Morgunblaðið - 03.01.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
15
Jesús Krístur,
frelsarínn
leidtoginn
Nýárspredikun
sr. Óskars J. Þorlákssonar
GuÖspjall:
Þegar átta dagar voru libnir og
hann skyldi umskera, var hann
látinn heita JESUS, eins og hann
var nefndur af englinum, ábur
en hann var getinn í móburlífi
Lúk. 2.21.
I
Þetta guðspjall nýársdagsins
er eitt stysta guðspjall sem
ætlað er til hugleiðingar á helg-
um degi kirkjuársins. Það þarf
heldur ekki að vera lengra. Það
minnir á það, sem mestu máli
skiptir. Það minnir á Jesum,
frelsarann og leiðtogann. Nafn
hans á að vera yfirskrift hins
nýja árs. Nafnið Jesus þýðir
frelsari, og þegar vér heyrum
þetta nafn erum vér minnt á þau
lífssannindi, sem felur í sér,
bæði um Guð og lífið, um
upphaf, endi, Guð og mann, um
allt, sem mestu máli skiptir í
tilverunni.
Það verður því ekki annað
sagt, en að þetta guðspjall sé vel
valið, þegar vér erum stödd á
tímamótum og erum að byrja
nýtt ár. Vissulega vakna margar
minningar í hugum manna, þeg-
ar árið hefur kvatt, sumar
minna á sérstakar gleði og
hamingjustundir, en aðrar eru
blandnar trega og söknuði.
Þetta er reynsla lífsins fyrir
flestum.
En nú er það framtíðin, sem
skiptir mestu máli fyrir oss, og
hvernig ætlum vér svo að mæta
þessari framtíð? Fær Frelsari
vor, að vera með í þeirri mynd,
sem vér gerum oss af fram-
tíðinni? Fær nafn hans að vera
yfirskrift ársins í lífi voru?
Getum vér í alvöru tekið undir
orð nýárssálmsins, „í Jesu nafni
áfram enn með ári nýju kristnir
menn“.
Hvernig hugsum vér svo, að
mæta framtíðinni sem einstakl-
ingar og þjóð? Höfum vér ekki
gott af því að leggja fyrir oss
nokkrar spurningar í byrjun
ársins, og hugsa um þær í
einrúmi?
Hvað höfum vér lært af
reynslu hins liðna?
Hefur Jesus Kristur fengið að
vera í för með oss á liðnu ári, eða
liðnum árum? Hvað segjum vér
um gildi trúarinnar í voru eigin
lífi? Höfum vér ekki þörf fyrir
að endurskoða margt í lífi voru
og lífsháttum? Og þó að þetta
séu fyrst og fremst, persónu-
legar spurningar, gætu þær
vissulega átt við um þjóðlífið
allt.
Segir ekki Kristur við oss,
þegar hann stendur við dyr hins
nýja árs? „Sjá, ég stend við
dyrnar og kný á. Ef einhver
heyrir raust mína og lýkur upp
dyrunum, þá mun ég fara inn til
hans, og neyta kvöldverðar með
honum og hann með mér. (opb.
Jóh. 3.20)
Kristur vill hafa áhrif á oss.
Ef hann fær að vera í fylgd með
oss munum vér öðlast nýtt mat á
verðmætum lífsins. Vér höfum
sannarlega þörf fyrir áhrif
Krists, á öllum sviðum Iífsins, í
heimilislífi, í menntun og menn-
ingu, í atvinnu og viðskiptalífi,
og í öllum samskiptum þjóð-
anna.
Það er mikill misskilningur að
það sé hægt að einangra krist-
indóminn frá hinu daglega lífi,
sagði ekki Kristur um lærisveina
sína: „Þér eruð salt jarðarinnar".
Vér þurfum að leggja trúar-
legt mat á lífið og verk vor
mannanna. Vér þurfum að geta
sagt með postulanum: „Ég fyrir-
verð mig ekki fyrir fagnaðarer-
indið, því að það er kraftur Guðs
til hjálpræðis hverjum þeim sem
trúir (Róm. 1.16)
II.
Það er sitt hvað, sem blasir
við, þegar vér erum að hefja
gönguna á nýju ári og margir
spyrja í dag „Hvað boðar nýárs
blessuð sól?“ Hvernig eigum vér
að mæta framtíðinni? Margir
eru ráðvilltir og óvissa hvílir
yfir öllu. Það er mikið talað um
stjórnmál og efnahagsmál á vor-
um dögum, og í flestum löndum
eru mikil átök um þessi mál, og
líka hér hjá oss. Það er ekki
hlutverk kirkjunnar, að segja
stjórnmálamönnum fyrir verk-
um í þessum efnum, enda ekki
líklegt að þeir tækju því vel, en
það er réttmætt, og reyndar
skylda kirkjunnar, að minna
forystumenn þjóðarinnar og alla
aðra, á það, „að ef Dr. byggir
ekki húsið, erfiða smiðirnir til
ónýtis; ef Dr. verndar ekki borg-
ina, vakir vörðurinn til ónýtis.
(Sálm. 127.1)
Ég held, að engum dyljist, að
þjóð vor er í verulegum vanda
stödd, og hvað er þá eðlilegra en
að stjórnmálaflokkar og öll þjóð-
in leggi ágreiningsmál sín á
hilluna og taki höndum saman,
að leysa þann vanda, sem vér
erum komin í. Ef ósáttfýsi og
sundrungaröfl fá að ráða mestu í
þjóðlífinu, þá fer áreiðanlega illa
fyrir þjóðinni fyrr eða síðar.
Litla þjóð, sem átt í vök að
verjast
vertu ei við sjálfa þig að
berjast
(J.M.)
Vér getum að sjálfsögðu aldrei
orðið öll eins, í öllum greinum,
en þegar vanda ber að höndum í
þjóðlífinu og heill og hamingja
þjóðarinnar liggur við, þurfum
vér öll að vera eitt og vér þurfum
að geta tekið höndum að leysa
þann vanda, sem að steðjar.
Guð ætlast til þess af hverri
þjóð, að hún standi sameinuð á
örlagastund.
A árinu, sem leið minntist
þjóð vor þess, að 100 ár voru
liðin frá dauða Jóns Sigurðsson-
ar og Ingibjargar konu hans.
Þessi hjón voru um langt skeið
„sómi Islands, sverð og skjöld-
ur“, eins og komist var að orði
um Jón Sigurðsson. Margt hefur
verið rifjað um ævi hins mikil-
hæfa og ástsæla foringja ís-
lensku þjóðarinnar. Starf hans
var, á sínum tíma, upphaf þjóð-
legrar vakningar og hefur síðan,
með hverri kynslóð, orðið þjóð-
inni hvatning til dáða og
drengskapar.
Þegar samviskusamir stjórn-
málamenn eru að móta lífs-
stefnu sína, leita þeir sér oftast
fyrirmynda í lífi þeirra manna,
sem orðið hafa þjóð sinni til
blessunar á einhverju sviði.
Um það verður varla deilt, að
margt hefur vel tekist í sjálf-
stæðismálum og menningarlífi
þjóðar vorrar á þessari öld, og
íslenska kirkjan vill styðja eftir
mætti allt, sem til heilla má
horfa í þjóðlífinu, en vara við
hinu, er kann að leiða til ógæfu.
Enginn má loka augunum
fyrir því, sem aflaga fer í
þjóðlífinu, og þeim margvíslegu
hættum, sem steðja að ungum og
gömlum í nútíma þjóðfélagi.
Skynsamlegt mat á verðmætum
lífsins og hófleg bjartsýni þarf
að móta viðhorfin til framtíðar-
innar.
III.
Um áramót hljótum vér að
horfa lengra en aðeins yfir vort
eigið þjóðlíf, því svo háðir erum
vér þeim atburðum, sem eru að
gerast úti í hinum stóra heimi.
Vér erum ekki lengur lítil ein-
angruð þjóð, langt í Norðurhöf-
um. Vér erum sem lítill bróðir í
hinni stóru fjölskyldu þjóðanna.
Atburðir, sem gerast úti í heimi
snerta oss hér, eins og annars-
staðar. Gott og illt berst að
ströndum lands vors, hvort sem
oss er það ljúft eða leitt. Mikið
veltur á því, hvaða áhrifum vér
viljum taka á móti, og hvernig
vér gerum það. Lífsviðhorf vor í
andlegum efnum verða að móta
verk hins líðandi tíma og þar er
trúin besta vopnið til sóknar og
varnar í baráttu lífsins.
Fátt hefur vakið meiri athygli
á Vesturlöndum en atburðirnir í
Iran og Cambotseu, en þó að
þessir atburðir séu dapurlegir,
þá hafa þó líka borist frá
Austurlöndum fregnir um at-
burði, sem eru til uppörvunar og
lærdóms, en það veiting friðar-
verðlauna Nobels til „móður
Teresu", sem kölluð hefur verið
„dýrlingurinn í jarðneskum
hversdagsklæðum“. Líknarstarf
hennar og manngildishugsjón
hefur vakið heimsathygli og
glatt þann neista mannkærleik-
ans, sem virðist hafa dofnað svo
víða.
Auðvitað breytir starf einnar
konu ekki þróuninni í heiminum
í einni svipan, en er þó sem
lýsandi stjarna í dimmum heimi.
Góðir áheyrendur, nær og
fjær!
I upphafi nýs árs beinum vér
sjónum vorum til hans, sem er
herra lífsins og konungur tím-
anna. Vér byrjum árið í Jesu
nafni. Gef að áhrif hans megi ná
til sem flestra einstaklinga,
megi ná að móta þjóðlífið allt, og
að vér megum þroskast í trú og
kærleika til eilífs lífs. I gamalli
helgisögu segir svo: „Kvöld eitt
sat Abraham, utan við tjalddyr
sínar, þegar ókunnur maður kom
til hans og baðst gistingar.
Abrahan bauð honum að koma
inn fyrir og bjó honum góða
máltíð. „Þakkar þú ekki herra
himins og jarðar, áður en þú
byrjar máltíð þína?“ spurði ætt-
faðirinn. „Ég þekki ekki þinn
Guð,“ sagði hinn ókunni maður,
„en hér er minn,“ og hann lyfti
upp kápulafi sínu og tók þar
fram litla goðamynd. Abraham
brást þá reiður við og sagði: „Ég
vil ekki vera í sama tjaldi og
skurðgoð," og því næst rak hann
gest sinn á dyr.
Um nóttina birtist Guð Abra-
ham í draumi, og sagði við hann.
„Hvar er ókunni gesturinn, sem
ég sendi þér í gær?“ „Ó, herra,"
svaraði Abraham, „hann vildi
ekki tilbiðja þig og þess vegna
rak ég hann burtu." Guð sagði þá
við Abraham. „í 70 löng ár hefi
ég sýnt þessum manni þolin-
mæði, en þú gast ekki þolað
hann eina nótt.“
Abraham fór þegar út úr
tjaldi sínu og hóf leit að hinum
ókunna manni. Og er hann hafði
fundið hann fór hann með hann
heim í tjald sitt, og sagði við
hann: „Minn Guð bauð mér að
fara og sækja þig.“ Þá hrópaði
hinn ókunni maður: „Þinn Guð
er meiri en minn. Minn Guð
sagði við mig. Brenndu tjald
þessa manns og taktu hann
sjálfan af lífi. Segðu mér meira
um þinn Guð, því að ég vil þjóna
honum.““
Með þeirri ósk, að vér megum
öll þjóna Guði kærleikans, óska
ég yður öllum gleðilegs nýárs og
gæfuríkrar framtíðar. Amen.
HH
iliA
•AA
2.%OA
S5000
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Austurstræti 5