Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMvrgunblnbiti FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Demantur M æðstur eðalsteina - (@ull Sc ^tlftir Laugavegi 35 Síðasta sala ársins ámóta og sú fyrsta BERGVÍK KE fckk í gær 737 króna meóalverð á kíló er skipið seldi 79A lestir af ísfiski fyrir 58.5 milljónir króna í Hull í ga;r. Er þetta næsthæsta meðalverð í enskum pundum, sem fengist hef- ur í Englandi, en hæst meðalverð fékk Ránin, sem var fyrst íslenzkra skipa til að selja erlend- is á þessu ári. Sala Bergvíkur er síðasta salan erlendis á árinu. Ekkert skip hefur áður fengið svo margar íslenzkar krónur fyrir hvert kíló að meðaltali. Líðan sjúkl- inganna all- góð miðað við aðstæður og flestir þeirra á batavegi LÍÐAN sjúklinganna úr þyrluslys- inu á Mosfcllsheiði á þriðjudag er yfirleitt allgóð miðað við aðsta-ður og eru flestir þeirra þegar á hatavegi samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Iæknum á Borgarspítala, I.anda- kotsspítala og á Landspitalanum þar sem þeir eru til meðferðar. Leifur Jónsson læknir á Borg- arspítalanum sagði að önnur finnska stúlkan væri orðin það góð að hún gæti fljótlega farið af spítalanum, en hún þurfti að hvíla sig nokkurn tíma og fara svo í smáæfingar. Hin stúlkan er aftur meira slösuð, sér- staklega á baki og mun verða til meðferðar einhvern tíma, en þegar hefur verið gerð á henni ein aðgerð. Varðandi Bandaríkjamennina sem á spítalanum eru sagði Leifur að spurningin væri helzt hvaða aðstaða væri fyrir hendi á Keflavíkurflug- velli til þess að gera frekar að meiðslum þeirra og endurhæfa þá síðan með æfingum. Ef aðstaða væri þar fyrir hendi gætu þeir farið suður eftir fljótlega. Að sögn Sæmundar Guðmundss- onar læknis á Landakoti er Ný- sjálendingurinn þegar á réttri leið, en mun væntanlega þurfa að vera á sjúkrahúsi um nokkurn tíma. Á Landspítalanum fengust þær upplýsingar að líðan sjúklinganna þar væri svipuð, en þó þokkaleg miðað við aðstæður. bótt margt sc á krciki í kring um jólin og huldufólk stígi dans í kapp við mannfólkið, þá eru þetta mannanna börn sem þarna eru að dansa í kring um jólatré á jólaskemmtun i Laugarnesskóla í Rcykjavik. En líklega hafa þau dansað svo hratt að ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján Einarsson. hefur átt crfitt með að festa þau á filmuna, en það fór ekkert á milli mála að hann heyrði þau syngja: Dönsum við í kring um einiberjarunn ... Ragnar Arnalds: Misskilningur að bíða eft- ir nýjum tillögum okkar Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur segjast bíða eftir tillögum frá Alþýðubandalagi „ÉG BÝST fastlega við því, að ég muni gera forseta íslands grein fyrir gangi stjórnarmyndunarvið- ræðnanna eftir fund á morgun," sagði Steingrímur Ilermannsson. formaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef margoft sagt, að ég vilji ekki halda stjórnarmyndunarvið- ræðunum lengur en nauðsynlegt er, en til þess að ég geti að lokum gert upp minn hug, finnst mér, að það verði að liggja fyrir tölulegt mat á því, hvað um er að tefla." Steingrímur ítrekaði við Alþýðu- bandalagið í gær, að það legði fram skriflega afstöðu sína til tillagna hinna flokkanna i efnahagsmálum eða þá eigin tillögur. Kvartað yfir niðursoð- inni rækju í Þýzkalandi Hluti af framleiðslu K. Jónssonar og Co. á Akureyri Ragnar Arnalds, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins sagði hins vegar í samtali í gær, að það væri mesti misskilningur hjá hinum flokkunum tveimur, að þeir væru að bíða eftir nýjum tillögum frá Al- þýðubandalaginu. Tillögur þess lægju fyrir, skriflegar, en reyndar hefði Alþýðubandalagið ekki fengið skýr svör hinna varðandi ýmis grundvallaratriði í tillögunum og önnur hefðu alls ekki verið rædd. „Staðan í stjórnarmyndunarvið- ræðunum er nú sú, að við bíðum tillagna Alþýðubandalagsins, sem hægt verði að meta til árangurs á sama hátt og tillögur okkar hinna,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins. „Það er spurning um vilja Alþýðu- bandalagsins, hvort þessar tillögur koma fram eða ekki.“ Sighvatur sagði ennfremur, að það plagg, sem Alþýðubandalagið hefði lagt fram í viðræðunum væri „nánast almennur leiðari úr Þjóðviljanum, sem ekki er nokkur lífsins leið að meta til aðgerða í efnahagsmálum". Sjá tillögur vinstri flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðun- um á bls. 16 og 17 og yfirlýs- ingu Alþýðubandalagsins frá því í fyrrakvöld á bls. 18. KVARTANIR og athugasemdir hafa verið gerðar við gæði talsverðs magns af rækju. sem Niðursuðu- verksmiðja K. Jónssonar og Co. á Akureyri framleiddi fyrir Þýzka- landsmarkað. Illuti framleiðslunn- ar var sendur utan í októbermánuði. en í heild var samið um sölu og framleiðslu á rækju frá fyrirtækinu fyrir um 200 milljónir króna. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins mun þessi rækja einnig hafa verið sett á markað hér innanlands og sömuleiðis verið kvartað yfir henni hér á landi. Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmet- is staðfesti í samtali við Mbl. í gær, að umboðsmaður fyrirtækisins í V-Þýzkalandi hefði kvartað yfir gæð- um rækju i 3endingu sem þangað fór í október. — Enn eru þetta aðeins athugasemdir þeirra og varan er í Þýzkalandi og eftir að rannsaka hvað í raun er þarna um að ræða, sagði Gylfi Þór Magnússon. Kristján Jónsson forstjóri fyrirtækisins á Akureyri vildi ekki ræða þetta mál þegar Morgunblaðið innti hann eftir því í gær. Aðallega munu kvartanir yfir þessari vöru vera vegna lyktar, en fleiri atriði munu hafa þótt að- finnsluverð. Sýni voru tekin af þess- ari framleiðslu og þau rannsökuð af sérfræðingi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri. Hann gerði engar athugasemdir við vör- una. Morgunblaðið ræddi í gær við Geir Arnesen og Grím Valdimarsson hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík. Sögðu þeir að þessi fram- leiðsla hefði verið athuguð á Akur- eyri samkvæmt ákveðnum reglum og ekkert aðfinnsluvert komið fram í þeim rannsóknum. Aðspurðir sögðu þeir það rétt, að framleiðendur hefðu að einhverju leyti breytt uppskrift eða aðferðum við framleiðslu upp í þennan samning. Grímur Valdim- arsson tók sérstaklega fram, að þegar slíkar kvartanir bærust væru þær gjarnan ofstopafullar fyrst í stað, en þegar nánar væri skoðað væri iðulega ekkki um eins alvar- legan hlut að ræða og í fyrstu mætti halda. í þessu tilfelli væri í raun erfitt að meta hvað væri á seyði og það yrði varla ljóst fyrr en búið væri að rannsaka á ný sýni úr þeirri sendingu, sem fór til Þýzkalands í október. dagar til jóla Akureyri og Lissa- bon heitustu stað- ir Evrópu í gærdag MIKIÐ tjón varð á Akureyri og á nokkrum öðrum stöðum Norðan- lands síðdegis í gær, en mikið rok gekk þá yfir Vestfirði og Norður- landið. í gær var þó einnig annað, sem var athygli vert í sambandi við veðurfarið á Akureyri. Þar mældist 14 stiga hiti þegar mest var og í Evrópu gat aðeins Lissabon í Portúgal státað af jafn miklum hita og Akureyri. Víðar á landinu var mikill hiti í gær og t.d. var 13 stiga hiti á Reyðarfirði um tíma í gær og einstök veð- urblíða. Morgunblaðið spurðist fyrir um það á Veðurstofunni í gærkvöldi hvort miklar breyt- ingar væru fyrirsjáanlegar á veðrinu. Veðurfræðingur taldi að áfram yrði suðvestanátt og sagði aðspurður, að lítlar líkur væru á jólasnjó að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.