Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
11
Átján hlutu heiðurs-
merki f álkaorðunnar
að vísu þungt í skauti, en þó var
það ekki verra en þetta, og á
hinn bóginn var það svo til
sjávarins gott ár og gjöfult. Vér
höfum fengið að sjá í skýru ljósi
hvernig véltækni og vísinda-
þekking hafa gert alla nýtingu
lífsbjargarmöguleika fyrr og nú
ósambærilega.
En áminning er þetta ár eigi
að síður. Nú höfum vér sett oss
þjóðfélagsleg markmið sem eru
önnur og metnaðarfyllri en
nokkurn gat órað fyrir til
skamms tíma. Vér viljum ekki
að hérlandsmenn búi við skarð-
ari hlut en nágrannar vorir.
Þetta er að stefna hátt og svo á
að vera. En sú spurning virðist
leynast í hugskoti manna og
kemur stundum upp á yfirborð-
ið, hvort landið og landkostirnir
rísi undir þessari stefnumörkun,
hvort ísland sé þess yfirleitt
megnugt að veita börnum sínum
allt til alls eins og best gerist í
heiminum. Menn velta því fyrir
sér hvort landið eigi sína sök á
þeim efnahagsþrengingum, sem
hér virðast vera orðnar landlæg-
ar, hvort vér lifum um mögu-
leika landsins fram. Annað sem
bent gæti til nokkurrar vantrúar
á landið er brottflutningur fólks,
sem nú er sagður meiri en verið
hefur um alllangt skeið og meiri
en eðlilegt er og alltaf hefur
verið. Sagt er menn leiti til
hlýrri og sólríkari landa og þó
einkum þeirra þar sem minna
þurfi á sig að leggja til að ná því
stigi lífsgæða sem menn gera sig
ánægða með. Mikið er til unnið
ef menn afsala sér ættlandi sínu
fyrir sig og börn sín, og það gera
menn yfirleitt ekki með glöðu
geði. Þess vegna er þetta íhugun-
arefni.
Ekki virðist það líklegt að
efnahagsvandann og brottflutn-
ing, ef verulegt orð er á honum
gerandi, megi beinlínis rekja til
ónógra kosta landsins, þó að ár
verði misjöfn. Hitt er heldur, að
margir virðast nú þeirrar skoð-
unar að mannkynið allt geti ekki
vænst batnandi hags frá því sem
nú er eða megi jafnvel búast við
að harðni á dalnum á komandi
tíð, af því að ýmsar auðlindir
jarðar hljóti að ganga til þurrð-
ar áður en langir tímar líða.
Augljóst er að margar þjóðir
eiga nú við vandamál að stríða
sem eru næsta keimlík vanda-
málum vorum og búa þær þó í
gamalgrónum frjósömum lönd-
um. Island er aftur á móti
norðlægt land og nokkuð hart í
skapi. En það býr yfir stórkost-
legum lífgefandi eiginleikum,
sem sum lönd önnur skortir hvað
tilfinnanlegast, dýrmætustu
auðuppsprettur þess eru allar
endurnýjanlegar og óþrjótandi
ef rétt er á haldið. Það er þetta
sem sköpum skiptir og veldur
því að í samanburði við marga
aðra höfum vér fulla ástæðu til
að horfa með bjartsýni til fram-
tíðarinnar.
Hvað veldur þá þeim þreng-
ingum sem vér erum í og ekki sér
fram úr í bili? Því fer sem betur
fer fjarri að íslenska þjóðin sé í
einhverjum helgreipum, þótt
menn tali áhyggjusamlega þessa
dagana. En vera má að á leið
vorri frá fátækt til bjargálna
eða vel það höfum vér hraðað oss
um of, asinn verið helst til
mikill. Ef svo er og vér horfumst
nú í augu við eftirköstin, þá
eigum vér að vísu málsbætur.
Svo lengi hafði þessi þjóð þurft
að bíða síns vitjunartíma, vera
öskubuska meðal þjóða. Og þarf-
laust er að gleyma því, þegar oss
finnst öndvert blása, að á Islandi
hefur mikið ævintýri gerst á
einum eða tveimur mannsöldr-
um. Það vildi ég einkum brýna
fyrir hinni ungu kynslóð að láta
sér ekki yfirsjást, því að hún
hefur ekki nema að litlu leyti
horft á þetta ævintýri gerast og
því ekki víst að hún meti það að
verðleikum. Á þessu ævintýri á
að verða gott framhald, á þann
veg að allir íslenskir menn vilji
og geti tekið þátt í því. Engin
ástæða er til að efast um að svo
megi verða og muni verða, og má
ekki láta villa sér sýn á þessum
nýársdegi, þó að óvíst sé um
taumhaldið í svipinn. Slíkt hefur
oft komið fyrir áður, og úr
verður að rætast og mun rætast,
það má af reynslunni ráða, og
það er staðföst von vor allra, í
trú á landið, trú á atorku, vit og
giftu þjóðarinnar og þeirra
manna sem hún hefur trúað
fyrir forustu um málefni sín.
Góðir landsmenn.
Langt er nú liðið á þriðja
kjörtímabil mitt. Það er áreiðan-
lega á vitorði flestra, að ég hef
fyrir alllöngu gert það upp við
sjálfan mig að bjóða mig ekki
oftar fram til að gegna embætti
forseta íslands. Fyrir nokkrum
mánuðum skýrði ég forsætisráð-
herra sem þá var, frá ákvörðun
minni, svo og formönnum allra
stjórnmálaflokka, enn fremur
nýlega núverandi ríkisstjórn. Og
nú skýri ég yður öllum frá þessu
opinberlega, staðfesti það sem
fáum mun koma á óvart. Ég
neita því ekki að ég hefði óskað
að sitthvað hefði verið í fastari
skorðum í þjóðlífinu, nú þegar ég
tilkynni þetta til þess að enginn
þurfi að velkjast í vafa. En
stundarástand getur ekki breytt
þ'ví sem þegar er fastákveðið.
Sjálfur tel ég að tólf ár séu
eðlilegur og jafnvel æskilegur
tími í þessu embætti og það er
drjúgur spölur í starfsævi
manns. Og enginn hefur gott af
því að komast á það stig að fara
að ímynda sér að hann sé
ómissandi. Ýmsar persónulegar
ástæður valda því að ég æski
þess ekki að lengja þennan tíma,
þótt ég ætti þess kost.
En þetta er ekki kveðjustund.
Enn er nokkuð langt til stefnu.
Seinna kann að vera tækifæri til
að kveðja og þakka fyrir góðar
samvistir. En í dag þakka ég
samfylgdina á liðnu ári hrærð-
um huga. Nú höldum vér öll til
móts við hið nýja ár og leitum
hamingjunnar hvert eftir sínum
leiðum. Vér skulum hefja göng-
una undir merkjum góðrar von-
ar, hvert fyrir sig og sína, og öll
sameiginlega fyrir land vort og
þjóð. Gleðilegt nýár.
FORSETI íslands hefur í dag
sæmt eftirtalda menn heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu:
Frú Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur,
formann Starfsmannafélagsins
Sóknar, riddarakrossi, fyrir fé-
lagsmálastörf.
Ármann Kr. Einarsson, rithöf-
und, riddarakrossi, fyrir félags-
málastörf og ritstörf fyrir börn og
unglinga.
Arngrím V. Bjarnason, fv. aðal-
fulltrúa, Akureyri, riddarakrossi,
fyrir félagsmálastörf.
Ásgeir Ólafsson, forstjóra, ridd-
arakrossi, fyrir störf að trygg-
ingamálum.
Friðrik Ólafsson, formann Al-
þjóðaskáksambandsins, stór-
riddarakrossi, fyrir skáklist.
Guðmund Magnússon, rektor
Háskóla íslands, riddarakrossi,
fyrir embættisstörf.
Gunnar Sigurjónsson, verk-
stjóra, riddarakrossi, fyrir félags-
málastörf.
Frú Hrefnu Tynes, fulltrúa,
riddarakrossi, fyrir æskulýðs- og
félagsmálastörf.
Dr. Jakob Magnússon, fiski-
fræðing, riddarakrossi, fyrir störf
að fiskirannsóknum.
Dr. Jón Gíslason, fv. skóla-
stjóra, stórriddarakrossi, fyrir
störf að skóla- og menningarmál-
um.
Séra Jón ísfeld, fv. prófast,
riddarakrossi, fyrir félagsmála-
og fræðslustörf.
Jón Sætran, raftæknifræðrng,
riddarakrossi, fyrir störf á sviði
verkmenntunar.
Frú Maríu Markan Östlund,
söngkonu, stórriddarakrossi, fyrir
tónlistarstörf.
Markús Guðmundsson, skip-
stjóra, riddarakrossi, fyrir sjó-
mennsku.
VEGNA frétta um meinta skotár-
ás á varðmann við skotfæra-
geymslu varnarliðsins á svonefnd-
um Pattersonflugvelli og afskipti
varnarliðsins af vegfarendum á
Hafnar- og flugvallarvegi, vill
ráðuneytið taka fram, að yfir-
menn varnarliðsins gerðu sam-
stundis varnarmáladeild ráðu-
neytisins grein fyrir þessum at-
Pál Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóra, riddarakrossi, fyrir störf í
þágu heilbrigðismála.
Pétur Sigurðsson, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, stjörnu
stórriddara, fyrir störf á sviði
landhelgismála og almannavarna.
Snæbjörn Jónasson, vegamála-
stjóra, riddarakrossi, fyrir emb-
ættisstörf.
Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóra, stjörnu stórriddara, fyrir
embættisstörf.
burðum. Var þeim bent á, að
varnarliðinu væri óheimilt að
framkvæma lögregluaðgerðir inn-
an íslenskrar lögsögu og því mót-
mælt.
Skýrslur lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli og varnarliðsins eru
nú til athugunar hjá ráðuneytinu.
(Frá utanrikisráðuneytinu).
Jóhanna Steinþórsdóttir og Hjalti Gunnarsson í hlutverkum.
ODYRT OG SKEMMTILEGT
TÓMSTUNDAGAMAN.
Kennslustaöir:
Reykjavík
Brautarholti 4.
Drafnarfelli 4.
1 Félagsh. Fylkis
(Árbæ).
Kópavogur:
Hamraborg 1.
Kársnesskóli.
Seltjarnarnes:
Félasheimiliö.
Hafnarfjöróur:
Gúttó
Mosfellssveit:
Hlégarður.
DflllSSHðll
Innritun og upplýsingar
kl. 13-19.
Símar:
20345,38126, 24959,
74444, 39551.
Ath.
konu beat tímana.
RSTUfllDSSOnflR
Meint árás á varnarliðsmann:
Skýrslur til athugunar
hjá utanríkisráðuneyti