hjálpa fólki til að
hætta að reykja. Einnig að síga-
rettusjálfsalar verði fjarlægðir af
stöðum sem unglingar sækja og í
verslunum verði hengd upp skilti
er á stendur bann við sölu tóbaks
til yngri en 16 ára.
Menntun ræður
afstöðunni
Þessi skýrsla staðfestir niður-
stöður fyrri skýrslna um að það
eru frekar hinir menntuðu og
velstæðu sem hætta að reykja. A
síðustu 30 árum hafa reykingar
karla er hæst standa í þjóðfé-
lagsstiganum í Bretlandi minnkað
um 50%, á meðan ekkert hefur
dregið úr þeim hjá hinum lægst
settu, sem eru ófaglærðir verka-
menn. Rannsóknir í fleiri löndum
benda til svipaðrar niðurstöðu.
Hins vegar virðist mjög hafa
dregið úr reykingum kvenna í
Bretlandi.
Þótt stéttaskipting sé meiri í
Bretlandi en víða annars staðar,
fer ekki hjá því að þessar niður-
stöður sýni að þeir sem hafa
tækifæri til að fylgjast sem best
með upplýsingum um skaðsemi
tóbaks og gera sér grein fyrir
hættunni vilja hætta að reykja og
gera það.
Mikill ávinningur
af að hætta
I skýrslunni „Reykingar EÐA
heilsa" kemur glöggt fram, hve
mikill ávinningur það er fyrir fólk
að hætta að reykja. Þeir sem reykt
hafa legni og segja að það sé orðið
of seint að hætta, hafa rangt fyrir
sér.
Fyrir liggur í skýrslunni niður-
staða á áratuga langri rannsókn
sem gerð var á breskum læknum
sem reyktu. Á árunum 1951—1971
minnkuðu breskir læknar (karl-
menn) reykingar sínar úr 10,5
sígarettum á dag að meðaltali,
niður í 3,5. í upphafi rannsóknar-
innar reyktu 55% sígarettur, en er
henni lauk voru það aðeins 20%,
en á meðan dró ekki almennt úr
reykingum karla í Bretlandi.
Á þessum 20 árum fækkaði
dauðsföllum meðal breskra lækna
undir 65 ára aldri um 22%, en
breskra karlmanna almennt um
7%. Hjá karlmönnum undir 65 ára
aldri jókst dánartíðni af völdum
sjúkdóma af völdum reykinga um
12%, en minnkaði um 26% meðal
lækna.
„Samkvæmt síðustu skýrslum
um dánarorsakir breskra lækna,
má gera að því skóna, að milli 2,5
og 4 af hverjum 10 sem reykja
sígarettur muni deyja af völdum
reykinganna" segir í skýrslunni
„Reykingar EÐA heilsa".
Þörf íhugunarefni
í lok skýrslunnar segir:
— Það eru ekki til nákvæmar
tölur um fjölda þeirra sem missa
heilsuna eða deyja af völdum
sígarettureykinga, en það munu
vera fjórum sinnum fleiri sem
deyja af völdum reykinga en
umferðarslysa. Banaslysum í um-
ferðinni hefur fækkað í kjölfar
kostnaðarsamra endurbóta á veg-
um og áróðurs um að aka gæti-
lega. Kostnaður við að draga úr
dauðsföllum af völdum sígarettur-
eykinga er lítill í samanburði við
þetta.
— Verkalýðsfélögin hafa ekki
sýnt neinn áhuga á afleiðingum
reykinga á heilsu meðlima sinna á
meðan þau fylgjast náið með
atvinnusjúkdómum í iðnaði sem
oftast hafa mun minni áhrif en
reykingar.
— Lungnakrabbamein hefur
orðið algengur og hættulegur
sjúkdómur sem auðvelt er að
ráðast gegn. Hvers vegna ekki að
gera það?
— Síðan 1945 hefur mátt sjá
beint samband milli sigarettu-
kaupa og verðs á þessari tóbaks-
vöru. Þegar verðið hækkar minnk-
ar salan. Nú eru sígarettur í raun
ódýrari en nokkurn tímann áður,
síðan 1947.
— Okkar skoðun er sú, að
minnkun reykinga hjá þessari
kynslóð muni hafa í för með sér
mjög mikla og jákvæða efnahags-
lega þróun.
Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa gefið út fjölda bæklinga og
veggspjalda til þess að vara við heilsutjóni af völdum reykinga, en
skýrslur breska iæknafélagsins um vísindarannsóknir á afleiðingum
tóbaksnotkunar hafa haft mikil áhrif i þessu sambandi.
JOLAGLEÐII
PENNANUM
Jólasveinarnir okkar hafa lýst vel-
þóknun sinni á Jólamörkuðum
Pennans
enda hefur
úrvalið sjaldan
verið fallegra!
Jólamarkaðurinn, Hallarmúla,
Laugavegi 84,
Hafnarstræti 18.
Stanley
í þýöingu Steindórs Steindórssonar frá Hlööum
Þessi stórmerka feröabók er prýdd eitthundraö penna-
teikningum, tuttugu og einni vatnslitamynd og tveimur
olíumálverkum. Bókin er í forkunnarfagurri, litprentaðri
öskju. Ábyrgur bókagagnrýnandi hefur lagt til aö bókin
fengi sérstök feguröarverölaun.
ORN&ORLYCUR VESTURCÖTU 42, SÍMI 25722