Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 1
40 SÍÐUR
1. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samsæri gegn
Kurt Waldheim
Teheran, 2. janúar. AP.
SAMSÆRI um að myrða Kurt
Waldheim, framkvæmdastjóra SI>,
var brotið á bak aftur í dag að sögn
irönsku fréttastofunnar.
Samsærið varð til þess að Wald-
heim hætti við að ræða við fórnar-
lömb ríkisstjórnar fyrrverandi
íranskeisara og hér eftir verður
ekki tilkynnt fyrirfram um ferðir
Waldheims.
Fréttastofan sagði að Waldheim
hefði átt að ræða við fulltrúa
byltingarráðsins, en dagskrá heim-
sóknarinnar hefði verið breytt vegna
samsærisins.
Sadegh Ghotbzadeh utanríkisráð-
herra var að því spurður hvort
Waldheim mundi hitta bandarísku
gíslana og sagði: „Engin ákvörðun
hefur enn verið tekin. Khomeini
verður að taka allar ákvarðanir í því
sambandi." Ghotbzadeh lagði
áherzlu á að heimsókn Waldheims
mundi ekki leiða til þess að gíslarnir
yrðu látnir lausir.
Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn:
Jafnframt hefur Babrak Karmal. sem Rússar komu til valda eftir
innrásina. skýrt frá stefnu sinni í sjónvarpi og sagt að hún
grundvallist á kenningum Islams. Karmal sagði að hann þyrfti ef til
vill að fara til Kúbu, Víetnams, Eþíópiu og Angola og ræða við
Palestínumenn ef erlendri árás á landið yrði haldið áfram.
tíma í embætti, þá er það anzi
mikið að taka á sig nýtt kjör-
tímabil og að okkar hyggju ekki
hægt að breyta því, sem fyrir
nokkru er fastákveðið fyrir
svona sem er þó þrátt fyrir allt
aðeins stundarblástur."
„Ég hef nú kannski ekki svo
sem á nein önnur mið að leita,“
sagði forsetinn, er Mbl. spurði
hann, hvort kjör hans sem for-
manns Hins íslenzka fornleifa-
félags skömmu fyrir jól, benti til
þess að hann hygðist sækja á sín
gömlu fræðasvið, þegar hann
hefði látið af forsetaembætti.
„Og þessu félagi hef ég verið
tengdur svo óskaplega lengi.
En það er enn ekki að því
komið að ég sé fyrrverandi
forseti, þannig að í raun finnst
mér ég nú hafa engu við það að
bæta, sem ég hef þegar sagt um
þetta mál.“
Sjá nýársdagsávarp
forsetans á bls. 10 og
11.
Þrjú kjörtímabil eru
hæf ilegur tími i embætti
„ÉG VIL nú ekki gera of mikið
úr þeim verkefnum, sem ég
hyggst taka mér fyrir hendur í
framtíðinni. Þau eru ekkert
aðalatriði þessa máls, heldur
hitt, að tólf ár eru langur tími
og að minni hyggju hæfilegt að
menn sitji ekki lengur en þrjú
kjörtímabil í embætti forseta
íslands,14 sagði forseti íslands
herra Kristján Eldjárn, i sam-
tali við Mbl. í gær um þá
ákvörðun hans að gefa ekki
kost á sér í forsetaembættið að
þessu þriðja kjörtímabili hans
loknu á þessu ári.
„Þetta er nokkuð gömul
ákvörðun og við hjónin teljum
það eðlilegt að hún standi
óhögguð," sagði forsetinn. „Ég
tel alls ekki að hún hafi nein
áhrif á þær stjórnarmyndunart-
ilraunir, sem í gangi'eru. Og þótt
ég hefði viljað, að sitthvað í
þjóðlífinu væri í fastari skorð-
um, þegar ég tilkynni þessa
ákvörðun, eftir þó þetta langan
Forseti íslands
herra Kristján Eldjárn.
Kabul, 2. janúar. AP.
SOVÉZKT herlið beitir skriðdrekum og þyrlum gegn afghönskum
uppreisnarmönnum í hörðum bardögum norðvestur af Kabul að sögn
vestrænna diplómata í dag.
Vestrænir diplómatar telja að
Rússar mæti harðri mótspyrnu í
Bamian, hrjóstrugu héraði norður
af Kabul og virki Hazarah-
ættflokks stríðsmanna. Sovézkt
herlið er einnig í borginni Herat í
vesturhluta landsins og í Jalala-
bad nálægt Khyber-skarði á pak-
istönsku landamærunum. Mann-
fall er sagt mikið á báða bóga.
Karmal ítrekaði að sovézkt
herlið færi úr landi þegar „ríkis-
fjandsamleg öfl hefðu verið þurrk-
uð út og sjálfstæði Afghanistans
tryggt". Karmal sagði að verið
væri að sleppa úr haldi pólitískum
föngum sem voru fangelsaðir á
Methækkun
London, 2. janúar. AP.
GÍFURLEG hækkun varð á verði
gulls og silfurs í dag og ný met
voru slegin. Enginn þorir að spá
um hvenær verðhækkununum
muni linna.
Gullverðið hækkaði um 37,50 doll-
ara í dag en silfurverðið um 8
dollara og þetta eru mestu hækkan-
ir sem hafa orðið á einum degi.
Innrás Rússa í Afghanistan og
ástandið í íran munu hafa valdið
kaupæðinu.
Gullið seldist á 562 dollara únsan
á hádegi, en við lokun seldist það á
542,50. Silfur hækkaði í 40 dollara
miðað við 32 í gær. Kopar, tin, blý
og zink hækkuðu líka mikið.
dögum Hafizullah Amin forseta,
sem Karmal kallaði útsendara
CIA og njósnara.
Blöð komu út í Kabul í dag í
fyrsta sinn síðan byltingin var
gerð og birta ræðu sem Karmal
flutti í sjónvarpinu í gær, en þá
kom hann í fyrsta sinn fram
opinberlega. Diplómatar telja víst
að Karmal hafi ekki komið til
Afghanistans fyrr en um helgina.
í ræðu sinni hét Karmal að koma
á mannréttindum, sleppa pólitísk-
um föngum og virða Islam. Hann
fagnaði byltingunni í Iran.
Kyrrt hefur verið í Kabul síðan
skotbardagi geisaði í einn og
hálfan tíma á sunnudag nálægt
útvarpsstöðinni. Rússar láta æ
minna á sér bera. Færri bílalestir
fara um borgina, afghanskir lög-
reglumenn stjórna umferðinni og
ungir, óvopnaðir afghanskir her-
menn manna vegatálma nálægt
flugvellinum.
Tveimur sovézkum skiðdrekum
hefur verið lagt fyrir framan
útvarpsstöðina. Sovézkir hermenn
standa vörð við pósthúsið, inn-
anríkisráðuneytið og aðrar mik-
ilvægar byggingar.
Blaðið „Jang“ í Karachi hermdi
í dag að afghanski gjaldmiðillinn
hefði verið lagður niður í dag og
rússneskar rúblur teknar upp í
staðinn.
Sovézkir skriðdrekar
RÚSSAR Á FERÐ - Bryn-
varinn sovézkur vagn tekur
sér stöðu á flugvellinum í
Kabul, höfuðborg Afghanist-
ans. Aftan við hann sjást
sovézkir vöruflutningabílar og
skriðdreki. Rússar hafa komið
sér upp miklum búðum á
flugvallarlóðinni.
Carter undirbvr
gagnráðstafanir
Washington, 2. janúar. AP.
TILKYNNT var í kvöld í Washing-
ton að Carter forseti mundi kalla
heim bandariska sendiherrann í
Moskvu á morgun til að sýna
vanþóknun Bandaríkjamanna á
íhlutun Rússa i Afghanistan. Ráð
stöfunin er sögð táknræn, en einnig
er sagt að Thomas Watson sendi
herra geti hjálpað Carter-stjórn-
inni að vega og meta stefnuna
gagnvart Rússum.
Jody Powell blaðafulltrúi sagði
að Carter hefði ákveðið nokkrar
ráðstafanir vegna „hinna alvarlegu
ógnunar við heimsfriðinn“ sem inn-
rásin væri. Sumar yrðu einhliða og
aðrar i samvinnu við önnur ríki.
Ákvaðanir forsetans yrðu kynntar
þegar viðeigandi ráðfæringar
hefðu farið fram.
Ein ráðstöfunin sem um er rætt
er að NATO-löndin hætti við þátt-
töku i Ólympiuleikunum i Moskvu
1980.
New York Times hefur eftir hátt-
settum embættismanni að Bandarík-
in og bandamenn þeirra muni senni-
lega fara fram á fund bráðlega hjá
SÞ til að fordæma Rússa og krefjast
brottflutnings herliðs þeirra.
Washington Póst hefur eftir heim-
ildum í Brtissel að NATO hafi rætt
hugsanlegar gagnráðstafanir, þar á
meðal ákvörðun um að hætta þátt-
töku í Ólympíuleikunum í sumar og
ákvarðanir um að hætta hveitisölu,
viðskiptalánum og menningarskipt-
um við Rússa. Hingað til hefur
Carter alltaf lagzt gegn niðurskurði
á kornútflutningi vegna hagsmuna
bandarískra bænda, en um afstöðu
hans til Ólympíuleikanna er ekki
vitað.
Warren Christopher aðstoðarut-
anríkisráðherra mun gefa Carter
skýrslu um ferð sína til Evrópu þar
sem hann sat skyndifund NATO í
gær.
Meðal þeirra ráðstafana sem eru í
athugun eru þessar:
• Tilmæli til Ailsherjarþingsins að
fordæma Rússa og krefjast brott-
flutnings tugþúsunda rússneskra
hermanna frá Áfghanistan.
• Aflétt verði banni við útflutningi
á bandarískum hergögnum til
grannríkisins Pakistan sem sumir
telja næsta skotmark Rússa.
• Öldungadeildin fresti meðferð
SALT II.
• Nefnd verði send til vinveittra
landa við Persaflóa til að reyna að
mynda samfylkingu gegn Rússum.
• Hvatt verði til þess að hætt verði
við þátttöku í Ólympíuleikunum í
Moskvu í sumar.
• Leiðir verði fundnar til að koma
hergögnum til afghanskra uppreisn-
armanna sem virðast vanmáttugir
gagnvart sovézkum skriðdrekum og
öðrum nýtízku hergögnum.