Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Yfirlæknaskipti á Landakotsspítala:
Á gamlársdaK fóru fram yfirlæknaskipti á Landakotspítala og lét dr.
Bjarni Jónsson yfirlæknir þá af störfum eftir yfir 20 ára starf og við
tók ólafur Örn Arnarson. Við athöfn í spítalanum að morgni
gamlársdags sögðu nokkur orð þeir Óttarr Möller formaður
yfirstjórnar spítalans, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri, Ólafur
Órn hélt ræðu og að lokum mælti dr. Bjarni nokkur orð.
Logi Guðbrandsson sagði að Landakotspítalinn hefði margoft átt
við ýmsa rekstrarörðugleika að stríða og hefðu St. Jósefs-systurnar
m.a. jafnan leitað ráða hjá dr. Bjarna. Þakkaði Logi dr. Bjarna fyrir
gott samstarf og flutti kveðjur frá systrunum.
Óttarr Möller sagði m.a., að dr. Bjarna væri ekki vel við hólið en
hann mætti þó segja að honum hefði verið lagið að stjórna fólki og að
laða fólk að sér. Færði óttarr Bjarna að gjöf silfurdisk með mynd af
Landakotspítala og voru á hann einnig rituð nöfn yfirstjórnarmanna
og framkvæmdanefndar spitalans.
Hér fer á eftir ræða Ólafs
Arnar Arnarsonar:
Djúp og óafmáanleg
spor í sögu
spítalans
I gildandi reglugerð fyrir
læknaráð Landakotsspítala segir,
að starfandi sérfræðingar spítal-
ans verði sjálfkrafa doctores eme-
riti, þegar þeir ná sjötugs aldri.
Dr. Bjarni Jónsson varð 70 ára 21.
maí sl. Því er í dag upprunnin
kveðjustund.
Fyrir röskum tveim árum kom-
um við saman hér í þessum sal og
minntumst 75 ára afmælis spítal-
ans. Jafnframt kvöddum við St.
Jósefssystur, sem með þrotlausri
elju og dugnaði byggðu og ráku
þennan spítala fram undir það.
Við vissum að Landakotsspítali
yrði ekki samur eftir að þær
hættu rekstri hans. Við vitum að
Landakotsspítali verður annar
eftir að Bjarni Jónsson lætur af
störfum.
Því nefni ég þessa aðila hér í
sama orðinu, að báðir hafa mark-
að djúp og óafmáanleg spor í sögu
þessarar stofnunar, hvor á sinn
hátt. Samstarf St. Jósefssystra og
Bjarna Jónssonar í röska fjóra
tugi ára, er einstakt, eins og
glöggt kom fram í hátíðarræðu dr.
Bjarna hér fyrir tveim árum.
Bjarni Jónsson lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1929. Embættisprófi í
læknisfræði frá Háskóla Islands
1935. Hann var aðstoðarlæknir á
Kleppsspítala til ársloka það ár,
en var aðstoðarlæknir hér á St.
Jósefsspítala í ársbyrjun 1936. Það
haust fór hann til framhaldsnáms,
fyrst í Þýzkalandi og síðar í
Danmörku og kom heim í lok
ársins 1940. 1941 fékk hann viður-
kenningu sem sérfræðingur í
bæklunarsjúkdómum og frá þeim
tíma hefst samfelldur starfsferill
við Landakotsspítála, sem varað
hefur fram til þessa dags. Tvisvar
á þessu tímabili fer dr. Bjarni í
langar námsvistir, fyrst til 1 'k árs
dvalar í Bandaríkjunum 1947 til
1948, aðallega við New York
Orthopedic Hospital og síðan um
haustið 1956 til Kaupmannahafn-
ar til ársdvalar á taugahandlækn-
isdeild Rigshospitalet, til að
kynna sér meðferð heilaslysa.
Doctorsritgerð um aðgerðir við
hryggskekkju varði dr. Bjarni við
Háskóla Islands 1954, en auk þess
hefur hann skrifað allmargar
greinar um fræði sín í innlend og
erlend fræðirit.
Yfirlæknir við Landakotsspítala
varð dr. Bjarni í febrúar 1959, er
Halldór Hansen lét af þeim störf-
um. Þegar læknaráð var stofnað
1967 varð hann jafnframt formað-
ur þess og hefur verið síðan.
Þessi grófa upptalning á starfs-
ferli dr. Bjarna segir ekki nema
hálfa sögu. Læknar spítalanna hér
í Reykjavík gátu ekki lifað af
spítalavinnu eingöngu, til þess
voru launin alltof lág. Allt fram á
miðjan 7. áratug urðu þeir að sjá
sér farborða með heimilislækn-
isstörfum og á því sviði veit ég að
dr. Bjarni var engin liðleskja.
Gefur því auga leið að á þessum
tíma var starfsdagurinn oft lang-
ur og erillinn mikill. Það hefur oft
verið mér mikil ráðgáta, þegar dr.
Bjarni tekur sig upp á miðjum
fimmtugsaldri og fer til Kaup-
mannahafnar að kynna sér heila-
slys. Árangurinn varð sá, að
næstu 15 árin var hann eini
maðurinn hér á landi, sem annað-
ist þessi slys, og var þessvegna á
stöðugri bakvakt öll þessi ár.
í slíkum erli er nauðsyn að hafa
gott heimili til að styðjast við og
njóta fárra frístunda. Ég þykist
vita að frú Þóra Árnadóttir hafi
verið ómetanleg stoð og traustur
og góður félagi.
Þegar ljóst varð, að St. Jósefs-
systur vildu hætta rekstri spítal-
ans, fór ekki hjá því, að mörgum
hrysi hugur við að spítalinn yrði
lagður niður eða rynni í ríkisspít-
alakerfið, eins og mörgum mun þó
hafa þótt eðlilegt. Þessi mál voru
á döfinni í nær tvö ár. Lausnin er
öllum, sem hér eru í dag, kunn. Ég
leyfi mér að fullyrða að sú lausn
hefði aldrei fengist, ef Bjarni
Jónsson hefði ekki haft forystu af
hálfu okkar heimamanna við þær
málaleitanir. Þá varð okkur, sem
með honum stóðu ljóst, hve mikils
álits hann og spítalinn nutu meðal
ýmissa áhrifamikilla aðila í þjóð-
félaginu. Ein helsta röksemdin,
sem notuð var, var sú, að hér hefði
tekist langt og gæfuríkt samstarf
milli eigenda og stjórnenda, þ.e.
St. Jósefssystra annars vegar og
lækna og annars starfsliðs hins-
vegar. Það var mjög stutt leið
milli stjórnenda og starfsliðs,
þannig að fullur skilningur ríkti
um hverjar þarfir væru og hver
getan til að uppfylla þær. Smám
saman hafði myndast hópur
starfsfólks, sem lærði dyggðir
hagsýni og sparsemi af systrun-
um. Utkoman varð sú, að hér var
rekin stofnun, sem var til fyrir-
myndar um hagkvæman rekstur.
Bent var á að slíkur rekstur
væri nauðsynlegur til samanburð-
ar rekstri opinberra spítala og
þeim nauðsynlegt aðhald. E.t.v. er
sá óbeini sparnaður, sem af þessu
hlýst, meiri heldur en flesta grun-
ar.
Um læknisþjónustu hér og á
öðrum spítölum þarf vart að
fjölyrða í þessum hópi. Megin
munurinn er e.t.v. fólginn í beinna
persónulegra sambandi sjúklings
og læknis hér, en annars gerist.
Að okkar mati gerir þetta meiri
kröfur til læknisins, en ánægjuna
af starfinu þeim mun meiri. Við
höfum alltaf haldið því fram, að
ágæta læknisfræði væri hægt að
stunda í hvoru kerfi sem er. Það
hefur verið sannað bæði austan
hafs og vestan. Því skyldu ekki
þessi tvö kerfi geta þróast hlið við
hlið, þau hafa gert það í hálfa öld.
Því skyldu einstakir læknar ekki
geta valið sér starfsform, sem
þeim hentar, ef gæði eru ekki
minni og kostnaður ekki í meiri í
einu kerfinu en öðru?
Bent var á söguleg rök. St.
Jósefsspítala, elsta starfandi
sjúkrahús borgarinnar, með
sínum séreinkennum, væri ekki
síður ástæða til að varðveita en
gömul líflaus hús.
öttarr Möller afhendir dr. Bjarna Jónssyni silfurdisk fyrir störf hans
i þágu Landakotsspitalans.
Ljósm. Kristján.
Spítalinn ekki samur eftir
að dr. Bjarni hættir störfum
— sagði Ólafur Örn Arnarson
Dr. Bjarni Jónsson:
Að leiðarlokum
DR. BJARNI Jónsson fyrrum
yfirlæknir á Landakotsspítala
lét af því starfi nú um áramót-
in. Við árlega athöfn þar sem
allir læknar spítalans koma
saman í jólabyrjun mælti dr.
Bjarni til þeirra nokkur kveðju-
orð og fara þau hér á eftir:
Ég vonast til þess, að ég eigi
eftir að koma hér aftur næstu jól
— og kannske mörg — en þá
verð ég gestur, því nú eftir
hálfan fimmta tug ára í þessu
húsi er minni læknisævi að
ljúka. Ég vil nota tækifærið til
þess að þakka ykkur öllum gott
samstarf. Þeir eru til, sem hafa
verið mér samtímis öll þessi ár,
en hinir eru miklu fleiri,sem
skemur ha'a verið. En öllum
kann ég ykkur þakkir fyrir góð
kynni, og ungum mönnum hér
fyrir að hafa lagst á þá sveif að
gera spítalann að þeirri stofnun,
sem ég hefi óskað.
Að leiðarlokum langar mig til
þess að koma á framfæri hugs-
unum aldraðs manns. Á gamla
bók var skrifað: „Það sem þér
viljið að aðrir geri yður skuluð
þér og þeim gera.“
Nú á tímum eru læknisverk og
spítalavinna æ meir að færast í
horf iðnaðar- og werksmiðju-
starfa. Sjúkdómurinn situr í
fyrirrúmi, sjúklingurinn gleym-
ist.
Ekki er hægt að skilja að
líkama og sál. Hver sem fær
líkamlegt áfall skaddast líka á
sálinni, mismikið að vísu og oft
án þess að gera sér það Ijóst.
Læknirinn þarf að hafa auga á
hvoru tveggja.
Það er ekki nóg að fjarlægja
skjaldkirtil eða að skera í burtu
magasár, jafnvel ekki að spengja
brotið bein. Það þarf líka að gefa
sjúklingnum von og trú og
traust. Það þarf að hjálpa hon-
um til að berjast.
Dante letraði yfir hlið vítis: Sá
sem gengur hér inn, skilur von-
ina eftir. Þegar vonin er farin,
tekur ekkert við nema inferno.
Það má aldrei loka síðustu
dyrunum. Þess vegna held ég, að
spítali megi aldrei verða verk-
smiðja, læknir aldrei iðnaðar-
maður, þó hann þurfi stundym
haga hönd.
Á þessari stofnun höfum við
ætíð kappkostað að halda við
tengslum sjúklings og læknis,
við höfum reynt að fylgja anda
læknisins, sem var á Kos fyrir 24
öldum.
Læknisfræði er orðin svo yfir-
gripsmikil, að enginn maður
ræður við nema hluta af henni.
Verkaskifting er nauðsyn og þá
um leið samvinna, stundum
margra lækna. Þegar allar fáan-
legar staðreyndir liggja fyrir,
þarf læknirinn að taka ákvörðun
upp á sitt eindæmi, og leggja
ábyrgðina á eigin herðar. Þar á
ekki við nefndarálit eða fundar-
samþykktir. Þar stendur læknir-
inn einn.
Milli sjúklings og læknis þarf
að vera trúnaðarsamband og það
er auðfengið ef sjúklingur finn-
ur, að læknirinn leggur sig allan
fram.
Mér finnst læknisnafnið vera
virðingarheiti. Nú um sinn hefur
mér fundist að læknum færi
fækkandi og læknisfræðingum
fjölgaði. Við skulum vera þess
minnug ætíð, að sjúklingarnir
eru ekki til fyrir okkur, heldur
erum við til fyrir sjúklingana.
Fyrir nokkrum árum var ég á
læknaþingi í Tel Aviv og lauk því
í Jerusalem. Hópur lækna hittist
í anddyri gistihússins og beið
eftir farartækjum til bæjarins.
Á leiðinni í bæinn minntist einn
læknirinn á kollega í hópnum,
sem farinn var á undan og átti
vart orð til að lýsa hversu
einstakur maður hann væri.
Aldrei gerði hann aðgerð á
neinum sjúkling nema þess væri
þörf þó hann fengi borgað vel
fyrir. Ég hefi ekki gleymt þessu
síðan.
Þegar læknir hugsar fyrst um
það, hvað hann fær fyrir vinnu
sína, að ég ekki nefni það að
vinna læknisverk að óþörfu, þá
er hann hættur að vera læknir.
I þessum spítala hefir sú regla
gilt, að menn fái greitt fyrir það,
sem þeir inna af hendi, en ekki
fyrir hitt, sem þeir láta ógert. Ég
held að sú regla sé góð, en þá
getur sú freistni verið í sjónmáli
að gera annað eða meira en
nauðsyn krefur. Enn hefi ég ekki
orðið þess var, að sú freisting
hafi orðið læknum þessa spítala
að fótakefli og með því liði sem
hér er, á ég þess ekki von að svo
fari.
En læknar eru bara menn. Það
er rétt. Siðferðilegur staðall
fólks er mishár. Ég tel, að
læknastéttin sé þar efst á blaði,
þó svartir sauðir finnist. Ég trúi
að það sé gott og vonast til að
svo fari fram; þá geta læknar
notið virðingar meðbræðra
sinna.
Ég álít að læknisstörf séu þau
verk, sem hæst eigi að meta til
fjár.
Allar götur frá því að nafni
minn Pálsson settist að á Sel-
tjarnarnesinu litlu og lágu hefur
læknisþjónusta verið Iágt metin,
en almenningur hefur ætíð gert
meiri kröfur til lækna en ann-
arra manna. Ég er samþykkur
því að gera háar kröfur, en ég
held að þar á móti eigi að koma
góð umbun. Það gerir enginn sitt
besta, sem hefir daglegar
áhyggjur af afkomu sinni. Og þó
virðing sé góð, þá mettar hún
ekki börnin eða klæðir fjölskyld-
una og skæðir. Og þó skatt-
heimtan geti komið saman háum
tölum, þegar hún segir frá tekj-
um lækna, þá er það á allra
vitorði, sem vita vilja, að ráð-
stöfunartekjur þeirra eru langt-
um lægri en margra þeirra
stétta, sem þjóðfélaginu er
miklu minna gagn að.
Þegar læknir þarf að borga
þjónustuaðila margfalt fyrir
heimsókn við það, sem hann fær
sjálfur fyrir vitjun, þegar hann
greiðir 60 aura til almennings-
þarfa af hverri krónu, sem hann
vinnur sér inn, en sér allt í
kringum sig fjölda manns, sem
lifir svo kostnaðarsömu lífi, að
hann getur aldrei látið sig
dreyma um slíkt, en greiðir lítið
eða ekkert í sameiginlegan sjóð,
er þá ekki von að hann spyrji: Af
hverju ég?
Það þarf sterk bein til þess að
láta strauminn belja um herðar
sér og standa á móti, en þegar
læknar missa fótanna og láta sig
berast með straumnum niður á
það siðferðisstig, sem mikill
■hluti þjóðarinar er kominn á og
þá fyrst og fremst þeir, sem
kjörnir eru til þess að vera í
forystu, þá er vá fyrir dyrum.
Eitt sinn sagði við mig ungur
læknir: „I am just a damned
healer", og átti við, að hann
hefði ekki velt vísindalegum
hlössum. Ég hefi ætíð metið