Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
3
Enn framið póstrán í Sandgerði:
Barði póstmeistarann
í höfuðið og hafði á
brott með sér 400 þús.
Líðan Unnar póstmeistara eft-
ir atvikum góð í gærkvöldi
RÁN VAR FRAMIÐ í pósthúsinu í Sandgerði snemma í gærmorgun og
er þetta i annað skiptið á tæpu ári sem það gerist. í gær hafði
ræninginn upp úr krafsinu tæplega 400 þúsund krónur en í fyrra var
fengur ræningjans 488 þúsund krónur. Unnur Þorsteinsdóttir
póstmeistari í Sandgerði hefur orðið fyrir þeirri sérstæðu lífsreynslu að
verða á vegi ræningjans eða ræningjanna í bæði skiptin.
Þessi mynd var tekin eftir ránið 31. janúar í fyrra í gegnum
afgreiðsiulúgu pósthússins. Talið frá vinstri: Unnur Þorsteins-
dóttir póstmeistari, Anna Sveinbjörnsdóttir starfsstúlka í póst-
húsinu og Jakob Tryggvason fulltrúi hjá Pósti og síma.
í fyrra ógnaði ræninginn henni
og neyddi hana til þess að opna
peningaskáp pósthússins en hann
hvarf síðan út í myrkrið með feng
sinn. Það er öllu óljósara hvað
gerðist í gærmorgun, þar sem
Unnur hefur aðeins að litlu leyti
getað gert sér grein fyrir því sem
gerðist. Þó virðist líklegast að
ræninginn hafi leynzt í myrkrinu
fyrir utan pósthúsið þegar Unnur
kom til vinnu klukkan laust fyrir
8.30. Virtist sem hann hafi ráðist
að Unni um leið og hún var búin að
opna útidyrnar. Unnur veitti mót-
spyrnu og við það brotnuðu gler-
augu hennar en ræninginn greip
þá til þess ráðs að veita Unni
þungt höfuðhögg svo að hún missti
meðvitund. Tók ræninginn þvínæst
lyklana af Unni, opnaði peninga-
skáp pósthússins og tók þar pen-
ingabauk, sem innihélt allmikið af
seðlum og hafði þá á brott með sér.
Meira var af peningum í skápnum,
svo og ávísanir, en það skildi
ræninginn eftir.
Við höfuðhöggið hlaut Unnur
heilahristing en hún rankaði brátt
við sér og með aðstoð samstarfs-
stúlku sinnar, sem komin var á
vettvang, gat hún komið boðum til
lögreglunnar í Keflavík. Eftir
skoðun á sjúkrahúsinu í Keflavík
var henni leyft að fara heim.
Unnur Þorsteinsdóttir býr í
Garði ásamt manni sínum Kristni
ísaksen. Morgunblaðið hafði í gær-
kvöldi samband við Kristin til þess
að spyrjast fyrir um líðan Unnar.
Kvað Kristinn líðan hennar góða
eftir atvikum en hún væri skiljan-
lega enn mjög miður sín eftir að
hafa orðið fyrir þessari áras.
Lýsing á
ráninu í fyrra
Það var 31. janúar 1979 að fyrra
ránið var framið. Unnur Þorsteins-
dóttir lýsti því á eftirfarandi hátt í
samtali við blm. Morgunblaðsins:
„Eg kom í vinnuna klukkan
hálfníu eins og ég geri venjulega,
því að mér finnst gott að ganga frá
ýmsu áður en símstöðin opnar
klukkan níu. Ég hafði að sjálf-
sögðu læst, en þegar ég var nýkom-
in inn var bankað. Það kom mér
ekki á óvart í sjálfu sér, því að það
er ekki óalgengt að fólk fái að bíða
eftir rútunni hérna inni, sérstak-
lega ef kalt er í veðri eins og var í
dag. Ég var því alveg grunlaus
þegar ég opnaði dyrnar en þá
ruddist maðurinn inn, hrinti mér
aftur á bak og lýsti með vasaljósi
framan í mig um leið og hann
slökkti loftljósið.
Hótaði að
skjóta Unni
„Ég skýt þig ef þú lætur mig
ekki hafa alla peningana," kallaði
maðurinn um leið og hann rak
eitthvað hart í bakið á mér og
skipaði mér að fara inn á skrifstof-
una. Eg vissi aldrei hvort það var
byssa eða eitthvað annað, sem
maðurinn hafði í hendinni, því að
ég þorði ekki að snúa mér við
vegna ógnana mannsins. Þegar við
komum inn í skrifstofuna skipaði
maðurinn mér að opna peninga-
skápinn og síðan sagði hann mér
að taka út ákveðinn kassa, þar sem
peningarnir voru geymdir. Hann
virtist eitthvað vera kunnugur
þarna, því að hann benti ákveðið á
kassann. Hann skipaði mér síðan
að opna kassann og svo tók hann
sjálfur alla þúsund og fimm þús-
und króna seðla úr kassanum, en
þeir voru í búntum. Við öðrum
peningum leit hann ekki og hann
vildi ekki sjá ávísanir. Maðurinn
passaði sig mjög vel, hann snerti
aldrei á neinu og gætti þess mjög
vel að ég sæi aldrei framan í hann.
Ég gat heldur ekki mikið gert með
þennan harða hlut í bakinu allan
tímann. Þegar maðurinn var búinn
að ná peningunum snerist hann á
hæli, opnaði hurðina og hljóp
burtu.
Angaði af
Old-spice
Ég játa það alveg hreinskilnis-
lega að ég var svo dauðskelkuð að
ég hafði ekki rænu á því að elta
manninn út eða fylgjast með
honum út um gluggann, það fyrsta
sem kom upp í huga minn var að
hringja í lögregluna. Ég gat aðeins
gert mér grein fyrir því að maður-
inn var í meðallagi hár og klæddur
í bláleita úlpu með loðfóðri, úlpu af
algengustu gerð. Hann hafði hett-
una á höfðinu og hún var reyrð
þétt upp að höfðinu svo hæpið var
að ég hefði getað séð vel framan í
manninn hvort sem er. Um aldur
mannsins er erfitt að segja en
líklega hefur hann verið ungur.
Það var áberandi rakspíralykt af
honum, lykt af Old-spice rakspíra.
Átti að fram-
kvæma ránið
daginn áður?
Ég varð ekki vör við það að
maðurinn færi í bíl, líklega hefur
hann verið gangandi. Vafalaust
hefur hann vitað um það að ég
kæmi oftast í vinnuna hálftíma
áður en opnað var og síðan hefur
hann beðið færis. Þegar ég kom í
vinnuna á þriðjudagsmorguninn
hafði ég það á tilfinningunni að
einhver væri í felum bak við hús en
aðgætti það ekki nánar. Þennan
morgun var kona samferða mér
inn í húsið og tel ég víst að
maðurinn hafi þarna verið í felum
en ekki lagt í að framkvæma ránið
vegna konunnar, hann hafi svo
látið til skarar skríða daginn eftir
þegar ég var ein.“
Dreymdi fyrir
ráninu
Því er við að bæta að Unni
dreymdi fyrir ráninu í fyrra, eins
og þá kom fram í samtali við hana
hér í blaðinu. Dreymdi hana svarta
veru, sem ágirntist það sem var í
peningaskápnum og þessi vera
sagði hvað eftir annað: „Ég vil fá
allt nema ávísanir."
Sagði Unnur að eftir að hana
dreymdi þennan draum hafi hún
allt eins átt von á því að pósthúsið
yrði rænt. Hannes Arnórsson,
fyrrverandi póst- og símstjóri í
Sandgerði, hafði svipaða sögu að
segja. Hann dreymdi draum, sem
hann síðar setti í samband við
ránið.
Engar spurnir hefur Morgun-
blaðið haft af því nú hvort ein-
hvern dreymdi fyrir þessu síðara
ráni né mun það liggja fyrir hvort
ræninginn angaði af Old-spice
rakspíra eins og í fyrra ráninu og
lýst er hér að framan.
Starfsmenn Pósts og síma eru þarna að koma fyrir gögnum 1
peningaskáp pósthússins, sem ræninginn opnaði eftir að hafa tekið
lyklana af Unni póstmeistara.
Norræna málaárið:
Tungumál Norð-
urlandaþjóðanna
í brennideplinum
NORRÆNA málaárið hefst nú frá
áramótum, en norrænu félögin
ákváðu fyrir tveimur árum að
gangast fyrir norrænu málaári
árið 1980. Árið er hugsað sem
tilefni og upphafsár þess að vekja
athygli Norðurlandaþjóðanna á
tungumáli hverrar annarrar, en
segja má að burðarásinn í nor-
rænu samstarfi sé gagnkvæmur
skilningur á máli og menningu
hvers annars.
Upphafið að undirbúningi ársins
var það, að í hverju Norðurland-
anna fyrir sig voru skipaðar mála-
ársnefndir og var hlutverk þeirra
að bera fram hugmyndir og tillög-
ur um það hvað gera mætti í tilefni
ársins. íslenzka nefndin kallaði
saman blaðamannafund í gær til
kynningar á starfi hennar, en
nefndina skipa Aðalsteinn Davíðs-
NORRÆNA
MÁLAÁRIÐ
Merki ársins. Hnötturinn og
ímynd átta tungumála. þeirra
sem töluð eru á Norðurlönd-
um. Merkið er hannað af
Svíanum Michel Östlund.
Hjálmar ólafsson, formaður norræna félagsins, Aðalsteinn Daviðsson, formaður islenzku málanefndarinn-
ar, Hjörtur Pálsson og Haraldur ólafsson. Á myndina vantar Guðrúnu Egilson og Stefán Karlsson sem
jafnframt eiga sæti i nefndinni.
son, Guðrún Egilson, Haraldur
Ólafsson, Hjörtur Pálsson, og Stef-
án Karlsson. Á fundinum kcrtn
fram að eðlilegt og sjálfsagt þyki
að hefjast handa við að sýna fram
á skyldleika tungna Norðurlanda-
þjóðanna þar sem honum sé til að
dreifa eða að minnsta kosti að
vekja athygli á og virðingu fyrir
þeirri menningu sem málin hafa að
geyma. Tillögur nefndarinnar í þá
átt eru m.a. þær, að samnorræn
fréttamiðlun verði efld og bóksala,
bækur og önnur norræn menning-
artæki fái frekari kynningu í
fjölmiðlum, að staðið verði fyrir
frekari kynningum og sýningum á
norrænu efni og er norræn bóka-
sýning þegar fyrirhuguð í Nor-
ræna húsinu í marsmánuði n.k. Má
segja að hér sé áróðursmál á
ferðinni, þar sem hvetja á fólk á
sem flestum sviðum til þess að
hugleiða hversu ríkur þáttur
tungumálin eru í menningararf-
leifð þjóðanna. Benda má á þá
furðulegu tregðu sem oft gætir hjá
Dönum, Svíum og Norðmönnum á
því að lesa mál hvers annars og
tregðu íslendinga við að lesa t.d.
færeyskar bækur. Þá má nefna
einangraðri mál eins og samísku
og grænlenzku sem menn þekkja
lítið til.
í skólum verður ársins minnst
veturinn 1980—1981 þar sem alm-
anaksárið og skólaárið fara ekki
saman. Er það von þeirra manna
sem að undirbúningi þessa árs
hafa staðið, að það verði kveikja að
varanlegum áhuga fólks á Norður-
landamálum.