Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Ármann slegið úr bikarkeppni HSÍ TÝR frá Vestmannaeyjum gerði sér lítið fyrir og sló lið Armanns út úr bikarkeppni IISÍ er liðin mættust í fyrrakvöld í Eyjum. Sisraði Týr 26—21 eftir að stað- an hafði verið jöfn í hálflcik, 13—13. Fyrri hálfieikur var jafn á öllum tölum cn ÁrmenninKar voru þó ávallt fyrri tii að skora. í þeim síðarí snerist da'mið við og Týr tókst að gcra út um ieikinn er þeir náðu góðum leikkafla ok tókst að skora íjöKur mörk á sjö mínútum án þess að ÁrmenninK- um tækist að svara fyrir si«. Lið Týs lék þennan leik nokkuð vel og var vel að sigrinum komið. Besti ma'ður liðsins var Egill Steinþórsson markvörður en hann varði hvorki meira né minna en 26 skot í leiknum, þar af eitt víta- kast. Þess ma geta, að hin mikli markaskorari Ármanns, Friðrik Jóhannsson, skoraði aðeins eitt mark í leiknum. Markhæstu menn liðanna voru: Hjá Tý: Snorri Jóhannsson með 8 mörk og Sigurlás Þorleifsson með 6 (1 v.). Hjá Ármanni var Björn Jóhannesson markhæstur, skoraði 9 mörk, þar af eitt úr víti. Þráinn Ásmundsson skoraði 6. þr/hkj. Kaltz kjörinn leik- maður ársins 1979 VESTUR-ÞÝSKA „Bundesligan“ í knattspyrnu þykir vera ein sú jafnbesta í heimi. Þar er hart barist um hvert sæti og afar erfitt er að spá fyrir um úrslit leikja svo jöfn þykja liðin. Til þess að minna aðeins á styrkleika deildarinnar má nefna að ekki færri en fimm vestur-þýsk lið eru komin áfram í UEFA-keppninni í ár og taka þátt i átta liða úrslitunum. Á hverju ári velja leikmenn 1. deildar liðanna leikmann ársins. Allir leikmenn, sem teljast aÞ vinnumenn, fá að greiða atkvæði. í fyrra var Kevin Keegan kosinn leikmaður ársins. En að þessu sinni hlaut Manfred Kaltz þennan [ Knallspyrna) Jólamót ÍR IIIÐ árlega jólamót ÍR í frjáls- iþróttum vcrður að venju háð á annan dag jóla. Hefst mótið kiukkan 14 og verður keppt i langstökki og þrístökki án at- rennu svo og hástökki með og án atrennu. Keppt verður í karla- og kvennaflokki i öllum greinum. Jakará TOM Ilardman frá Georgiu setti nýtt heimsmet í bekkpress- un á miklu kraftlyftingamóti sem fram fór í Alahama um helgina. Lyfti Hardman 266.17 kílógrömmum. Það hafðist í annarri tilraun. Batti Hard- man eldra metið um rúm 10 kílógrömm. Síðar reyndi kapp- inn við 270.1 kíló. en missti það næstum ofan á tærnar á sér. eftirsótta titil. Kaltz leikur með HSV, eins og flestum er kunnugt. Kaltz er 26 ára gamall og þykir nú einna bestur allra varnarleik- manna. Fimm efstu menn í kosn- ingunni um leikmann ársins í Þýskalandi urðu þessir: 1. Manfred Kaltz, Hamburger SV, 77 atkvæði. — 2. Paul Breitner, Bayern Múnchen, 65 — 3. Karl Heinz Rummenigge, Bayern Múnchen, 39 — 4. Bernard Dietz, MSV Duisburg, 36 — 5. Kevin Keegan, Hamburger SV, 17. Maníred Kaltz HSV ferð Blagoi Blagoyav frá Búlga- ríu stóð einnig i hcimsmctum um helgina en hann setti nýtt heimsmet í snörun í 82.5 kíló- grammaflokkinum á stórmóti í Burgas i Búlgaríu. Snaraði sá húlgarski 176 kílógrömmum. en eldra metið var hins vegar 175.5 kílógrömm. Það met átti Sovétmaðurinn Yuri Verdan- ian. ] Einkunnagiöfln ÍR: Þórir Flosason 3, Bjarni Hákonarson 2, Guðjón Marteinsson 2, Sigurður Svavarsson 2. Guðmundur Þórðarson 2. Bjarni Bjarnason 2, 5 Ársæll Hafsteinsson 3, Bjarni Bessason 3. 1 FRAM: ^ Guðjón Erlendsson 2. Gissur Ágústsson 2, Birgir Jóhannsson 2, fe Theodór Guðíinnsson 2, Jón Arni Rúnarsson 3. Sigurbergur I Sigsteinsson 2, Egill Jóhannesson 2, Atli Hilmarsson 2, Erlendur Davíðsson 2, Andrés Bridde 2, Hannes Leifsson 2. 2 DÓMARAR Árni Tómasson og Björn Kristjánsson 3. k LIÐ Vikings: Jens Einarsson 4, Kristján Sigmundsson 2, Sigurður 2 Gunnarsson 3, Steinar Birgisson 2, Erlendur Hermannsson 4, Árni I Indriðason 4, Ólafur Jónsson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Brynjar ^ Stcfánsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1, Heimir Karlsson 1. ^ LIÐ FH: Sverrir Kristinsson 2. Magnús Ólafsson 1, Sæmundur ^ Stefánsson 3, Valgarður Valgarðsson 2. Eyjólfur Bragason 1, Magnús ■ Teitsson 2, Arni Árnason 1. Kristján Arason 3, Pétur Ingólfsson 3, [ Geir Hallsteinsson 2, Guðmundur Árni Stefánsson 2. I Dómarar: Kari Jóhannsson og Gunnar Kjartansson 3. • íþróttablaðið og íþróttasamband íslands efndu í fyrrakvöld til hófs á Hótel Loftleiöum þar sem afhent voru verölaun íþróttafólki sem þótti hafa skaraö fram úr í keppnisgrein sinni á árinu sem er aö líöa, og hlaut íþróttafólkiö viöurkenninguna íþróttamaöur ársins í sinni íþróttagrein. Á myndinni hér aö ofan er íþróttafólkiö meö verölaunagripina. í fremstu röö frá vinstri eru Birgir Halldórsson, er tók viö verðlaunum Steinunnar Saemundsdóttur, en hún var kjörin skíðamaöur ársins. Þá Berglind Pétursdóttir, Gerplu (fimleikar), Edda Bergmann, íþróttafélagi fatlaöra (íþróttir fatlaöra), Guöbjörg Eiríksdóttir, íþróttafélagi fatlaðra (borötennis(), OG Halldór Guðbjörnsson, JFR (júdó). Aftari röö: Oddur Sigurösson, KA (frjálsar íþróttir), Marteinn Geirsson, Fram (knattspyrna), Hannes Eyvindsson, GR (golf), Geir Hlööversson UMFL (blak), Hugi Haröarson, Selfossi (sund), Ólafur H. Ólafsson, KR (glíma), Gunnlaugur Jónasson, ÝMI (siglingar), Brynjar Kvaran, Val (handknattleikur), Jóhann Kjartansson, TBR (badminton), Guðsteinn Ingimarsson, UMFN (körfuknattleikur), og loks Ólafur Sigurgeirsson, formaöur lyftingasambands íslands, er veitti bikarnum viötöku fyrir Gunnar Steingrímss- on, ÍBV, sem var kjörinn lyftingamaður ársins. Á myndina vantar skotmann ársins, Jóhannes Jóhannesson. Ljósmynd Kristinn Ó. Breiðablik skoraði 47 mörk LITLI salurinn á Dalvík varð vettvangur markaregns, þegar Breiðahliksmenn sendu knöttinn 47 sinnum í mark heimamanna móti þó aðeins 17. Þarna kom í Ijós hve handknattleikurinn get- ur orðið furðulegur í ferningi og margir minntust gamla Háloga- lands, sem var lengi eini hand- knattleikssalurinn á öllu landinu og af svona ministærð. Þetta var á laugardaginn og seinna þann dag vann Stjarnan óðin nokkuð örugglega i Laugardalshöll, 25:21. Á sunnudaginn sigruðu svo Skagamenn Selfyssinga á heimavelli þeirra siðarnefndu með 28:17 og Keflvíkingar Gróttu á Seltjarnarnesi 30:18. Sem sagt heil umferð og útisigr- ar í öllum leikjum, þar af þrír með yfirhurðum og þar af einn með fádæmum. DALVÍK - BREIÐABLIK 17:47 Breiðabliksmenn höfðu beig af litla salnum á Dalvík fyrir leikinn, þeir gátu heldur ekki mætt með fullt fastalið vegna prófanna leik- manna og höfðu beðið um nokk- urra daga frestun leiksins en því verið synjað. Og einn nýliðanna komst svo ekki á síðustu stundu. En það reyndist ástæðulaust að kvíða, því gestrisni Dalvíkinga virtist engin takmörk sett. Breiða- bliksmenn byrjuðu á því að skjóta í slá hjá heimamönnum, en úr því varð hornkast fyrir Dalvíkinga! Eftir þetta lentu svo flest skot Breiðabliks innan rammans, en Dalvíkingum varð fátt um svör. Markvörður Breiðabliks, Heimir Guðmundsson lokaði einnig marki sínu langtímum saman og varði m.a. 5 vítaskot. Dalvíkinga vantaði að vísu einn- ig fastamenn í sitt lið, sérstaklega þó aðalmarkvörð sinn, sem jafnan munar mikið um. Engu að síður voru þeir svo gersamlega kafsigld- ir að meginskýringin er gæðamun- ur liðanna á heildina litið. Fyrir Dalvík skoruðu mest þeir Vignir Brynjólfsson 6, Björn Frið- þjófsson 5 og Stefán Georgsson 3. Fyrir Breiðablik skoruðu Ólafur Björnsson 10, Hörður Már Krist- jánsson 9, Sigurður Sveinsson 9, Björn Jónsson 7 og Kristján Hall- dórsson 5, aðrir færri. Af þessum markahæstu eru allir nema Björn örfhentir, en Breiðablik teflir fram þetta frá 5 til 7 örfhentum leikmönnum í leik! Það er örugg- lega einstætt hér á landi og þótt víða væri leitað. ÓÐINN - STJARNAN 21:25 Þegar þessi lið mættust í Höll- inni á laugardaginn var greinilegt að þeim þótti báðum mikið í húfi að ná stigunum, enda bæði við toppinn. Leikurinn varð þæfingur, sérstaklega frá hálfu Óðins- manna, sem komu knettinum sjaldan milli horna í sókninni en ætluðu alltaf að troðast í gegn. Stjörnumenn voru léttari og létu knöttinn ganga betur, en mestu munaði fyrir þá í fyrri hálfleik að Viðar Símonarson var iðinn við að plata lögregluna. Þannig skoraði hann 6 mörk og 1 til viðbótar úr vítakasti. Á hinn bóginn varði markmaður Stjörnunnar 15 skot Óðinsmanna í þessum hálfleik. Þegar hér var komið stóð 10:14. Allan seinni hálfleikinn var Viðar síðan í gæslu og skoraði þá ekki nema eitt mark, úr vítakasti. Og þannig varð jafnræði með liðun- um seinni hálfleikinn, þessi fjög- urra marka munur hélst til loka, endirinn 21:25. Fyrir Óðin skoraði Gunnlaugur Jónsson 8 mörk og þeir Haukur Ásmundsson og Hörður Sigurðs- son 3 hvor. En fyrir Stjörnuna Viðar 8, Gunnar Björnsson og Eggert ísdal 5 hvor. SELFOSS - AKRANES 17:28 Á sunnudaginn fengu Selfyss- ingar enn einn skellinn, nú hjá Skagamönnum, sem fóru austur um haf og heiði og sóttu þangað sín 2 stig í safnið. 17:28 (6:15). Fyrir Selfoss skoruðu þeir Þórð- ur Tyrfingsson 4 og Jón B. Krist- jánsson 3, en fyrir Akranes Hauk- ur Sigurðsson 9, Kristján Hanni- balsson 8, Þórður Elíasson 4 og Jón Hjaltalín Magnússon 3. GRÓTTA - KEFLAVÍK 18:30 (10-14) Á sama tíma sóttu Keflvíkingar Seltirninga heim og tóku bæði stigin með sér til baka. Keflvík- ingar léku nú sinn besta leik í vetur en Gróttumenn einn sinn slakasta, svo að munurinn varð 12 mörk í lokin, 18:30. Þetta varð því góður lokaleikur fyrir Svíþjóðar- fara Keflvíkinga, þá Þorstein Ól- afsson og Sigurð Björgvinsson, en þeir verða nú ekki meira með í handknattleiknum í bráð og líklegast ekki heldur Bjarni Sig- urðsson knattspyrnumarkvörður Skagamanna, sem gengst nú á ný undir heragann í þeim herbúðum eftir hlé við æfingar þar. En það hlýtur að vera sárt fyrir Keflvík- inga að missa þessa jaxla um leið og liðið er farið að bíta almenni- lega frá sér á þessum vetri. Fyrir Gróttu skoruðu mest þeir Bjarni Álfþórsson 5, Hjörtur Hjartarson og Jóhann Pétursson 4 hvor, en fyrir Keflavík Jón Ólsen 8, Þorsteinn Ólafsson 6 og Grétar Grétarsson 4. STAÐAN Breiðablik 5 5 0 0 147:100 10 Akranes 5 3 1 1 117:102 7 óðinn 5 3 1 1 126:109 7 Stjarnan 4 3 0 1 100: 78 6 Keflavik 4 3 0 1 97: 76 6 Grótta 6 1 0 5 131:154 2 Dalvík 6 1 0 5 123:159 2 Selfoss 5 0 0 5 84:149 0 STJARNAN - AKRANES Einn leikur er eftir í deildinni fyrir hátíðar, leikur Stjörnunnar og Akraness í Ásgarði í Garðabæ, sem verður á föstudagskvöldið 21. des. kl. 20.30. Og eins og sjá má á stöðutöflunni skiptir sá leikur miklu máli. Annars vekur það athygli hvað leikjum er misjafnlega raðað, sum liðin ljúka 6 leikjum fyrir áramót, sum 5 og enn önnur aðeins 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.