Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Mikið tjón í ofsa- veðri á Akureyri Akureyri, 20. desemher. MIKIÐ tjón varð í ofsaveðri af suðvestri, sem gekk yfir Akureyri um og eftir hádegi í dag. einkum í nyrztu og nýjustu hverfum bæjarins. Hlíðahverfi og Síðuhverfi. Þar eru mörg hús í smíðum og önnur nýbyggð og varð margur húseigandinn þar fyrir tilfinnanlegum skaða. Einnig fuku þrír bílar út af þjóðvcginum í Kræklingahiíð og tjón varð á fleiri bifreiðum. Raflínur út með Eyjafirði slitnuðu og staurar brotnuðu svo að rafmagnsleysi hlaust af. Engin teljandi meiðsli urðu á fólki i ólátaveðri þessu. Frá komu TF-VLD, Twin Otter-vélar Arnarflugs, frá Frakklandi til Reykjavikur í gærkvöldi. Vélin byrjar í innaniandsfluginu strax í dag. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.) Amarflug' með þrjár eigin vélar í innan- landsfluginu í dag Um hádegisbil hvessti snögglega af suðvestri með miklum sveipum og byljum og þar kom brátt að vindmælir veðurstofunnar á lögreglustöðinni stóðst ekki lengur áraunina og bilaði. Þá voru komin um 10 vindstig, en þó herti veðrið að mun eftir það. Brátt tóku að berast hjálparbeiðnir vegna foks á þakplötum af húsum í Síðuhverfi, meðal annars fuku plötur af tveimur fjölbýlishúsum. Allt tii- tækt lögreglulið var kvatt út, einnig Hjálparsveit skáta og Flugbjörgun- arsveitin. Þar að auki fóru vinnu- flokkar bæjarins undir stjórn bæjar- verkstjóra til hjálpar og kepptust menn við að reyna að negla niður lausar þakplötur og hemja lauslega hluti. Þetta dugði þó hvergi nærri til, því að menn réðu sér varla í ofsanum og öll vinna var miklum erfiðleikum bundin eins og á stóð. Þó tókst að bjarga miklu. Stór byggingarkrani fauk um koll og stórskemmdist. Mikil mannhætta var að vera úti við þarna í hverfinu, en þó tókst svo lánlega tii, að engin veruleg meiðsli hlutust af. Vindstrengurinn úr Glerárdal stóð þvert á þjóðveginn um Kræklingahlíð og þar fuku tveir fólksbílar og einn sendibíll út af veginum, sem þó var alveg auður og hálkulaus. Einn bílanna fór á hvolf, en enginn meidd- ist. Þá lokaði lögreglan veginum milli Lónsbrúar og Hlíðarbæjar, bæði vegna veðurhæðar og foks yfir veginn úr nýbyggingum þangað til veðrið tók að ganga niður, en það var um klukkan 15. Nokkru síðar varð mest öll Akur- eyri rafmagnslaus í tæpan klukku- tíma. Ekki er vitað um verulegar skemmdir í öðrum hverfum bæjarins en þeim sem fyrr voru nefnd. Þó losnuðu þakplötur af húsi við Eiðs- vallagötu, jólaskraut 5 miðbænum fór mjög illa og bálkestir, sem börn og unglingar ætluðu að brenna á gaml- árskvöld, tvístruðust. — Sv.P. Rafmagnslaust á Dalvík og víðar AÐ SÖGN lögreglunnar á Dalvík byrjaði mjög að hvessa undir hádegi í gær og var veðrið mest upp úr hádeginu, en undir kvöld lygndi til muna. Plötur fuku af húsum á þremur Samkeppni arkitekta í Danmörku: Guðni Pálsson f ékk fyrstu verðlaun LAUST FYRIR klukkan 19 í gær kum sú Twin Otter flugvél Arnar- flugs til Reykjavíkur. sem fyrir nokkru var keypt í Frakklandi. Byrjar vélin áa'tlunarflug innan- lands í dag ef veður leyfir og er reiknað með að Arnarflug verði í fyrsta skipti í dag með þrjár eigin fíugvélar í innanlandsflugi, þ.e. Twin Otterinn, sem kom í gær- kvöldi, sams konar vél, sem keypt var af Iscargo og hefur verið í skoöun og viðgerðum síðustu daga, og loks Piper Navaho, sem keypt var frá Flugstöðinni. Otterarnir taka hvor 19 farþega, en Navaho- vélin 7 farþega. Mikið er að gera þessa dagana í innanlandsfluginu og má því segja að vélarnar komist í reksturinn þegar mest á ríður. Twin Otter vélin lagði af stað frá SÉRA Pétur Magnússon frá Vallanesi á Völlum lézt að heimili sínu síðastliðinn miðvikudag. Pétur var fæddur 18. apríl 1893 og var því 86 ára er hann lést. Pétur lauk stúdentsprófi 1916 og guð- fræðiprófi frá Háskóla Islands 1920. Hann stundaði framhalds- nám í heimspeki og uppeldisfræði við Hamborgarháskóla veturinn 1920-21. Pétur Magnússon Allmargar verzl- anir opnar til 22 ALLMARGAR verzlanir verða opnar til klukkan 22 í kvöld. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, er verzlunum heimilt að hafa opið til kl. 22 á föstudögum. Á morgun laugardag verða verzl- anir almennt opnar til klukkan 23. Frakkiandi á miðvikudagsmorgun og flaug í fyrradag til Luton í Englandi. I gær var fyrst flogið til Stornoway en síðan var áætlað að lenda í Færeyjum. Það reyndist ekki hægt vegna veðurs og var þá flogið til Hornafjarðar, en síðan til Reykja- víkur. Vélin hreppti versta veður á leiðinni til landsins og var mótvind- ur á köflum mjög mikill. Boeing 727 vél Arnarflugs er væntanleg til Frankfurt í dag frá Nairobi og þaðan heidur vélin á morgun til Barbados með þýzka ferðamenn. Til Keflavíkur er síðan von á vélinni að morgni aðfanga- dags. Er fyrirhugað að allar áhafnir Arnarflugs verði heima yfir jólin og er það í fyrsta skipti, sem allar áhafnir félagsins eru heima yfir hátíðarnar. Hann starfaði við íslandsbanka og síðan Útvegsbankann í Reykjavík frá 1923 til ársloka 1933. Pétri var veitt Vallanes 24. september 1939. Eftir Pétur liggja nokkur leikrit og önnur ritverk. ÍSLENSKUR arkitekt, Guðni Pálsson, sem starfað hefur að undanförnu í Danmörku hlaut í fyrradag fyrstu verðlaun í sam- keppni meðal arkitekta um ný- byggingu við Det Kongelige Teat- er i Kaupmannahöfn. Að sögn Páls Guðnasonar, föður Guðna, vann Guðni fyrir um það bil ári til fyrstu verðlauna í samkeppni um staðsetningu og hugmynd að viðbyggingu við leikhúsið. Var síðan önnur samkeppni um nánari útfærslu byggingarinnar og hlaut teikning Guðna nú fyrstu verðlaun. Tilkynnt var um verðlaunaveiting- una í gær. Guðni Pálsson hefur starfað í Danmörku frá því hann lauk þar námi í arkitektúr 1976. Hann er sonur hjónanna Paulu Jónsdóttur óg Páls Guðnasonar. bæjum í Svarfaðardal og rafmagns- línur slitnuðu í Arnarneshreppi. Raf- magnslaust var á Dalvík, Árskógs- strönd og víðar frá klukkan rúmlega 13 í gær og var enn er Mbi. hafði síðast fréttir að norðan undir mið- nætti. Lítið tjón varð á Dalvík í veðrinu. Nokkurt tjón í veður- hamnum í Siglufirði SiglufirAi. 20. des. MIKILL veðurofsi hefur verið hér í dag og farið allt upp í 12 vindstig í mestu hryðjunum. Töluverðar skemmdir urðu á húsum hér í bæ, gluggar fuku upp, plötur losnuðu af húsþökum og aðrar skemmdir urðu nokkrar á eignum fólks. Á Sauðanesi mældist veðurofsinn enn meiri og allt að 140 hnútum þegar veðrið stóð sem hæst. — nij Evrópumót unglinga: Jóhann með betra í fyrstu skákinni EVRÓPUMEISTARAMÓT í skák fyrir unglinga 20 ára og yngri hófst í Groningen í Hollandi í gær *og setti Friðrik Ólafsson forseti FIDE mótið. Jóhann Iljartarson er meðal keppenda og hafði hann svart í fyrstu skák- inni, sem var gegn Santo Roman frá Frakklandi. Skákin fór í bið, en í samtali við Mbl. í gær, sagðist Jóhann vera með heldur betri stöðu. Skákina átti að tefla áfram í gærkvöldi. Tefldar verða 13 umferðir á mótinu eftir Monrad-kerfi og lýk- ur því 4. janúar nk. Jóhann hefur ekki áður tekið þátt í þessu móti, en tvö undanfarin ár tefldi hann á Evrópumeistaramóti sveina og varð fyrst í 5.-9. sæti, en síðan í 6. sæti. Sterkustu skákmennirnir á mótinu sagðist Jóhann telja að væru Plaskett frá Englandi, Tschernin frá Rússlandi og tékk- neskur skákmaður. Jóhann sagði að róðurinn yrði eflaust erfiður, en sagðist vona, að hann gæti blandað sér í baráttuna. „Ópin í fólkinu og viljinn til að hjálpa urðu óttanum yfirsterkari44 BJÖRGUNARMENN á slysstað þyrlunnar á Mosfellsheiði sýndu mikinn hetjuskap þegar þeir þustu að flakinu til þess að ná fólkinu úr brakinu. því að mikil hætta var á því að sprenging yrði í bensíngufunni sem lá yfir slys- staðnum og geymar þyrlunnar voru nær fullir af eldsneyti. Þegar fyrstu hjálparmenn komu á stað- inn stuttri stundu eftir brotlend- inguna var eldur kominn upp í stjórnklefa í einapgrun eða öðru efni sem brann hægt. Annar af tveimur mönnunum sem fyrstir komu á staðinn, Skúli Karlsson, fór strax að stjórnklefanum og flugstjóri þyrlunnar sem var fast- ur í brakinu gat leiðbeint honum við að taka aðal rafmagnsrofann úr sambandi. Björgunarmennirnir sem fyrstir komu á slysstaðinn og þeir sem hjálpuðu við að ná fólkinu út úr þyrlunni voru allir í mikilli lífshættu meðan hætta var á sprengingu. Ásamt Skúla Karls- syni kom fyrstur á vettvang Hall- dór Sigurjónsson og örstuttri stund síðar komu þeir Karl Eiríksson og Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri hjá Flugmálastjórn. Morgunblaðið ræddi í gær við Halldór Sigurjónsson um þennan þátt björgunarinnar og segist hon- um svo frá: „Þegar við Skúli komum á vél- sleðanum að flakinu rétt eftir að þyrlan hrapaði sáum við í gegn um sprungu á véiinni að það var farið að loga framan og ofantil í stjórn- klefanum. Þetta voru þó ekki eld- tungur, heldur mikil glóð og líklega hefur eldurinn verið að kvikna í einangrun eða klæðningu vegna slitinna rafmagnsleiðslna. Við urð- um strax smeykir vegna eidsins og hinnar miklu sprengihættu sem var, en ópin inni í brakinu voru mikil og áhuginn á að hjálpa þannig að við skeyttum engu um hættuna, óttinn varð að víkja. Þegar við komum að þyrlunni hljóp Skúli fram með vélinni að stjórnklefanum, en ég að miðri vél þar sem Ólafur læknir var að reyna að komast út og fór ég að aðstoða hann. Skúli fór hins vegar strax til flugstjórans sem lá fastur í gati sem hafði brotnað á vélina og flugmaðurinn var með það mikilli rænu að hann gat sagt Skúla, þegar hann spurði, hvar aðalrofinn fyrir vélina væri og Skúli gat slegið hann út. Vindur stóð þannig aö aðal- bensíngufan lá yfir þar sem eldur- inn var að kvikna og ég tel að þarna hafi sekúndubrot getað ráðið úr- slitum, því að strax þegar búið var að slá rafmagnið af dó eldurinn út. Aðeins 1—2 mínútum eftir að við Skúli komum að þyrlunni komu þeir Skúli Jón Sigurðarson og Karl Eiríksson á öðrum vélsleða og við fórum í að koma fyrsta fólkinu út úr brakinu því hætta á sprengingu var að sjálfsögðu ekki liðin hjá. Nokkrum mínútum síðar komu fleiri björgunarsveitarmenn og unnu fljótt og örugglega við að koma ölíu fólki út úr flakinu og frá því þangað sem engin sprengihætta var.“ Fjórmenningarnir sem fyrstir komu að þyrlubrakinu. Frá vinstri: Karl Eiríksson, Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri hjá Flugmálastjórn sem m.a. fækkaði fötum til að láta hinu slösuðu hafa, Halldór Sigurjónsson og Skúli Karisson sem sló út aðalrofann vegna sprengihættu. Allir þessir menn ásamt fjölda annarra björgunarsveitarmanna settu sig í mikla lífshættu og unnu að mati lækna á staðnum frábær björgunar- störf. Ljósmynd Mbl. ól.K.M. Séra Pétur frá Vallanesi látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.