Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 1
283. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Smith vill
ekki koma
London. 20. desember. Reuter. AP.
FRÁFARANDI forsaAisráðherra Rhódesíu. Abel Muzorewa biskup. fór til
London í da« tii að undirrita friðarsamning við skæruliða Föðurlandsfylk-
ingarinnar, en leiðtogi hvíta minnihlutans. lan Smith. neitaði að mæta við
undirritunina á morgun.
Smith kvaðst telja „tímasóun" að fara þar sem honum væri aðeins boðið sem
vitni. Þar með er ljóst að enginn fuiitrúi Rhódesiufylkingar hvítra manna
verður viðstaddur athöfnina.
Smith kvaðst vera of önnum kafinn
til að fara til London. Hann sagðist
þurfa að halda fundi til að kynna fólki
samkomulagið og reyna að róa hvíta
minnihlutann. Jafnframt gagnrýndi
hann Muzorewa fyrir að fresta ferð
sinni í tvo daga til að krefja Breta
skýringa og sagði að töfin hefði kostað
mannslíf.
Brezki utanríkisráðherrann, Carr-
ington lávarður, sagði í viðtali í BBC i
kvöld að Bretar mundu ekki dragast
inn í „lítið Víetnamstríð" með því að
senda hermenn til Rhódesíu.
Fyrstu 100 mennirnir úr 1200
manna friðargæzluliði samveldisins
komu til Salisbury í dag og auk þeirra
vistir og útbúnaður. í gæzluliðinu
verða 900 brezkir hermenn, auk her-
manna frá Kenya, Ástralíu, Nýja
Sjálandi og Fiji.
Dræmt tekið í
tillögu NATO
Vín. 20. des. AP — Reuter.
VARSJÁRBANDALAGIÐ gagnrýndi í dag síðustu tillögur Vesturveld-
anna í viðræðunum í Vín um fækkun herja í Mið-Evrópu og sagði að þær
gengju of skammt og í þcim væri ekki gert ráð fyrir málamiðlunar-
samkomulagi.
Tillögurnar kveða meðal annars á um brottflutning 13.000 banda-
rískra hermanna frá Evrópu i staðinn fyrir brottflutning 30.000
sovézkra hermanna og stofnun nýs eftirlitskerfis.
EFTIRLITSMENN — Fyrstu hermennirnir af um
1200 frá Bretlandi og samveldislöndunum sem eiga að
hafa eftirlit með vopnahléinu í Rhódesíu við komuna
til Salisbury í gær.
Dauða-
dómar í
S-Kóreu
Seoul. 20. des. AP.
HERRÉTTUR í Suður-Kóreu
dæmdi í dag fyrrverandi yfir-
mann lcyniþjónustunnar. Kim
Jae-Kyu og sex menn aðra til
dauða fyrir að myrða Park
Chung-Hee forseta og sex lífverði
hans og sagði að þcir hefðu allir
framið landráð.
Herrétturinn sagði að þótt Kim
Jae-Kyu hefði haldið því fram að
hann hefði viljað koma aftur á
lýðræði hefði mrorð hans á Park
stofnað frjálsu lýðræði í alvarlega
hættu. Því var haldið fram að Kim
hefði ætlað að myrða Park til þess
að verða sjálfur forseti. Því neitaði
Kim alfarið.
Áttundi sakborningurinn vár
fundinn sekur um að eyðileggja
sönnunargögn og var dæmdur í
þriggja ára fangelsi.
Dómarnir voru kveðnir upp ein-
um degi fyrir innsetningu Chou
Kyu-Hah forseta í embætti. Hann
mun boða endurskoðun Yushin-
stjórnarskrárinnar frá 1972 er
Park samdi til að tryggja völd sín.
Kim var sakaður um að reyna að
„varðveita Yushin-kerfið“.
Aðalfulltrúi Austur-Þjóðverja
viðræðunum, Andre Wieland, sagði
að sú ákvörðun NATO að smíða
nýjar meðaldrægar eldflaugar og
stilla þeim upp í Vestur-Evrópu
gæti grafið undan viðræðunum um
fækkun herja og gert þær flóknari.
Þótt ríkisstjórnir kommúnista-
landa hafi harðlega gagnrýnt þessa
ákvörðun NATO er þetta fyrsta
beina viðvörunin um að hún geti
haft áhrif á viðræðurnar í Vín sem
nú eru hafnar að nýju eftir sex
vikna hlé.
Þótt fulltrúar Varsjárbandalags-
ins gengju ekki svo langt að hafna
hinum nýju tillögum NATO og
gagnrýndu þær harðlega lofuðu
þeir því að þær yrðu vandlega
athugaðar.
Korchnoi vondaufur
Wohlön, Sviss, 20. dcs. AP.
SKÁKMEISTARINN Viktor Kor-
chnoi sagði í dag að dómurinn yfir
Igor syni hans hefði nánast gert að
engu vonir hans um að fjolskylda
hans fengi ieyfi til að koma til sin til
Vesturlanda.
„Ég hef misst alla vor. um að það
gerist næstu árin." sagði Korchnoi.
Sonur hans var dæmur í tveggja og
hálfs árs þrælkunarbúðavinnu í gær.
Korchnoi sagði það bæði hart og
ósanngjarnt, að andúð sovézkra yfir-
valda og illindi í hans garð bitnuðu á
syni sínum saklausum af öðru en því
að vilja fá að komast til Vesturlanda.
Engin ákvörðun
um verðið á olíu
Caracas. 20. descmbcr. Rcuter. AP.
OLÍUVERÐLAGSKERFI heimsins hrundi í dag þar sem fundi ráðherra OPEC
lauk án þess að samkomuiag næðist og olíuráðherra Saudi-Arahíu, Ahmed Zaki
Yamani. spáði því að oliumarkaðurinn í heiminum mundi offyilast og verðið
lækka snemma á næsta ári.
Yamani sagði að samkomulag hefði ekki náðst þar sem markaðurinn væri
svo óstöðugur og notendur hefðu ekki getað dregið úr olíunotkun. Hann spáði
því að mörg olíuríki mundu lenda í vandræðum vegna umframbirgða þegar
eftirspurn eftir olíu minnkaði í vetrarlok og samdráttur gerði vart við sig í
heiminum.
„Það verður áreiðanlega samdrátt-
ur,“ sagði Yamani. „Hve mikill hann
verður og hve langvarandi vitum við
ekki.“
I tilkynningu frá ráðherrunum sagði
að engin ákvörðun hefði verið tekin um
Getgátur um nýja
afstöðu í Teheran
olíuverðið, en skyndifundur yrði hald-
inn um málið. Forseti OPEC, Humb-
erto Calderon, sagði að verið gæti að
ráðherrarnir kæmu aftur saman eftir
tvo til þrjá mánuði.
Yamani sagði að verð Saudi-Arabíu
yrði áfram 24 dollarar tunnan en aðrir
ráðherrar sögðu að verð Saudi-Arabíu
væri ekki iengur viðmiðunarverð OP-
EC. „Komið er það ástand að hver
ákveður verðið fyrir sig á olíumark-
aðnum,“ sagði einn ráðherranna sem
bætti því við að verð á sumum
tegundum hráolíu yrði rúmlega átta
dollurum hærra en verð Saudi-Arabíu.
Fulltrúi Nígeríu, A.A. Hart, til-
kynnti eftir fundinn að land hans hefði
hækkað verð sitt í 30 dollara tunnuna
frá og með 17. desember þannig að það
er svipað verð Líbýu. Olíuráðherra
Alsírs sagði líklegt að verð á alsírskri
olíu yrði líka 30 dollarar tunnan. ,
Olíuráðherra Irans, Ali Akbar Moin-
far, sagði að íranska verðið yrði 28,50
dollarar tunnan eins og nýlega var
ákveðið fram til áramóta þegar end-
urskoðun færi fram. Hann kvaðst
ánægður með fundinn þar sem verð
mundi ráðast af framboði og eftir-
spurn.
Tehcran, 20. descmbcr. AP. Reutcr.
AYATOLLAII Khomeini átti í dag
fund með byltingarráðinu og get-
um var að því leitt að íranir væru
að móta nýja afstöðu sem þeir
gætu sameinazt um i deilunni við
Bandaríkin.
Jafnframt sagði Khomeini í
ræðu sem var sjónvarpað í kvöld
að allt tal um hugsanlega hernað-
aríhlutun Bandarikjamanna væri
hrcin þjóðsaga, til þess ætluð að
hræða þjóðina sem væri ekki
hrædd. Ilann sagði að nýlegar
yfirlýsingar frá Ilvíta húsinu
bentu til þess að Bandaríkjamenn
kynnu að taka skynsamlega af-
stöðu.
„Þeir hafa jafnvel sagt að það
verði ekki gripið til hernaðaríhlut-
unar jafnvel þótt gíslarnir verði
myrtir. Ef þetta er rétt merkir það
að þeir hafa vitkazt ...“ sagði
hann.
Jafnframt biðu tveir bana og 44
særðust þegar Ebrahim Yazdi
fyrrverandi utanríkisráðherra hélt
ræðu í Zahedan, höfuðborg suð-
austurhéraðanna Balúkistan og
Sistan. Á fundinum hrópaði ein-
hver „Dauði yfir óvinum bylt-
ingarvarðanna" og steinum var
kastað að áheyrendum Yazdi sem
var sendur til héraðanna til að
kanna kvartanir um byltingarverð-
ina og kröfur um sjálfstjórn.
Öryggisverðir skutu út í loftið og
fólkið flúði.
Egypzki ritstjórinn Hayanayh
Haykal spáir því að íranir muni ná
samstöðu í deilunni innan fimm
daga. Hann kvaðst telja eftir fund
með Khomeini að krafan um rétt-
arhöld yfir keisaranum skipti ekki
lengur höfuðmáli og að hótanir um
að leiða bandarísku gíslana fyrir
rétt væru úr sögunni. Hann telur
líklegt að íranir muni krefjast
alþjóðlegrar rannsóknar á starf-
semi B.andaríkjamanna á dögum
keisarans.
í Washington var sagt í kvöld að
Bandaríkjastjórn kynni að fara
fram á samþykkt í Öryggisráðinu
um refsiaðgerðir gegn Iran jafnvel
þótt Rússar beittu neitunarvaldi.
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri SÞ, heldur áfram viðræðum
við írani og á meðan bíða Banda-
ríkin með að fara fram á refsiað-
gerðir í von um árangur
í Panama héldu stúdentar áfram
að mótmæla dvöl keisarans í land-
inu þrátt fyrir bann yfirvalda.
í Zúrich sagði blað nokkurt að
meðlimir úr fjölskyldu keisarans
hefðu komið um 6,3 milljónum
dollara til banka í Evrópu og
Bandaríkjunum á síðustu mánuð-
unum fyrir fall hans.
Keisarafrú hlíft ef...
Paris. 20. desembcr. Rcutcr.
ÍRANSKI dómarinn Sadeq
Khalkhali sagði í dag i viðtali við
franska tímaritið Paris-Match að
hann mundi strika konu fyrrver-
andi íranskeisara af dauðalista
sinum. náða hana og leyfa henni
að snúa aftur til Irans ef hún
myrti eiginmann sinn.
Ayatollah Khalkhali hefur sagt
að hann sé yfirmaður skæruliða-
samtaka sem stefni að þvi að
myrða meðlimi keisarafjölskyld-
unnar og ráðherra stjórnar hans
sem hafa flúið land. Hann lýsti sig
ábyrgan fyrir morði frænda keis-
arans í Paris fyrir háifum mán-
uði.
Khalkhali neitaði því í viðtalinu
að skæruliðar hans ráðgeri að
myrða alla meðlimi keisarafjöl-
skyldunnar. „Það kemur ekki til
mála að snerta börnin. þau eru
saklaus af glæpum foreldranna."
sagði hann.